Fossheimar fá gjöf frá Kvenfélagi Eyrarbakka

Nýlega gaf Kvenfélag Eyrarbakka (KE) hjúkrunardeildinni Fossheimum lyfjadælu að andvirði kr. 180.000


Stjórn KE afhenti gjöfina við hátíðlega athöfn áFossheimum og fulltrúar HSu þær Esther Óskarsdóttir, skrifstofustjóri, Ásta Sigríður Sigurðardóttir, deildarstjóri og Sigurbjörg Björgvinsdóttir, aðstoðardeildarstjóri veittu henni viðtöku og afhentu formanni KE, Kristínu Eiríksdóttur þakkar-og viðurkenningarskjal frá stofnuninni. Fulltrúar KE auk formanns voru þær Sigríður Óskarsdóttir, gjaldkeri og meðstjórnendurnir Eygerður Þórisdóttir og Erla Sigurjónsdóttir.


Þess má geta að Kvenfélag Eyrarbakka er 122 ára gamalt, stofnað árið 1888 og 70 konur eru í félaginu.


Gjöf sem þessi kemur sér afskaplega vel fyrir starfsemi deildarinnar og samtímis eflir hún gæði þjónustunnar við sjúklinga og var kvenfélagskonum þökkuð gjöfin og fyrir þann hlýhug sem fylgir.