Fæðingadeild HSU var formlega opnuð eftir gagngerar endurbætur þar sem húsnæðið og nánast allt innanstokks var endurnýjað. Vinnuaðstaða ljósmæðra er einnig gjörbreytt og til mikilla bóta fyrir þær og skjólstæðinga deildarinnar. Gjörbreytt aðstaða fyrir sunnlenskar fjölskyldur sem nýta þjónustu deildarinnar. Það sem helst má nefna er að útbúið hefur verið sérstök fjölskyldusvíta með stóru fjölskyldurúmi þar sem allir geta hvílst saman. Allt hið glæsilegasta.
Til að þess að þessar breytingar allar gætu orðið að veruleika hafa að verkefninu komið félagasamtök og fyrirtæki og þeim sérstaklega þakkað fyrir þeirra hlut. Að öllum ólöstuðum fá sunnlenskar kvennfélagskonur sérstakar þakkir, enda staðið að baki deildinni í áratugi og og gefið deildinni búnað og tæki sem er ómetanlegt, auk þess að hafa í gegnum árin fært öllum nýjum sunnlendingum handprjónaðan fatnað að gjöf.
Við formlegu opnunina var klippt á „naflastrenginn“ og það gerði formaður SSK Elínborg Sigurðardóttir, sem einmitt er fædd og uppalin af ljósmóður (Dýrfinnu Sigurjónsdóttur, handhafa fálkaorðunar fyrir störf sín og heiðursfélagi í Ljósmæðrafélagi Íslands).
Eftirtaldar gjafir voru af þessu tilefni gefnar til fæðingadeildarinnar:
Fjölskyldurúm í fjölskyldusvítuna frá Sambandi sunnlenskra kvenna (SSK)
Leðursófa á setustofu frá Kvenfélagi Selfoss
Flatskjá frá Kjörís
Nýburasjúkraflutningskassa frá Rebekkustúku nr. Þóra á Selfossi
Húsbúðanur frá Ikea
Peningagjöf frá Byko Selfossi
Barnaföt og fleira frá Lindex tískuvöruverslun
Texta á vegg frá Fagformi Selfossi
Veislutertur frá Almari bakara og Kjörís