Tilkynning frá Heilsugstöðvum og Lyfsölum Vík og Klaustri

                Sérstakar kringumstæður eru í samfélaginu vegna COVID-19 faraldursins. Ýmsum aðgerðum er beitt til draga úr hraða og fjölda smita og til að vernda áhættuhópa.   Vegna þessa verða í dag og og á næstu dögum gerðar breytingar á fyrirkomulagi heilsugæsluþjónustu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Fjarþjónustu verður beitt þar sem því verður við komið. …

Samkomubann á Íslandi

Eins og öllum er kunnugt  hefur verið sett á samkomubann hérlendis vegna kórónuveirunnar og tekur það gildi á miðnætti 15. mars n.k. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag sem heilbrigðisráðherra efndi til í Ráðherrabústaðnum. Forsætisráðherra greindi því að sóttvarnalæknir hefði sent heilbrigðisráðherra tillögu um samkomubann og eru engin fordæmi fyrir þessu í lýðveldissögu Íslands. Um er að ræða samkomubann …

Fjarþjónustulausnir og takmörkuð umgengni í heilsugæslu vegna COVID-19-faraldurs

11.03.2020 Sérstakar kringumstæður er í samfélaginu vegna COVID-19 faraldursins. Ýmsum aðgerðum er beitt til draga úr hraða og fjölda smita og til að vernda áhættuhópa. Vegna þessa verða í dag og næstu dögum gerðar breytingar á fyrirkomulagi heilsugæsluþjónustu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Fjarþjónustu verður beitt þar sem því verður við komið.   Haft verður samband þegar við á við skjólstæðinga sem …

Snertilausar greiðslur á HSU

Af gefnu tilefni og að ráði Landlæknis er fólk hvatt til að borga fyrir þjónustuna hjá HSU á sem snertilausastan máta. Notið símana, úrin eða kortin en forðist að nota peninga og pin númer.           Sjá tilkynningu frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra og Embætti Landlæknis Leiðbeiningar Landsbankans um snertilausar greiðsluleiðir      

Frestun á aðalfundi Vinafélags Ljósheima og Fossheima

Vegna heimsóknarbanns á HSU, hefur verið hætt við fyrirhugaðann aðalfund Vinafélags Ljósheima og Fossheima, sem halda átti sunnudaginn 5. apríl 2020  kl. 14:00. Nýr fundur verður auglýstur þegar óvissuástandi vegna Covid-19 lýkur.        

Leiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti vegna COVID-19

Sóttvarnalæknir hefur birt leiðbeiningar Opnast í nýjum glugga fyrir einstaklinga með þekkta áhættuþætti fyrir alvarlegri COVID-19 sýkingu. Í þessum leiðbeiningum er að finna upplýsingar fyrir aldraða, börn og einstaklinga með hjartasjúkdóma/háþrýsting, sykursýki, langvinna lungnateppu, langvinna nýrnabilun og krabbamein óháð aldri. Hægt er að nálgast leiðbeiningarnar með því að smella hér Opnast í nýjum glugga.        

Lokað fyrir heimsóknir á HSU

Í ljósi þess að upp hefur komið samfélagssmit COVID-19 veirunnar á Íslandi og lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna þá hefur framkvæmdastjórn HSU tekið þá ákvörðun að frá og með í kvöld 6. mars verði allar legudeildir HSU lokaðar gestum allan sólarhringinn nema í sérstökum undantekningatilvikum. Þetta er gert með hagsmuni skjólstæðinga í huga, þ.e.a.s.  til að vernda viðkvæma einstaklinga. …

Heilsugæslustöð HSU í Vík færð gjöf

Nýlega færðu eigendur fyrirtækisins Ögmundar Ólafssonar ehf, heilsugæslustöðinni í Vík veglega gjöf.  Um er að ræða ABPM 7100, 24 klukkustunda blóðþrýstingsmæli. Í gjafabréfi sem fylgdi mælinum segir: “Gjöfin er gefin til minningar um Ögmund Ólafsson með kæru þakklæti fyrir hlýhug og einstaka umönnun í veikindum hans“. Eiginkonu Ögmundar og fjölskyldu eru færðar bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf, sem gerir starfsfólki …

Aðalfundur Vinafélags Ljósheima og Fossheima

Aðalfundur Vinafélags Ljósheima og Fossheima verður haldinn sunnudaginn 5. apríl 2020 á hjúkrunardeild Ljósheima v/Árveg kl. 14:00.   Sjá nánar um aðalfundinn hér Ársskýrsla Vinafélagsins    

Kórónaveirusmit á Íslandi

Seinni partinn 28. febrúar kom fram í fréttum og á blaðamannafundi Almannavarna og Landlæknis að fyrsta staðfesta tilfellið af COVID-19 veirusýkingu hafi greinst á Íslandi. Um er að ræða einstakling búsettan í Reykjavík. Hann hafði komið heim frá Norður-Ítalíu 22. febrúar s.l. eftir viku dvöl og var þá einkennalaus. Þegar einkenni komu fram fór hann til læknis og sýnataka leiddi …

Heilbrigðisráðherra heimsækir HSU Kirkjubæjarklaustri

Heilbrigðisráðherra kom nýverið í heimsókn á heilsugæslustöðina á Kirkjubæjarklaustri.  Ráðherra mætti ásamt félögum sínum í Vinstri grænum, en þau voru á ferð um landið í kjördæmavikunni.  Erindi þingflokksins var að kynna sér fjarheilbrigðisþjónustu og heilsugæslu í litlu dreifbýli.  þetta var góð heimsókn og fjallað var um málefnin vítt og breytt í góðu spjalli og mikil ánægja starfsfólks heilsugæslunnar með innlitið …

Pössum vel upp á hvert annað

Hermann Marinó Maggýjarson er yfirmaður sjúkraflutninga á HSU.  Í tilefni þess að 112 dagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land var birt viðtal við Hermann í Fréttablaðinu í gær.   Á stóru starfssvæði sjúkraflutninga HSU hefur mikið gengið á undanfarið og álag á viðbragðsaðila mjög mikið. Á því svæði hefur umferðin aukist gríðarlega, því er rauði þráðurinn að hans sögn …

Smitvarnir fyrir almenning

Handhreinsun er lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum.  Hreinlæti kringum augu, nef og munn ásamt öruggri meðhöndlun fæðu eru einnig lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum í þeim tilgangi að draga úr líkum á alvarlegum veikindum. Kórónaveiran Novel (2019-nCoV) hagar sér í sumu eins og inflúensa, einkenni eru svipuð og smitleiðir áþekkar. Einkenni líkjast helst inflúensusýkingu, …

LJÓSAKOT – kaffihús Foss- og Ljósheima Selfossi

Nú geta íbúar Foss- og Ljósheima á HSU, boðið sínum nánustu með sér á kaffihúsið -Ljósakot- sem staðsett er fyrir framan deildina á annari hæð. Starfsfólk deildanna kom þessu á fót í aðdraganda jóla 2019, á föstudögum og þar sem þetta framtak hlaut mikið lof og almenn ánægja var með það, hefur verið ákveðið að hafa þetta á opið fyrsta …

Óvissustig almannavarna vegna kórónaveiru (2019-nCoV).

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru (2019-nCoV). Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi. Í lok desember 2019 bárust fregnir af alvarlegum lungnasýkingum í Wuhan-borg í Kína. Í kjölfarið var staðfest að um áður óþekkt kórónaveiruafbrigði er að ræða, sem nú kallast 2019-nCoV. Staðfest er að veiran smitast á milli manna …

Kórónaveiran 2019-nCoV – Novel coronavirus 2019-nCoV

Staðan á Íslandi og opinber viðbrögð   Opinber viðbrögð á Íslandi miðast við alvarleika hinnar nýju veiru í ljósi nýrra áreiðanlegra upplýsinga. Undirbúningur á Íslandi er samkvæmt viðbragðsáætlunum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Í því felst að leiðbeiningar og áætlanir frá SARS-faraldrinum 2002 verða uppfærðar og viðbragðsaðilar upplýstir. Leiðbeiningar til heilbrigðisstarfsmanna verða uppfærðar og gefnar út. Gefnar verða út leiðbeiningar til almennings …

Fyrsti barn ársins á Suðurlandi

Fyrsta barn ársins á Heilbrigðisstofnun Suðurlands kom í heiminn síðastliðinn laugardag, þann 4. janúar kl. 23:45. Það er myndarleg stúlka frá Hveragerði sem er fyrsti Sunnlendingur ársins en foreldrar hennar eru Eyrún Anna Stefánsdóttir og Þorsteinn Óli Brynjarsson. Stúlkan var var 49 cm og rúmar 13 merkur við fæðingu og ljósmóðir var Veronika Carstensdóttir Snædal. Settur dagur hjá Eyrúnu var …

Áramótakveðja

Gleðilegt nýtt ár Sunnlendingar og kæra samstarfsfólk.   Ég óska ykkur öllum farsældar og gleði á nýju ári. Á sama tíma vil ég þakka ykkur fyrir frábær störf og góð viðkynni á liðnu ári. Ég hlakka til áframhaldandi samstarfs.   Kær áramótakveðja,   Díana Óskarsdóttir, forstjóri.    

Jólakveðja

Kæra samstarfsfólk Nú fer að koma að lokum aðventunnar og jólahátíðin sjálf að hefjast, jólaljós eru komin í flesta glugga og jólasöngvar óma hvert sem farið er. Desember er oft annasamur mánuður, þar sem allir eru að reyna leggja sig fram við að gera umhverfið sem notalegast fyrir okkur og þá sem í kringum okkur eru. Við skulum þó ekki …

Gjafir til Foss- og Ljósheima 2019

Snemma á þessu ári gaf Kvenfélag Villingaholtshrepps hjúkrunardeildunum Foss- og Ljósheimum tvo vaxpotta ásamt fylgihlutum og Namaste námskeið fyrir starfsfólk deildarinnar.  Heildarverðmæti gjafarinnar er 127.442 kr..  Foss- og Ljósheimar fengu einnig fyrr á þessu ári, góða minningargjöf frá börnum Laufeyjar Guðmundsdóttur frá Egilsstaðakoti, þeim Helgu Elínu, Sigurbjörgu, Guðsteini Frosta og Einari, göngugrind að verðmæti 210.482 kr..  Og núna nýverið færðu …

Göngudeildin Selfossi fimm ára

Í dag 28. nóvember eru fimm ár síðan göngudeildin á Selfossi hóf starfsemi sína.  Alveg síðan þá hefur starfssemin aukist jafnt og þétt og löngu búin að sanna gildi sitt.   Í upphafi var deildin opin þrjá daga vikunnar og tveir hjúkrunarfræðingar á hverri vakt, en nú er göngudeildin opin alla virka daga.  Þegar deildin hóf starfssemi sína var Björn …

Evrópudagur sjúkraliða

Í dag 26. nóvember halda EPN – The European Council of Practical Nurses – Evrópusamtök sjúkraliða og aðildarfélögin í hverju landi fyrir sig, þar á meðal Sjúkraliðafélag Íslands, upp á daginn með ýmsum hætti. Á Íslandi eru ekki allir sem átta sig á að sjúkraliðar er næststærsta heilbrigðisstéttin og að þeir starfa á öllum heilbrigðisstofnunum landsins, á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, á …

Gáfu heimagerða bangsa til HSU

Nýverið fékk heilsugæslan á Kirkjubæjarklaustri gefins nokkra heimagerða bangsa. Þeir eiga að vera á heilsugæslunni sjálfri og líka í sjúkrabílnum. Hugmyndin er að gleðja lítil börn sem af einhverjum orsökum verða að heimsækja heilsugæsluna eða neyðast til ferðast með sjúkrabílnum. Þá geta svona falleg litrík bangsaskott stundum náð að stöðva lítil tár og hugga meidd og hrædd hjörtu, stundum þarf …

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga 100 ára

Í dag, þann 18. nóvember 2019 heldur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga á Íslandi upp á 100 ára afmæli félagsins. Af því tilefni óskar Heilbrigðisstofnun Suðurlands öllum hjúkrunarfræðingum stofnunarinnar innilega til hamingju með daginn.   

Minningarkort

Á hverju ári fær Heilbrigðisstofnun Suðurlands peningagjafir frá félagasamtökum og einstaklingum í héraðinu, sem er ómetanlegt og hefur komið sér vel í stór og smá tækjakaup fyrir hina ýmsu deildir á HSU.  Stofnunin fær líka reglulega gjafafé í gegnum minningarkort sem fólk getur keypt og valið þá upphæð sem það vill gefa í minningu látins ástvinar.   Neðst á vefsíðu …

Ráðgjöf og stuðningur við krabbameinssjúka á HSU

Þann 5. nóvember sl. var undirritaður á Heilbrigðisstofnun Suðurlands samstarfssamningur milli Krabbameinsfélagsins, Krabbameinsfélags Árnessýslu og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um ráðgjöf fyrir sjúklinga í krabbameinsmeðferðum.   Ráðgjafar frá Krabbameinsfélaginu munu nú framvegis koma á HSU Selfossi vikulega og veita ráðgjöf.  Hluti af söfnunarfé Bleiku slaufunnar 2017 var varið í að efla ráðgjöf og stuðning á landsbyggðinni og nýtur HSU nú góðs af …

Heilbrigðisþing 2019

Heilbrigðisþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis en mikilvægt er að gestir skrái þátttöku sína á www.heilbrigdisthing.is.          

Vosbúð nytjamarkaður Vestmannaeyjum gefur til HSU

Heilbrigðisstofnun Suðurlands býr svo vel að eiga fjölmarga góða og dygga bakhjarla sem hafa stutt við bakið á stofnuninni í gegnum tíðina.  Þessir góðu bakhjarlar HSU leynast víðsvegar í heilbrigðisumdæminu.  Nýverið var Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum afhent 100 þúsund kr. peningagjöf frá Vosbúð nytjamarkaði. Peningunum mun verða varið í tækjakaup fyrir stofnununa í Vestmanneyjum.  Eru forsvarsmönnum Vosbúðar færðar innilegustu þakkir …

Aðstandendadagur Ljósheima og Fossheima 17. nóv.

Aðstandendadagur 17. nóv. 2019 fyrir Ljósheima og Fossheima  kl. 14:00.   Góð dagskrá í boði. Kristjana Stefáns og Svavar Knútur, Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU og bræðurnir Svanur, Þröstur og Gummi. Auðvitað verða svo veitingar í boði stjórnar Vinafélagsins.     Komið og eigið notalega stund með aðstandendum, vinum, starfsmönnum og félögum í Vinafélaginu.    

Yfirlæknisskipti á lyflækningadeild HSU á Selfossi

Sigurður Böðvarsson sérfræðingur í almennum lyflækningum og krabbameinslækningum hefur tekið við stöðu yfirlæknis á lyflækningadeild HSU á Selfossi frá og með 1. október s.l. að telja. Sigurður er frá Búrfelli í Grímsnesi. Hann útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1993 og lauk einnig BS prófi í Ónæmisfræði sama ár. Átta árum síðar eða árið 2001 lauk hann sérnámi í almennum …

Heilsugæslan í Vík fær góðar gjafir

Nýverið færðu eigendur Hótels Dyrhólaeyjar, hjónin Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon, heilsugæslustöðinni í Vík góðar gjafir.  Um er að ræða fjölnota stól  sem nýttur er til ýmiskonar blóð- og sýnatöku og einnig til lyfjagjafa og að auki færðu þau heilsugsæslunni aðgerðarljós á skiptistofu og færanlegan lampa á fæti. Þetta er einstaklega höfðingleg gjöf sem eflir heilsugæsluna í héraði og …

Starfsmenn á Foss- og Ljósheimum í sjúkraliðanám

Á hjúkrunardeildunum Foss- og Ljósheimum hafa 4 ungar konur ákveðið að hefja sjúkraliðanám nú á haustönn 2019 við Fjölbrautarskóla Suðurlands.  Allar hafa þær starfað á Foss- og Ljósheimum og fundið að þetta starfsumhverfi ætti vel við þær, að þær séu góðar í mannlegum samskiptum og geti sýnt öðrum hlýju, umhyggju og nærgætni. Það er ánægjulegt þegar ungt fólk finnur sinn …

Frá nýjum forstjóra HSU

Kæra samstarfsfólk Í dag þann 1. október 2019, tek ég við embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.  Ég er afar stolt af því að vera komin í ykkar öfluga hóp og hlakka til að starfa með ykkur. Frá  sameiningu heilbrigðisumdæmisins á Suðurlandi þann 1. október 2014  hefur verið unnið gott starf innan HSU.  Er það stefna mín að halda áfram á sömu …

Kveðja frá fráfarandi forstjóra HSU

Elskulega samstarfsfólk. Ég vil færa ykkur hugheilar þakkir fyrir gefandi, faglegt og skemmtilegt samstarf í þau 5 ár sem ég hef verið í embætti forstjóra hjá HSU. Ég kveð ykkur á þessum vettvangi með gleði og stolti í huga. Ég er glöð yfir jákvæðu og uppbyggilegu samstarfi með ykkur og þeim góðu samskiptum sem ég hef notið frá ykkur. Ég …

Undirritaður framtíðar þjónustusamningur við Þjóðgarðinn á Þingvöllum

Í byrjun júnímánaðar árið 2018 hófst samstarf milli sjúkraflutninga hjá Heilbriðgisstofnun Suðurlands (HSU) og Þjóðgarðsins þá Þingvöllum (ÞÞ).  Þá var undirritaður þjónustusamningur sem fól í sér samkomulag um tilraunaverkefni sem fólst í því að sjúkraflutningamenn HSU myndu veita öryggis- og viðbragðsþjónustu í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Tilgangur samingsins var að bæta öryggi, viðbragð og þjónustu við gesti þjóðgarðsins, þjálfa starfsmenn ÞÞ …

HSU færðar góðar gjafir

Þriðjudaginn 24. september 2019 heimsóttu nokkur félagasambönd HSU og var tilefnið að færa stofnunni formlega gjafir.  Þetta voru fulltrúar frá Sambandi sunnlenskra kvenna, Lions Selfossi og Krabbameinsfélag Árnessýslu.    Samband sunnlenskra kvenna færði HSU átta lífsmarkamæla að gjöf, samtals að andvirði um 3 milljóna króna. Mælarnir fara á heilsugæslustöðvarnar í Hveragerði, Þorlákshöfn, Laugarási og Hellu og einnig á fæðingardeild, lyflækningardeild …

Sendinefnd frá S-Kóreu heimsækir HSU

Í dag mánudaginn 23. september 2019 kom 27 manna sendinefnd frá stjórnsýslu S-Kóreu í heimsókn til Heilbigðisstofnunar Suðurlands (HSU). Þau höfðu sérstakan áhuga á að kynna sér stjórnsýsluna á Suðurlandi, heilbrigðisþjónustuna og áskoranir í tengslum við ferðamenn, skipulag þjónustu við aldraða og fjarheilbrigðisþjónustu. Heimsókn þeirra var skipulögð í samvinnu við Samband sunnlenskra sveitarfélaga. Bjarni Guðmundusson framkvæmdastjóri SASS stýrði fundinum.  Framsögu …

Heyrnamælingar ungbarna á Suðurlandi

Nú er öllum börnum á Íslandi boðin skimun fyrir heyrnarleysi og árlega greinast eitt til tvö af hverjum þúsund börnum með einhverja gráðu heyrnaskerðingar. Þann 10. september 2019 komu sérfræðingar frá Heyrnar og talmeinastöð Íslands á HSU og þjálfuðu ljósmæður stofnunarinnar í heyrnamælingum nýbura og ungbarna og hafa nú fimm ljósmæður á HSU  fengið þjálfun í heyrnamælingu. Heyrna- og talmeinastöðin …

Kvenfélag Hveragerðis gefur til HSU

Nýverið komu nokkrar konur úr Kvenfélagi Hveragerðis á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Hveragerði og færðu heilsugæslunni CRP tæki.  CRP tækið (C reactive protein) mælir magn af prótíni í blóði sem lifrin framleiðir og hækkar t.d. þegar bólga mælist í líkamanum. CRP mælir hækkun ef um bólgusjúkdóma, bakteríu- eða veirusýkingar er um að ræða í líkamanum. Tækið hefur þegar verið tekið …

Betri þjónusta við íbúa

Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU, september 2019   STÖÐUG ÁSKORUN AÐ BÆTA ÞJÓNUSTU Samhliða fjölgun íbúa og miklum straumi ferðamanna hefur eftirspurn eftir heilsugæsluþjónustu hjá HSU aukist mikið. Raunar svo, að heilsugæslan hefur illa getað mætt þörfum íbúa á vestur svæðinu í umdæminu og bið eftir læknistíma hefur verið allt að sex vikur. Það er auðvitað of langur biðtími fyrir almenn …

Nýr yfirsálfræðingur við HSU

Thelma Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu yfirsálfræðings HSU og hóf störf í lok sumars. Thelma hefur starfað sem sálfræðingur við HSU frá haustinu 2015, en hún lauk embættisprófi í sálfræði (Cand.Psyc) frá Háskólanum í Árósum árið 2008 og viðbótarmenntun í Hugrænni atferlismeðferð frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2013. Einnig hlaut hún sérfræðileyfi frá Embætti landlæknis í klínískri barnasálfræði árið …

Teymisstjóri geðheilsuteymis HSU í heilbrigðisumdæmi Suðurlands

Svanhildur Inga Ólafsdóttir hefur nýlega verið ráðin í nýtt starf hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og er nú teymisstjóri geðheilsuteymis HSU í heilbrigðisumdæmi Suðurlands.  Alls bárust 7 umsóknir um starfið. Svanhildur útskrifaðist árið 2015 með starfsréttindi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og 2018 lauk hún viðbótar námi á masterstigi í fjölskyldumeðferð frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Vorið 2019 lauk hún námi í Sáttamiðlun …

Þrír hjúkrunarfræðingar frá HSU Vestmannaeyjum hefja nám í bráðahjúkrun

Þrír hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá HSU í Vestmannaeyjm hafa nú byrjað í nýja diplómanáminu í bráðahjúkrun sem Háskóli Íslands stendur fyrir. Þær eru: Ásta Gústafsdóttir, Gyða Arnórsdóttir og Iðunn Dísa Jóhannesdóttir. Áður hefur það komið fram að átta hjúkrunarfræðingar frá BMT Selfossi hafa einnig hafið þetta nám. Það eru þá samtals 11 hjúkrunarfræðingar frá HSU sem hafið hafa diplómanám í …

Átta hjúkrunarfræðingar frá HSU Selfossi hefja nám í bráðahjúkrun

Það er gleðilegt að geta sagt frá því að mikill áhugi hefur verið meðal hjúkrunarfræðinga á Bráða- og slysamóttöku HSU á Selfossi á nýju diplómanámi í bráðahjúkrun sem Háskóli Íslands stendur fyrir. Alls hafa átta hjúkrunarfræðingar frá HSU Selfossi hafið diplómanám í bráðahjúkrun. Þær eru: Aneta Tomczyk, Ásgerður Tinna Jónsdóttir, Birna Gestsdóttir, Ester Hafdís Ásbjörnsdóttir, Halla Arnfríður Grétarsdóttir, Jóna Sif …

Fara teymisvinna og vellíðan saman?

Embætti landlæknis, VIRK og Vinnueftirlitið gangast fyrir morgunfundi undir yfirskriftinni Fara teymisvinna og vellíðan saman? í Gullteigi á Grand Hótel fimmtudaginn 12. september kl. 8.15-10.00. Fyrirlesarar verða Dr. Henning Bang prófessor við Oslóarháskóla sem rannsakað hefur teymisvinnu í tuttugu ár en erindi hans ber yfirskriftina What characterizes teamwork that creates great results and makes team members happy? og Valgerður Hrund Skúladóttir stofnandi …

Opinn fundur á HSU um heilbrigðisstefnuna

Þann 14. ágúst 2019 stóð heilbrigðisráðherra fyrir opnum fundi um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Fundurinn var haldinn í fundarsal Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi og hægt er að nálgast upptöku af fundinum hér. Heilbrigðisstefna – stefna fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi 3. júní síðastliðinn. Kynning á stefnunni er liður í innleiðingu stefnunnar …

Nýr for­stjóri Heil­brigðis­stofn­un­ar Suður­lands

Dí­ana Óskars­dótt­ir hef­ur verið skipuð í embætti for­stjóra Heil­brigðis­stofn­un­ar Suður­lands frá 1. október n.k., til næstu fimm ára. Sex sóttu um stöðuna, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu.  Dí­ana er skipuð af Svandísi Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra en ákvörðun ráðherra er tek­in að und­an­gengnu mati lög­skipaðrar hæfn­is­nefnd­ar sem met­ur hæfni um­sækj­enda um stöður for­stjóra  heil­brigðis­stofn­ana.  Dí­ana er með BS gráðu …

Mjög erlilssamt á HSU um Verslunarmannahelgina

7. ágúst 2019 Verslunarmannhelgin, sem nú er nýliðin, gekk vel í heildina litið hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU). Mikill viðbúnaður var fyrir síðast liðna helgi á HSU og fagfólk vel í stakk búið að takast á við verkefni helgarinnar. Góður undirbúningur skilaði sér vel enda var mikill erill á bráðamóttöku og á sjúkrahúsi, bæði á Selfossi og í Vestmanneyjum. Vel gekk …

Framkvæmdastjóri fjármála hjá HSU

17. júlí 2019   Ari Sigurðsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra fjármála við HSU frá 1. september 2019 til 5 ára. Hann tekur við starfinu af Þorbjörgu Guðnadóttur sem nú er tímabundið settur framkvæmdastjóri fjármála hjá HSU. Ari var valinn úr hópi 14 umsækjenda og uppfyllir mjög vel allar menntunar- og hæfniskröfur sem settar voru fram fyrir starfið. Hann …

Heimsókn landlæknis á HSU

Á vormánuðum kom Alma D. Möller í heimsókn til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi. Með henni í för voru Laura Scheving Thorsteinsson og Salbjörg Bjarnadóttir frá skrifstofu eftirlits og gæða hjá embættinu.   Tilurð fundarins með landlækni var heimsókn til framkvæmdastjórnar HSU, í kjölfar á boði okkar til hennar að heimsækja okkur. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri HSU og framkvæmdastjórn kynntu starfsemi og …

Umsækjendur um starf framkvæmdastjóra fjármála hjá HSU

Eftirfarandi 11 umsækjendur sóttu um starf framkvæmdastjóra fjármála hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands   1 Ari Sigurðsson Fjármálastjóri 2 Björn Steinar Pálmason Framkvstj. fjármála 3 Einar Simonarson Fjármálastjóri 4 Guðjón Viðar Valdimarsson Ráðgjafi 5 Guðmundur Pétur Guðgeirsson Sérfræðingur 6 Hildur Gunnarsdóttir Sérfræðingur 7 Hrannar Örn Hrannarsson Deildarstjóri 8 Hrönn Ívarsdóttir Forstöðumaður 9 Jóhann Ásgrímur Pálsson Sérfræðingur 10 Magnús Gunnarsson Fjármálastjóri 11 Matthias …

Umsækjendur um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Sex sækja um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem heilbrigðisráðuneytið auglýsti laust til umsóknar í lok maí. Umsóknarfrestur rann út 18. júní síðastliðinn. Umsækjendur eru eftirtaldir: Birgir Guðjónsson, deildarstjóri Díana Óskarsdóttir, deildarstjóri Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur Harpa Þuríður Böðvarsdóttir, forstöðumaður Ingunn Björnsdóttir, dósent Sigurður Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til fimm ára að undangengnu mati sérstakrar hæfnisnefndar á umsækjendum …

Nýr yfirmatreiðslumaður ráðinn á HSU í Vestmannaeyjum

Bjarni Sigurðsson matreiðslumaður hefur verið ráðinn yfirmatreiðslumaður í eldhús HSU í Vestmannaeyjum. Alls bárust sex umsóknir um starfið. Bjarni útskrifaðist frá Hótel og veitingaskóla Íslands árið 1994 og lauk meistaraprófi árið 1999. Hann hefur rekið og starfað á veitingastöðum s.s. Café Opera og Lækjarbrekka. Hann starfaði lengst á Menu Veitingum árin 2007- 2017 sem yfirmatreiðlsumeistari. Bjarni hefur einnig lokið námi …

Gáfu handprjónaðar dúkkur til HSU

                                  Það var vel við hæfi á sjálfan kvennréttindadaginn 19. júní 2019 að fá þessar þrjár heiðurskonur í heimsókn HSU og það færandi hendi.  Þær dvelja allar á Ási í Hveragerði og hafa stytt sér stundir í vetur við að prjóna litlar dúkkur og …

Auðbjörg B. Bjarnadóttir hjúkrunarstjóri á Kirkjubæjarklaustri sæmd fálkaorðunni

Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 17. júní 2019, sæmdi forseti Íslands sextán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Þeirra á meðal var Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir ljósmóðir og hjúkrunarstjóri HSU á Kirkjubæjarklaustri.  Hún hlaut riddarakrossinn fyrir framlag til heilbrigðis- og björgunarstarfa í heimabyggð og er vel að því komin.   Auðbjörg hefur búið og starfað á Klaustri síðan 2007 og er …

Kvenfélögin Eining, Framtíðin og Sigurvon gefa til HSU

Kvenfélögin Eining í Holtum, Framtíðin í Ásahreppi og Sigurvon í Þykkvabæ komu færandi hendi á heilsugæsluna í Rangárþingi á vordögum og færðu stofnuninni lífsmarkamæli að verðmæti 497.267 kr. Lífsmarkamælirinn mælir blóðþrýsting, púls, súrefnismettun og líkamshita. Tækið er á hjólum svo auðvelt er að færa það á milli herbergja á stöðinni. Tækið hefur þegar verið tekið í notkun og á án …

Expert kæling gefur til HSU

Nýverið gaf fyrirtækið Expert kæling ehf, sjónvarpstæki til Slysa- og bráðamóttöku HSU á Selfossi.  Sjónvarpstækið er á kaffistofu starfsfólks BMT og nýtist sem vinnutæki og til áhorfs sé þess kostur og kemur að sérlega góðum notum sem viðbót við tækjabúnað fyrir starfsmenn deildarinnar, en þar er unnið allan sólarhringinn alla daga ársins og oftast undir miklu álagi. Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur …

Bætt öryggi við fyrstu hjálp í uppsveitum Árnessýslu staðfest með undirritun samstarfssamnings

Þann 5. júní 2019 var undirritaður samningur milli Björgunarfélagsins Eyvindar á Flúðum og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands vegna fyrstu viðbragða í alvarlegum slysum eða veikindum. Samningurinn var undirritaður af Borgþóri Vignissyni formanni félagsins og Herdísi Gunnarsdóttur forstjóra HSU.   Í uppsveitum Árnessýslu er oft á tíðum langt í sérhæfða aðstoð. Í alvarlegum tilfellum er því nauðsynlegt að hafa yfir að ráða öflugum …

Samvinna skilar árangri við erfiðar aðstæður

Kæra samstafsfólk Mig langar til að færa ykkur öllum sem með einum eða öðrum hætti komuð að aðgerðurm vegna virkjunar hópslysaáætlunar HSU s.l. fimmtudag vegna rútuslyssins við Hof í Öræfum.   Í stuttum máli sagt gekk öll aðgerðastjórnun mjög vel og heildarstjórnun okkar fólks.  Allt gekk hratt og fumlaust fyrir sig bæði í aðgerðarstjórn almannavarna á Selfossi, í viðbragðsstjórn, eða …

Stjórnendur heilbrigðisþjónustu í Svíþjóð heimsækja HSU

17. maí 2017 Framkvæmdastjórn HSU tók á móti hópi stjórnenda frá Svíþjóð frá heilbrigðisumdæmi í Stokkhólmi sem voru á ferð hér á landi nú í vikunni. Heimsóknin var afar ánægjuleg og dvöldu þau hálfan dag hjá okkur á HSU.  Leiðtogi og stjórnandi hópsins er Steinunn Ásgeirsdóttir, sem er búsett í Stokkhólmi og stýrir þar stjórnsýslu- og eftirlitsstofnun fyrir heilbrigðis- og …

16 slasaðir fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi eftir rútuslys við Hof í Öræfum

Fimmtudagur, 16. maí 2019, kl. 20:30.           Upp úr klukkan þrjú í dag barst útkall frá Neyðarlínunni til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) um virkjun hópslysaáætlunar í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi vegna rútuslyss í Öræfum.  Fljótlega kom í ljós að um var að ræða rútu sem hafði oltið út af þjóðveginum með 32 farþega innanborðs ásamt bílstjóra.  Ljóst …

Föstudagspistill forstjóra

3. maí 2019 Kæra samstarfsfólk. Nú fyrr á árinu kynnti heilbrigðisráðherra áform um að byggja upp geðheilsuteymi í heilsugæslunni í samræmi við markmiði í geðheilbrigðisáætlun Alþingis. Ráðherra veitti 58 millj. kr. til verkefnisins í heibrigðisumdæmi Suðurlands fyrir árið 2019 og er undirbúningur að stofnun geðheilsuteymis á HSU nú hafinn.  Sett hefur verið fram áætlun um uppbyggingu teymisins. Vel hefur verið …

Frábær árangur af teymisvinnu heilbrigðisstarfsfólks hjá heilsugæslu HSU á Selfossi

Föstudagspistill forstjóra   5. apríl 2019   Í byrjun febrúar kynntum við á HSU nýjung í þjónustu heilsugæslunnar á Selfossi.  Þá hófum við formlega teymisvinnu heilbrigðisstarfsfólks á heilsgæslustöðinni í þeim tilgangi að bæta þjónustuna við íbúa. Það hefur verið vandi víða í heilsugæslunni að biðtími hefur verið of langur eftir þjónustu. Flestir þekkja vel þá upplifun að vera í kapphlaupi …

Svæðaskipting á heilsugæslur í Árnessýslu

Íbúar Árnessýslu tilheyra heilsugæslustöðvum samkvæmt neðangreindum svæðum   Þjónustusvæði heilsugæslunnar á Selfossi :  Árborg Flóahreppur Grafningur Árbæjarhverfið í Ölfusi að Kögunarhól   Þjónustusvæði heilsugæslunnar í Hveragerði: Ölfus frá Kögunarhóli í austri niður að Læk í Ölfusi til vesturs Hveragerði     Þjónustusvæði heilsugæslunnar í Ölfusi: Ölfus frá Læk í vestursveitinni að Þorlákshöfn Þorlákshöfn Selvogur   Þjónustusvæði heilsugæslunnar í Laugarási: Grímsnes …

Fulltrúar þingflokks Samfylkingar heimsækja HSU á Selfossi

Í dag áttu fullrúar frá þingflokki Samfylkingarinnar fund með forstjóra og mannauðsstjóra HSU á Selfossi.  Á fundinum fór fram kynning á starfsemi, rekstri og fjármögnun stofnunarinnar með hliðsjón af nýju greiðslulíkani sem er í mótun fyrir heilsugæslun á landsbyggðinni.  Farið var yfir helstu verkefni stofnunarinnar í heilbrigðisþjónustu á sviði heilsugæslu, sjúkarahúsþjónustu, utanspítalaþjónustu og rekstur hjúkrunarrýma.  Rætt var um stöðu heilbrigðisþjónustu …

Mislingar – bólusetningaátak með forgangi áhættuhópa að ljúka – óbólusettir velkomnir í mislingabólusetningu

Að öllum líkindum er búið að stöðva mislingafaraldurinn að þessu sinni. Fjórir einstaklingar greindust með staðfesta mislinga og þrír aðrir með svokallað væga mislinga („modified measles“), en það eru bólusettir einstaklingar sem hafa komist í tæri við smitaðan einstakling. Þessir einstaklingar fá vanalega væg einkenni og smita ekki aðra. Einnig hafa nokkrir einstaklingar greinst með væg mislingalík einkenni í kjölfar …

Málþing HSU um nýjungar í sjúkraskrá

Í dag, 26. mars 2019, var haldið málþing hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) og var tilgangurinn að kynna nýjungar í þróun sjúkraskrár og skapa umræður um hagnýtingu þeirra í þágu þjónustþega og starfsmanna. Málþingið sóttu alls um 40 heilbrigðisstarfsmenn hjá HSU sem haldið var á Selfossi en fjölmargir fylgdust einnig með á starfstöðvum HSU í fjarfundi.   Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU …

Tilkynning um ráðningu yfirmanns sjúkraflutninga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands

25. mars 2019   Hermann Marinó Maggýjarson hefur verið ráðinn í stöðu yfirmanns sjúkraflutninga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, frá 1. apríl 2019 til 5 ára.   Hermann Marinó Maggýjarson er fæddur árið 1977. Hann hóf störf sem sjúkraflutningamaður við Heilsugæslu Ólafsvíkur 1999. Síðan starfaði hann sem lögreglumaður á Suðurlandi og í framhaldi af því sem slökkviliðs- og neyðarflutningamaður hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. …

Sjö umsækjendur eru um starf yfirmanns sjúkraflutninga við HSU

  Sjö umsækjendur eru um stöðu yfirmanns sjúkraflutninga við Heilbriðgisstofnun Suðurlands. Umsóknarfrestur rann út þann 11. mars s.l.. Ráðið verður í starfið til fimm ára.       Umsækjendur um starfið eru eftirtaldir: Nafn                                                              Starfsheiti Arnar Páll Gíslason                                        Sjúkraflutningamaður Hermann Marinó Maggýjarson                   Varðstjóri sjúkraflutninga, Bráðatæknir Jóhann Leplat Ágústsson                              Sölumaður Ólafur Sigurþórsson                                      Sjúkra- og slökkviliðsmaður Sigurður Bjarni Rafnsson                              Sjúkra- …

Nýr yfirmatreiðslumaður ráðinn á HSU Selfossi

Bjarni Birgisson hefur verið ráðinn nýr yfirmatreiðslumaður í eldhús HSU á Selfossi. Alls bárust sex umsóknir um starfið. Bjarni útskrifaðist frá Hótel og veitingaskóla Íslands árið 1989. Hann hefur starfað víða meðal annars á Skálholtsstað árin 1998-2012 og í Flúðaskóla frá 2013. Samhliða þeim störfum hefur hann starfað í Ingólfsskála frá árinu 2000 við veisluþjónustu. Bjarni er giftur, 3ja barna …

Fundur sveitarsjórna með stjórnendum á heilsugæslunni í Laugarási

Fulltrúar sveitarstjórna í uppsveitum átt fund með hjúkrunarstjóra og yfirlækni heilsugæslustöðvar HSU í Laugarási þann 13. mars 2019, ásamt forstjóra HSU. Á fundinum var farið yfir mönnun og starfsemi heilsugæslustöðvarinnar og það lykilhlutverk sem hún gegnir í heilbrigðisþjónustunni á svæðinu. Á heilsugæslustöðinni eru 2 stöðugildi heimilslækna og 3,6 stöðugildi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, auk annarra starfsmanna. Áhersla er lögð á að …

Bólusetning við mislingum að hefjast á Suðurlandi

Hluti af því bóluefni sem er að berast landsins kemur á heilsugæslur á Suðurlandi í dag og restin kemur á þriðjudag ef áætlanir ganga eftir. Byrjað verður að bólusetja í dag og haldið áfram eftir helgi.  Þeim sem verður boðin bólusetning til að byrja með eru óbólusett börn frá 12 mánaða aldri til 18 ára aldurs (börn/einstaklingar sem verða/urðu 18 ára …

Gjafir til heilsugæslunnar á Kirkjubæjarklaustri

Heilsugæslustöðinni á Kirkjubæjarklaustri hafa nú í byrjun árs borist rausnalegar gjafir frá nokkrum aðilum, nokkra milljóna króna virði.  Hluti gjafanna er enn ókominn, en eru væntanlegar innan skamms. Gjafirnar sem þegar eru komnar, er m.a. fullbúinn tannlæknastóll  og húsgögn í viðtals- og fundarherbergi/setustofu. Von er á innan skamms tveimur skoðunarbekkjum, lífsmarkamæli og skoðunarljósi, svo eitthvað sé nefnt. Heildarverðmæti gjafanna er …

Mislingar – Staðan á Suðurlandi

Ekkert tilfelli hefur greinst á Suðurlandi. Bólusetningarátak á Austurlandi og á höfuðborgarsvæðinu vegna mislinga hefur gengið mjög vel. Von er á meira bóluefni til landsins í vikunni. Áfram verður bólusetning í boði á Austurlandi og á höfuðborgarsvæðinu fyrir forgangshópa en þeir eru: Þeir einstaklingar sem útsettir hafa verið fyrir mislingasmiti ásamt þeirra nánasta umgangshópi. Allir sem eru óbólusettir og fæddir …

Fyrirspurnir um mislingabólusetningar

    Mikið hefur verið um fyrirspurnir frá fólki síðustu daga um það hvort það hafi verið bólusett fyrir mislingum á árum áður. Mikið af þessum upplýsingum eru í eldri pappírssjúkraskrám og eru ekki aðgengilegar sem stendur. Vegna anna starfsfólks þessa dagana, m.a. í tengslum við mislingafaraldurinn er ekki hægt að verða almennt við svona fyrirspurnum samdægurs eða allra næstu …

Bólusetningarátak við mislingum á höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi.

Sóttvarnalæknir hefur gefið tilskipun um að ákveðnir forgangshópar á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi eigi að fara í bólusetningu gegn mislingum á heilsugæslustöðvum í þessum umdæmum. Á þessari stundu gildir þetta ekki um Suðurland né aðra landshluta vegna þess að þar hafa ekki komið upp mislingar. Að öðru leyti vísast í frétt á heimasíðu HSU frá því í gær.     Sjá einnig …

Upplýsingar varðandi mislinga

Vegna frétta um mislingasmit á Íslandi er rétt að vekja athygli á eftirfarandi frétt á vef Embættis landlæknis:   Til hvaða ráðstafana er verið að grípa á Íslandi gegn mislingum? Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hafa fjórir einstaklingar greinst með mislinga á Íslandi. Fyrsti smitaðist erlendis, en hinir þrír smituðust á Íslandi. Tveir fullorðnir einstaklingar hafa greinst …

Bætt úr brýnni þörf á sviði geðheilbrigðisþjónustu

22. febrúar 2019   Kæru íbúar Suðurlands.   Það er ánægjuefni að í gær kynnti heilbrigðisráðherra úthlutun fjármuna til uppbyggingar geðheilbrigðisþjónustu í heilsugæslunni.  Heilbrigðisstofnun Suðurlands fékk úthlutað 58 millj. kr. til að byggja upp geðheilsuteymi í heilsugæslunni á Suðurlandi.   Mikið er rætt um að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður íbúa sem þurfa að leita sér heilbrigðisþjónustu.  Á landsbyggðinni …

Fulltrúar þingflokks Viðreisnar heimsækja HSU á Selfossi

Í dag áttu fullrúar frá þingflokki Viðreisnar fund með framkvæmdastjórn HSU á Selfossi.  Á fundinum fór fram kynning á starfsemi og rekstri stofnunarinnar.  Farið var yfir lykilhlutverk stofnunarinnar í heilbrigðisþjónustu á sviði heilsugæslu, sjúkarahúsþjónustu, utanspítalaþjónustu og rekstur hjúkrunarrýma.  Farið var yfir helstu staðreyndir um umfang og aukningu í þjónustunni á Suðurlandi. Góðar umræður sköpuðust um skipulag þjónustunnar, tækifærin framundan og …

Settur yfirmaður og aðalvarðastjóri sjúkraflutninga á HSU

  Hermann Marinó Maggýarson hefur verið settur tímabundið í starf sem yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, eða til 1. apríl 2019. Til sama tíma hefur Hrönn Arnardóttir verið sett í starf aðalvarðstjóra sjúkraflutninga hjá HSU.   Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU.

Hverjum tilheyri ég í nýju fyrirkomulagi Heilsugæslustöðvar Selfoss ?

  Nú í byrjun febrúar munu allir íbúar sem heyra undir Heilsugæslustöð Selfoss tilheyra teymum. Skipting í teymin sem verða tvö byggist á þeim heimilislækni sem viðkomandi á. Þess vegna er mikilvægt að allir eigi heimilislækni. Teymin verða kölluð Blátt og Rautt teymi og skiptast heimilislæknar og hjúkrunarfræðingar þannig í teymin:                   …