Fræðslustarf á HSu

Á HSu fer fram mikið fræðslustarf. Í nokkur ár hefur verið samstarf við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri um fræðslu í gegnum fjarfundabúnað. Frá Landspítala háskólasjúkrahúsi hefur einnig verið miðlað fræðsluerindum frá bæði barna- og öldrunarlækningadeild.

Uppbygging á Réttargeðdeildinni á Sogni

Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra heimsótti Sogn nýlega og var viðstaddur er fram fór afhending gjafar úr Kærleikssjóði Sogns. Þá tilkynnti hann að skipaður verði starfshópur til að huga að frekari uppbyggingu á réttargeðdeildinni.

Rósuskjól á Sogni

Þann 26. okt. sl. afhenti Rósa Aðalheiður Georgsdóttir Réttargeðdeildinni að Sogni gróðurhús að gjöf frá Kærleikssjóði Sogns. Rósa beitti sér á sínum tíma fyrir stofnun sjóðsins og er hann í vörslu Landsbanka Íslands sem stutt hefur sjóðinn myndarlega.

Kynning á rafrænni sjúkraskrá

Þann 19. okt. sl. komu fulltrúar frá Heilbrigðisráðuneytinu (HTR) og kynntu rafræna sjúkraskrá fyrir stjórnendum á HSu.

Ársskýrsla HSS 2004

Síðasta Ársskýrsla Heilbrigðisstofnunarinnar Selfossi er komin út. Framvegis verður skýrslan undir merkjum HSu. Hér eru nokkrir fróðleiksmolar úr starfseminni en skýrsluna er hægt að nálgast hér á vefnum (Sjá:Um HSu – Ársskýrslur).

Heimsókn frá Svíþjóð

Starfsmenn heilsugæslustöðvarinnar í Södertelje í Stokkhólmi heimsóttu HSu á Selfossi þann 15. okt. sl.

Fjölgun sérfræðinga á HSu

Þann 1.okt sl. hófu störf á HSu tveir nýir sérfræðilæknar. Aðalsteinn Guðmundsson sérfræðingur í lyflækningum með öldrun sem undirsérgrein og Sigurjón Vilbergsson sérfræðingur í lyflækningum með meltingarsjúkdóma sem undirsérgrein.

Umsjónarmaður sjúkraflutninga

Ármann Höskuldsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður sjúkraflutninga við HSu.frá 1. janúar 2006. Ármann er reyndur sjúkraflutningamaður og með mikla reynslu við björgunarstörf almennt.

Sjúkraflutningar til HSu

Heilbrigðisstofnunin hefur auglýst lausar stöður sjúkraflutningamanna og umsjónarmanns sjúkraflutninga vegna sjúkraflutninga í Árnessýslu frá og með 1. janúar 2006. HSu mun annast sjúkraflutninga í Árnessýslu frá og með næstu áramótum skv. ákvörðun Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis.

Heimsókn landlæknis

Þann 1. september sl. kom Sigurður Guðmundsson, landlæknir ásamt Sigríði Haraldsdóttir, framkvæmdastjóra heilbrigðistölfræðisviðs og Önnu Björgu Aradóttir, yfirhjúkrunarfræðingi embættisins í heimsókn á HSu.

Skipulagsbreytingar á heilsugæslustöð Selfoss

Nú standa yfir skipulagsbreytingar á Heilsugæslustöð Selfoss í tengslum við fjölgun heimilislækna.
Óskar Reykdalsson sem ráðinn hefur verið lækningaforstjóri við HSu mun jafnframt starfa sem heimilislæknir í Hveragerði og hefur öllum hans skjólstæðingum verið úthlutað nýjum heimilislækni.

Heimsókn frá Bretlandi

Sharon Rowe, ljósmæðranemi frá Háskólasjúkrahúsi í London heimsótti fæðingadeild HSu nýlega.

Nýbygging HSu

Framkvæmdir við nýbyggingu HSu ganga almennt séð vel að sögn Guðmundar Hjaltasonar á Verkfræðistofu Suðurlands. Í byrjun verks þegar unnið var við jarðvegsframkvæmdir reyndust aðstæður aðrar en gert hafði verið ráð fyrir.

Þjónusta lyfjafræðings við HSu

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur gert samkomulag við Stefán Jóhannsson, lyfjafræðing, um lyfjafræðilega þjónustu við stofnunina.

TRS gefur tölvu í setustofu

Tölvu- og rafeindaþjónusta Suðurlands, Selfossi hefur fært sjúkrasviði HSu tölvu að gjöf. Tölvan verður staðsett í setustofu sjúkrahússins á II. hæð.

Aðstandendadagur á Ljósheimum

Vinafélag Ljósheima – hjúkrunardeildar HSu á Selfossi, gekkst fyrir aðstandendadegi þann 11. júní sl. Mikil og góð þáttaka var því um 60 manns mættu.

Heilsa kvenna á Suðurlandi

Þann 11. júní sl. buðu starfskonur í heilsugæslustöð Selfoss konum á Suðurlandi í blóðþrýstings-, blóðsykur-, blóðfitu- og beinþéttnimælingu. Alls nýttu 50 konur sér þetta tækifæri og af þeim var 35 konum vísað áfram til læknis. Það má því með sanni segja að framtakið hafi skilað árangri.

Heilsa kvenna

Laugardaginn 11. júní í tilefni að kvennadeginum og kvennahlaupi ÍSÍ ætla hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar á heilsugæslustöð Selfoss, í samvinnu við lækni, að bjóða konum á Suðurlandi að koma á stöðina og láta mæla blóðþrýsting, blóðsykur, blóðfitu og beinþéttni.

Dregið úr starfsemi sjúkrahússins yfir sumarmánuðina

Eins og undanfarin ár verður að draga úr starfsemi á sjúkrahúsinu yfir sumarmánuðina. Er þetta m.a. gert vegna skorts á hjúkrunarfræðingum til afleysinga. Fjárveitingar til stofnunarinnar hafa einnig áhrif á þess ákvörðun.

Þórusystur gáfu loftskipta dýnu

Systur í Rebekkustúkunni nr. 9 Þóru á Selfossi gáfu nýlega hjúkrunardeild HSu Ljósheimum loftskipta dýnu. Dýnur þessar eru mjög góðar til varnar legusárum og fyrir fólk sem á erfitt með að hreyfa sig í rúmi eða snúa sér.

Útboð á gagnaflutningi á víðneti

Ríkiskaup, fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins, Vegagerðarinnar og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur auglýst eftir tilboðum í gagnaflutning á víðneti.

Nýtt skrifstofuhús

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur fengið færanlegt hús í eigu ríkissjóðs til afnota fyrir skrifstofur á Selfossi. Húsið hefur verið staðsett austan við núverandi skrifstofuhús stofnunarinnar. Ætlunin er að færa eldra húsið til og tengja húsin saman. Aðkoma verður bætt svo hreyfihamlaðir eigi góða aðkomu að skrifstofum stofnunarinnar. Þá verður betri aðstaða fyrir stjórnsýslu stofnunarinnar í kjölfar aukinna verkefna í framhaldi af sameiningu heilbrigðisstofnana á Suðurlandi.

Fjölgun sérfræðinga í heimilislækningum á Selfossi

Til að bæta þjónustu Heilsugæslustöðvarinnar á Selfossi hafa verið ráðnir 3 sérfræðingar í heimilislækningum. Þau eru Arnar Guðmundsson, Jórunn Viðar Valgarðsdóttir og Björg Þ. Magnúsdóttir. Þar að auki mun kandidat hefja störf hér þann 1. júní og vera í starfsþjálfun á heilsugæslustöðinni.

Nýtt merki HSu

HSu hefur fengið nýtt merki. Merkið skírskotar til heilsugæslu og spítala með krossinum og hjartað undirstrikar þá mannlegu hlýju og væntumþykju, sem einkennir starfsemina. Bláu táknin stefna öll inn að miðju – kjarnanum, sem myndar Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Höfundar eru PR almannatengsl og útlitshönnun ehf, Reykjavík.

Aukin sóknarfæri HSu

Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) héldu þann 29, apríl sl. málþing um heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi.  Á þinginu voru haldin fjölmörg erindi um heilbrigðisþjónustu og samstarf ríkis og sveitarfélaga á því sviði.

Ráðning hjúkrunarstjóra og deildarstjóra

Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin hjúkrunarstjóri á Heilsugæslustöð Selfoss en hún hefur gegnt því starfi tímabundið frá 1. apríl sl.

Samvinna fæðingadeilda LSH og HSu

Töluvert hefur verið í umræðum undanfarið hvernig samstarfi þessara stofnana er háttað. Í tilefni af því og til að skerpa á vinnufyrirkomulagi var haldinn fundur með lækningaforstjórum og yfirlæknum nefndrar fæðingasviða ásamt yfirljósmóður HSu.

Málþing um heilbrigðisþjónustu

Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) halda í dag málþing um heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi á Hótel Selfossi.
Markmið málþingsins er að leiða fram skoðanir og upplýsingar um stöðu og framtíð heilbrigðisþjónustunnar á Suðurlandi, sem gætu nýst við stefnumörkun heimamanna og stjórnvalda.

Lífeindafræðingar – breyting á nafni meinatækna

Þann 26. apríl sl. voru samþykktar á Alþingi breytingar á lögum um meinatækna. Með þessum lögum taka meinatæknar upp nýtt nafna og heita nú lífeindafræðingar. Lífeindafræðingar munu bera fulla ábyrgð á sínum störfum og geta fengið viðurkennda sérfræðinþekkingu á hinum ýmsu sviðum.

Ráðstefna um þjónustu við fanga

15.apríl sl. var haldin á Hótel Örk í Hveragerði fjölmenn ráðstefna um málefni fanga. Að ráðstefnunni stóðu Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytið, Fangelsismálastofnun, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Landlæknisembættið.