Frá aðalfundi vinafélags Ljósheima og Fossheima

Nýja stjórnin:  Guðbjörg Gestsdóttir, formaður, Esther Óskarsdóttir, gjaldkeri, Rut Stefánsdóttir, ritari og meðstjórnendur eru:  Kristín Árnadóttir, Unnur G. Jónasdóttir, Svava Einarsdóttir og Guðmundur Halldórsson.

Nýja stjórnin: Guðbjörg Gestsdóttir, formaður, Esther Óskarsdóttir, gjaldkeri, Rut Stefánsdóttir, ritari og meðstjórnendur eru: Kristín Árnadóttir, Unnur G. Jónasdóttir, Svava Einarsdóttir og Guðmundur Halldórsson.

Aðalfundur vinafélags Ljósheima og Fossheima haldinn 14. apríl 2013

Formaður félagsins Guðbjörg Gestsdóttir setti fundinn og tilnefndi Hafsteinn Þorvaldsson sem fundarstjóra. Einnig ávarpaði Hafsteinn fundargesti þegar líða tók á fundinn.
Formaður fór yfir skýrslu stjórnar fyrir síðasta ár og gjaldkeri yfir reikninga félagsins.
Árgjald  var ákveðið eins og verið hefur kr. 2.500,oo.
Fram fór kosning í nýja stjórn. Allir gáfu kost á sér til áframhaldandi starfa, nema Sigurbjörg Grétarsdóttir. 
Nýja stjórnin er þannig skipuð:  Guðbjörg Gestsdóttir, formaður, Esther Óskarsdóttir, gjaldkeri, Rut Stefánsdóttir, ritari og meðstjórnendur eru:  Kristín Árnadóttir, Unnur G. Jónasdóttir, Svava Einarsdóttir og Guðmundur Halldórsson.
Endurskoðendur eru:  Þorvarður Hjaltason og Kjartan Ólafsson.

Þeir Stefán Ármann og Grétar í Áshól sáu um harmonikkuleik – sem fundargestir kunnu sannarlega að meta og vel var tekið  undir með söng og sumir stigu dans.

Á fundinum var María Theódóra Jónsdóttir formlega gerð að heiðursfélaga.  Í heiðursskjali Maríu stendur  m.a. að sem formaður F.A.A.S. hafi María unnið mikið við undirbúning að stofnun heilabilunardeildar þegar hjúkrunardeildirnar Ljósheimar og Fossheimar voru byggðar.  Allt frá stofnun félagsins í febr. 2004 hefur María verið ötull talsmaður félagsins. Þessi hvatning og hlýhugur var og er félaginu mikill styrkur.  Fyrsti formaður félagsins og stofnandi Sigurður Jónsson afhenti Maríu heiðursstyttu – sem hann útbjó sjálfur. 
María ávarpaði fundinn og var afskaplega ánægð með þessa viðurkenningu – sem henni þótti vænna um en Fálkaorðuna.

Þá voru gjafabréf afhent fyrir báðar hjúkrunardeildirnar  frá vinafélaginu.  Um er að ræða peningagjafir kr. 400 þúsund til kaupa á húsgögnum í sólstofu deildanna og upp í kostnað við að halda hátíðarkvöldverð fyrir heimilisfólkið. Þá voru gefnir kökudiskar, gafflar og dúkkupör, að upphæð kr. 107.044,oo.  Samtals er verðmæti gjafanna  kr. 507.044,oo og er það von vinafélagsins að gjafir þessar komi heimilinu að góðum notum.

Að lokum voru svo kaffiveitingar, sem stjórnarkonur sáu um að venju. Á boðstólnum voru rjómapönnukökur, flatkökur og afmæliskringla.

Ekki var annað að sjá en að allir færu glaðir og ánægðir heim að loknum fundi.

Markmið félagsins er m.a.  að auka tómstunda- og afþreyingarstarf fyrir heimilisfólk hjúkrunardeildanna og standa vörð um aðbúnað fólks á deildunum.  Félagið hefur verið starfrækt í 9 ár og félagsmönnum alltaf að fjölga og eru í dag 148.