Ónógur svefn barna og unglinga- hefur neikvæð áhrif á líf þeirra !

Fylgið útivistarreglum Yngstu skólabörnin þurfa u.þ.b. 9 klst. svefn yfir nóttina Unglingar þurfa u.þ.b. 10 klst. svefn yfir nóttina Að sofa á daginn kemur ekki í staðinn fyrir tapaðan nætursvefn.  Lengd og gæði nætursvefns hefur áhrif á námsgetu og minni Úrvinnsla úr þeim upplýsingum sem við höfum fengið yfir daginn fer fram í svefni Svefninn er nauðsynlegur fyrir vöxt og …

Joðskortur á meðgöngu

Í gegn um tíðina hefur mataræði Íslendinga séð til þess að joðskortur hefur varla verið til á Íslandi. En síðustu ár hefur mataræði fólks tekið miklum breytingum og í nýrri rannsókn kemur í fyrsta skipti fram joðskortur hjá fjölda fólks. Næringarfræðingar kenna um minnkandi neyslu á mjólkurvörum og fiski.   Joð er fólki mjög mikilvægt þar sem það gegnir veigamiklu …

Grindarbotn

Allt að 40% kvenna  upplifa einhver vandamál með grindarbotnsvöðvana af einhverjum toga á lífsleiðinni.  Þau vandamál geta verið  ýmisleg en það er oft þannig í daglegu lífi að viðkomandi verður ekki var við veikleika, en við aukið álag birtist veikleikinn.  Áreynsluþvagleki er einna algengasti kvilli kvenna og kemur við álag, eins og hopp, skokk, hósta, að hlægja, íþróttir  ofl. Barneignir …

Augnsýkingar og augnbólgur

Bólgur og roði í augum eru algeng einkenni. Oftast er um veirusýkingu að ræða sem fylgja gjarnan kvefi. Oftast lagast bólgur og roði af sjálfu sér en í sumum tilvikum þarf að leita til læknis. Tárubólgu er bólga í slímhúð augans eða augnhvítunni. Kemur oftast í bæði augun þarf þó ekki alltaf að vera þannig.  Algengast er að tárubólga sé að völdum veirusýkingar sem …

Offita og ofþyngd – getur heilsugæslan hjálpað?

Það er ekkert nýtt að heyra það að íslendingar eru þyngstir meðal norðurlandaþjóða og jafnvel meðal Evrópuþjóða. En eru þetta ekki fréttir sem við þurfum að taka alvarlega?  Hvað getum við gert sem einstaklingar til að taka ábyrgð á eigin heilsu og heilsu barnanna okkar? Ég tel að hver og einn þurfi að líta í eign barm og á sína …

Heilsuvera – fræðslusíða heilsugæslunnar

Kröfur samfélagsins um aukna nýtingu upplýsingatækni innan heilbrigðisþjónustu og stjórnsýslunnar almennt, verða sífellt meiri, en almennt er viðurkennt að aukin nýting upplýsingatækni innan heilbrigðisþjónustu auki öryggi sjúklinga, skilvirkni og gæði þjónustunnar. Á tímum tölvutæki og almennrar sítengingar við internetið er hægt með auðveldum hætti að leita sér upplýsinga um allt milli himins á jarðar.  Þar eru upplýsingar um heilsu og …

Heilablóðfall

Heilablóðfall, einnig kallað slag, er skyndileg breyting á heilastarfsemi sem orsakast af truflun á blóðflæði til heilans. Truflunin getur stafað af blóðtappa í æð eða af því að æð brestur/rofnar og blæðir inni í heilavefinn, heilablæðing. Í báðum tilfellum verður skortur á blóði til ákveðins staðar í heilanum sem veldur því að súrefni og önnur næringarefni berast ekki til frumna þess staðar sem æðin …

Eyrnasuð

Eyrnasuð (tinnitus) er hvers konar hljóð sem heyrist inni í eyranu eða höfðinu og kemur ekki frá umhverfinu. Vægt eyrnasuð er mjög algengt, segja má að næstum allir finni fyrir eyrnasuði eftir mikinn hávaða en eyrnasuð getur líka komið upp úr þurru en yfirleitt hverfur það eftir smá tíma.  Rannsóknir hafa bent á að 10-20% fólks finni fyrir langvarandi eyrnasuði. Suðið er missterkt og getur verið stöðugt eða komið með …

Mikilvægi bólusetninga gegn kíghósta fyrir barnshafandi konur

Undanfarin ár hefur kíghósti verið að stinga sér niður með reglulegu millibili þrátt fyrir að flestir fái bólusetningu gegn honum sem börn og unglingar. Flestir sem greinast með kíghósta eru börn undir 6 mánaða aldri og rúmlega helmingur þeirra undir 3 mánaða aldri. Svona ung börn ráða mjög illa við svo illvígan hósta sem kíghóstinn er og hafa nokkur þeirra …

Inflúensubólusetning á meðgöngu

Á þessum tíma ársins (september til nóvember) er boðið upp á bólusetningu gegn inflúensu á öllum heilsugæslustöðvum landsins. Bólusetningunni er ætlað að verja fólk gegn hinni árlegu inflúensu sem gengur alla jafna frá nóvember og fram á vor og veldur háum hita, beinverkjum og höfuðverk. Einnig fylgja henni oft slæm eftirköst eins og lungnabólga, sérstaklega hjá viðkvæmum einstaklingum. Sóttvarnalæknir mælist …

Korn um kæfisvefn

Kæfisvefn er ástand sem einkennist af endurteknum öndunartruflunum í svefni og syfju í vöku. Öndunarhlé í kæfisvefni verða oftast vegna þrengsla eða lokunar í efri hluta öndunarvegarins (frá nefi að koki). Þá reynir einstaklingurinn að ná andanum með sífellt kröftugri innöndunartilraunum. Einkenni eru verri ef legið er á bakinu. Sjaldgæfari eru svokölluð miðlæg öndunarhlé þar sem ekkert loftflæði á sér …

Verum dugleg að nota endurskinsmerki í skammdeginu

Nauðsynlegt er að gangandi vegfarendur noti endurskinsmerki. Það liggur fyrir að í myrkri sjást gangandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða. Ökumenn sjá gangandi vegfarendur með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr en ella. Ef ekið er með lágu ljósin sér ökumaður gangandi vegfaranda sem er dökkklæddur, ekki fyrr en í 25 m fjarlægð en ef viðkomandi er með endurskinsmerki …

Svolítið um súrefni

Maðurinn þarf að grunni til þrennt til að halda sér á lífi: Mat, vatn og súrefni. Án matar getur hann lifað í 40-60 daga en án vatns einungis í fáeina daga. Styst getum við lifað án súrefnis. Við notum súrefnið í hvers konar bruna í líkamanum, til þess að halda á okkur hita, starfsemi líffæra gangandi, svo sem hjartslætti, meltingu, …

Svefn – gefðu þér tíma til að sofa!

Mannslíkaminn kemst ekki af án hvíldar og svefns. Í svefni hvílist líkaminn og endurnýjar sig, taugakerfið endurnærist, líkaminn framleiðir vaxtarhormón sem meðal annars stýra vexti barna og unglinga og hraða endurnýjun fruma líkamans hjá þeim sem eldri eru. Heilinn fær hvíld og tíma til að vinna úr tilfinningum og hugsunum. Það er því öllum nauðsynlegt að sofa. Það hefur verið …

Skordýrabit og -stungur. Hvað get ég gert?

Á vorin er algengt að einstaklingar verði fyrir barðinu á stungum og bitum af skordýrum.  Þeir sem hafa reynslu af þessu vita vel hve þetta er óþægilegt. Stungur og bit skordýra valda litlum sárum og útbrotum á húð, oftast er þetta meinlaust en veldur nánast alltaf óþægindum og kláða. Einstöku sinnum getur komið sýking í húð, alvarleg ofnæmisviðbrögð eða smitsjúkdómar. …

Eru bólusetningar barnanna okkar á ábyrgð “hinna”? Til umhugsunar !

Bólusetningar ungbarna eru ein mesta forvörn sem við höfum í heiminum í dag.  Bólusetningar koma í veg fyrir dauða um þriggja milljóna barna og að 750.000 börn verði örkumla árlega, þrátt fyrir þetta deyja um tvær milljónir  barna úr sjúkdómum sem hægt er að bólusetja fyrir.  Þau hugtök sem hafa þarf í huga þegar rætt er um bólusetningar er þekjun …

Hvaða veikindi og slys tilheyra Bráðamóttöku vs Heilsugæslustöð?

Það eru skýrar línur um hvenær fólk á að leita á bráðamóttöku. Það er þegar um alvarleg veikindi er að ræða sem geta verið þess eðlis að fólk þurfi innlögn á sjúkrahús í kjölfar komu á bráðamóttökuna, hér er verið að tala um sem dæmi hjartaáföll, blóðtappa, bráðaofnæmi þar sem hætta er á andnauð, öndunarbilun, hjartabilun, nýrnabilun o.s.frv. Þegar fólk …

Hár blóðþrýstingur

Háþrýstingur er oft einkennalaus en fólk getur verið með hann árum saman án þess að vita af því. Ástandið getur þó verið alvarlegt og koma einkenni jafnvel ekki fram fyrr en háþrýstingurinn er farinn að valda skaða á líffærum. Helstu einkenni geta verið sjóntruflanir, höfuðverkur (helst á morgnana) og mæði. Hár blóðþrýstingur eykur líkur á hjartaáföllum, heilablóðföllum sem og nýrnasjúkdómum. …

VAL Á FÆÐINGASTAÐ

Töluverðar breytingar hafa orðið á fæðingarhjálp á Íslandi síðustu áratugina. Fæðingastöðum hefur fækkað og þjónustustig breyst. Árið 2010 var sólahringsskurðstofuþjónustu hætt  við Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) á Selfossi og á sama tíma breyttist þjónustustigið þar. Árið 2013 var svo sólahringsþjónustu við fæðingadeild Vestmannaeyja hætt.   Árið 2007 gerði Landlæknisembættið leiðbeiningar um val á fæðingastað og þar er fæðingastöðum á landinu skipt niður …

Vökvainntaka aldraðra

Áhættuþættir og orsakir þurrks Það er þekkt staðreynd að eldra fólk er oft ekki duglegt að drekka vatn. Oft er það vegna þess að aldraðir finna ekki lengur fyrir þorstatilfinningu eins og við sem yngri erum. Það stafar yfirleitt af því að nýrnastarfsemi aldraðra breytist með aldrinum. Sjúkdómar eins og heilabilunarsjúkdómar og fleiri líkamlegir sjúkdómar geta einnig haft þau áhrif …

Nýtt fræðsluefni í heilsuvernd skólabarna

Skólahjúkrunarfræðingar sinna fjölbreyttum verkefnum í grunnskólum. Helstu verkefni í heilsuvernd skólabarna eru m.a. fræðsla, forvarnir, skimanir og bólusetningar. Markmiðið er að efla heilbrigði og stuðla að vellíðan nemanda.    Í öllum árgöngum fer fram skipulögð fræðsla þar sem áherslan er að hvetja nemendur til heilbrigðra lífshátta. Eftir hverja fræðslu fá foreldrar tölvupóst með upplýsingum um hvað fjallað var um hverju …

Heimaþjónusta ljósmæðra á Suðurlandi

Töluverðar  breytingar hafa orðið á barneignaþjónustu á Íslandi síðustu áratugi, fæðingarstöðum hefur fækkað og þjónusta eftir fæðingu er mikið breytt.  Sængurlega sem konum var venjulega boðið upp á í nokkra daga hefur styst og fara flestar konur nú heim eftir 36-72 klst. frá fæðingu barns og þiggja þá heimaþjónustu. Heimaþjónusta  er í höndum ljósmæðra sem eru með samning við Sjúkratryggingar …

Vaktsímanúmer HSU er 1700

Símanúmerið 1700 er miðlægur vaktsími sem þjónustar  m.a. Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Númerið 1700 leiðir þann sem inn hringir á læknavakt þar sem hjúkrunarfræðingar svara og sinna faglegri símaráðgjöf og leiðbeiningum um heilbrigðiskerfið. Hjúkrunarfræðingurinn sem svarar þegar hringt er, aðstoðar eftir bestu getu og/eða metur hvort tilefni er til að gefa í framhaldinu samband við vakthafandi hjúkrunarfræðing eða lækni á viðkomandi vaktsvæði. …

Hreyfing

Hreyfing skiptir máli. Regluleg hreyfing hefur fjölþættan ávinning fyrir heilsuna eins og vísindarannsóknir staðfesta. Þetta eru eflaust ekki nýjar fréttir fyrir flesta en nauðsynlegt er að vekja máls á þessu og vonandi hvetja einhverja til að byrja að hreyfa sig. Eins og kemur fram í ráðleggingum frá landlækni má minnka líkur á að fá kransæðasjúkdóma, heilablóðfall, sykursýki af tegund 2, …

Heilablóðfall

Heilablóðfall/ heilaslag eða Stroke er skilgreint sem skaði á heilavef vegna blóðleysis sem verður þegar æð lokast eða rofnar. Í báðum tilfellum getur orðið skaði á taugafrumum vegna súrefnisskorts og skorts á öðrum næringarefnum. Ef langur tími líður þar til blóðflæði kemst aftur af stað, deyr hluti taugafrumanna og starfsemi annarra raskast.   Einkenni heilablóðfalls geta varað í lengri eða …

Ofvirk þvagblaðra hjá eldri konum

Hvað er ofvirk  þvagblaðra? (Overactive bladder syndrome) Ofvirkni í þvagblöðru  einkennist af sterkri og bráðri þvaglátaþörf, með eða án þvagleka. Ofvirkni í þvagblöðru er ein tegund vandamála við þvaglát sem hefur víðtæk áhrif á lífsgæði kvenna.   Vandamál tengd þvaglátum eru vaxandi hjá eldra fólki. Þau koma  fyrir hjá báðum kynjum en eru nokkuð algengari hjá konum en körlum og …

Hvað er Járnofhleðsla (Heamochromatosis)?

Járnofhleðsla er ástand þar sem of mikið járn safnast fyrir í líkamanum.  Járnofhleðsla er oftast ættgengur sjúkdómur og er arfgengi meira á norðurhveli jarðar en annars staðar í heiminum. Á Íslandi liggur sjúkdómurinn í nokkrum ættum og getur járnofhleðsla í einhverjum tilfellum verið afleiðing af öðru ástandi sem veldur því að líkaminn frásogar meira járn en hann þarfnast eins og …

Andleg áföll og ofbeldi

Að undanförnu hefur umræðan um áföll og áhrif þeirra á heilsu verið áberandi.  Okkur er nú að verða ljóst að saga um áföll og ofbeldi fyrir 18 ára aldur getur haft áhrif á líkamlegt og andlegt heilsufar á fullorðinsárum.  Dr Vincent Felitti er bandarískur læknir sem gerði eina umfangsmestu rannsókn á afleiðingum áfalla í bernsku sem gerð hefur verið. ACE …

Foreldrafræðsla

Á meðgöngu er mikilvægt að fá góða fræðslu til að undirbúa verðandi foreldra undir fyrirsjáanlegar breytingar í lífinu. Eftir því sem kúlan stækkar er eðlilegt að ýmsar spurningar vakni um meðgönguna. Þegar settur dagur nálgast bætast svo oft við fleiri um fæðinguna, brjóstagjöf og umönnun nýburans. Mæðravernd gegnir þar mikilvægu hlutverki þar sem ljósmæður leitast við að svara jafnóðum þeim …

Hiti hjá börnum

Hiti hjá börnum er algengur og ekki alvarlegur í flestum tilfellum. Mikilvægt er að hafa í huga að hiti er ekki sjúkdómur heldur einkenni um undirliggjandi sjúkdóm og eitt af varnarviðbrögðum líkamans. Eðlilegur líkamshiti er í kringum 37°C.   Þegar barn yngra en 3 mánaða fær hita er ráðlagt að hafa samband við heilsugæsluna eða við vakt í síma 1700 …

Brjóstagjöf – er næg mjólk?

  Eitt helsta áhyggjuefni nýorðinni mæðra, er hvort að barnið fái næga mjólk þegar það sýgur brjóstið. Þessi efi er oftast að ástæðulausu og getur valdið því að farið er að gefa þurrmjólk án þess að þörf sé á því. Það getur haft þær afleiðingar að mæður hætti fyrr með barn á brjósti heldur en þær vilja. Áhyggjurnar koma oft …

Notum bílbelti og réttan öryggisbúnað

  Barátta fyrir auknu umferðaröryggi snýst í grófum dráttum um tvo þætti, annars vegar að koma í veg fyrir slys og hins vegar að koma í veg fyrir alvarlega áverka í þeim slysum sem verða. Það öryggistæki sem hefur án efa skilað einna mestum ávinningi er öryggisbeltið.   Bílbelti Árið 1981 voru gerðar breytingar á umferðarlögum þar sem að ökumönnum …

Hvað er „kulnun í starfi“ og hvað er til ráða?

Kulnun í starfi getur orðið eftir langvarandi streitu og álag í vinnu sem er meira en venjuleg þreyta eða vinnustreita.  Ástæður geta hugsanlega verið af völdum  álags þegar aukins vinnuframlags er krafist af starfsmönnum vegna hagræðingar.  Einnig getur verið um sjálfskaparvíti að ræða þegar starfsmenn taka að sér meiri vinnu í leit að starfsframa eða til að auka tekjur sínar. …

Hvað er Heilsuvera ?

Heilsuvera er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. Með Heilsuveru er leitast við að auka aðgengi almennings að upplýsingum um sín mál innan heilbrigðisþjónustunnar og jafnframt að koma á framfæri áreiðanlegri þekkingu um þroska, heilsu og áhrifaþætti heilbrigðis. Inn á „Mínum síðum“ er öruggt vefsvæði þar sem hægt er að eiga í samskiptum við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar og nálgast …

Gáttatif – atrial fibrillation

Gáttatif er rafleiðnitruflun í leiðslukerfi hjartans. Í hjartanu er innra leiðslukerfi sem stjórnar hjartsláttartíðni og takti. Þegar hjartað slær, færist boðspenna frá toppi hjartans til botns þess og veldur því að hjartað dregst saman og dælir blóði út til líkamans. Þegar hjartað slær eðlilega er hjartsláttartíðni þess undir stjórn Sinus hnútar (gangráður), sem er staðsettur í hægri gátt hjartans. Sinus …

Eden hugmyndafræðin á Fossheimum og Ljósheimum

  Á síðustu árum hafa ýmsir fræðimenn og frumkvöðlar mótað nýja hugmyndfræði og leiðir til þess að mæta sem best þörfum einstaklinga á hjúkrunarheimilum.  Einn þessara fræðimanna var dr. William Thomas, læknir á bandarísku hjúkrunarheimili.   Eftir að hafa rannsakað líðan fólks á hjúkrunarheimilum, komst hann að þeirri niðurstöðu að einmanaleiki, leiði og vanmáttarkennd  voru oft meginástæður vanlíðunar hjá íbúum.  Út …

Vegferð

Í marsmánuði árið 2012 fóru 440 ökutæki um Reynisfjall, síðastliðinn marsmánuð fóru 2.364 bílar af öllum stærðum og gerðum um sama veg. Á þessum 6 árum hafa engar breytingar verið gerðar á veginum. Hann er jafn mjór, vegaxlalaus að mestu og sami stóri skurðurinn er meðfram honum á kafla. Helsta breytingin er sú að holur í akbrautinni eru fleiri, dýpri …

Blöðrubólga

Að fá greiningu um blöðrubólgu er frekar algengt, sérstaklega hjá konum. Blöðrubólga getur kviknað þegar bakteríur ná að komast upp þvagrásina inn í þvagblöðruna, sem að öllu jöfnu er laus við bakteríur. Ef þær ná að fjölga sér þá valda þær sýkingu. Hægt er að fá sýkingu annars staðar í þvagvegum og nefnast þær þá þvagfærasýkingar. Oft eru sýkingarnar af …

Hjálpartæki

Samkvæmt skilgreiningu Sjúkratrygginga Íslands eru hjálpartæki tæki sem ætlað er að draga úr fötlun, aðstoða fatlaða og aldraða við að takast á við umhverfi sitt, auka eða viðhalda færni og sjálfsbjargargetu eða auðvelda umönnun. Hjálpartækið verður jafnframt að teljast nauðsynlegt og hentugt til að auðvelda athafnir daglegs lífs. Til að eiga rétt á hjálpartæki þarf einstaklingur að vera sjúkratryggður og …

Beinþynning og beinbrot

Töluvert hefur verið um beinbrot í hálkuslysum undanfarna mánuði og þá jafnframt vaknað upp spurningar hjá þolendum um hvort þeir séu með beinþynningu.  Hvað er beinþynning.  Beinþynning verður þegar massi beinanna minnkar og uppbygging beinanna breytist þannig að hætta  er á að bein brotni við álag sem ekki myndi valda brotum í ,,heilbrigðum“ beinum. Beinþynning er einkennalaus og uppgötvast oft …

Legháls krabbameinsleit hjá ljósmæðrum

Orsök krabbameins í leghálsi getur verið af völdum Human Papilloma Virus (HPV) sem smitast með snertismiti á kynfærasvæði. Þetta smit er bæði einkennalaust og algengt,  gera má ráð fyrir að allt fólk sem hefur stundað kynlíf hafi smitast af veirunni. Í flestum tilfellum hverfur vírusinn á hálfu til tveimur árum, en stundum þróast smitið yfir í frumubreytingar á leghálsi sem …

Áhrif orkudrykkja á börn og ungmenni

Undanfarin ár hefur neysla orkudrykkja færst í aukana hér á landi og hefur úrval þessara drykkja einnig aukist mikið. Koffín er það innihaldsefni í þessum drykkjum sem geta reynst börnum og ungmennum skaðlegt sérstaklega þegar það er innbyrgt í þeim mæli sem gert er þegar þessir drykkir eru notaðir sem svaladrykkir. „Koffín veldur útvíkkun æða, örari hjartslætti og auknu blóðflæði …

Meira um hátterni veira

Orðið vírus er komið úr latínu og merkir þar eitur. Veirur eru hvorki frumur né sjálfstæðar lífverur, í raun eru þær erfðaefni innan í próteinhylki, ófærar um að fjölga sér sjálfar, en sýkja lifandi hýsilfrumur og taka yfir starfsemi þeirra. Fruman sinnir þá ekki sínu hlutverki heldur fer kraftur hennar í að fjölga veirunum. Til eru milljónir mismunandi gerða veira …

Rs – veira / Respiratoty syncytial virus

RS-veira er kvefveira sem leggst á öndunarfærin. Sýkingin veldur kvefi og oft bólgu og þrengingum í smáum berkjum lungnanna með öndunarerfiðleikum og hvæsandi öndun, einkum hjá mjög ungum börnum. Þetta er algengur sjúkdómur sem leggst á alla aldurshópa en getur lagst þungt á fyrirbura og ung börn. Faraldrar af völdum RS-veirunnar eru árvissir, þeir koma að vetrarlagi og standa venjulega …

Heilsuvernd grunnskólabarna

Heilsuvernd grunnskólabarna er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd. Hjúkrunarfræðingar sjá um heilsuvernd skólabarna og er markmið hennar að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Embætti landslæknis hefur gefið út leiðbeiningar um heilsuvernd grunnskólabarna sem skólahjúkrunarfræðingar á landinu öllu fara eftir og er notast við sameiginlegt skráningarkerfi.   Hlutverk skólahjúkrunarfræðinga er margþætt en þar má …

Flutningur á hjúkrunarheimili

Við flutning á hjúkrunarheimili verða mikil tímamót í lífi aldraðra einstaklinga og má segja að þau flokkist undir meiriháttar lífsviðburði hjá flestum.   Skipta má aðlögunarferlinu niður í þrjú tímabil. Fyrsta tímabilið, sem mörgum finnst mjög erfitt,  einkennist oft af söknuði, sorg og einmanaleika , auk þess sem líkamleg einkenni eru algeng eins og meltingatruflanir og hraður hjartsláttur. Á öðru tímabilinu, …

Tónlist fyrir lífið

Tónlist hefur lengi verið notuð í meðferðarskyni  og er mikilvæg leið til að hafa áhrif á líðan fólks.  Með tónlist er hægt að stuðla að breytingu  á hegðun og bæta líðan fólks. Tónlist hefur góð áhrif á einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma.  Tónlistin vekur tilfinningar sem geta borið með sér minningar og tilfinningu fyrir eigin lífi og því sem manneskjan stendur fyrir. …

Þolendur og gerendur ofbeldis – Tölum um ofbeldi

Ofbeldi innan veggja heimilisins er oftast vel falið fjölskylduleyndarmál. Fjölskylduofbeldi gerist innan fjölskyldu, það er talið hafa langvarandi andlegar afleiðingar, vegna þess hve falið það er. Ofbeldið skiptist í 4 flokka: Líkamlegt ofbeldi, andlegt ofbeldi, vanrækslu og kynferðislegt ofbeldi. Það er mikilvægt að þolendur ofbeldis skilji að það sem þau upplifa eða verða vitni að er aldrei þeim að kenna, …

Aukin þjónusta heimahjúkrunar – Árborg, Hveragerði og Ölfusi

Í Árborg, Hveragerði og Ölfusi er að mestu sameiginleg þjónusta heimahjúkrunar. Um er að ræða þjónustu sjúkraliða alla virka daga og á kvöldin og um helgar. Þjónusta hjúkrunarfræðinga hefur ekki verið í boði undanfarin ár utan dagvinnutíma nema í völdum tilvikum. Með viðbótarfjármagni sem Velferðaráðuneytið veitti Heilbrigðisstofnun Suðurlands, fyrr á árinu, til að efla heimahjúkrun hefur þjónusta hjúkrunarfræðinga utan dagvinnutíma …

Hversvegna kembileit fyrir brjósta- og leghálskrabbameini ?

Kembileit fyrir Brjóstakrabbameini Árangur leitar með brjóstamyndatöku byggist einkum á því að finna krabbameinið á byrjunarstigi þar sem minni líkur eru á að dreifing æxlisvaxtar nái til eitla í holhönd og út um líkamann.     Til að sem bestur árangur náist í leitinni þurfa konur að mæta reglulega í myndatöku.  Þannig er helst komið í veg fyrir að meinið …

Á hliðarlínu unglings

Töluvert álag fylgir því að komast á unglingsár og eru mótþrói og tilfinningasveiflur eðlilegur hluti þessara ára. Það er því mikilvægt að eiga foreldra og aðra fullorðna á hliðarlínunni til að komast í gegnum þennan tíma. Áhrifavaldar í lífi unglinga eru foreldrar eða forráðamenn, vinir, kennarar, íþróttaþjálfarar og þeir sem vinna að æskulýðs- og tómstundamálum. Kröfur á unglinga eru miklar, t.d. …

Höfuðlús

Höfuðlúsin  kemur upp á hverju ári í  grunnskólum og leikskólum landsins.  Talið er að hún hafi borist hingað fyrst með landnámsmönnum og  þótti mönnum það merki um heilbrigði hér áður fyrr ef á þeim þrifust lýs.   Fullorðin lús er um 2-3 mm á stærð,  með sex fætur , stutta fálmara á höfði og hún nærist á blóði úr hársverðinum.  Líftími …

Brjóstagjöf og brjóstamjólk

Móðurmjólkin er sú allra besta næring sem völ er á  fyrir ungabörn og er fullkomin næring fyrstu sex mánuðina, ein og sér þar, sem hún inniheldur öll þau næringarefni sem barnið þarf á að halda sér til vaxtar og þroska.  Einnig er ráðlagt að gefa móðurmjólkina fyrsta árið og gjarnan lengur.   Brjóstamjólkin  styrkir ónæmisvarnir barnsins, er mikilvæg fyrir slímhúð …

Mataræði á meðgöngu

Sífellt kemur betur í ljós hvað mataræði hefur gríðarlega mikil áhrif á líðan okkar og heilsu. Þau áhrif koma fram strax á meðgöngunni og nýjar rannsóknir leiða líkur að því að það sem verðandi móðir neytir á meðgöngu hafi áhrif á barnið alla þess ævi. Meðgangan er þvi kjörinn tími fyrir alla fjölskylduna að taka til í mataræðinu og gera …

Meðferðarferli fyrir sjúklinga við lífslok

Undanfarin ár hefur  áhersla verið lögð á að sú umönnun sem dauðvona sjúklingar og aðstandendur þeirra njóta á síðustu dögum  lífsins sé hágæðaumönnun. Þörfin fyrir sérstaka líknar- og lífslokameðferð mun aukast á næstu 20-30 árum því þjóðin er að eldast og hópurinn sem kemst á efri ár stækkar. Lífslokameðferð er lokastig líknarmeðferðar, umönnun sjúklinga á síðustu sólahringum lífsins, eftir að …

Hlaupabóla

Á hverju ári veikist fjöldi barna hér á landi af hlaupabólu en hlaupabóla er mjög smitandi sjúkdómur og talið er að nær öll börn fái hana fyrir fullorðinsaldur. Einkenni Sjúkdómurinn lýsir sér með bólum eða blettum á húð sem verða að vessafylltum blöðrum og síðan vessandi sárum. Mikill kláði getur fylgt bólunum, sem geta myndast alls staðar á búk, í …

Sjúkraliðanám er spennandi kostur

Það er aldrei of oft sagt hversu Sunnlendingar eru heppnir með Fjölbrautarskólann sinn. Sem hjúkrunarstjórnandi á heilsugæslunni á Selfossi hefur það verið okkur dýrmætt að boðið sé upp á sjúkraliðanám á svæðinu.  Sjúkraliðanám hefur verið kennt til fjölda ára við FSu og höfum við því verið svo lánsöm hér á heilsugæslunni á Selfossi að geta mannað með vel menntuðum sjúkraliðum …

Lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Selfossi

Lyflækningadeildin á Selfossi er 18 rúma sólahringsdeild.  Á deildinni fer fram almenn lyflækningaþjónusta og bráðaþjónusta í lyflækningum.  Flestir sjúklingar sem leggjast inn koma vegna bráðara veikinda frá bráðamóttöku HSU eða Landspítala (LSH), hjúkrunarheimilum á Suðurlandi og Sólheimum í Grímsnesi. Sjúklingar leggjast einnig inn á deildina vegna endurhæfingar eða vegna legu í kjölfar aðgerðar frá bæklunardeild LSH, meðferðar vegna langvinnra sjúkdóma …

Uppköst og niðurgangur barna – almennar ráðleggingar

Niðurgangur á fyrstu þremur árum ævinnar er mjög algengur kvilli. Þyngist barnið eðlilega og þrífst, eru lausar hægðir í sjálfu sér ekki áhyggjuefni. Stundum hafa börn þó langvarandi niðurgang vegna ónógrar fitu í fæðunni, slíkur niðurgangur læknast jafnskjótt og barnið fær næga fitu í matnum. Skyndileg uppköst og niðurgangur hjá börnum orsakast oftast af veirusýkingu og ganga yfir á 3-13 …

Líknarmeðferð

Líknarmeðferð (e. palliative care) er meðferðarform sem gerir ráð fyrir heildrænni nálgun á vandamál einstaklinga sem glíma við alvarlega eða langvinna sjúkdóma. Orðið líkn merkir að hjálpa, hjúkra og lina þjáningar en markmið líknarmeðferðar er að stuðla að bættri líðan og auknum lífsgæðum fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Það er gert með því að greina vandamálin snemma, veita viðeigandi meðferð …

Fimmti sjúkdómurinn

Ef þú sérð lasið barn rautt í kinnum eins og það hafi verið slegið utanundir beggja vegna er ekki ólíklegt að fimmti sjúkdómurinn sé hér á ferð.  Nafnið mun vera þannig til komið að af þeim sjúkdómum sem herjuðu á börn var talað um skarlatssótt sem fyrsta sjúkdóminn, mislinga annan, rauða hunda þann þriðja, hlaupabólu fjórða og svo kemur sá …

Kvef eða Inflúensa ?

Það eru um 200 tegundir vírusa sem valda kvefi en 3 meginstofnar inflúensu. Hver  stofn  hefur fjölda undirgerða sem breytast á hverju ári og því þarf að bólusetja við inflúensu á hverju hausti.    Einkenni kvefs Nefrennsli, sem í fyrstu er glært en þykknar gjarnan og verður litað Stíflað nef Hálsbólga Hósti og hnerri Einnig getur verið hiti, venjulega ekki  …

Nudd- og nálastungumeðferðir fyrir barnshafandi konur

Meðganga felur í sér ýmsar breytingar á líkamsstarfsemi og almennri líðan konunnar. Talið er að helmingur allra barnshafandi kvenna glími við sársauka í baki og mjaðmagrind. Mjaðmagrindarverkir geta verið mjög sárir og þeir hafa áhrif á lífstíl og lífsgæði en einnig neikvæð áhrif á gæði svefns og auka því hættu á meðgönguþunglyndi. Nálastungumeðferð hefur verið notuð með góðum árangri við …

Langvinn lungnateppa

LANGVINN LUNGNATEPPA (LLT) er sjúkdómur sem veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum þeirra sem af honum þjást. Sjúkdómurinn verður æ algengari og  áætlar Alþjóða heilbrigðisstofnunin að árið 2020 verði LLT í þriðja sæti yfir algengustu dánarorsök í heiminum. Til langvarandi lungnateppu teljast tveir nátengdir sjúkdómar í lungum, langvinn berkjubólga og lungnaþemba. Langvinn berkjubólga lýsir sér sem bólga í berkjum sem orsakast …

Þvagleki á meðgöngu og eftir fæðingu

Það verða miklar breytingar á líkama kvenna og starfssemi líffæra á meðgöngu og eftir fæðingu, þ.á.m. þvagkerfinu. Eru þær breytingar taldar lífeðlisfræðilega eðlilegar og ganga til baka hjá flestum. Einnig geta þær aukið  líkur á þvagfærasýkingum. Tíðari þvaglát eru algengari að deginum til og hjá meira en helming kvenna að næturlagi. Hjá flestum ganga breytingarnar til baka eftir fæðingu. Ástæða …

Hvernig er blóðþrýstingurinn?

Blóðþrýstingur er þrýstingur blóðs í slagæðum líkamans.  Hann er nauðsynlegur til að viðhalda blóðrás til líffæra.  Það er tiltölulega einfalt að mæla blóðþrýstinginn og flestir geta lært að mæla hann sjálfir heima en þá þarf líka að þekkja gildin.  Talað er um efri og neðri mörk  blóðþrýstings.  Efri mörkin er slagbilsþrýstingur en þá dælir hjartað blóði  út í slagæðarnar.  Neðri …

Mikilvægi D-vítamíns fyrir heilsu

D-vítamín er eitt af mikilvægum lífefnum líkamans, hormón sem myndast í húðinni með hjálp frá geislum sólarinnar. Líkaminn geymir vítamínið í lifrinni en líka í fituvef og vöðvum. Á Íslandi njótum við lítillar sólar á veturna og þá er mikilvægt að muna að bæta vítamíninu við fæðuinntöku. D vítamín styrkir beinin, stýrir kalkbúskapnum, minnkar líkur á beinþynningu og dregur úr …

Hvað er sláturbóla ?

Á haustin lætur sláturbóla stundum á sér kræla og eru það helst þeir sem „handfjatla“ sauðfé,  t.d starfsfólk í sláturhúsi og rúningsmenn svo eitthvað sé nefnt sem eru mögulega útsettir fyrir sýkingu.   Sláturbóla er í raun smit frá sauðfé sem kallast Orf eða kindabóla (á ensku scabby mouth,  sore mouth eða contagious ecthyma). Orsakavaldur sláturbólu er sum sé Orfveiran …

Hvernig er þörf fyrir heimahjúkrun metin?

Á heilsugæslustöðvum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands  hefur verið tekið í notkun RAI- upphafsmat (Raunverulegur aðbúnaður íbúa) sem er alþjóðlegt matstæki til að meta heilsufar, hjúkrunarþarfir og þörf skjólstæðinga fyrir þjónustu heimahjúkrunar.   Markmiðið með notkun matstækisins er að forgangsraða þjónustu á samræmdan, áreiðanlegan  og réttmætan hátt  í samræmi við þörf þeirra sem á þurfa að halda. Áður en einstaklingur innskrifast í heimahjúkrun …

Frunsur

Frunsur (áblástur) lýsa sér með útbrotum þéttskipaðra vessafylltra blaðra sem mynda sár. Hér er um að ræða veirusýkingu af völdum svokallaðra herpesveira. Þetta er algeng sýking og talið er að allavega annar hver maður sé smitaður af veirunni. Hafi maður smitast, varir smitið ævilangt og engin varanleg lækning er til. Flestir smitast í barnæsku en hægt er að smitast hvenær …

Hvað er hjartabilun og lokusjúkdómar

Hjartabilun verður þegar hjartavöðvinn nær ekki að dæla frá sér nægilegu magni af blóði til að mæta efnaskiptaþörfum líkamans. Hjartabilun getur orsakast af starfstruflun í annað hvort slagbils- eða hlébilsþrýstingi. Hjartabilun er eini alvarlegi hjarta og æðasjúkdómurinn þar sem nýgengi, tíðni og dánartíðni fer vaxandi. Klínísk einkenni hjartabilunar eru t.d. mæði, bæði við áreynslu og í hvíld, brakhljóð í lungum, …

Bráðmóttaka

  Bráðamóttaka (BMT) HSU, Selfossi var opnuð í núverandi mynd þann 1. febrúar 2011 og er staðsett á fyrstu hæð gömlu byggingar. Starfsemi Bráðamóttökunnar hefur á síðustu misserum vaxið gríðarlega og fjöldi sjúklinga sem þangað leita fjölgar jafnt og þétt. Þar munar miklu um aukningu erlendra ferðamanna til landsins en einnig má nefna þann fjölda fólks sem býr og dvelur …

Hjólað í umferðinni

Að hjóla er góð æfing fyrir börn. Það þjálfar vöðva barnsins, samhæfingu handa og fóta og jafnvægi. Börn eiga hins vegar erfitt með að meta hraða, fjarlægð og hvaðan hljóð berast. Þau eiga erfitt með að setja sig í spor annarra og átta sig á hvað ökumenn bíla hyggjast gera. Eins eiga þau erfitt með að sjá aðstæður í heild eða samhengi á …

Hvað er hreyfiseðill

Átt þú erfitt með að bæta reglulegri hreyfingu í þinn lífsstíl? Þjáist þú af heilsufarsvandamáli sem hreyfing gæti haft jákvæð áhrif á? Þá gæti hreyfiseðill hentað þér vel.   Með hreyfiseðli gefst lækni möguleiki á að ávísa hreyfingu til þeirra sem hann telur að hreyfing gagnist sem meðferð við heilsufarsvandamálum. Fyrirkomulag hreyfiseðilsins er unnið að sænskri fyrirmynd.   Skipulögð hreyfing …

Undirbúningur fyrir fæðingu

Þegar líður á meðgönguna getur verið gott að huga að fæðingunni. Eðlileg meðgöngulengd er 37-42 vikur en óvanalegt er að fæðing hefjist á settum degi. Ágætt er að undirbúa tösku með helstu nauðsynjum nokkru fyrir fæðingu ásamt því að útbúa einskonar skemmtidagskrá eftir settan dag, svo sem bíóferðir, kaffiboð eða sundferðir.   Það er ekki aðeins gott að undirbúa praktíska …

Krabbameinsleit hjá ljósmæðrum

Síðast liðin ár hefur það verið stefnan hjá Krabbameinsfélaginu að ljósmæður sjái um sýnatöku frá leghálsi við krabbameinsleit hjá einkennalausum konum.  Í dag taka eingöngu ljósmæður  sýni á Krabbameinsleitarstöðinni í Reykjavík.  Í  tæp tvö ár hefur verið boðið upp á krabbameinsleit hjá ljósmæðrum hjá HSU.  Hægt er að panta tíma á eftirfarandi heilsugæslustöðvum HSU: Selfossi, Hveragerði, Hellu, Þorlákshöfn, Laugarási, Kirkjubæjarklaustri …

Áfengisdrykkja og unglingurinn !

Á sumrin stíga unglingar oft sín fyrstu skref í áfengisdrykkju..  Unglingar sem eru að þreifa sig áfram í heimi fullorðinna telja sig oft geta, og jafnvel að eiga, að gera áfengi hluta af sínum lífsstíl. Flestum er þó ljóst hvaða afleiðingar áfengisdrykkja getur haft á heilbrigði og félagslegt umhverfi þess sem drekkur. Á þetta ekki síst við um áfengisdrykkju ungmenna …

Munnheilsa aldraðra

Öldruðum mun fjölga mjög á næstu árum og áratugum og er áætlað að mesta fjölgunin verði í aldurshópnum 85 ára og eldri. Munnheilsa er öllum mikilvæg en lítil áhersla hefur verið lögð á munnheilsu aldraðra. Fólk heldur sínum eigin tönnum lengur en áður og hefur orðið mikil breyting á örfáum áratugum. Margir eru með dýrar viðgerðir í tönnum, krónur, brýr …

Samvinna í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

Á Hornafirði hefur náðst mikil og góð samþætting í heimahjúkrun, félagslegri heimaþjónustu og málefnum fatlaðra. Málaflokkarnir hafa verið á könnu sveitarfélagsins frá árinu 1996 og því komin löng og góð reynsla á samvinnuna. Árið 2012 var gæðastyrkur sem stofnunin fékk nýttur til aukinnar samþættingar á heimaþjónustu í samfélaginu. Í kjölfarið var stofnuð Heimaþjónustudeild þar sem öll heimaþjónusta er skipulögð hvort …

Brjóstagjöf – á að gefa annað brjóstið eða bæði í gjöf

Margar mæður með börn á brjósti velta fyrir sér hvort betra sé að gefa annað brjóstið eða bæði í gjöf.  Sum börn þurfa alltaf bæði brjóstin, önnur verða södd eftir annað brjóstið og mörg börn láta sér nægja annað brjóstið fyrri part dags en þurfa svo bæði þegar líður á daginn.  Brjóst eru ekki eins og peli sem tæmist jafnt …

Vertu í takt

Öll erum við leiðtogar á einn eða annan hátt í okkar lífi og daglega höfum við samskipti, tökum ákvarðanir og framkvæmum hluti sem hafa áhrif á aðra. Samskipti okkar hafa mótandi áhrif á sjálfsmynd okkar og annarra. Sjálfsmynd er sú sýn sem við höfum af okkur sjálfum, sem leiðir okkur í gegnum daglegt líf og hefur áhrif á allt sem …

Vandaður handþvottur ver þig gegn smiti

Handþvottur og almennt hreinlæti er áhrifarík og mikilvæg vörn. Snerting er algengasta smitleiðin milli manna, við erum allan daginn í beinni snertingu við umhverfi okkar og hendur okkar komast í návígi við ótal varhugaverð svæði, meðal annars þegar við heilsumst með handabandi. Það er staðreynd að fólk er almennt ekki nógu duglegt að þvo sér um hendurnar og því er …

Fæðing í heimabyggð

Vegna mikillar umræðu um fæðingaþjónustu í Vestmannaeyjum er ástæða að gera grein fyrir stöðu mála. Samkvæmt leiðbeiningum landlæknis er fæðingaþjónusta í Vestmannaeyjum flokkuð sem lágáhættudeild (D1). Það felur í sér ljósmæðrastýrða fæðingaþjónustu með aðgangi að heilsugæslulækni og flutningi á hærra þjónustustig ef nauðsyn krefur. Ljósmæðrastýrð fæðingaþjónusta þýðir að tekið er tillit til allra þátta á meðgöngu og fyrri fæðingasögur skoðaðar. …

Mataræði og ofþyngd

Hvað ef það sem við höfum haldið um mataræði, offitu og lífsstílssjúkdóma er rangt? Það hefur ekki örugglega farið framhjá neinum að það er að hellast yfir okkur faraldur krónískra sjúkdóma með offitu, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdóma í fararbroddi. Þessi þróun hófst fyrir alvöru fyrir nokkrum áratugum og hefur haldið áfram þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda um allan heim til …

Heilsunámskeið fyrir foreldra of þungra barna

Offita barna er eitt af stærstu viðfangsefnum lýðheilsu 21.aldarinnar. Tíðni offitu meðal íslenskra barna eykst hratt og eru íslensk börn nú með þeim þyngri í Evrópu. Mikilvægt er að sporna við þessari þróun og draga úr tíðni offitu meðal barna sem og meðhöndla þau börn sem þegar eru of feit. Líkamsþyngdarstuðull og vaxtalínurit eru notuð til að greina ofþyngd eða …

Hjartabilunarverkefni – tilraunaverkefni á heilsugæslunni á Selfossi

Hjartabilun er ástand sem skapast þegar hjartavöðvinn hefur ekki getu til að dæla nægu blóði um líkamann. Skerðing á blóðflæði veldur einkennum eins og  t.d andþyngslum, þreytu  og minnkuðu úthaldi. Einstaklingar með hjartabilun eru stór sjúklingahópur, en talið er að 10-20% 70-80 ára fólks séu með hjartabilun. Göngudeild Hjartabilunar hefur verið starfrækt frá árinu 2004 á Landspítala, og hefur verið …

Hvað er klamydía ?

Klamydía er kynsjúkdómur sem smitast með bakteríunni Chlamidia trachomatis. Bakterían tekur sér bólfestu á slímhúð kynfæra, þvagrásar eða í endaþarmi og getur valdið bólgum á þessum stöðum. Bakterían getur einnig farið í slímhúð augna, jafnvel í háls og valdið þar sýkingu. Smit á sér stað við samfarir eða munnmök. Smokkurinn er eina vörnin gegn smiti. Klamydíubakterían er hættuleg því hún …

Að hjálpa í skyndi

Það er gömul saga og ný að slysin gera ekki boð á undan sér. Það sama á reyndar í mörgum tilvikum líka við um alvarleg veikindi. Hvar og hvenær sem er getum við lent í þeirri stöðu að þörf er á að við leggjum slösuðum eða sjúkum lið. Við getum líka lent hinumegin og þurft á aðstoð að halda. Það …

Viðráðanlegir áhættuþættir kransæðasjúkdóma

Hægt er að skipta áhættuþáttum fyrir hjartaáfalli í viðráðanlega og óviðráðanlega áhættuþætti. Viðráðanlegir áhættuþættir tengjast lífstíl okkar eins og nikótínneyslu, háum blóðfitum, háþrýstingi, sykursýki, offitu, hreyfingarleysi, áfengisneyslu og streitu. Óviðráðanlegir áhættuþættir eru erfðir, kyn og aldur. Hér verður stiklað á helstu viðráðanlegu áhættuþáttunum. Sykursýki er langvinnur efnaskipta sjúkdómur sem einkennist af of miklu sykurmagni í blóði.   Of hár sykur í …

Hvað er hjartaáfall ?

Hjartaáfall getur framkallast þegar kransæðarnar (sem eru æðarnar sem sjá hjartanu fyrir súrefni) eru orðnar þröngar og blóðflæðið um þær er skert. Þá er hætta á að það hlaðist upp blóðtappi sem getur stíflað æðina alveg, þá kemst súrefni ekki til hjartavöðvans og til verður skemmd eða jafnvel drep í vöðvanum. Undanfari hjartaáfalls getur tekið langan tíma. Þegar einstaklingur reynir …

Hefur jákvæðni áhrif á líðan og heilsu – er jákvæðni val ?

Fjöldi rannsókna hafa sýnt að það að vera jákvæður og bjartsýnn hefur jákvæð áhrif á heilsu, andlega, líkamlega og félagslega. Ein ástæðan virðist vera að þessir einstaklingar eiga auðveldara með að takast á við streitu í daglegu lífi á uppbyggilegan hátt, lifa heilbrigðara lífi og hafa jákvæðar væntingar til lífsins. Rannsóknir hafa sýnt að til eru aðferðir til að draga …

Hreyfing eldra fólks

Eldra fólk er fjölbreyttur hópur og aldur og færni misjöfn. Samkvæmt ráðleggingum Landlæknis er fullorðnu fólki ráðlagt að hreyfa sig að meðaltali 30 mínútur á dag , óháð aldri, færni og heilsu, sem má skipta niður í til dæmis 2-3 skipti á dag. Hreyfingin getur verið skipulögð svo sem göngutúr en einnig sem hluti af daglegum athöfnum eins og að …

Ónógur svefn barna og unglinga – hefur neikvæð áhrif á líf þeirra !

Fylgið útivistarreglum Yngstu skólabörnin þurfa u.þ.b. 9 klst. svefn yfir nóttina Unglingar þurfa u.þ.b. 10 klst. svefn yfir nóttina Að sofa á daginn kemur ekki í staðinn fyrir tapaðan nætursvefn.  Lengd og gæði nætursvefns hefur áhrif á námsgetu og minni Úrvinnsla úr þeim upplýsingum sem við höfum fengið yfir daginn fer fram í svefni Svefninn er nauðsynlegur fyrir vöxt og …

Áfallahjálp

Á íslandi hefur hugtakið áfallahjálp verið notað í í meira en áratug. Áfallhjálp er skammvinn fyrirbyggjandi íhlutun sem veitt er þeim sem orðið hafa fyrir hættu sem ógnar lífi eða limum og þeim sem verða vitni að ofbeldi, líkamsáverkum eða dauða. Við slíka reynslu kemur mikill ótti, hjálparleysi eða hryllingur sem getur setið eftir í huga fólks og valdið ýmis …

Sykursýki á meðgöngu!

      Tíðni meðgöngusykursýki fer sífellt vaxandi á Íslandi eins og víðast í hinum vestræna heimi. Spáð er mikilli aukningu á sjúkdómnum á næstu árum. Þessi aukning er ekki síst vegna aukinnar tíðni ofþyngdar og einnig vegna aukins fjölbreytileika kynþátta í vestrænu samfélagi. En konur af öðrum kynþætti en hvítum eru í aukinni hættu á að þróa með sér …

Heimaþjónusta Ljósmæðra eftir fæðingu

Starf ljósmæðra er fjölbreytt og getur það verið bæði innan spítalans sem og utan hans. Konur sem ekki liggja sængurlegu inni á sjúkrahúsi, eiga þann kost að fara heim innan ákveðins tíma frá fæðingu og fá þá þjónustu ljósmæðra heim í áframhaldandi sængurlegu. Þegar kona þiggur þá þjónustu og fer í áframhaldandi sængurlegu heima er hún heilsufarsflokkuð eftir heilsu sinni …

Öldrun í nútímasamfélagi

Íslenskt samfélag stendur nú á tímamótum. Öldruðum mun fjölga hratt á næstu árum, 75 ára og eldri mun fjölga um 35% frá árinu 2012 til 2020 og hlutfall 67 ára og eldri mun fara úr því að vera 10,3% í dag í 18,4% á árinu 2040. Stóra spurningin er því hvort Ísland sé í stakk búið til að þjónusta allan …

Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi!

Eitt af mörgum hlutverkum heilbrigðisþjónustunnar er bráðaþjónusta. Sú þjónusta getur tekið á sig ýmsar myndir, allt frá því að vera móttaka einstaklings vegna smáslyss á vinutíma uppí hópslys fjarri íbúabyggð. Til þess að geta brugðist við atburðum í óvenjulegum aðstæðum þurfa heilbrigðisstarfsmenn líkt og aðrir viðbragðsaðilar s.s. björgunarsveitir að halda sér í æfingu. Nú nýverið var haldin ein slík æfing …

Heilsuvernd ungra barna og þroskaskimanir

Skipulögð ung- og smábarnavernd hefur verið í boði á Íslandi allt frá árinu 1927 og er einn af mörgum þáttum heilsuverndar sem hefur það að markmiði að efla og styrkja heilbrigði einstaklingsins, fjölskyldunnar og þjóðfélagsins. Landlæknisembættið gefur út ráðgefandi leiðbeiningar varðandi Ung- og smábarnavernd – Leiðbeiningar um heilsuvernd barna 0-5 ára. Í mörg ár hefur verið fylgst reglulega með heilsu …

Svefn skólabarna

Svefn skólabarna Svefninn er öllum mikilvægur.   Hann veitir hvíld, endurnýjar orku og gerir okkur kleift að takast á við viðfangsefni dagsins.  Svefnþörfin er að einhverju leyti einstaklingsbundin og breytist í gegnum lífið. Yngstu skólabörnin þurfa að sofa í kringum 9 tíma á nóttu en þegar komið er á unglingsárin þá eykst svefnþörfin um u.þ.b. klukkustund á nóttu vegna aukins álags …