Upplýsingar um þjónustuna í Vestmannaeyjum

Í ljósi þess að covid smitum er að fjölga í samfélaginu hefur HSU Vestmannaeyjum ákveðið að grípa til eftirfarandi úrræða: – Ef viðkomandi er með öndunarfæraeinkenni eða önnur einkenni sem gætu bent til covid er mikilvægt að hringja áður en komið er á heilsugæslu. Á dagvinnutíma í síma 432-2500 en á öðrum tímum í 1700. – Í neyðartilfellum hringja í …

Hertar sóttvarnarreglur á HSU

Einstaklingum sem hafa greinst með COVID-19 hefur fjölgað í samfélaginu. Í ljósi þessa hafa stjórnvöld gripið til hertra aðgerða sem taka gildi f.o.m hádegi á morgun.  Heilbrigðisstofnun Suðurlands mun því stíga tilbaka í tilslökunum til að tryggja öryggi einstaklinga og taka eftirfarandi ráðstafanir nú þegar gildi: • Aðgangstakmörkun gesta (þ.a.m. sjúklinga) inn á starfsstöðvar HSU. • Sjúklingar eru hvattir til …

Nýr svæðislæknir sóttvarna í Árborg og uppsveitum Árnessýslu

Víðir Óskarsson yfirlæknir á Bráða- og slysamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi er nýr svæðislæknir sóttvarna  í Árborg og uppsveitum Árnessýslu. Hann tekur við af Sigurjón Kristinssyni, sem sinnt hefur því starfi síðastliðin ár. Sigurjón fær kærar þakkir fyrir vel unnin störf. Víðir útskrifaðist sem læknir frá Háskóla Íslands árið 1990. Í kjölfarið stundaði hann sérnám í heimilislækningum í Noregi og …

Nýr svæðislæknir sóttvarna í Vestmanneyjum

Davíð Egilsson yfirlæknir á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum er nýr svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum. Daví lærði læknisfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 2010 og fékk almennt lækningaleyfi hér á landi 2011.  Hann starfaði í kjölfarið á Slysa- og bráðadeild LSH en hélt síðan til Svíþjóðar í sérfræðinám sem hann kláraði árið 2013. Eftir það stundað hann nám í …

Gáfu til hægindastól til Fossheima

Nýverið færðu aðstandendur Einars Kjartanssonar hægindastól að gjöf til Fossheima. Stólinn var þakklætisvottur fyrir góða og gjöfula umönnun þann tíma sem hann dvaldi á deildinni.   Gefendur fá kærar þakkir fyrir gjöfina og þann góða hug sem að baki býr.  

Nýr umdæmislæknir sóttvarna hjá HSU

Elín Freyja Hauksdóttir yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Höfn er nýr umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi.  Hún leysir af Hjört Kristjánsson umdæmislækni sóttvarna á Suðurlandi, sem er í árs leyfi. Elín Freyja lærði læknisfræði í Kaupmannahöfn og útskrifast þaðan árið 2011. Hún flutti heim ásamt fjölskyldu sinni 2012 að kandidatsári loknu og réð sig til starfa á Höfn þá um haustið.  …

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hlýtur jafnlaunavottun

Frá því í ársbyrjun 2019 hefur HSU unnið markvisst að því að hljóta jafnlaunavottun. Samkvæmt launastefnu og markmiðum HSU er stefnt að því að óútskýrður launamunur sé enginn og frávik verði ekki meiri en 5%. Lögum samkvæmt átti ferlinu að ljúka fyrir áramót 2019/2020. Fyrri hluta úttekt vegna jafnlauna var framkvæmd af BSI 16. desember 2019 og síðari hluta úttekt …

Breyting á þjónustu HSU komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðað til ótímabundins allsherjarverkfalls frá og með kl. 08 n.k. mánudag þann 22.06.2020.  Komi til verkfalls þá þýðir það að allir hjúkrunarfræðingar með aðild að Fíh fara í verkfall að óbreyttu.  Í gildi er öryggislisti sem tryggir lágmarksmönnun komi til verkfalls.     Ef af verður þá þýðir þetta talsverða röskun á starfsemi HSU.  Öryggi skjólstæðinga …

Það tókst að bjarga starfinu og lyfta því á hærra plan

Formaður Félags heilbrigðisgagnafræðinga, Hólmfríður Einarsdóttir starfar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem Kerfisstjóri Sögu og umsjónarmaður rafrænnar sjúkraskrár og er hér í skemmtilegu viðtali á Rúv.   Eftir tuttugu ára baráttu fengu heilbrigðisgagnafræðingar því framgengt að nám þeirra var fært upp á háskólastig. Þeir skiptu líka um starfsheiti enda þótti þeim það gamla engan veginn eiga við lengur. Nýliðun hefur verið ábótavant …

Nýr sérfræðilæknir á HSU Selfossi

Guðmundur Jóhannsson sérfræðingur í lyflækningum og bráðalækningum hefur hafið störf á lyflækningadeild og bráðamóttökunni Selfossi. Guðmundur útskrifaðist úr læknadeild HÍ árið 2005 og hlaut almennt lækningaleyfi árið 2006 að loknu kandidatsári á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.  Þar starfaði Guðmundur áfram sem deildarlæknir á lyflækningadeild í tæpt ár þar til að hann hóf nám í lyf- og bráðalækningum við Háskólasjúkrahúsið í Lundi.  …

Um sóttkví, einangrun og sýnatöku á landamærum vegna COVID-19

Þann 15. júní næstkomandi tekur gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra sem varðar sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19. Samhliða taka gildi fagleg fyrirmæli landlæknis sem ráðherra hefur staðfest, um ábendingar fyrir gjaldfrjálsri sýnatöku hjá þeim sýna einkenni COVID-19 auk þess sem breytingar á reglugerð um sóttvarnaráðstafanir taka gildi. Um sýnatöku á landamærum frá 15. júní: Öllum sem koma …

Umsjónarlæknar sjúkraflutninga

Innan Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) fer fram öflugt starf sjúkraflutninga en stofnunin ber ábyrgð á öllum sjúkraflutningum um allt Suðurland. Í sjúkraflutningum starfa sjálfstæðar fagstéttir, en auk þeirra er einnig þörf á læknisfræðilegri forsjá yfir bráðaþjónustu og sjúkraflutningum vegna lyfjagjafa og sérhæfðra inngripa sem fylgja þjónustunnni.  Samkvæmt reglugerð nr. 262/2011 hafa verið skipaðir umsjónarlæknar í hverju heilbrigðisumdæmi til að fara með …

Heilsuvera.is kynningarmyndbönd

Vefsíðan Heilsuvera.is er í stöðugri þróun og alltaf bætast nýjungar við. Hér er að finna kynningarmyndband um vefinn sjálfann og ættu allir að kynna sér það. Á heilsuveruvefnum eru „mínar síður“ og hér er finna upplýsandi kynningarmyndband um þann hluta vefsins.    

Báðir foreldrar mega nú koma með barn í ung- og smábarnavernd

Ung- og smábarnavernd á heilsugæslustöðvunum er komin í eðlilegt horf á ný nú þegar viðbúnaður vegna COVID-19 er minni. Báðir foreldrar mega nú koma með barn í allar skoðanir.  Við minnum samt alla sem koma á heilsugæslustöðvar að passa áfram upp á smitvarnir og sýna tillitssemi. Mjög mikilvægt er að veikt foreldri mæti alls ekki með barn og að ekki …

Framkvæmdastjóri lækninga

Sigurður Böðvarsson yfirlæknir göngu- og lyflækningadeildar mun sinna starfi framkvæmdastjóra lækninga í fjarveru Hjartar Kristjánssonar sem er kominn í ársleyfi. Sigurður hefur starfað á HSU síðan 1. desember 2018. Þar áður starfaði hann sem sérfræðingur í krabbameinslækningum í Gundersen Health System, La Crosse í Wisconsin, Green Bay Oncology, Green Bay, Wisconsin og sem sérfræðingur í krabbameinslækningum við Landspítala. Sigurður er …

Nýr Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra hjúkrunar á HSU. Baldvina Ýr er hjúkrunarfræðingur að mennt með meistarapróf í hjúkrun og hefur að auki stundað  nám í opinberri stjórnsýslu. Frá árinu 2010 hefur hún gegnt starfi deildarstjóra hjúkrunar á Hjúkrunarheimilinu Ási, samhliða hefur hún verið ráðgefandi hjúkrunarfræðingur fyrir sambýlið Breiðabólsstað fyrir einstaklinga á geðsviði. Áður starfaði hún í …

Umgengisreglur á lyflækningadeild HSU Selfossi

Aðstandendur vinsamlega athugið! Vegna heimsfaraldurs Covid-19 eru eftirfarandi umgengisreglur í gildi frá 18. maí 2020 á lyflækningadeild HSU   Einum (sama) aðstandanda (og fylgdarmanni ef nauðsyn krefur) heimilt að heimsækja inniliggjandi sjúklinga á lyflækningadeild HSU. Lengd heimsóknar getur verið mismunandi eftir aðstæðum hvers og eins og er metin í hverju tilfelli fyrir sig. Fylgdarmaður á ekki að staldra við á …

Heilsuvera – aukin þjónusta heilsugæslunnar á Selfossi

Heilsuvera er vefur fyrir almenning sem með hjálp rafrænna skilríkja tryggir örugg samskipti við heilsugæsluna.  Undanfarin ár hefur átt sér stað þróun í þá átt að notendur heilbrigðisþjónustu eru í auknum mæli upplýstir og virkir þátttakendur í eigin meðferð. Lög kveða á um rétt einstaklinga til aðgangs að eigin sjúkraskrá. Því er mikilvægt að stuðla að greiðu og öruggu rafrænu …

Umsækjendur um starf framkvæmdastjóra hjúkrunar við HSU

Sex umsækjendur eru um stöðu framkvæmdastjóra hjúkrunar við Heilbriðgisstofnun Suðurlands. Umsóknarfrestur rann út þann 30. apríl s.l.. Ráðið verður í starfið til fimm ára.   Umsækjendur um starfið eru eftirtaldir:   Nafn                                                   Starfsheiti Andrea Klara Hauksdóttir               Yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslusviðs Anna Margrét Magnúsdóttir           Hjúkrunarfræðingur Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir             Deildarstjóri Guðrún Bragadóttir                          Gæðastjóri Ólöf Árnadóttir                                   Deildarstjóri Unnur Berglind …

Lokað á heilsugæslustöðinni Vík 13. maí n.k.

Vegna framkvæmda á heilsugæslustöðinni í Vík, verður lokað þar, þann 13. maí n.k.   SÍMI VAKTÞJÓNUSTU LÆKNA OG HJÚKRUNARFRÆÐINGA Á HSU ER 1700 Í NEYÐARTILVIKUM HRINGIÐ Í 112 -Ef um slys eða alvarleg veikindi er að ræða þar sem bráðrar þjónustu er þörf.  

Tilslökun á samkomubanni og næstu skref

Sumarið heilsar okkur með bros á vör. Veðrið hefur verið einstakt á Suðurlandi síðustu daga og hefur það svo sannarlega áhrif á andlega líðan. Það minnir okkur líka á að hafa alltaf hugfast það góða sem lífið hefur upp á að bjóða. Í dag tekur gildi tilslökun á samkomubanni síðustu vikna og nú mega 50 manns koma saman. Áfram gildir …

Lokað 6. maí á Kirkjubæjarklaustri

Þann 6. maí n.k. verður heilsugæslustöðin og lyfsalan á Kirkjubæjarklaustri lokuð vegna framkvæmda.   SÍMI VAKTÞJÓNUSTU LÆKNA OG HJÚKRUNARFRÆÐINGA Á HSU ER 1700 Í NEYÐARTILVIKUM HRINGIÐ Í 112   Blóðprufudagar, sem verið hafa á miðvikudögum færast nú yfir á þriðjudaga milli kl. 09-10.    

Pistill frá forstjóra

Við stöndum öll frammi fyrir vægast sagt sérstöku ástandi í þjóðfélaginu. Samkomubann hefur staðið yfir síðan 15. mars og mun það vara a.m.k. til 4. maí n.k.  Þetta er áhrifarík leið til að hefta útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Ástandið sem við glímum við reynir á allt samfélagið og við sjáum ekki alveg fyrir okkur hvenær við náum yfirhöndinni í baráttunni við …

Lionsklúbbur Selfoss gefur til HSU

Fulltrúi frá Lionsklúbbnum á Selfossi kom færandi hendi á HSU og gaf til lyflækningadeildarinnar á Selfossi spjaldtölvur, hulstur og þráðlaus heyrnatól, sex stk. af hverju.  Þetta kemur sér einstaklega vel fyrir inniliggjandi sjúklinga á deildinni, sem geta þá haft samskipti við sína nánustu í gegnum myndbúnað, meðan Covid gengur yfir og deildin er lokuð fyrir heimsóknir.   Á þessum sérstökum …

Hvað ef ég er ófrísk – má ég vinna í Covid19 faraldri?

  Sóttvarnalæknir hefur gefið út leiðbeiningar um hópa í sérstakri áhættu. Samkvæmt bestu þekkingu er ekki talin ástæða til að setja fram sérstakar ráðleggingar fyrir þennan hóp. Farsóttanefnd Landspítala gaf einnig út leiðbeiningar um þetta þann 21. mars. Ófrískar konur í starfsliði Landspítala eru hvattar til að fylgjast með tilkynningum frá landlæknisembættinu, þar sem þekkingu um áhættuhópa fleygir hratt fram, …

Gjafir streyma til HSU

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur borist fjölda gjafa frá ýmsum aðilum síðustu vikur og eru stjórnendur og starfsmenn HSU óendanlega þakklátir fyrir þennan mikla velvilja í hennar garð.   Vinafélag Foss- og Ljósheima gáfu hjúkrunardeildunum á Selfossi 6 hægindastóla með fótahvílu og sjónvarp. Emblurnar á Selfossi gáfu Foss- og Ljósheimum spjaldtölvur og þráðlaus heyrntól. Soropthimistar á Selfossi gáfu Foss- og Ljósheimum 50.000 …

COVID-19 skimun í Eyjum!

Íslensk erfðagreining í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Vestmannaeyjabæ býður íbúum Vestmannaeyja upp á skimun fyrir COVID-19 dagana 2.-4. Apríl. Sýnataka fer fram við Íþróttahöllina í Vestmannaeyjum (sjá vegvísa á bílastæði). Bókun fer fram með því að skrá sig hér: Hlekkur (http://bokun.rannsokn.is/q/eyjar ) Að lokinni skimun verður svar birt á heilsuvera.is en hringt verður í alla sem reynast vera jákvæðir. …

Hugleiðingar í miðjum heimsfaraldri

Óvissa og hraðar breytingar eru eru líklegar til að valda okkur óöryggi og ótta. Stöðugur fréttaflutningur og öflugt viðbragð stjórnvalda víða um heim fer ekki fram hjá neinum og styður hugmyndir um að alvara sé á ferð. Eðlilega skynjum við aukna spennu og varkárni en það hjálpar að búa við traust almannavarnakerfi og hafa aðgang að réttum og ört uppfærðum …

Heilsugæslan og sjúkraflutningar á Höfn færist yfir til HSU

Heilbrigðisráðherra hefur falið Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) að taka við ábyrgð og rekstri heilbrigðisþjónustu á Höfn í Hornafirði. Yfirfærsla á rekstri heilsugæslunnar og sjúkraflutninga mun taka gildi frá og með 1. apríl n.k.   Íbúar á svæðinu munu ekki finna fyrir þessum breytingum þar sem þjónustan verður óbreytt en vakin er athygli á að símanúmer breytast.  Nýtt aðalnúmer heilsugæslu HSU á Höfn verður 432-2900.  Ef hringt er í gömlu …

Forstjóri HSU í viðtali í morgunþætti Rásar 1 og 2

Díana Óskarsdóttir forstjóri HSU var í símaviðtali í morgunþætti Rásar 1 og 2 í dag 26. mars 2020.  Þar var farið yfir stöðuna í þessu ástandi sem vofir yfir landinu.  En flestir sem greinst hafa smitaðir og flestir sem eru í sóttkví á landinu, utan höfuðborgarsvæðisins eru á Suðurlandi.  Viðtalið við Díönu hefst á 28:10 mínútu í slóðinni hér neðar. …

Ung- og smábarnavernd aðlöguð að COVID-19

Mikilvægt er að sinna ung- og smábarnavernd þrátt fyrir yfirstandandi faraldur. Sérstaklega á þetta við um skoðanir þar sem verið er að bólusetja börnin.  Sjá nánar um ung- og smábarnavernd HSU hér. Í samráði við sóttvarnalækni mælum við með eftirfarandi verklagi. Hafa þarf í huga að fyrirkomulag ung- og smábarnaverndar getur verið mismunandi milli heilsugæslustöðva miðað við aðstæður á hverri …

Tilkynning frá Heilsugstöðvum og Lyfsölum Vík og Klaustri

                Sérstakar kringumstæður eru í samfélaginu vegna COVID-19 faraldursins. Ýmsum aðgerðum er beitt til draga úr hraða og fjölda smita og til að vernda áhættuhópa.   Vegna þessa verða í dag og og á næstu dögum gerðar breytingar á fyrirkomulagi heilsugæsluþjónustu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Fjarþjónustu verður beitt þar sem því verður við komið. …

Samkomubann á Íslandi

Eins og öllum er kunnugt  hefur verið sett á samkomubann hérlendis vegna kórónuveirunnar og tekur það gildi á miðnætti 15. mars n.k. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag sem heilbrigðisráðherra efndi til í Ráðherrabústaðnum. Forsætisráðherra greindi því að sóttvarnalæknir hefði sent heilbrigðisráðherra tillögu um samkomubann og eru engin fordæmi fyrir þessu í lýðveldissögu Íslands. Um er að ræða samkomubann …

Fjarþjónustulausnir og takmörkuð umgengni í heilsugæslu vegna COVID-19-faraldurs

11.03.2020 Sérstakar kringumstæður er í samfélaginu vegna COVID-19 faraldursins. Ýmsum aðgerðum er beitt til draga úr hraða og fjölda smita og til að vernda áhættuhópa. Vegna þessa verða í dag og næstu dögum gerðar breytingar á fyrirkomulagi heilsugæsluþjónustu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Fjarþjónustu verður beitt þar sem því verður við komið.   Haft verður samband þegar við á við skjólstæðinga sem …

Snertilausar greiðslur á HSU

Af gefnu tilefni og að ráði Landlæknis er fólk hvatt til að borga fyrir þjónustuna hjá HSU á sem snertilausastan máta. Notið símana, úrin eða kortin en forðist að nota peninga og pin númer.           Sjá tilkynningu frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra og Embætti Landlæknis Leiðbeiningar Landsbankans um snertilausar greiðsluleiðir      

Frestun á aðalfundi Vinafélags Ljósheima og Fossheima

Vegna heimsóknarbanns á HSU, hefur verið hætt við fyrirhugaðann aðalfund Vinafélags Ljósheima og Fossheima, sem halda átti sunnudaginn 5. apríl 2020  kl. 14:00. Nýr fundur verður auglýstur þegar óvissuástandi vegna Covid-19 lýkur.        

Leiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti vegna COVID-19

Sóttvarnalæknir hefur birt leiðbeiningar Opnast í nýjum glugga fyrir einstaklinga með þekkta áhættuþætti fyrir alvarlegri COVID-19 sýkingu. Í þessum leiðbeiningum er að finna upplýsingar fyrir aldraða, börn og einstaklinga með hjartasjúkdóma/háþrýsting, sykursýki, langvinna lungnateppu, langvinna nýrnabilun og krabbamein óháð aldri. Hægt er að nálgast leiðbeiningarnar með því að smella hér Opnast í nýjum glugga.        

Lokað fyrir heimsóknir á HSU

Í ljósi þess að upp hefur komið samfélagssmit COVID-19 veirunnar á Íslandi og lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna þá hefur framkvæmdastjórn HSU tekið þá ákvörðun að frá og með í kvöld 6. mars verði allar legudeildir HSU lokaðar gestum allan sólarhringinn nema í sérstökum undantekningatilvikum. Þetta er gert með hagsmuni skjólstæðinga í huga, þ.e.a.s.  til að vernda viðkvæma einstaklinga. …

Heilsugæslustöð HSU í Vík færð gjöf

Nýlega færðu eigendur fyrirtækisins Ögmundar Ólafssonar ehf, heilsugæslustöðinni í Vík veglega gjöf.  Um er að ræða ABPM 7100, 24 klukkustunda blóðþrýstingsmæli. Í gjafabréfi sem fylgdi mælinum segir: “Gjöfin er gefin til minningar um Ögmund Ólafsson með kæru þakklæti fyrir hlýhug og einstaka umönnun í veikindum hans“. Eiginkonu Ögmundar og fjölskyldu eru færðar bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf, sem gerir starfsfólki …

Aðalfundur Vinafélags Ljósheima og Fossheima

Aðalfundur Vinafélags Ljósheima og Fossheima verður haldinn sunnudaginn 5. apríl 2020 á hjúkrunardeild Ljósheima v/Árveg kl. 14:00.   Sjá nánar um aðalfundinn hér Ársskýrsla Vinafélagsins    

Kórónaveirusmit á Íslandi

Seinni partinn 28. febrúar kom fram í fréttum og á blaðamannafundi Almannavarna og Landlæknis að fyrsta staðfesta tilfellið af COVID-19 veirusýkingu hafi greinst á Íslandi. Um er að ræða einstakling búsettan í Reykjavík. Hann hafði komið heim frá Norður-Ítalíu 22. febrúar s.l. eftir viku dvöl og var þá einkennalaus. Þegar einkenni komu fram fór hann til læknis og sýnataka leiddi …

Heilbrigðisráðherra heimsækir HSU Kirkjubæjarklaustri

Heilbrigðisráðherra kom nýverið í heimsókn á heilsugæslustöðina á Kirkjubæjarklaustri.  Ráðherra mætti ásamt félögum sínum í Vinstri grænum, en þau voru á ferð um landið í kjördæmavikunni.  Erindi þingflokksins var að kynna sér fjarheilbrigðisþjónustu og heilsugæslu í litlu dreifbýli.  þetta var góð heimsókn og fjallað var um málefnin vítt og breytt í góðu spjalli og mikil ánægja starfsfólks heilsugæslunnar með innlitið …

Pössum vel upp á hvert annað

Hermann Marinó Maggýjarson er yfirmaður sjúkraflutninga á HSU.  Í tilefni þess að 112 dagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land var birt viðtal við Hermann í Fréttablaðinu í gær.   Á stóru starfssvæði sjúkraflutninga HSU hefur mikið gengið á undanfarið og álag á viðbragðsaðila mjög mikið. Á því svæði hefur umferðin aukist gríðarlega, því er rauði þráðurinn að hans sögn …

Smitvarnir fyrir almenning

Handhreinsun er lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum.  Hreinlæti kringum augu, nef og munn ásamt öruggri meðhöndlun fæðu eru einnig lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum í þeim tilgangi að draga úr líkum á alvarlegum veikindum. Kórónaveiran Novel (2019-nCoV) hagar sér í sumu eins og inflúensa, einkenni eru svipuð og smitleiðir áþekkar. Einkenni líkjast helst inflúensusýkingu, …

LJÓSAKOT – kaffihús Foss- og Ljósheima Selfossi

Nú geta íbúar Foss- og Ljósheima á HSU, boðið sínum nánustu með sér á kaffihúsið -Ljósakot- sem staðsett er fyrir framan deildina á annari hæð. Starfsfólk deildanna kom þessu á fót í aðdraganda jóla 2019, á föstudögum og þar sem þetta framtak hlaut mikið lof og almenn ánægja var með það, hefur verið ákveðið að hafa þetta á opið fyrsta …

Óvissustig almannavarna vegna kórónaveiru (2019-nCoV).

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru (2019-nCoV). Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi. Í lok desember 2019 bárust fregnir af alvarlegum lungnasýkingum í Wuhan-borg í Kína. Í kjölfarið var staðfest að um áður óþekkt kórónaveiruafbrigði er að ræða, sem nú kallast 2019-nCoV. Staðfest er að veiran smitast á milli manna …

Kórónaveiran 2019-nCoV – Novel coronavirus 2019-nCoV

Staðan á Íslandi og opinber viðbrögð   Opinber viðbrögð á Íslandi miðast við alvarleika hinnar nýju veiru í ljósi nýrra áreiðanlegra upplýsinga. Undirbúningur á Íslandi er samkvæmt viðbragðsáætlunum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Í því felst að leiðbeiningar og áætlanir frá SARS-faraldrinum 2002 verða uppfærðar og viðbragðsaðilar upplýstir. Leiðbeiningar til heilbrigðisstarfsmanna verða uppfærðar og gefnar út. Gefnar verða út leiðbeiningar til almennings …

Fyrsti barn ársins á Suðurlandi

Fyrsta barn ársins á Heilbrigðisstofnun Suðurlands kom í heiminn síðastliðinn laugardag, þann 4. janúar kl. 23:45. Það er myndarleg stúlka frá Hveragerði sem er fyrsti Sunnlendingur ársins en foreldrar hennar eru Eyrún Anna Stefánsdóttir og Þorsteinn Óli Brynjarsson. Stúlkan var var 49 cm og rúmar 13 merkur við fæðingu og ljósmóðir var Veronika Carstensdóttir Snædal. Settur dagur hjá Eyrúnu var …

Áramótakveðja

Gleðilegt nýtt ár Sunnlendingar og kæra samstarfsfólk.   Ég óska ykkur öllum farsældar og gleði á nýju ári. Á sama tíma vil ég þakka ykkur fyrir frábær störf og góð viðkynni á liðnu ári. Ég hlakka til áframhaldandi samstarfs.   Kær áramótakveðja,   Díana Óskarsdóttir, forstjóri.    

Jólakveðja

Kæra samstarfsfólk Nú fer að koma að lokum aðventunnar og jólahátíðin sjálf að hefjast, jólaljós eru komin í flesta glugga og jólasöngvar óma hvert sem farið er. Desember er oft annasamur mánuður, þar sem allir eru að reyna leggja sig fram við að gera umhverfið sem notalegast fyrir okkur og þá sem í kringum okkur eru. Við skulum þó ekki …

Gjafir til Foss- og Ljósheima 2019

Snemma á þessu ári gaf Kvenfélag Villingaholtshrepps hjúkrunardeildunum Foss- og Ljósheimum tvo vaxpotta ásamt fylgihlutum og Namaste námskeið fyrir starfsfólk deildarinnar.  Heildarverðmæti gjafarinnar er 127.442 kr..  Foss- og Ljósheimar fengu einnig fyrr á þessu ári, góða minningargjöf frá börnum Laufeyjar Guðmundsdóttur frá Egilsstaðakoti, þeim Helgu Elínu, Sigurbjörgu, Guðsteini Frosta og Einari, göngugrind að verðmæti 210.482 kr..  Og núna nýverið færðu …

Göngudeildin Selfossi fimm ára

Í dag 28. nóvember eru fimm ár síðan göngudeildin á Selfossi hóf starfsemi sína.  Alveg síðan þá hefur starfssemin aukist jafnt og þétt og löngu búin að sanna gildi sitt.   Í upphafi var deildin opin þrjá daga vikunnar og tveir hjúkrunarfræðingar á hverri vakt, en nú er göngudeildin opin alla virka daga.  Þegar deildin hóf starfssemi sína var Björn …

Evrópudagur sjúkraliða

Í dag 26. nóvember halda EPN – The European Council of Practical Nurses – Evrópusamtök sjúkraliða og aðildarfélögin í hverju landi fyrir sig, þar á meðal Sjúkraliðafélag Íslands, upp á daginn með ýmsum hætti. Á Íslandi eru ekki allir sem átta sig á að sjúkraliðar er næststærsta heilbrigðisstéttin og að þeir starfa á öllum heilbrigðisstofnunum landsins, á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, á …

Gáfu heimagerða bangsa til HSU

Nýverið fékk heilsugæslan á Kirkjubæjarklaustri gefins nokkra heimagerða bangsa. Þeir eiga að vera á heilsugæslunni sjálfri og líka í sjúkrabílnum. Hugmyndin er að gleðja lítil börn sem af einhverjum orsökum verða að heimsækja heilsugæsluna eða neyðast til ferðast með sjúkrabílnum. Þá geta svona falleg litrík bangsaskott stundum náð að stöðva lítil tár og hugga meidd og hrædd hjörtu, stundum þarf …

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga 100 ára

Í dag, þann 18. nóvember 2019 heldur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga á Íslandi upp á 100 ára afmæli félagsins. Af því tilefni óskar Heilbrigðisstofnun Suðurlands öllum hjúkrunarfræðingum stofnunarinnar innilega til hamingju með daginn.   

Minningarkort

Á hverju ári fær Heilbrigðisstofnun Suðurlands peningagjafir frá félagasamtökum og einstaklingum í héraðinu, sem er ómetanlegt og hefur komið sér vel í stór og smá tækjakaup fyrir hina ýmsu deildir á HSU.  Stofnunin fær líka reglulega gjafafé í gegnum minningarkort sem fólk getur keypt og valið þá upphæð sem það vill gefa í minningu látins ástvinar.   Neðst á vefsíðu …

Ráðgjöf og stuðningur við krabbameinssjúka á HSU

Þann 5. nóvember sl. var undirritaður á Heilbrigðisstofnun Suðurlands samstarfssamningur milli Krabbameinsfélagsins, Krabbameinsfélags Árnessýslu og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um ráðgjöf fyrir sjúklinga í krabbameinsmeðferðum.   Ráðgjafar frá Krabbameinsfélaginu munu nú framvegis koma á HSU Selfossi vikulega og veita ráðgjöf.  Hluti af söfnunarfé Bleiku slaufunnar 2017 var varið í að efla ráðgjöf og stuðning á landsbyggðinni og nýtur HSU nú góðs af …

Heilbrigðisþing 2019

Heilbrigðisþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis en mikilvægt er að gestir skrái þátttöku sína á www.heilbrigdisthing.is.          

Vosbúð nytjamarkaður Vestmannaeyjum gefur til HSU

Heilbrigðisstofnun Suðurlands býr svo vel að eiga fjölmarga góða og dygga bakhjarla sem hafa stutt við bakið á stofnuninni í gegnum tíðina.  Þessir góðu bakhjarlar HSU leynast víðsvegar í heilbrigðisumdæminu.  Nýverið var Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum afhent 100 þúsund kr. peningagjöf frá Vosbúð nytjamarkaði. Peningunum mun verða varið í tækjakaup fyrir stofnununa í Vestmanneyjum.  Eru forsvarsmönnum Vosbúðar færðar innilegustu þakkir …

Aðstandendadagur Ljósheima og Fossheima 17. nóv.

Aðstandendadagur 17. nóv. 2019 fyrir Ljósheima og Fossheima  kl. 14:00.   Góð dagskrá í boði. Kristjana Stefáns og Svavar Knútur, Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU og bræðurnir Svanur, Þröstur og Gummi. Auðvitað verða svo veitingar í boði stjórnar Vinafélagsins.     Komið og eigið notalega stund með aðstandendum, vinum, starfsmönnum og félögum í Vinafélaginu.    

Yfirlæknisskipti á lyflækningadeild HSU á Selfossi

Sigurður Böðvarsson sérfræðingur í almennum lyflækningum og krabbameinslækningum hefur tekið við stöðu yfirlæknis á lyflækningadeild HSU á Selfossi frá og með 1. október s.l. að telja. Sigurður er frá Búrfelli í Grímsnesi. Hann útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1993 og lauk einnig BS prófi í Ónæmisfræði sama ár. Átta árum síðar eða árið 2001 lauk hann sérnámi í almennum …

Heilsugæslan í Vík fær góðar gjafir

Nýverið færðu eigendur Hótels Dyrhólaeyjar, hjónin Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon, heilsugæslustöðinni í Vík góðar gjafir.  Um er að ræða fjölnota stól  sem nýttur er til ýmiskonar blóð- og sýnatöku og einnig til lyfjagjafa og að auki færðu þau heilsugsæslunni aðgerðarljós á skiptistofu og færanlegan lampa á fæti. Þetta er einstaklega höfðingleg gjöf sem eflir heilsugæsluna í héraði og …

Starfsmenn á Foss- og Ljósheimum í sjúkraliðanám

Á hjúkrunardeildunum Foss- og Ljósheimum hafa 4 ungar konur ákveðið að hefja sjúkraliðanám nú á haustönn 2019 við Fjölbrautarskóla Suðurlands.  Allar hafa þær starfað á Foss- og Ljósheimum og fundið að þetta starfsumhverfi ætti vel við þær, að þær séu góðar í mannlegum samskiptum og geti sýnt öðrum hlýju, umhyggju og nærgætni. Það er ánægjulegt þegar ungt fólk finnur sinn …

Frá nýjum forstjóra HSU

Kæra samstarfsfólk Í dag þann 1. október 2019, tek ég við embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.  Ég er afar stolt af því að vera komin í ykkar öfluga hóp og hlakka til að starfa með ykkur. Frá  sameiningu heilbrigðisumdæmisins á Suðurlandi þann 1. október 2014  hefur verið unnið gott starf innan HSU.  Er það stefna mín að halda áfram á sömu …

Kveðja frá fráfarandi forstjóra HSU

Elskulega samstarfsfólk. Ég vil færa ykkur hugheilar þakkir fyrir gefandi, faglegt og skemmtilegt samstarf í þau 5 ár sem ég hef verið í embætti forstjóra hjá HSU. Ég kveð ykkur á þessum vettvangi með gleði og stolti í huga. Ég er glöð yfir jákvæðu og uppbyggilegu samstarfi með ykkur og þeim góðu samskiptum sem ég hef notið frá ykkur. Ég …

Undirritaður framtíðar þjónustusamningur við Þjóðgarðinn á Þingvöllum

Í byrjun júnímánaðar árið 2018 hófst samstarf milli sjúkraflutninga hjá Heilbriðgisstofnun Suðurlands (HSU) og Þjóðgarðsins þá Þingvöllum (ÞÞ).  Þá var undirritaður þjónustusamningur sem fól í sér samkomulag um tilraunaverkefni sem fólst í því að sjúkraflutningamenn HSU myndu veita öryggis- og viðbragðsþjónustu í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Tilgangur samingsins var að bæta öryggi, viðbragð og þjónustu við gesti þjóðgarðsins, þjálfa starfsmenn ÞÞ …

HSU færðar góðar gjafir

Þriðjudaginn 24. september 2019 heimsóttu nokkur félagasambönd HSU og var tilefnið að færa stofnunni formlega gjafir.  Þetta voru fulltrúar frá Sambandi sunnlenskra kvenna, Lions Selfossi og Krabbameinsfélag Árnessýslu.    Samband sunnlenskra kvenna færði HSU átta lífsmarkamæla að gjöf, samtals að andvirði um 3 milljóna króna. Mælarnir fara á heilsugæslustöðvarnar í Hveragerði, Þorlákshöfn, Laugarási og Hellu og einnig á fæðingardeild, lyflækningardeild …

Sendinefnd frá S-Kóreu heimsækir HSU

Í dag mánudaginn 23. september 2019 kom 27 manna sendinefnd frá stjórnsýslu S-Kóreu í heimsókn til Heilbigðisstofnunar Suðurlands (HSU). Þau höfðu sérstakan áhuga á að kynna sér stjórnsýsluna á Suðurlandi, heilbrigðisþjónustuna og áskoranir í tengslum við ferðamenn, skipulag þjónustu við aldraða og fjarheilbrigðisþjónustu. Heimsókn þeirra var skipulögð í samvinnu við Samband sunnlenskra sveitarfélaga. Bjarni Guðmundusson framkvæmdastjóri SASS stýrði fundinum.  Framsögu …

Heyrnamælingar ungbarna á Suðurlandi

Nú er öllum börnum á Íslandi boðin skimun fyrir heyrnarleysi og árlega greinast eitt til tvö af hverjum þúsund börnum með einhverja gráðu heyrnaskerðingar. Þann 10. september 2019 komu sérfræðingar frá Heyrnar og talmeinastöð Íslands á HSU og þjálfuðu ljósmæður stofnunarinnar í heyrnamælingum nýbura og ungbarna og hafa nú fimm ljósmæður á HSU  fengið þjálfun í heyrnamælingu. Heyrna- og talmeinastöðin …

Kvenfélag Hveragerðis gefur til HSU

Nýverið komu nokkrar konur úr Kvenfélagi Hveragerðis á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Hveragerði og færðu heilsugæslunni CRP tæki.  CRP tækið (C reactive protein) mælir magn af prótíni í blóði sem lifrin framleiðir og hækkar t.d. þegar bólga mælist í líkamanum. CRP mælir hækkun ef um bólgusjúkdóma, bakteríu- eða veirusýkingar er um að ræða í líkamanum. Tækið hefur þegar verið tekið …

Betri þjónusta við íbúa

Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU, september 2019   STÖÐUG ÁSKORUN AÐ BÆTA ÞJÓNUSTU Samhliða fjölgun íbúa og miklum straumi ferðamanna hefur eftirspurn eftir heilsugæsluþjónustu hjá HSU aukist mikið. Raunar svo, að heilsugæslan hefur illa getað mætt þörfum íbúa á vestur svæðinu í umdæminu og bið eftir læknistíma hefur verið allt að sex vikur. Það er auðvitað of langur biðtími fyrir almenn …

Nýr yfirsálfræðingur við HSU

Thelma Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu yfirsálfræðings HSU og hóf störf í lok sumars. Thelma hefur starfað sem sálfræðingur við HSU frá haustinu 2015, en hún lauk embættisprófi í sálfræði (Cand.Psyc) frá Háskólanum í Árósum árið 2008 og viðbótarmenntun í Hugrænni atferlismeðferð frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2013. Einnig hlaut hún sérfræðileyfi frá Embætti landlæknis í klínískri barnasálfræði árið …

Teymisstjóri geðheilsuteymis HSU í heilbrigðisumdæmi Suðurlands

Svanhildur Inga Ólafsdóttir hefur nýlega verið ráðin í nýtt starf hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og er nú teymisstjóri geðheilsuteymis HSU í heilbrigðisumdæmi Suðurlands.  Alls bárust 7 umsóknir um starfið. Svanhildur útskrifaðist árið 2015 með starfsréttindi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og 2018 lauk hún viðbótar námi á masterstigi í fjölskyldumeðferð frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Vorið 2019 lauk hún námi í Sáttamiðlun …

Þrír hjúkrunarfræðingar frá HSU Vestmannaeyjum hefja nám í bráðahjúkrun

Þrír hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá HSU í Vestmannaeyjm hafa nú byrjað í nýja diplómanáminu í bráðahjúkrun sem Háskóli Íslands stendur fyrir. Þær eru: Ásta Gústafsdóttir, Gyða Arnórsdóttir og Iðunn Dísa Jóhannesdóttir. Áður hefur það komið fram að átta hjúkrunarfræðingar frá BMT Selfossi hafa einnig hafið þetta nám. Það eru þá samtals 11 hjúkrunarfræðingar frá HSU sem hafið hafa diplómanám í …

Átta hjúkrunarfræðingar frá HSU Selfossi hefja nám í bráðahjúkrun

Það er gleðilegt að geta sagt frá því að mikill áhugi hefur verið meðal hjúkrunarfræðinga á Bráða- og slysamóttöku HSU á Selfossi á nýju diplómanámi í bráðahjúkrun sem Háskóli Íslands stendur fyrir. Alls hafa átta hjúkrunarfræðingar frá HSU Selfossi hafið diplómanám í bráðahjúkrun. Þær eru: Aneta Tomczyk, Ásgerður Tinna Jónsdóttir, Birna Gestsdóttir, Ester Hafdís Ásbjörnsdóttir, Halla Arnfríður Grétarsdóttir, Jóna Sif …

Fara teymisvinna og vellíðan saman?

Embætti landlæknis, VIRK og Vinnueftirlitið gangast fyrir morgunfundi undir yfirskriftinni Fara teymisvinna og vellíðan saman? í Gullteigi á Grand Hótel fimmtudaginn 12. september kl. 8.15-10.00. Fyrirlesarar verða Dr. Henning Bang prófessor við Oslóarháskóla sem rannsakað hefur teymisvinnu í tuttugu ár en erindi hans ber yfirskriftina What characterizes teamwork that creates great results and makes team members happy? og Valgerður Hrund Skúladóttir stofnandi …

Opinn fundur á HSU um heilbrigðisstefnuna

Þann 14. ágúst 2019 stóð heilbrigðisráðherra fyrir opnum fundi um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Fundurinn var haldinn í fundarsal Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi og hægt er að nálgast upptöku af fundinum hér. Heilbrigðisstefna – stefna fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi 3. júní síðastliðinn. Kynning á stefnunni er liður í innleiðingu stefnunnar …

Nýr for­stjóri Heil­brigðis­stofn­un­ar Suður­lands

Dí­ana Óskars­dótt­ir hef­ur verið skipuð í embætti for­stjóra Heil­brigðis­stofn­un­ar Suður­lands frá 1. október n.k., til næstu fimm ára. Sex sóttu um stöðuna, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu.  Dí­ana er skipuð af Svandísi Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra en ákvörðun ráðherra er tek­in að und­an­gengnu mati lög­skipaðrar hæfn­is­nefnd­ar sem met­ur hæfni um­sækj­enda um stöður for­stjóra  heil­brigðis­stofn­ana.  Dí­ana er með BS gráðu …

Mjög erlilssamt á HSU um Verslunarmannahelgina

7. ágúst 2019 Verslunarmannhelgin, sem nú er nýliðin, gekk vel í heildina litið hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU). Mikill viðbúnaður var fyrir síðast liðna helgi á HSU og fagfólk vel í stakk búið að takast á við verkefni helgarinnar. Góður undirbúningur skilaði sér vel enda var mikill erill á bráðamóttöku og á sjúkrahúsi, bæði á Selfossi og í Vestmanneyjum. Vel gekk …

Framkvæmdastjóri fjármála hjá HSU

17. júlí 2019   Ari Sigurðsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra fjármála við HSU frá 1. september 2019 til 5 ára. Hann tekur við starfinu af Þorbjörgu Guðnadóttur sem nú er tímabundið settur framkvæmdastjóri fjármála hjá HSU. Ari var valinn úr hópi 14 umsækjenda og uppfyllir mjög vel allar menntunar- og hæfniskröfur sem settar voru fram fyrir starfið. Hann …

Heimsókn landlæknis á HSU

Á vormánuðum kom Alma D. Möller í heimsókn til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi. Með henni í för voru Laura Scheving Thorsteinsson og Salbjörg Bjarnadóttir frá skrifstofu eftirlits og gæða hjá embættinu.   Tilurð fundarins með landlækni var heimsókn til framkvæmdastjórnar HSU, í kjölfar á boði okkar til hennar að heimsækja okkur. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri HSU og framkvæmdastjórn kynntu starfsemi og …

Umsækjendur um starf framkvæmdastjóra fjármála hjá HSU

Eftirfarandi 11 umsækjendur sóttu um starf framkvæmdastjóra fjármála hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands   1 Ari Sigurðsson Fjármálastjóri 2 Björn Steinar Pálmason Framkvstj. fjármála 3 Einar Simonarson Fjármálastjóri 4 Guðjón Viðar Valdimarsson Ráðgjafi 5 Guðmundur Pétur Guðgeirsson Sérfræðingur 6 Hildur Gunnarsdóttir Sérfræðingur 7 Hrannar Örn Hrannarsson Deildarstjóri 8 Hrönn Ívarsdóttir Forstöðumaður 9 Jóhann Ásgrímur Pálsson Sérfræðingur 10 Magnús Gunnarsson Fjármálastjóri 11 Matthias …

Umsækjendur um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Sex sækja um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem heilbrigðisráðuneytið auglýsti laust til umsóknar í lok maí. Umsóknarfrestur rann út 18. júní síðastliðinn. Umsækjendur eru eftirtaldir: Birgir Guðjónsson, deildarstjóri Díana Óskarsdóttir, deildarstjóri Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur Harpa Þuríður Böðvarsdóttir, forstöðumaður Ingunn Björnsdóttir, dósent Sigurður Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til fimm ára að undangengnu mati sérstakrar hæfnisnefndar á umsækjendum …