Föstudaginn 12. des var efnt til samsætis á HSU Selfossi og fagnað formlegri opnun nýrrar göngudeildar. Það að göngudeildin sé loks orðin að veruleika er mikið gleðiefni fyrir alla sunnlendinga og er langþráður draumur orðinn að veruleika.
Nýja göngudeildin mun fyrst um sinn leggja áherslu á þjónustu við krabbameinssjúklinga og nýrnasjúklinga. Tvær nýrnavélar eru til staðar á deildinni og er aðstaða mjög góð fyrir sjúklinga sem þurfa á þeim að halda og einnig fyrir sjúklinga sem þurfa á lyfjagjöf að halda.
Deildin er að miklu leyti orðin til vegna frumkvæðis sjúklinganna sjálfra, aðstandanda þeirra heilbrigðisstarfsmanna og fyrrverandi forstjóra HSu. Einnig fékkst nauðsynlegur stuðningur frá heilbrigðisyfirvöldum.
Herdís Gunnarsdóttir forstjóri HSU tók á móti gestum og kom fram í ávarpi hennar að til þess að svona verkefni verði að veruleika, þarf margar fúsar hendur og að þessu sinni sem endranær naut HSU stuðnings fjölmargra einstaklinga, fyrirtækja og félagasamtaka.
Hún sagði einnig að efst í huga sér væri þakklæti, því að slíkur stuðningur og góðvilji gerði stofnunni auðveldara að hefja þessa þjónustu með þeim tækjum sem þyrfti. Miðað við kraftinn og velviljan í samfélaginu sæi hún fyrir sér möguleika á fleiri sóknarfærum í þessa átt.
Björn Magnússon yfirlæknir á lyflækningadeild og Katrín Ósk Þorgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur á nýju göngudeildinni tóku einnig til máls og fóru yfir aðdragandann að stofunun deildarinnar og hversu mikilvæg svona deild er sjúklingunum sem þurfa á meðferð. Katrín útskýrði vel ferlið sem nýrnasjúklingar ganga í gegnum og mikilvægi og virkni nýrnavéla. Einnig tók til máls Sveinn Magnússon skrifstofustjóri í Velferðaráðuneytinu og kom á framfæri árnaðaróskum og hrósaði dugnaði sunnlendinga. Að lokum fór Esther Óskarsdóttir skrifstofustjóri HSU yfir það hverjir gáfu til deildarinnar og afhent þakkarbréf til gefenda. Heildarverðmæti gjafa til göngudeildarinnar er kr. 8.259.229 og eftirtaldir gáfu:
Arion banki kr. 2.500.000.
Uppboð á kálfinum Hvíta Gauta (gefendur kálfsins eru Guðbjörg Jónsdóttir og börn); Jóna Sveinbjörnsdóttir kr. 1.000.000, Jötunn Vélar ehf kr. 40.000, Stóra Ármót kr. 80.000, Vélaverkstæði Þóris kr. 100.000, Landssamtök sauðfjárbænda kr. 80.000, Landssamband kúabænda kr. 100.000, Bændasamtök Íslands kr. 100.000.
Sigríður Guðjónsd. kr. 50.000
Erla Hlöðversdóttir kr. 5.000
Geir Þórðarson kr. 100.000
Afgangur af ættarmóti kr. 15.000
Styrkir frá starfsmönnum HSU kr. 60.200
Myndasala – styrkur frá Sigurði Jónssyni kr. 200.000
Áheitaganga Björns Magnússonar og félaga kr. 1.750.000
Lagnaþjónustarn kr. 150.o00
Kvenfélag Flóahrepps, ágóði af basar kr. 1.347.165
Oddfellow Hásteinn, styrkur v/blóðþrýstingsmæli kr. 258.864
Oddfellow Rebekkustúkan nr. 9 kr. 323.000