Fósturlát og aðgerð

Konur sem missa fóstur upplifa flestar að þeim hafi mistekist og geta þær fundið fyrir vanlíðan, þunglyndi og sorg. Þá skiptir ekki máli hversu löng meðgangan hefur verið. Fósturlát hjá ungum konum er u.þ.b. 10% en verður nokkuð al-gengara með hækkandi aldri. Flest fósturlát verða fyrir 12.viku en sjaldnast er vitað nákvæmlega hvað veldur fósturláti. Hafi meðgangan náð 5-6 vikum er talið nauðsynlegt að gera aðgerð til að hreinsa úr leginu fylgjuleifar og þess háttar vegan hættu á langvarandi eða miklum blæðingum eða jafnvel sýkingu.
Fyrir aðgerð
Aðgerð þessi er ýmist kölluð útskröpun eða útskaf en hér verður notað orðið útskaf þegar um fósturlát er að ræða. Útskaf þarf að gera I svæfingu og tekur hún

Venjulegur gangur mála, eftir að konan er innlögð og ákveðið að hún þarf að fara í útskaf er þessi:
Undirbúningur fyrir aðgerð
Þú mætir á deildina eftir samkomulagi. Ljósmóðir tekur á móti þér, fær hjá þér nauðsyn-legar upplýsingar, fer yfir þennan bækling og sýnir þér deildina.
Þú þarft að vera fastandi frá miðnætti, þ.e.a.s. þú mátt ekki borða, drekka né reykja frá þeim tíma.
Þú verður undirbúin fyrir aðgerð, færð nál með vökva í æð.
Þú þarft að fjarlægja gleraugu, linsur, alla skartgripi, naglalakk og andlitsfarða fyrir aðgerð.
Þú þarft að skila þvgprufu og blóðprufu.
Mældur er blóðþrýstingur, púls og hiti.
Til að undirbúa svæfingu færð þú forlyf, töflu eða sprautu, 1/2-1 klst. fyrir aðgerð.
Áður þarft þú að tæma þvagblöðruna. Eftir það mátt þú ekki fara fram úr rúminu.


Mjög mismunandi er hversu brátt þarf að gera útskaf og fer það nokkuð eftir því hversu blæðingin er mikil og verkir. Ef gera þarf aðgerð mjög brátt geta framantalin atriði riðlast.


Eftir aðgerð
Þú vaknar fljótlega á vöknunarherbergi. Fylgst verður með hjartslætti og blóðþrýstingi, súrefnismettun í blóði og blæðingu frá legi, nokkuð þétt í byrjun en síðan sjaldnar fram að heimferð. Þú verður með næringarvökva í æð, þangað til þú ert farin að drekka. Þegar þú ert vel vöknuð færð þú fótavist, nál og vökvi tekin og þú færð að borða almennt fæði.
Athugaðu að fara ekki fram úr rúmi í fyrsta sinn nema með aðstoð.
Ekki reykja fyrr en að kvöldi aðgerðardags, þegar þú hefur borðað og áhrif svæfingalyfja eru horfin.
Verkir og blæðing: Alveg er eðlilegt að konu fái samdráttarverki eftir þessa aðgerð og er sjálfsagt að gefa verkjalyf við þeim. Blæðing/hreinsun eftir aðgerð ætti ekki að vera meiri en venjuleg tíðablæðing og stendur hún að jafnaði í um vikutíma. Í lokin verður hún brúnleit.


Varnir gegn sýkingu
kynlífið, en rétt er að bíða með samfarir í nokkra daga meðan þú ert að jafna þig.
Hvað ber að varast
Sýkinga– og blæðingahætta við þessa aðgerð er óveruleg. Þú skalt þó ekki fara í sund eða baðkar og forðast mikla áreynslu meðan sárin eru að gróa, í um viku tíma. Þú mátt fara í sturtu.


Athugaðu !
Þessar upplýsingar eru engan veginn tæmandi. Það geta orðið ýmis óhjákvæmileg frávik.
Hikaðu ekki við að biðja okkur um nánari útskýringar.