Fylgikvillar snjalltækjanotkunar barna og unglinga

Þegar ég hóf störf fyrir ári síðan sem sjúkraþjálfari, eftir nám í Danmörku, hafði ég ákveðna mynd af starfi sjúkraþjálfara. Í byrjun námsferils hafði ég litla sýn inn í hvað sjúkraþjálfarinn þarf að takast á við dags daglega. Þessi sýn byggðist mest á því hvað ég þekkti í gegnum minn íþróttaferil tengdan meiðslum og endurhæfingu. En annað kom á daginn. …

Minnistruflanir – Alzheimer

Alzheimer er hugtak sem við þekkjum flest og höfum ákveðnar hugmyndir um hvað er. Það var árið 1906 að Alois Alzheimer lýsti sjúkdómsmyndinni fyrst í vísindagrein en nokkrum árum síðar var sjúkdómurinn kenndur við hann. Alzheimer er ágengur sjúkdómur í heila sem veldur dauða taugafrumna og þannig rýrnun á heila. Hann er frekar hæggengur og getur þróast á mörgum árum. …

Dagdeildarþjónusta í Vestmannaeyjum

Á Sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum fer fram fjölbreytt starfsemi. Fyrir utan að vera 22 rúma blönduð legudeild er þar starfrækt dagdeild frá 8:00 – 15:30 á þriðjudögum og fimmtudögum. Þeir sjúklingar sem þurfa að koma daglega í sínar lyfjagjafir fá einnig að njóta aðstöðunnar á dagdeild. Þá daga sem dagdeildin er opin er gjarnan mikið um að vera og reynt …

Hvað er heimahjúkrun ?

Markmið heimahjúkrunar er að veita einstaklingshæfða, markvissa, árangursríka og faglega heimahjúkrun, með það að markmiði að gera þeim, sem þjónustunnar njóta, kleift að búa heima við sem eðlilegastar aðstæður þrátt fyrir veikindi, heilsubrest eða öldrun. Við heimahjúkrun starfa hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar í samvinnu við heimilislækna. Mikið samstarf er einnig við félagsþjónustu og veitendur annarrar stoðþjónustu. Beiðni um heimahjúkrun getur komið …

Hvað er Human Papilloma Virus, HPV ?

HPV er veira sem hefur fylgt mannkyninu í milljónir ára og er algengasti kynsjúkdómurinn. Yfir 100 tegundir eru þekktar og um 40 þeirra geta sýkt húð og slímhúðir á kynfærasvæði kvenna og karla, en geta einnig valdið sýkingu í munni og koki. Sumar af þessum HPV veirum valda t.d kynfæravörtum, aðrar frumubreytingum í leghálsi og um 14 þeirra gera valdið …

Bólusetningar barna

Íslendingar voru meðal fyrstu þjóðanna sem hófu bólusetningu gegn kúabólu. Þetta var í upphafi 19. aldar og var bólusetningin skylda samkvæmt lagaboði danskra stjórnvalda.Það var breski læknirinn Jenner sem uppgötvaði aðferðina og draga bólusetningar nafn sitt af bólusóttarefni hans. Bóluefni eru notuð til ónæmisaðgerða. Þau eru ýmist unnin úr veikluðum veirum eða bakteríum eða þau innihalda efni sem finnast í …

Kæfisvefn

Kæfisvefn var fyrir örfáum áratugum talinn sjaldgæfur enda var tækjabúnaður til greiningar fágætur og vanþróaður. Með aðgengilegri greiningu finnst sjúkdómurinn nú æ oftar og ekki síður vegna sterkra tengsla við sykursýki og offitu sem herja á vestræn þjóðfélög af vaxandi þunga. Kæfisvefn einkennist af hrotum, svefnröskunum, og öndunarhléum sem talin eru marktæk ef þau vara í 10 sekúndur eða lengur, …

Göngudeild Lyflækninga á Selfossi

Stór hópur fólks af Suðurlandi hefur þurft að sækja sérhæfða læknisþjónustu til Reykjavíkur með miklum tilkostnaði og óþægindum. Í lok nóvember 2014 tók til starfa á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Selfossi ný göngudeild. Hlutverk hennar er að sinna sjúklingum sem þurfa á blóðskilun að halda ásamt blóðgjöfum og ýmsum lyfjagjöfum sem áður þurftu að sækja þá þjónustu til Reykjavíkur. Töluverður áhugi skapaðist …

Sumarið er tíminn fyrir hjól og hjálma

Sumarið er tíminn – þegar við tökum reiðhjólin okkar fram og förum að hjóla. Það er þessi tími sem er erfiður fyrir slysavarnahjúkrunarfræðinginn sem sér hættur á hverju götuhorni, þegar börn, sem eru of ung til að hafa getu til hjóla á götunni, koma þjótandi yfir gatnamót, án þess að hægja á sér og með hjálminn hangandi aftan á höðinu. …

Er til fallegur hósti?

Þegar fólk kemur til mín og segist vera með ljótan hósta velti ég því fyrir mér hvort til sé fallegur hósti. Í fljótu bragði held ég að hann sé ekki til nema þá eftir gott hláturskast. Sumir eiga það til að hósta gífurlega í bland við fallegan hlátur. Yfirleitt tengist hósti einhverjum veikindum og er kjörin leið fyrir örverur til …

Heilsuvernd starfsmanna – ráðgjöf í fjarveru frá vinnu

Starfsmannaheilsuvernd er margþætt svo sem hjúkrunarþjónusta, læknisskoðanir og sálfræðiþjónusta Einn af mörgum þáttum starfsmannaheilsuverndar, fjarvistastjórnun hefur náð vaxandi umræðu síðustu 15 árin. Rannsóknir hafa bent til þess að fjarvistir séu ekki einungis einn þeirra þátta sem hafa áhrif á samkeppnihæfni og rekstarafkomu fyrirtækja, heldur gefur fjarvistastjórnun mjög gott tækifæri til að stjórna mörgum þáttum sem hafa áhrif á tíðni og …

Andleg vanlíðan á meðgöngu og eftir fæðingu

Meðganga og fæðing barns er í flestum tilfellum gleðilegur atburður en hluti barnshafandi kvenna og nýbakaðra mæðra upplifir einnig erfiðar tilfinningar á þessu tímamótum í lífinu. Talið er að um 10-15% kvenna upplifi andlega vanlíðan á þessum tíma en orsakir þessara einkenna eru ekki að fullu þekktar. Vitað er að áföll sem konur hafa orðið fyrir áður, kvíði á meðgöngu, …

Er búið að tékka á þér?

Við sem erum komin með bílpróf og eigum jafnvel bíl vitum að það er skynsamlegt að fara með bílinn í skoðun reglulega. Nýjasta tækni gerir okkur svo kleift að lesa með einföldum hætti hvað það er sem mögulega hrjáir bílinn, þetta er allt svo einfalt og þægilegt. Því verða einu áhyggjurnar hinir ökumennirnir í umferðinni. Slysin gera svosem ekki boð …

Neysla ungmenna á orkudrykkjum

Neysla grunnskólanemenda á orkudrykkjum ýmiskonar hefur aukist mikið að undanförnu enda framboð ýmis konar drykkja mjög mikið. Nokkuð er um að börn allt niður í 13 ára neyti þessara drykkja reglulega. Algengt er að skólahjúkrunarfræðingar fái fyrirspurnir varðandi þessa drykki og neyslu þeirra í eldri deildum Grunnskóla Hornafjarðar. Einn þeirra drykkja sem krakkarnir hafa verið að neyta er Amino Energy …

Höfuðlús

Höfuðlús Höfuðlúsin kemur upp á hverju ári í grunnskólum og leikskólum landsins. Talið er að hún hafi borist hingað fyrst með landnámsmönnum og þótti mönnum það merki um heilbrigði hér áður fyrr ef á þeim þrifust lýs.  Fullorðin lús er um 2-3 mm á stærð, með sex fætur , stutta fálmara á höfði og hún nærist á blóði úr hársverðinum. …

Munntóbak Skaðlaust eða Skaðlegt ?

          Notkun munntóbaks hefur færst í aukana sérstaklega á meðal ungs fólks. Margir eru haldnir þeim ranghugmyndum að munntóbak sé skaðlaust eða að minnsta kosti skaðlausara en reykingar.   Þetta er alfarið rangt ! Í munntóbaki eru a.m.k. 28 þekktir krabbameinsvaldar og sumir í mun meira magni en í sígarettum. Sá sem notar 10 gr. af …

Skaðsemi reykinga – hvað er til ráða

  Skaðsemi tóbaksnotkunar er engin ný sannindi. Með þróun vísinda og tækni vitum við sífellt meira um það hversu alvarleg og skaðleg áhrif tóbaks eru á heilsu manna. Tóbaksnotkun er orsök ýmissa alvarlegra sjúkdóma og er í dag eitt af okkar stærstu vandamálum í heilbrigðiskerfinu.   Í tóbaksreyk eru um 7000 agnir og lofttegundir og þar af eru 69 krabbameinsvaldandi …

Hin eina sanna „flensa“.

   Á þessum árstíma eru alls kyns pestir algengar, og margir með „flensu“. Hugtakið flensa er almennt notað yfir hverskyns kvefpestir og kverkaskít og réttilega eru margar ólíkar veirusýkingar í gangi á sama tíma sem geta valdið svipuðum einkennum. Ein þessara veirusýkinga kallast inflúensa og er almennt talin sú skæðasta. Hún er bráðsmitandi en fólk verður einnig almennt meira lasið …