Föstudagspistill forstjóra

Herdís GunnarsdóttirHaustið hefur farið hratt af stað hjá okkur á HSU og ávallt bíða okkur á hverjum degi áskoranir og ný viðfangsefni. Ánægjulegt er að í gær fögnuðum við því að ljósmæðravaktin á Selfossi var opnuð formlega eftir gagngerar breytingar. Afar vel hefur tekist til við breytingarnar og er deildina afar björt og falleg. Deildinni bárust fjöldi góðra gjafa sem styðja við starfsemina og er ómetanlegt að finna slíkan stuðning.

 

Ný þjónustuaðili, TRS, mun taka við rekstri tölvukerfa hjá okkur á HSU í Vestmannaeyjum nú þann 1. nóvember.  Núverandi samningi við Tölvun var sagt upp í apríllok á þessu ári með sex mánaða fyrirvara.  Vonir stóðu til að þá yrði útboði á rekstri tölvukerfa lokið.  Nú liggur fyrir að útboðið verður auglýst í nóvember og gengið verður frá samningi um rekstur allra tölvukerfa HSU í kringum næstu áramót.  Til að brúa bilið fram að þeim tíma þurfti að gera nýjan skammtíma samning fyrir HSU í Vestmannaeyjum fram yfir áramót. Ákveðið var að ganga að hagstæðasta tilboðinu. Fyrirvarinn er afar naumur og biðst ég velvirðingar á þeim óþægindum sem það kanna að valda en bið ykkur um að við leggjumst öll á eitt um að vinna að þessum breytingum á jákvæðan hátt. Tæknimenn frá TRS munu starfa í Eyjum um helgina. Búast má við röskun á tölvukerfum HSU í Vestamannaeyjum um helgina. Nánar veður tilkynnt um tímasetningar á því hvenær tölvukerfi liggja niðri. Reynt verður að lágmarka þann tíma eins og hægt er.

 

Stjórnendadagur HSU verður haldinn 11. nóvember. Á þeim degi verður lögð áhersla á ýmis mannauðsmál, nýtt ráðningarkerfi kynnt, nýjar áherslu í skipulagi og boðið upp á heilsueflandi fræðslu fyrir stjórnendur stofnunarinnar. Opinn starfsmannafundur verður haldinn í Vestmanneyjum 17. nóvember n.k. og á Selfossi 30. nóvember n.k. Fundirnir verða nánar auglýstir síðar.

 

Góða helgi,

 

Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri.