Tannlæknaþjónusta í Vík

Nú er komin upp nýr og fullkomin búnaður til tannlækninga í Vík. Tannlæknirinn fær aðstöðu á heilsugæslustöðinni í Vík og mun þar sinna tannlæknaþjónustu fyrir íbúa á svæðinu.  Búnaðinn leggur tannlæknirinn, Theódór Friðjónsson til og er þetta mikill fengur fyrir samfélagið, að fá svona þjónustu heim í hérað. Tímapantanir fari fram í gegnum heilsugæslustöðina fyrir þá sem þurfa að nýta …

Aukin og skilvirkari þjónusta á heilsugæslustöðinni á Selfossi með þverfaglegu samstarfi

Í byrjun febrúar 2019 mun heilsugæslustöð Selfoss taka upp nýtt og betra fyrirkomulag fyrir skjólstæðinga sína.  Tilgangurinn er að tryggja að erindi fái skjóta og örugga  afgreiðslu.  Mun biðtími eftir aðstoð styttast og munu flestir geta fengið samtal við fagaðila samdægurs en í síðasta lagi næsta dag að morgni. Þetta nýja fyrirkomulag byggist á teymisvinnu þar sem skjólstæðingur á sinn heimilislækni …

Kvenfélag Grímsneshrepps gefur til HSU

Þann 18. janúar sl. kom hópur kvenfélagskvenna úr Grímsnesi í heimsókn á HSU Selfossi.  Tilefni heimsóknarinnar var að færa HSU formlega að gjöf rúmhjól, sem félagið færði stofnuninni í lok síðasta árs.  Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur ekki haft áður til umráða slíkt hjálpartæki, svo þetta er einstaklega kærkomin gjöf.    Hjólið er af gerðinni Motomed letto2 og er sérhannað til að …

Föstudagspistill forstjóra

18. janúar 2019     Kæra samstarfsfólk. Nú í upphafi árs er gagnlegt að fara yfir starfsemistölur síðustu ára til að glöggva okkur á því hversu hratt starfsemin hefur vaxið hjá okkur.  Við starfsmenn HSU höfum fundið hvernig álag hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár með geysilegri aukningu verkefna.  Okkur hefur tekist að ráða við þessar áskoranir í rekstri …

Athugasemdir HSU vegna fréttaflutnings um staðsetningu sjúkrabíla í Rangárþingi

Í Fréttablaðinu í dag 18. janúar er viðtal við Anton Kára Halldórsson sveitarstjóra í Rangárþingi eystra m.a. um staðsetningu sjúkrabíla í Rangárþingi. Framkvæmdastjórn HSU vísar á bug fullyrðingum sem fram koma í viðtalinu um samskiptaleysi við sveitarstjórn.  HSU hefur lagt áherslu á góð samskipti við sveitarstjórnir og mun ekki gera breytingu á þeirri stefnu. Vegna þessa er nauðsynlegt að rekja …

Breytingar á þjónustu heilsugæslunnar á Selfossi

  Fyrsta febrúar næstkomandi verða breytingar á fyrirkomulagi þjónustu heilsugæslustöðvarinnar á Selfossi.  Verkefni heilsugæslunnar á undanförnum árum hafa aukist mikið og bið eftir tíma til læknis hefur verið löng. Notendur þjónustunnar hafa stundum þurft að bíða vikum saman eftir tíma hjá lækni og oft liggur ekki fyrir hvert erindið er fyrr en í tímann er komið. Stundum kemur þá ljós …

Þrettándapistill forstjóra – Fylgt úr hlaði á nýju ári

    6. janúar 2019     Kæra samstarfsfólk.   Heilbrigðisráðherra tilkynnti nýlega um 110 millj. kr. í aukafjárveitingu til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á árinu 2018 til að mæta áskorunum í rekstri.  Ljóst er að ráðherra og fjárveitingarvaldið eru meðvitað um hve erfið staðan er í rekstri heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni samfara ört vaxandi verkefnum og álagi, ekki síst í umdæmi Suðurlands. …

Sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi hefur fjölgað um 7 manns í föstum stöðum frá árinu 2015

                          Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands vísar á bug villandi fyrirsögn fréttamanns Stöðvar 2 þann 30. desember 2018  um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlands þrátt fyrir fjölgun alvarlegra slysa.  Það er mikill ábyrgðarhluti hjá fréttamanni að dreifa vísvitandi villandi fréttum af raunverulegri stöðu sjúkraflutninga á Suðurlandi og sá með því tortryggni. Hafa …

Alvarlegt slys á brúnni við Núpsvötn

      Neyðarlínu barst í morg­un, þann 27. desember 2018 rétt fyrir klukkan tíu til­kynn­ing um að bifreið hefði verið ekið út af brúnni yfir Núpsvötn.  Í ljós koma að jeppabifreið með 7 manns innanborð, að því er talið er, hafa verið ekið í gegn­um brú­ar­hand­riðið. Brúin er mjög há þar sem jeppanum var ekið út af brúnni. Jeppinn …

Jólakveðja frá forstjóra HSU

                Kæra samstarfsfólk.     Nú þegar jólahátíðin er gengin í garð er gott að staldra við í dagsins önn.  Jólin eru sá tími þegar við erum flest full tilhlökkunar, njótum þess að brjóta upp hversdagslega lífið og gerum okkur dagamun. Það er þó þannig að í samfélaginu okkar eru þeir sem ekki …

Krabbameinslæknir hefur störf á HSU

Sigurður Böðvarsson sérfræðingur í krabbameinslækningum hefur verið ráðinn yfirlæknir göngudeildar á sjúkrahússviði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) frá 1. desember 2018. Sigurður er nú nýfluttur til landsins eftir að hafa starfað í Bandaríkjunum s.l. 8 ár.  Þar starfaði hann sem sérfræðingur í krabbameinslækningum við Gundersen Health System, La Crosse í Wisconsin og nú síðast við Green Bay Oncology, Green Bay, Wisconsin. Áður …

Marel gefur til fæðingadeildar HSU

Þann 13. desember 2018 fékk Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi sérlega ánægjulega heimsókn frá fyrirtækinu Marel á Íslandi.  Erindið var að færa fæðingadeildinni á Selfossi ungbarnavog að gjöf, en fyrirtækið er einmitt þekkt fyrir framleiðslu á hágæða vogum.  Marel hefur haft það til siðs undanfarin ár að færa veglegar gjafir á aðventunni í þágu samfélagsins og að þessu sinni naut HSU …

Kvenfélög gefa til HSU Rangárþingi

                  Í september 2018 komu konur frá Kvenfélaginu Lóu á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Rangárþingi. Meðferðis höfðu þær ungbarnaborð fyrir ungbarnavernd, sem notað er í mælingar og vigtun ungbarna.  Heildarverðmæti gjafarinnar er 150.o00 krónur.   Nú í nóvember fékk heilsugæslan í Rangárþingi aðra heimsókn, að þessu sinni konur frá Kvenfélaginu Unni.  Þær …

Lions gefur til HSU Vestmannaeyjum

þann 22. nóvember 2018 kom hópur manna úr Lionsklúbbi Vestmannaeyja á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum og færði stofnunni tækjagjöf. Um er að ræða fjölþjálfa af gerðinni Nustep T5XR og æfingabekk af gerðinni Follo Diem 3Section.  Heildarverðmæti gjafarinnar er 1.400.000. Tækin er kærkomin viðbót í tækjasal sjúkraþjálfunar í Vestmannaeyjum og koma sér einstaklega vel. Með þessari gjöf er þjónusta við skjólstæðinga …

Kvenfélagið Líkn og Oddfellowstúkan Vilborg gefa til HSU

Þann 21. nóvember 2018 fór fram formleg gjafaafhending á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum.  Það voru fulltrúar frá Kvenfélaginu Líkn og Oddfellowstúkunni Vilborgu sem færðu stofnunni gjafirnar fyrir hönd sinna félaga. Kvenfélagið Líkn hefur verið tryggur bakhjarl HSU gegnum tíðina og  færði stofnunni að þessu sinni fjögur tæki, blóðrannsóknatæki, sjúklingalyftu, svefnrannsóknartæki og CRP mælingartæki samtals að verðmæti 2.658.023.  Oddfellowstúkan Vilborg gaf …

Við gefum líf

Þessa dagana efnir Embætti landlæknis til funda með starfsfólki í heilbrigðisþjónustu um allt land í tilefni af breyttum lögum um líffæragjafir, sem taka gildi núna um áramótin. Landsmenn verða sjálfkrafa gefendur líffæra með nýju ári en samkvæmt þeim lögum sem falla úr gildi á gamlársdag þarf að taka upplýsta ákvörðun um að gefa líffæri. Við getum bjargað lífi annarra með …

Hjúkrunarstjóraskipti á heilsugæslustöðinni í Laugarási

Jóhanna Valgeirsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunarstjóri á heilsugæslunni í Laugarási.  Jóhanna hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöðinni á Selfossi frá árinu 2013 auk þess hefur hún sinnt hlutastarfi á Bráðamóttökunni á Selfossi. Jóhanna var áður aðstoðardeildarstjóri á hjúkrunardeildinni Ljósheimum. Hún starfaði sem hjúkrunarstjóri á heilsugæslunni í Laugarási 2002-2003 í leyfi hjúkrunarstjóra. Jóhanna lauk BS námi í hjúkrunarfræði frá HÍ árið …

Kvenfélag Þorlákshafnar gefur til HSU

Þann 14. nóvember 2018 mættu vaskar konur frá Kvenfélagi Þorlákshafnar, þær Svava og Fjóla, á heilsugæsluna í Þorlákshöfn og afhentu formlega 200 þúsund króna peningagjöf.   Peningagjöfin hefur þegar nýtt til að endurnýja búnað og aðstöðu ungbarnaeftirlitsins í Þorlákshöfn og til kaupa á nýrri ungbarnavigt og lengdarmæli. Allar kvenfélagskonur í Kvenfélagi Þorlákshafnar fá hugheilar þakkir fyrir alla gjafmildina, endalausa góðvild og …

Þráðlaust net á HSU

Ánægjulegt er að að greina frá því að nú hefur verið hafist handa við að taka í notkun þráðlaust net á HSU.  Þessi úrbót á samskiptakerfi HSU er löngu tímabær og mun stórbæta vinnuumhverfi starfsmanna, bæta lífsgæði íbúa hjúkrunarrýma og inniliggjandi sjúklinga og auðvelda ýmislegt fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu til HSU. Þessa dagana er unnið að því …

Kvenfélög gefa til HSU

                      Þann 25. október 2018 fór fram formleg gjafaafhending á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Selfossi.  Hópur kvenna úr nokkrum kvenfélögum færðu Heilsugæslustöðinni á Selfossi lífsmarkamæli að gjöf.  Tækið er færanlegt á hjólastandi, svo hægt er að fara með það milli herbergja, tækið mælir blóðþrýsting, púls, hita og súrefnismettun. Nokkrar stærðir af hulsum fylgdu einnig með, …

Tilkynning frá röntgendeild HSU í Vestmannaeyjum

Sú óheppilega staða kom upp að myndlesarinn (framköllunarvélin) á röntgentæki HSU í Vestmannaeyjum bilaði í síðustu viku og hefur nú verið dæmdur ónýtur. Fenginn var annar lesara að láni í síðustu viku, sem bilaði einnig. Varahlutur var fenginn í hann erlendis frá, en við ísetningu hans kom í ljós að meira er bilað en áður hafði verið talið. Staðan er því …

Hjúkrunarstjóraskipti á heilsugæslustöðinni í Rangárþingi

Rán Jósepsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunarstjóri á heilsugæslunni í Rangárþingi frá 1. nóvember.  Rán hefur starfað sem hjúkrunarstjóri á heilsugæslustöðinni í Laugarási frá 1. mars s.l. Rán var áður deildarstjóri á Hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu í 10 ár. Hún hefur einnig starfað á Heilsugæslu Selfoss. Rán lauk BS námi í hjúkrunarfræði frá HÍ árið 2003. Hún hlaut kennsluréttindi frá HÍ …

Samningur um lyfjafræðilega þjónustu

09. október 2018 Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur gert samning við Lyfjaver um lyfjafræðilega þjónustu fyrir stofnunina til næstu tveggja ára. Undanfari þessa samnings var verðkönnun þar sem Lyfjaver var með hagstæðasta tilboðið bæði út frá verði á lyfjum og þjónustu, auk þess að uppfylla best kröfur HSU um aukna skilvirkni og gæði í ferlum við innkaup og eftirlit. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri …

Föstudagspistill forstjóra

28. september 2018 Kæra samstarfsfólk.   Rekstarniðurstaða liggur nú fyrir hjá HSU fyrir árið 2017 á óendurskoðuðum ársreikningi upp á um 36 millj. kr. halla. Rekstur HSU er stöðug áskorun í umhverfi sem einkennist af miklum hraða í vexti þjónustunnar, langt umfram áætlaða fjármuni. Nú liggur einnig fyrir hálfs árs uppgjör í rekstri HSU og er hallinn orðinn liðlega 100 …

Föstudagspistill forstjóra

21. september 2018 Síðustu daga hefur verið endurvakin umræða í fjölmiðlum um rótgróna vinnustaðamenningu og áhrif #metoo á starfshætti, samskipti og menningu í fyrirtækjum og hjá stofnunum. Vinnustaðamenning er mikilvægur hluti af allri starfsemi hjá okkur á HSU og hefur áhrif á árangur og frammistöðu. Að því leyti erum við ekkert ólík öðrum vinnustöðum.  Hver staður innan HSU hefur jafnvel …

SSK gefur til fæðingardeildar HSU

Fimmtudaginn 13. september 2018 komu konur frá Sambandi sunnlenskra kvenna í heimsókn á HSU og færðu fæðingadeildinn tæki að gjöf, glaðloftstæki, mettunarmælir fyrir nýbura og fósturshjartsláttarsírita.  Heildarverðmæti gjafarinnar er 3.389.360 kr.   Glaðloftstækið kemur í stað eldra tækis og er það mun nákvæmara að því leyti að konan nýtir glaðloftið betur og frásog er af tækinu.  Mettunarmælirinn er mælir sem …

Nýr hjúkrunardeildarstjóri á hjúkrunardeildum HSU á Selfossi

Ólöf Árnadóttir, hjúkrunarstjóri heilsugæslu Rangárþings hefur verið ráðin í stöðu hjúkrunardeildarstjóra á hjúkrunardeildum HSU á Selfossi, Ljósheimum og Fossheimum. Ólöf lauk námi í hjúkrunarfræði frá HÍ árið 2003 og meistaranámi í stjórnun í heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum á Bifröst árið 2011. Þar lagði hún áherslu á straumlínustjórnun í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Ólöf hefur sótt fjölmörg námskeið á svið hjúkrunar og stjórnunar. Ólöf …

Nýr deildarstjóri BMT Selfossi

Birna Gestsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðinn deildarstjóri bráðamóttöku á Selfossi frá 15. október n.k. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs en bráðamóttakan hefur verið rekin með lyflækninga- og göngudeild HSU á Selfossi. Birna lauk námi í hjúkrunarfræði árið 2010 og síðar meistaranámi í heilbrigðisvísindum 2014. Hún hefur starfað á HSU frá 1989 í ýmsum störfum og á bráðamóttökunni …

Föstudagspistill – Aukinn viðbúnaður á Suðurlandi hjá HSU um Verslunarmannahelgi

    3. ágúst 2018.   Nú fer í hönd ein annasamasta ferðahelgi sumarsins sem óhjákvæmilega leiðir til aukinnar eftirspurnar eftir þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) vegna bráðra veikinda eða slysa ferðalanga. Við höfum því undirbúið starfsemi bráðaþjónustu og sjúkraflutninga HSU vel þessa helgi með auknum viðbúnaði og viðbótum í mönnun heilbrigðisstarfsfólks. Stjórnendur HSU hafa einnig verið í góðu samstarfi við …

Alvarlega staða í kjaradeildu ljósmæðra og ríkis

Skipulag þjónustu ljósmæðra á HSU vegna yfirvinnubanns     17. júlí 2018     Yfirstandandi kjaradeila ljósmæðra og ríkis er alvarlegt áhyggjuefni meðal stjórnenda á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Það er ljóst að yfirvofandi yfirvinnubann Ljósmæðrafélag Íslands (LMFÍ) mun skapa óvissu og óöryggi í samfélaginu í tengslum við viðkvæma og afar mikilvæga þjónustu sem ljósmæður sinna í heilbrigðiskerfinu. Við á HSU höfum …

Gjöf til HSU frá kvenfélögum Skeiða- og Gnúpverjahrepps

    Kvenfélag Skeiðahrepps og Kvenfélag Gnúpverja komu færandi hendi á heilsugæsluna í Laugarási á vordögum og færðu stofnuninni sólarhringsblóðþrýstingsmæli að verðmæti 340.380. kr.   Þessi gjöf kemur sér afar vel og á eftir að nýtast vel til að fylgjast náið með blóðþrýstingi og er lykiltæki til að veita sem nákvæmasta og réttasta meðferð við blóðþrýstingsvandamálum. Tækið hefur þegar verið …

Málþing HSU og HSA um fjarheilbrigðisþjónustu á Kirkjubæjarklaustri

Mánudaginn 28. maí 2018 stóðu Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) og Heilbrigðistofnun Austurlands (HSA) fyrir sameiginlegu málþingi á Kirkjubæjarklaustri.  Tilefnið var að fagna upphafi á notkun stofnanna á tækjabúnaði til fjarheilbrigðisþjónustu á 8 nýjum stöðum á Íslandi.   Tækjabúnaðurinn var keyptur fyrir styrkfé Velferðarráðuneytisins frá fyrirtækinu AMD Global Telemedicine.  Tækin sem HSU keypti verða staðsett í Laugarási, Hellu, Hvolsvelli og Vestmannaeyjum, en …

Heilbrigðisstofnun Suðurlands og þjóðgarðurinn á Þingvöllum (HSU) undirrita samning

Í dag 1. júní 2018 var undirritaður samningur um bætt viðbragð neyðaraðstoðar í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Verkefnið felur í sér að HSU staðsetur sérútbúinn viðbragðsbíl ásamt sjúkraflutningamanni á dagvakt í þjóðgarðinum. Sjúkraflutningamaður mun sinna útköllum innan þjóðgarðsins er varða öryggis- og viðbragðsmál, þar á meðal útköll vegna slysa, sjúkdóma eða önnur atvik sem koma geta upp í þjóðgarðinum. Viðvera þjónustunnar …

Stjórnendadagar HSU

Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hélt stjórnendadaga fyrir alla millistjórnendur stofnunarinnar á Natura Hótel Reykjavík dagana 23. til 24. maí 2018. Um 30 stjórnendur sóttu dagana en tilgangur slíkra daga er að styrkja liðsheildina og miðla þekkingu og fróðleik á sviði stjórnunar og rekstrar. Leitast var við að ýta undir hugmyndaauðgi, leita leiða til að nýta kraftana enn betur til að efla …

Föstudagspistill forstjóra

4. maí 2018   Kæra samstarfsfólk.     Nú þegar fjórðungur er liðinn af árinu er ljóst að rekstur ársins 2018 verður áskorun fyrir okkur.  Hingað til höfum við haldið að okkur höndum með þær nauðsynlegu viðbætur sem þarf að setja inn í þjónustuna og mönnun hjá okkur. Verulegar viðbætur voru settar inn í rekstrarfé stofnunarinnar á árinu 2017 en …

Gjöf til heilsugæslunnar í Vík

Þann 2. maí sl. kom Margrét Ebba Harðardóttir hótelstjóri á Hótel Dyrhólaey færandi hendi á heilsugæslustöðina í Vík.  Hún vildi gefa heilsugæslunni nýja og öfluga brjóstapumpu, af gerðinni Carum Ardo.  Gjöfin kemur að mjög góðum notum á þjónustusvæði heilsugæslunnar þar sem íbúum fjölgar jafnt og þétt. Margréti Ebbu og hennar fólki eru færðar bestu þakkir fyrir þann góða hug sem …

Gaf HSU ungbarnavigt

Í byrjun aprílmánaðar 2018, kom þessi ungi herramaður Oliver Darri Vokes ásamt foreldrum sínum og færði ungbarnaverndinni á Heilsugæslu Selfoss ungbarnavigt að gjöf.  Ungbarnavigtin er af gerðinni SOEHNLE professional og er notuð í ungbarnaheimavitjunum. Foreldrum Olivers og honum sjálfum eru færðar bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf.

Kvenfélag Selfoss heimsækir HSU

  Í dag sumardaginn fyrsta kom stór hópur prúðbúinna kvenna í Kvenfélagi Selfoss í heimsókn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Tilefni heimsóknarinnar var að um þessar mundir fagna kvenfélagskonur 70 ára afmæli félagsins.  Af því tilefni færði Helga Hallgrímsdóttir formaður Kvenfélags Selfoss Herdísi Gunnarsdóttur forstjóra HSU bókina að gjöf um sögu félagins. Hópurinn heimsótti einnig heimilismenn á Foss- og Ljósheimum og fluttu …

SÍBS Líf og heilsa í Vestmannaeyjum

SÍBS Líf og heilsa býður íbúum í Vestmannaeyjum í heilsufarsmælingu fimmtudaginn 26. apríl næstkomandi í félagsheimilinu Kviku við Heiðarveg (3. hæð) kl. 12-17.     SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS ásamt Samtökum sykursjúkra, Hjartaheill og Samtökum lungnasjúklinga bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. Fagfólk frá heilsugæslunni verður á staðnum …

Starfsmenn kvaddir á HSU

Þann 4. apríl 2018 voru sjö starfsmenn kvaddir sem létu af störfum sökum aldurs á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á árinu 2017.  Samanlagður starfsaldur þessara einstaklinga við stofnunina eru 154 ár, en innan hópsins eru einstaklingar sem hafa starfað hjá stofnunni í 30-40 ár. Þau hafa því starfað hjá HSU nær allan sinn starfsferil sem er einstakt.         Þau sem …

Páskakveðja forstjóra

28. mars 2018     Kæra samstarfsfólk.   Í lok síðustu viku tók ég, ásamt öðrum í framkvæmdastjórn HSU þátt í vorfundi Landsambands heilbrigðisstofnanna sem fór fram á Egilsstöðum. Þar komu saman stjórnendur í heilbrigðisþjónustunni ásamt fulltrúum frá Velferðarráðuneytinu og Embætti landlæknis. Á fundinum gafst tækifæri til að ræða ýmis aðkallandi mál, fara yfir stöðu mála og ekki síður að …

Aðalfundur Vinafélags Ljósheima og Fossheima

Aðalfundur Vinafélags Ljósheima og Fossheima verður haldinn sunnudaginn 8. apríl 2018 á hjúkrunardeild Fossheima v/Árveg kl. 14:00.       Á dagskránni verða venjuleg aðalfundarstörf . Tónlistaratriði í flutningi Kolbrúnar Huldu Tryggvadóttur. Að venju eru kaffiveitingar í boði félagsins.   Ársskýrsla fyrir árið 2017  mun liggja frammi á aðalfundinum. Einnig er hægt að nálgast skýrsluna á heimasíðu HSU HÉR.   …

Gjöf frá Kvenfélaginu í Hvergerði

Fulltrúar frá Kvenfélaginu í Hveragerði komu færandi hendi á heilsugæsluna í Hveragerði þann 20. febrúar sl. og færðu stofnuninni peningaupphæð að andvirði  250.000. Fyrir  gjafaféð var keypt ný ungbarnavigt og lengdarmælir fyrir ungbarnaverndina. Þessi gjöf kom sér afar vel og eru öllum kvenfélagskonum hjá kvenfélaginu í Hveragerði færðar innilegar þakkir fyrir stuðninginn.  Þær hafa síðastliðin ár stutt dyggilega við heilsugæsluna …

Föstudagspistill forstjóra

2. mars 2018     Kæra samstarfsfólk.     Sérstakar aðstæður hafa verið í fjármálaumhverfi HSU á síðustu mánuðum.  Þar hafa spilað inn í snúnar aðstæður á vettvangi stjórnmálanna, kosningar og bið við afgreiðslu fjárlaga ársins 2018.  Nýr heilbrigðisráðherra heimsótti HSU í byrjun janúar og áttum við afar góðan fund með Svandís Svavarsdóttur. Ráðherra hefur á skömmum tíma í embætti …

Hjúkrunarstjóraskipti á heilsugæslustöðinni í Laugarási

Rán Jósepsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunarstjóri á heilsugæsluna í Laugarási og mun hefja störf þann 1. mars n.k. Rán hefur áður starfað á HSU, tímabundið á heilsugæslunni á Selfossi en s.l. 10 ár hefur hún starfað sem deildarstjóri á Hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu. Rán lauk BS námi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2003, einnig hlaut hún kennsluréttindi þaðan árið …

Ný aðstaða fyrir rannsóknarstofu og myndgreiningu tekin í notkun á Selfossi

              Í byrjun febrúar sl. var formlega tekin í notkun ný aðstaða fyrir rannsóknarstofu og myndgreiningardeild HSU á Selfossi, en framkvæmdir hafa staðið yfir á húsnæði deildanna í vetur.  Rannsóknarstofan var færð í kjallara hússins, tímabundið, á meðan framkvæmdum stóð, enda var húsnæðið tekið algerlega í gegn, skipt um lagnir, loft og gólfefni ásamt …

Heilbrigðisráðherra ásamt föruneyti í heimsókn á HSU

                            11. janúar 2018 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, heimsótti í dag Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Með henni í för voru Iðunn Garðarsdóttir aðstoðarkona ráðherra ásamt Vilborgu Ingólfsdóttur skrifstofustjóra og Elsu B. Friðfinnsdóttur sérfræðingi af skrifstofu heilbrigðismála í Velferðarráðuneytinu.  Í upphafi heimsóknarinnar var farið yfir hlutverk, starfsemistölur og rekstur …

Forseti Íslands færir viðbragðsaðilum á Suðurlandi þakkir fyrir samtaka aðgerðir vegna hópslyss í Eldhrauni

Í gærkveldi þann 4. janúar 2018 tók hópur starfsmanna og stjórnenda á HSU þátt í rýnifundi vegna björgunaraðgerða hópslyssins í Eldhrauni á þriðja dag jóla. Fundurinn var haldinn í félagsheimilinu á Kirkjubæjarklaustri og var húsfyllir á fundinum.  Tilgangur fundarins var að ná saman fulltrúum allra hlutaðeigandi viðbragðsaðila á Suðurlandi, ásamt samhæfingarstöð Almannavarna, Landhelgisgæslu og Landspítala til að draga lærdóm af …

Gamlárspistill forstjóra

31. desember 2017   Nú undir lok ársins gott að líta yfir farinn veg og skoða hvað hefur áunnist.  Um áramót förum við gjarnan í huganum yfir það sem borið hefur hæst hjá okkur persónulega á árinu.  Það er gott að rifja upp gleiðistundirnar og stóru og smáu augnablikin sem verða að dýrmætum minningum. Hjá sumum okkar hefur árið líka …

Fréttatilkynning frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands vegna rútuslyss við Kirkjubæjarklaustur

Stöðufærsla, 27. desember 2017, kl. 13.55.   Nú hafa alls 12 slasaðir verið fluttir af vettvangi með þyrlum.  Staðfest er að einn er látinn. Allir eru komnir í skjól í fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri. Búið er að ná þeim tveimur sem voru fastir undir rútunni og eru þeir farnir af stað með þyrlu á Landspítala.  Annar þeirra er mikið slasaður og …

Þorláksmessupistill forstjóra

23. desember 2017.   Kæru samstarfsmenn.   Í dag er Þorláksmessa og senn höldum við jól. Þessi árstími tengist í mínum huga kertaljósum og birtunni sem lýsir upp húmið. Nú þegar jólin ganga í garð þá er liðinn sá tími þar sem dagurinn styttist og dagsbirtan tekur aftur yfirhöndina. Skammdegið og dægursveiflurnar leggjast þó mis vel í fólk. Við skulum …

Föstudagspistill forstjóra

15. desember 2017                             Kæra samstarfsfólk.   Nýtt frumvarp til fjárlaga eru geysileg vonbrigði fyrir HSU og þjónustu við íbúa Suðurlands. Á þessu ári hefur okkur á HSU verið tíðrætt um þá fordæmalausu aukningu sem orðið hefur í þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands frá sameiningu í árslok 2014.  Nú …

Hlutaúttekt Embættis landlæknis á HSU

          Hér má skoða í heild sinni skýrslu Embættis landlæknis, um hlutaúttekt á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem gerð var í nóvember 2017.  

Gjafir til heilsugæslunnar á Kirkjubæjarklaustri

                  Heilsugæslustöð HSU á Kirkjubæjarklaustri á góða velunnara sem hafa fært stöðinni gjafir á árinu sem er að líða.   Kvenfélagið Hvöt færði heilsugæslunni friðarpípu fyrir börn og var það Sólveig Pálsdóttir formaður kvenfélagsins sem afhenti gjöfina fyrir hönd síns félags. Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps færði heilsugæslunni fósturhjartsláttartæki og hún Karítas Kristjánsdóttir formaður kvenfélagsins …

Nýtt sneiðmyndatæki á HSU Selfossi

Undanfarna mánuði hafa miklar framkvæmdir staðið yfir á húsnæði HSU á Selfossi.  Verið er að gera gagngerar endurbætur á neðri hæð norður álmunnar, sem hýst hefur Myndgreiningar- og Rannsóknardeild.  Matsalur starfsmanna var einnig í þessari álmu en við framkvæmdir í eldhúsi, sem lauk fyrr á þessu ári, fengu starfsmenn matsal á nýjum stað.  Við þær tilfæringar losnaði talsvert pláss í …

Staðreyndir um sjúkraflutninga í Rangárþingi

                        Nýverið birtist fésbókarfærsla íbúa nokkurs í Rangárþingi sem fer með rangt mál um sjúkraflutninga í Rangárþingi. Þessi færsla hefur skapað heitar umræður í samfélaginu. Því þykir framkvæmdastjórn HSU rétt að birta upplýsingar um málið til að leiðrétta alvarlega misskilning og koma í veg fyrir áframhaldandi rangfærslur. Af færslunni …

Geta börnin orðið ör­yrkj­ar af net­notk­un?

Í grein sem Björn Hjálmarsson barnalæknir á Barna- og unglingageðdeild Landsspítlans skrifar í Morgunblaðið nýverið, lýsir hann áhyggjum sínum af óhóf­legri tölvu- og snjall­tækja­notk­un og að hún sé nú þegar orðin vanda­mál meðal ís­lenskra ung­menna.  „Þetta er gríðarlega öfl­ug og góð tækni, en hún get­ur verið viðsjár­verð fyr­ir þá sem of­nota hana. Ég held að það sé mik­il þörf fyr­ir …

Föstudagspistill forstjóra

24. nóvember 2017.   Í dag sat ég málþing Landsambands heilbrigðisstofnanna með forstjórum og framkvæmdastjórum heilbrigðisstofnanna.  Þar fjölluðum við um þjónustuviðmið í heilbrigðisþjónustunni, um hlutverk og verkaskiptingu í opinberri heilbrigðisþjónustu á Íslandi.  Vinna við skilgreiningu á þessum þáttum er þegar hafin meðal forstjóra heilbrigðisstofnanna undir forystu heilbrigðisráðuneytisins.  Mikill samhljómur er í hópnum um hvert skuli stefna og við sammála um …

Ókeypis heilsufarsmælingar á HSU í Hveragerði

Íbúum í Hveragerði, Ölfusi, Þorlákshöfn og á Laugarvatni er boðið í ókeypis heilsufarsmælingu í Heilsugæslustöðinni Hveragerði, Breiðmörk 25b fimmtudaginn 23. nóvember kl. 08–16. SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS ásamt Samtökum sykursjúkra, Hjartaheill og Samtökum lungnasjúklinga bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. Fagfólk frá heilsugæslunni verður á staðnum og …

Gjöf frá Kvenfélögum til HSU Vík í Mýrdal

Nóvember 2017 Kvenfélagskonur í Mýrdal hafa lengi stutt dyggilega við starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vík. Enn og aftur hafa þær látið verkin tala og safnað fyrir nýjum skoðunarbekk ásamt fylgihlutum. Öflug bakvarðasveit félaga í heimabyggð er starfsemi heilsugæslunnar í Vík ómetanleg. Konum í Kvenfélagi Hvammhrepps, Kvenfélagi Dyrhólahrepps og Kvenfélaginu Ljósbrá eru hér færðar innilegar þakkir.   Meðgylgjandi myndir eru teknar …

Yfirlýsing um samstarf HSA og HSU á sviði fjarheilbrigðisþjónustu

Forstjórar Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) gera með sér svo hljóðandi samstarfssamning. Miklar framfarir hafa orðið í fjarheilbrigðisþjónustu á undanförnum árum, enda er hún notuð í vaxandi mæli víða um heim. Sérstaklega kemur hún að góðu gagni þar sem erfitt er að sækja heilbrigðisþjónustu með hefðbundnum hætti vegna fjarlægða. Meginmarkmið með fjarheilbrigðisþjónustu er að auka og tryggja aðgengi …

Aðstandendadagur Vinafélags Foss- og Ljósheima

Aðstandendadagur  Vinafélags Foss- og Ljósheima verður haldinn þann 26. nóvember 2017, kl. 14:00.     Dagskráin verður í léttum dúr og að venju verða veitingar í boði Vinafélagsins.   Komið og eigið notalega stund með aðstandendum, vinum, starfsmönnum og félögum í Vinafélaginu.   Stjórnin.

Föstudagspistill forstjóra

27. október 2017   Kæra samstarfsfólk. Nú í byrjun vikunnar áttum við morgunverðafund með frambjóðendum til Alþingiskosninga.  Þangað buðum við fulltrúum allra flokka í Suðurkjördæmi til kynningar á starfsemi, árangri og áskorunum í rekstri hjá okkur á HSU. Fundinn sóttu 10 fulltrúar frá 6 stjórnmálahreyfingum. Á fundinum var einnig lögreglustjórinn á Suðurlandi ásamt fulltrúa, enda margir sameiginlegir áhrifaþættir s.s. samgöngumál, …

Samstarf um innleiðingu fjarheilbrigðisþjónustu

Í síðustu viku áttu forstjórar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) og Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA), þau Herdís Gunnarsdóttir og Guðjón Hauksson, fund á Kirkjubæjarklaustri. Þar hefur byggst upp mikilvæg þekking og reynsla í tengslum við teymisvinnu milli hjúkrunarfræðings og læknis við faglega úrlausn þeirra erinda sem sjúklingar leita til heilsugæslunnar með. Tilgangur fundarins var að ræða möguleika á samstarfi á sviði heilbrigðisþjónustu með …

Gjöf frá Lionsklúbbnum Suðra

10 október 2017. Enn á ný hafa félagar í Lionsklúbbnum Suðra fært heilsugæslustöðinni í Vík höfðinglegar gjafir.  Um er að ræða tvær lífsmarkastöðvar sem nýtast einstaklega vel í daglegu starfi á heilsugæslustöðinni. Með stöðvunum er á einfaldan og öruggan hátt hægt að mæla; púlshraða, blóðþrýsting, líkamshita og súrefnismettun í blóði. Að auki gaf klúbburinn heilsugæslustöðinni handvirka blóðþrýstingsmæla í ýmsum stærðum …

Gjöf frá Kvenfélaginu Líkn

                  10. október 2017     Í gær veitti framkvæmdastjórn HSU viðtöku höfðinglegri gjöf frá Kvenfélaginu Líkn í Vestamannaeyjum, alls að verðmæti um 10.000.000 kr.    Um er að ræða vöktunartæki fyrir lífsmörk sjúklinga, ásamt varðstöð, sem er gjöf til sjúkradeildar Sjúkrahússins í Vestmannaeyjum. Tækin samanstanda af vöktunarstöðvum sem auðvelda fagfólki sjúkrahússins …

Sérmerktir forgangsakstursbílar hjá HSU

Heilbrigðisstofnun Suðurlands gerði nýverið langtíma samning við Bílaleigu Akureyrar um leigu á 16 bílum til afnota fyrir stofnunina og endurnýjaði þar með allan bílaflota sinn. Flestir bílarnir eru af gerðinni Kia Ceed og Toyota Rav 4, auk tveggja annarra bíla.  Bílarnir hafa allir verið merktir stofnunni með áberandi hætti og sá SB skiltagerð í Þorlákshöfn um það. Þrír af þessum …

Heimsókn frá heilbrigðisyfirvöldum í Póllandi

Í lok október kom sendinefnd frá heilbrigðisyfirvöldum Póllandi í heimsókn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.  Heimsóknin var á vegum Velferðaráðuneytisins.  Að ósk þeirra var farið með gestina á stofnun utan höfuðborgarsvæðisins því áhugi var fyrir því að fræðast um og skoða starfsemi slíkrar stofnunar og varð HSU fyrir valinu.  Hópurinn hitti framkvæmdastjórn HSU og fékk kynningu á stofnunni, skipulagi og umfangi starfseminnar …

Föstudagspistill forstjóra

29. september 2017   Ágætu samstarfsmenn.   Frávik og uppákomur í samgöngumálum á Suðurlandi hafa sett mark sitt á vikuna sem nú er að líða.  Ég hef áður líst því áliti mínu að samgöngumál er stór áhrifaþáttur þegar kemur að því að mæla og skoða áhrif á heilbrigðisþjónustu. Nú í þessari viku hafa megin samgönguæðar lokast á Suðurlandi, bæði um …

Myndgreiningardeild HSU lokar að hluta 9.-23. okt.

  Röskun verður á starfsemi myndgreiningardeildar HSU á Selfossi. Yfirstandandi breytingar á húsnæði HSU á Selfossi munu hafa áhrif á starfsemi myndgreiningadeildar (röntgen- og tölvusneiðmyndarannsóknir) á næstu vikum. Skipulagning og hraði framkvæmda hefur miðað við að lágmarka rask en búast má við að almennar röntgenmyndatökur liggi niðri í um 2 vikur á tímabilinu 9.-23.10. n.k. en á sama tíma verður …

Ársfundur HSU

Fimmtudaginn 21. september 2017 var fyrsti ársfundur sameinaðar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands haldinn hjá HSU á Selfossi.  Cecilie B. H. Björgvinsdóttir mannauðsstjóri HSU var fundarstjóri og setti fundinn. Fyrst til máls tók forstjóri HSU Herdís Gunnarsdóttir og fór yfir þann gríðargóða árangur sem náðist í rekstri stofnunarinnar frá sameiningu í samhengi við þær áskoranir sem eru í rekstrinum.  Fram kom í máli …

Bólusetningar á HSU

Mistök urðu við gerð auglýsingarinnar að Hvolsvöllur var ekki tilgreindur sérstaklega með í upptalningu.  Það hefur nú verið leiðrétt og biðjumst við innilegrar velvirðingar á þessum mistökum.  Að sjálfsögðu fá íbúar á Hvolsvelli einnig sinn tíma í bólusetningar.  

Tímabundnar lokanir á myndgreiningadeild HSU á Selfossi

Vegna yfirstandandi breytinga á húsnæði HSU á Selfossi mun starfsemi rannsóknarstofu í lífefnafræði flytjast niður á jarðhæð tímabundið.   Innan skamms þarf að loka tímabundið starfsemi myndgreiningadeildar á Selfossi vegna framkvæmda og verður það tilkynnt nánar þegar nákvæmari dagsetningar liggja fyrir.  Meðan á lokun stendur  er ráðgert að röntgenrannsóknir liggja niðri í um 2 vikur en þá verður tölvusneiðmyndatækið í …

Gjöf frá Oddfellow stúkunum Þóru og Hásteini

Í dag veitti framkvæmdastjórn HSU viðtöku höfðinglegri gjöf frá Oddfellowstúkun um Þóru og Hásteini að verðmæti 10.000.000 kr.  Um er að ræða vöktunartæki fyrir lífsmörk sjúklinga, ásamt varðstöð, sem er gjöf til lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Selfossi. Tækin samanstanda af sex vöktunarstöðvum sem auðvelda fagfólki sjúkrahússins að fylgjast af betri nákvæmni og öryggi með ástandi sjúklinga.  Tvö tækjanna eru svo kölluð …

Föstudagspistill forstjóra

25. ágúst 2017     Kæra samstarfsfólk.   Mikið og vaxandi álag hefur verið hjá okkur á HSU á þessu ári. Starfsemin hjá okkur á hefur samt sem áður í heildina gengið mjög vel.  Afar vel gekk að ráða í afleysingarstöður á starfstöðvum okkar um Suðurlandið.  Ég hef gert mér ferð til að hitta starfsfólk og stjórnendur nú í lok …

Vel heppnuð síðsumarsferð Foss- og Ljósheima

Þann 24. ágúst s.l. var árleg síðsumarferð Foss- og Ljósheima og tóku tæplega 60 manns þátt, heimilismenn, aðstandendur og starfsmenn. Að þessu sinni var farið að Friðheimum í Reykholti. Við komuna að Friðarstöðum var kynning á starfseminni þar. Eftir fróðlegan fyrirlestur var sest til borðs þar sem í boði voru veitingar úr  framleiðslu staðarins, tómatsúpa og tilheyrandi. Að loknum kaffisopa …

Starfsemi í fjöldahjálparstöð að ljúka

Allir þeir sem veiktust af nóroveiru á útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni hafa nú verið útskrifaðir úr fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði og henni lokað. Þar er nú unnið að sótthreinsun og standa vonir til að þeirri vinnu ljúki eigi síðar en á morgun mánudag. Fulltrúar viðbragðsaðila funduðu í Hveragerði kl. 10:00 og munu nú taka saman greinargerð um aðkomu síns fólks og …

Fréttir af fjöldahjálparstöð í Hveragerði

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var opnuð fjöldahjálparstöð í Grunnskólanum í Hveragerði í fyrrakvöld vegna Nóroveirusýkingar sem kom upp á Úlfljótsvatni. 181 einstaklingur var fluttur í fjöldahjálparstöðina. Var um að ræða skátahópa frá Bretlandseyjum og Bandaríkjunum auk starfsfólks á Úlfljótsvatni. Stöðufundur fulltrúa viðbragðsaðila var haldinn í Hveragerði kl. 10 í dag. Fram kom að dregið hefur verulega úr …

Nóroveira sökudólgur bráðra veikinda skáta á Úlfljótsvatni

Staðfest hefur verið að sýkinging sem kom upp meðal skáta á Úlfljótsvatni í gær er magapest af ætt Nóroveira.  Vinna í fjöldahjálparstöð sem komið var á í Grunnskólanum í Hveragerði hefur gengið vel og virðist sýkingin nú í rénun.  Sex eru enn veikir og munu hjúkrunarfræðingar af Bráðamóttöku HSU á Selfossi áfram sinna þeim og læknar vera til taks verði …

Viðbragðsstjórn HSU virkjuð og fjöldahjálpastöð opnuð í Hveragerði

Alvarleg veikindi komu upp í sumarbúðum Skáta á Úlfljótsvatni og var kallað eftir aðstoð hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á níunda tímanum í gærkveldi.  Læknir og sjúkraflutningalið frá HSU var sent á vettvang á Úlfljótsvatni til að kanna aðstæður strax í gærkveldi.  Þar dvöldu um 175 manns, að mestu leyti börn og ungmenni á aldrinum 10-25 ára, sem eru erlendir gestir hérlendis. …

Viðbragðsstjórn HSU virkjuð og fjöldahjálpastöð opnuð í Hveragerði

Alvarleg veikindi komu upp í sumarbúðum Skáta á Úlfljótsvatni og var kallað eftir aðstoð hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á níunda tímanum í gærkveldi.  Læknir og sjúkraflutningalið frá HSU var sent á vettvang á Úlfljótsvatni til að kanna aðstæður strax í gærkveldi.  Þar dvöldu um 175 manns, að mestu leyti börn og ungmenni á aldrinum 10-25 ára, sem eru erlendir gestir hérlendis. …

HSU endurnýjar alla bíla stofnunarinnar

Nýverið gerði Heilbrigðisstofnun Suðurlands langtíma samning við Bílaleigu Akureyrar um leigu á 16 bílum til afnota fyrir stofnunina og endurnýjaði þar með allan bílaflota sinn. Flestir bílarnir eru af gerðinni Kia Ceed og Toyota Rav 4, auk tveggja annarra bíla.  Bílarnir hafa allir verið merktir stofnunni með áberandi hætti og sá SB skiltagerð í Þorlákshöfn um það.  Núverandi bílar leysa …

Forseti Íslands og heilbrigðisráðherra í Laugarási

                    Í dag föstudaginn 9. júní var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands ásamt forsetafrú á ferð um Bláskógarbyggð og kom við á nokkrum stöðum og þar á meðal heimsótti hann heilsugæslustöðina í Laugarási.  Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, Helgi Kjartansson oddviti, Valtýr Valtýsson sveitastjóri, Herdísi Gunnarsdóttur forstjóra HSU og framkvæmdastjórn HSU og starfsfólk …

Föstudagspistill forstjóra

2. júní 2017     Kæra samstarfsfólk. Rekstur HSU á fyrstu þremur mánuðum ársins 2017 var í samræmi við fjárhagsáætlun þegar stofnun í heild er skoðuð. Rekstur er þó nú í apríl og maí að sigla fram úr rekstraáætlunum og skýrist það af stærstum hluta af ófjármögnuðum en óhjákvæmilegum eignakaupum og launakostnaði vegna ört vaxandi verkefna og mikilla veikinda starfsfólks …

Kvenfélag Hvammshrepps gefur til HSU í Vík

Á dögunum færðu konur frá Kvenfélagi Hvammshrepps, heilsugæslustöðinni í Vík, góðar gjafir. Um er að ræða ungbarnavog, augn- og eyrnaskoðunartæki með auka eyrnaskoðunarhaus og leikföng á biðstofu stöðvarinnar. Helga Þorbergsdóttir hjúkrunarstjóri veitti gjöfunum viðtöku og nefndi þá meðal annars að kraftur og áhugi íbúanna á starfsemi stöðvarinnar væri ómetanlegur og t.d. væru flest lækningatæki stöðvarinnar til komin vegna gjafa frá …

Gustur prufukeyrður útivið

Rafknúna farþegahjólið sem hjúkrunardeildirnar Foss- og Ljósheimar fengu nýlega hefur fengið nafnið Gustur.  Hjólið er hluti af alþjóðlegu verkefni “Hjólað óháð aldri.  Á HSU var haldin nafnasamkeppni og þangað komu inn nokkrar tillögur að þessu nafni sem varð fyrir valinu. Vel heppnað hjólaranámskeið var síðan haldið í dag á HSU, þar sem sjálfboðaliðum var kennt að hjóla með farþega á …

Nýr hjúkrunardeildarstjóri Ljós- og Fossheima

Guðlaug Einarsdóttir, settur hjúkrunardeildarstjóri, hefur verið ráðin í stöðu hjúkrunardeildarstjóra á hjúkrunardeildum HSU á Selfossi, Ljósheimum og Fossheimum frá 1. júní 2016 úr hópi tveggja umsækjenda.  Guðlaug er fædd árið 1969. Guðlaug lauk námi í hjúkrunarfræði frá Hí árið 1994, embættisprófi í ljósmóðurfræði frá H.Í. 1998, MPM námi frá Verkfræðideild H.Í. 2011 og Diplómanámi í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í …

Hjólað óháð aldri! HJÓLARANÁMSKEIÐ.

                    Nýverið barst hjúkrunardeildunum Foss-og Ljósheimum hjól að gjöf frá Styrktar- og gjafasjóði HSU. Hjólið er rafknúið og sérsmíðað fyrir tvo farþega ásamt hjólreiðarmanni og er hluti af alþjóðlega verkefninu Hjólað óháð aldri.   Verkefnið, Hjólað óháð aldri, er samfélagsverkefni þar sem sjálfboðaliðum gefst kostur á að bjóða heimilismönnum Foss- og …

Alþjóðlegur dagur hjúkrunar

12. maí 2017 Kæru hjúkrunarfræðingar og kollegar og samstarfsfólk. Ég óska ykkur öllum innilega til hamingju  með daginn.  Við hjúkrunarfræðingar höldum árlega upp á dag formóður hjúkrunar, Florence Nightengale sem fæddist þennan dag árið 1820.  Hún var mikill frumkvöðull á sínu sviði og vann að framgangi hjúkrunar við oft mjög erfiðar aðstæður.  Um leið sá hún tækifæri til framfara en …

Heimsókn ráðherra

Heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, heimsótti nú í vikunni HSU á Selfossi , ásamt föruneyti úr ráðuneytinu. Saman áttum við góðan hálfs dags fund. Á fundinum var farið yfir starfsemi og rekstur HSU, fjárfestingaþörf fyrir búnað og lækningatæki og mönnun á stofnuninni.  Rætt var um gífurlega aukningu á svæðinu í tengslum við bráðamóttöku og  sjúkraflutninga. Farið var yfir málefni allra sviða, farið …