Samstarf HSu og Fræðslunets Suðurlands

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing varðandi gerð samnings á sviði endur- og símenntunar starfsmanna HSu. Gert er ráð fyrir að gildistími samningsins sé frá 1. jan. 2008 og nái til 31. des. 2010.

Stórgjöf til HSu

Í dag var Heilbrigðisstofnun Suðurlands færð stórgjöf. Það var Líknarsjóður hjónanna Harðar Þorgeirssonar og Unnar Guðmundsdóttur, sem færði stofnuninni 80 milljónir króna að gjöf til að efla og styrkja sjúkrahúsið á Selfossi.

Læknir á HSu ver doktorsritgerð í Svíþjóð

Kristinn P. Benediktsson, læknir á Kirkjubæjarklaustri, varði 23.05. sl. doktorsritgerð sína, sem ber heitið “Nipple-sparing mastectomy and immediate reconstruction with implants in breast cancer”. Kristinn er skurðlæknir og starfaði í rúman áratug við brjóstaskurðlækningar í Svíþjóð og Noregi.

Samstarf HSu og BFÁ

Í dag var undirritað samkomulag um samstarf milli Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) og Björgunarfélags Árborgar (BFÁ) um aðkomu BFÁ að sjúkraflutningum í Árnessýslu.

Samtengingu sjúkraskrárkerfis HSu lokið

Lokið er við að sameina sjúkraskrárkerfi (Sögu kerfi) fyrir allar heilsugæslustöðvar innan Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.  Allar heilsugæslustöðvarnar eru nú tengdar við einn gagnagrunn fyrir sjúkraskrárkerfi stöðvanna.

Stjórn LHH fundar á Selfossi

Stjórn Landssamtaka heilsugæslustöðva og heilbriðigsstofnana hélt nýlega vorfund sinn á Selfossi. Flutt voru fjölmörg erindi og m.a. kynnt reiknilíkan Heilbrigðis- og tryggingastofnunar (en það er notað til þess að reikna út fjárþörf stofnana).

Gagnkvæm aðstoð í neyðarþjónustu á Þingvöllum, Hellisheiði og í Þrengslum

Fjórir lykilaðilar í viðbrögðum við slysum, eldsvoðum og fleiri bráðatilvikum á suðvesturhorninu hafa gert með sér samkomulag um gagnkvæma aðstoð og sameiginleg viðbrögð þar sem þjónustusvæði þeirra liggja saman. Um er að ræða Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Brunavarnir Árnessýslu, Slökkvilið Hveragerðis og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Samkomulagið nær meðal annars til virkjana Orkuveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum og Hellisheiði, Þingvalla, Hellisheiðar og Þrengslavegar.

Starfsdagur á HSu

Starfsfólk HSu fyllti sali Hótel Selfoss í gær og hlýddi á Eyþór Eðvarðsson, M.A. í vinnusálfræði ræða um starfsánægju, samskipti og hvatningu.

Konur gefa tæki á HSu

Í gær fór fram á HSu  Selfossi formleg afhending gjafa frá tveimur kvenfélögum á Suðurlandi.
Annars vegar gjöf  Kvenfélagi Selfoss á  hjartastuðtæki „Samaritan AED m/EKG skjá“  fyrir hand- og lyflækningadeildina, að verðmæti kr. 210 þúsund – ásamt barnahúsgögnum og leikföngum fyrir heilsugæslustöðina á Selfossi, að verðmæti kr. 100 þúsund og  hins vegar gjöf
frá Kvenfélagi Biskupstungna,  Medela Symphony brjóstadæla og hjólastell fyrir fæðingadeildina, að verðmæti kr. 226 þúsund.

Ráðstefna um málefni fanga

Nýjar leiðir við afplánun – ÖNNUR ÚRRÆÐI EN FANGELSI


Hótel Örk í Hveragerði föstudaginn 4. maí 2007 frá kl. 9:00-15:00

Nýr sjúkrabíll

Nýlega afhenti Rauði kross Íslands Heilbrigðisstofnun Suðurlands nýjan sjúkrabíl til afnota. Bíllinn er af gerðinni Mercedes Bens Sprinter. Bíllinn er sjálfskiptur með 186 hö og fjórhjólabúnað frá Iglhaut GmbH í Þýskalandi.  Einnig sá Iglhaut um aflaukningu á mótor.

Landbúnaðarráðherra skoðar framkvæmdir á HSu

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, og Bjarni Harðarson, sem náði 2. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi í prófkjöri flokksins nýlega, komu fyrir prófkjörið í heimsókn á heilbrigðisstofnunina á Selfossi og kynntu sér m.a. byggingaframkvæmdir við heilbrigðisstofnunina.

Kvensjúkdómalæknir aftur til starfa á HSu

Jón B. Stefánsson, fæðinga – og kvensjúkdómalæknir er kominn aftur til starfa en hann hefur verið í veikindaleyfi frá því í júní á sl. ári.  Tímapantanir í síma 480 5100.

Aukning í sjúkraflutningum

Heildarfjöldi útkalla sjúkraflutningamanna í Árnessýslu árið 2006 var 1391 sem eru að meðaltali 3,81 útköll á sólarhring. Árið 2005 voru 973 útköll sjúkraflutningamanna sem eru að meðaltali 2,66 útköll á sólarhring. Þetta er auking um 30% milli ára. Það skýrist að hluta til með því að 1. júní 2006 tók útkallslið sjúkraflutningamanna við sjúkraflutningum milli stofnana í rannsóknir o.þ.h. og að almenningur er duglegri en áður að nýta sé þjónustu sjúkraflutningamanna en verið hefur.

Toyota gefur flatskjá á sjúkradeild HSu

Þann 21. desember sl. kom fulltrúi frá Toyota umboðið í Reykjavík færandi hendi á sjúkradeild HSu og afhenti deildinni  „flatskjá Panasonic TH-37 PA50E og tengingar“ að verðmæti kr. 200.000.

Leikföngin stytta biðina

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá eru leikföngin sem Kvenfélag Selfoss gaf heilsugæslustöðinni á Selfossi nýlega, vinsæl og þau stytta óneitanlega biðina – og ekki má á milli sjá hvor skemmta sér betur Unnur hjúkrunarstjóri eða börnin.

Kvenfélag Selfoss gefur HSu hjartastuðtæki og barnahúsgögn

Kvenfélag Selfoss hefur ávallt borið hag Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fyrir brjósti. Þann 7. des. sl. afhenti KS sjúkradeild HSu Samaritan AED hálfsjálfvirkt hjartastuðtæki að verðmæti 209 þúsund króna og Heilsugæslustöð Selfoss barnahúsgögn og leikföng frá Barnasmiðjunni að upphæð 100 þús. króna.

Bifhjólasamtök Suðurlands gefa á barnadeild HSu

Bifhjólasamtök Suðurlands, Postularnir, komu færandi hendi á barnadeild HSu þann 28. okt. sl. en þá færðu þeir deildinni sjónvarp með DVD spilara, PSP leikjatölvur, DVD myndir, tölvuleiki og ýmis leikföng fyrir yngstu börnin. Verðmæti gjafanna er um 100 þúsund krónur.

Fjármálaráðherra í heimsókn á HSu

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra heimsótti HSu þ. 25. okt.sl.  Með í för var Böðvar Jónsson, aðstoðarmaður hans.  Ráðherrann átti fund með framkvæmdastjórn HSu þar sem farið var yfir starfsemi og rekstur stofnunarinnar.

Heimsókn heilbrigðisráðherra á Sogn

Nýlega heimsótti  Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra Réttargeðdeildina á Sogni. Með ráðherra í för voru einnig Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri og Leifur Benediktsson, deildarstjóri í ráðuneytinu.

Námskeið í meðferð og flutningi slasaðra á Selfossi

Námskeið í meðhöndlun og flutningi slasaðra (BTLS) var haldið á Selfossi í 4.; 5.; 9. og 13. október  s.l.
Námskeiðið var haldið á vegum Sjúkraflutningaskólans. Umsjónarkennari námskeiðsins var Kristján Sigfússon, bráðatæknir hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Kristján Oddsson ráðinn aðstoðarlandlæknir

Kristján Oddsson, heilsugæslulæknir á Kirkjubæjarklaustri, hefur verið ráðinn aðstoðarlandlæknir í eitt ár frá og með 15. október nk. Svo sem fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Sigurður Guðmundsson landlæknir ráðið sig til starfa í Malaví á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Snæbjörnsdóttur, hjúkrunarfræðingi og framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Framkvæmdir við nýbyggingu hefjast að nýju

Framkvæmdir við nýbyggingu HSu á Selfossi munu hefjast að nýju á næstu dögum.  Sú ákvörðun, sem teknin var fyrr á þessu ári að bæta 3. hæðinni á nýbygginguna, olli því að leggja þurfti talsverða vinnu í hönnun í tengslum við þær breytingar, sem fylgja þessari hækkun á byggingunni.  Samningar við verktaka vegna þessarar stækkunar munu nánast vera í höfn og hefur verktaki fengið heimild til að halda áfram með framkvæmdir. 

Ársskýrsla HSu 2005

Stjórnendur HSu ásamt fulltrúum þingmanna Suðurkjördæmis og SASS á kynningarfundi vegna útgáfu Ársskýrslu HSu fyrir árið 2005.

Torfæruhjólastóll fyrir hreyfihamlaða

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur fengið til afnota torfæruhjólastól sem ætlaður er hreyfihömluðum á öllu Suðurlandi. Stóllinn var keyptur fyrir fé sem safnaðist í fjársöfnun Íþróttasambands fatlaðra og 365 ljósvakamiðla en Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Suðurlandi hefur umsjón með útlánum á stólnum.

Geðlæknir til starfa á HSu

John Donne de Niet, hollenskur geðlæknir hefur hafið störf á HSu. Hann mun starfa í fangelsinu á Litla Hrauni og á Réttargeðdeildinni á Sogni.

Nýr myndfundarbúnaður

Nýr fullkominn myndfundarbúnaður hefur verið tekinn í notkun á HSu. Hann er af gerðinni Polycom VSX 7000 og voru kaupin fjármögnuð úr gjafasjóði stofnunarinnar. Af þessu tilefni var haldinn fundur á HSu og Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í Heilbrigðisráðuneytinu ávarpaði fundinn gegnum fjarfundabúnað.

Ósmekklegt athæfi

Læknaritarar á HSu urðu fyrir heldur óskemmtilegri uppákomu á vinnustað sínum í dag. Mikil reykingalykt gaus upp um miðjan dag á vinnustað þeirra og héldu þær að einhver væri að reykja fyrir utan glugga sem reyndist ekki vera.

Aukning á sjúkraflutningum

Að sögn Ármanns Höskuldssonar umsjónarmanns sjúkraflutninga Árnessýslu hefur mikil aukning  verið á sjúkraflutningum það sem af er árinu.

Tónleikar á Réttargeðdeildinni á Sogni

Í blíðviðrinu sl. þriðjudag (15/8) heimsóttu Sogn tveir þekktir tónlistarmenn og léku fyrir vistmenn og starfsfólk. Þarna voru á ferðinni trúbadorinn JoJo sem leikur á gítar og munnhörpu auk þess að syngja og Guðmundur Steingrímsson „Papa jazz“ sem leikur á trommur.

Nýtt símanúmer læknavaktar HSu

Læknavaktin í Árborg, Flóahreppi, Hveragerði, Þorlákshöfn og Ölfusi hefur fengið nýtt símanúmer.  Símanúmerið er  480 5112.

Gjöf til Sjúkrahúss Suðurlands

Gabríel Werner Guðmundsson Miðengi 18 Selfossi og Arnar Már Guðmundsson Álftarima 4 Selfossi gáfu til Sjúkrahús Suðurlands 760 kr sem safnaðist með sölu járnlistaverka. Heilbrigðisstofnun Suðurlands þakkar þessum duglegu drengjum fyrir framlag þeirra.

Nýr barnalæknir til starfa

Eygló Aradóttir barnalæknir hefur tekið til starfa við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Hún mun sinna móttöku barna með ungbarnavernd á Selfossi og í Hveragerði og er hægt að panta tíma hjá henni fyrir börn til skoðunar í afgreiðslu Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi í síma 480-5100 og í Hveragerði í síma 480-5250.

Pistill lækningaforstjóra HSu

Heilbrigðisstofnun Suðurlands er stofnun sem tók til starfa 1.september árið 2004 og stendur fyrir sameinaðar heilsugæslur og sjúkrahús á Suðurlandi.  Um er að ræða Sjúkrahúsið á Selfossi, heilsugæslustöðvarnar á Selfossi, Þorlákshöfn, Hveragerði, Vík, Kirkjubæjarklaustri, Rangárþingi og Laugarási ásamt því að Heilbrigðisstofnun sér um rekstur á Réttargeðdeildinni á Sogni, hjúkrunarheimilinu Ljósheimum og annast heilbrigðisþjónustu við fanga á Litla Hrauni.

Útifundur í blíðunni

Starfsfólk HSu fundaði úti á svölum í góða veðrinu í gær. Þarna voru fulltrúar í rýnihóp í tengslum við verkefnið „Ráðgjafi að láni“ á vegum Fræðslusetursins Starfsmennt þar sem m.a. er unnin greining á fræðsluþörfum fyrir 5 heilbrigðisstofnanir með áherslu á ófaglærða starfsmenn.

3. hæðinni bætt við nýbyggingu HSu

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur samþykkt, að 3. hæðinni verði bætt við á nýbyggingu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.

Kynningarfyrirlestur um intervision í boði HSu

Intervision – a powerful tool for learning  -Gagnkvæmur skilningur milli samstarfsaðila.

Fyrirlesturinn verður haldinn í húsnæði Svæðisvinnumiðlunar Suðurlands, Austurvegi 56 – 3. hæð Selfossi föstudaginn 5. maí 2006 kl. 14.00.

Ný Björgunarmiðstöð í Árborg

Í gær var tekin fyrsta skóflustungan að nýrri byggingu Björgunarmiðstöðvar Árborgar ehf., sem mun rísa á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg á Selfossi,  vestan við nýbyggingu HSu sem nú er í byggingu. Ennfremur var undirrituð viljayfirlýsing um samstarf Björgunarmiðstöðvarinnar og HSu vegna byggingarinnar.

nfélag Selfoss gefur sjúkralyftu á hjúkrunardeild

Nýlega færði Kvenfélag Selfoss (KS) hjúkrunardeild HSu Ljósheimum að gjöf Marisa sjúkralyftu að verðmæti rúmlega 400 þús. krónur. Sjúkralyfta sem þessi er nauðsynlegt hjálpartæki við flutning einstaklinga sem geta ekki stigið í fæturna eða hjálpað til við að flytja sig á annan hátt s.s.úr/í rúmi/stól eða í bað.

Uppbygging heildrænnar öldrunarþjónustu á Suðurlandi

Nú er að störfum nefnd sem skipuð er af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og var falið að koma með tillögur um uppbyggingu heildrænnar öldrunarþjónustu á Suðurlandi, einkum þeim hluta sem tengist þjónustusvæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, í samvinnu við heimamenn.

Stækkun Réttargeðdeildarinnar á Sogni

Vinnuhópur um uppbyggingu réttargeðdeildarinnar á Sogni, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skipaði í lok október sl.,  hélt fund með starfsmönnum deildarinnar  nýlega til að kynna starf vinnuhópsins og leita eftir hugmyndum starfsmanna varðandi uppbyggingu deildarinnar.

Bergrisinn – viðbúnaður vegna Kötlugoss

Helgina 25-26 mars sl. voru æfð viðbrögð við eldgosi undir Mýrdalsjökli, þ.e. Kötlugosi. Líkt var eftir atburðarás sem menn töldu líklega ef til alvörunnar kæmi. Íbúar í sýslunni þurftu sumir að yfirgefa heimili sín vegna hættu á flóði og voru misfúsir til þess. Bjarga þurfti ferðamönnum sem alltaf eru úti um allar „koppagrundir“ og voru nú í hættu vegna gossins, rafmagns og símasambandslaust var um tíma, öskufall í þorpinu sem hreinsa þurfti o.s.frv. Ímyndaðar uppákomur voru margvíslegar en ekki var sérstaklega látið reyna á heilsugæsluna sem slíka, áherslan var á aðra þætti að þessu sinni.

Fræðslufundur um inflúensufaraldur

Í gær fjölmennti starfsfólk HSu á fræðslufund um inflúensu (fuglaflensu) og varnir gegn henni. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir og Ása St. Atladóttir, hjúkrunarfræðingur, bæði starfsmenn Landlæknisembættisins fræddu starfsfólk HSu um þær ógnir sem stafa af heimsfaraldri inflúensu. Haraldur lýsti áhrifum sem svokölluð spánskaveiki hafði hér á landi árið 1918 og bar saman einkenni hennar og einkenni inflúensu (fuglaflensu H5N1).

Nýtt augnskoðunartæki á Heilsugæslustöðinni í Hveragerði

Heilsugæslustöðin í Hveragerði hefur yfir að ráða gjafasjóði, eins og aðrar Heilsugæslustöðvar innan umdæmis HSu. 
Gjafasjóðurinn er tilkominn vegna styrkja sem velunnarar heilsugæslustöðvarinnar hafa gefið og er nýttur til að auka á öryggi íbúa bæjarfélagsins.

Sjúkraflutningamenn á námskeiði

Nýlega voru sjúkraflutningamenn í Árnessýslu á námskeið í endurlífgun, öndunaraðstoð, uppsetningu æðaleggja, vökvagjöf o.fl.

Heilsueflandi heimsóknir til aldraðra

Á vegum Heilsugæslustöðvar Selfoss eru að hefja heilsueflandi heimsóknir til aldraðra.
Í þessu felst að íbúum 80 ára og eldri sem ekki njóta heimahjúkrunar er boðið upp á heimsókn hjúkrunarfræðings.  Í heimsókninni verður rætt um heilsufar og heilbrigði, vellíðan, öryggi,lífsgæði, samvistir við aðra, tómstundir, o.fl.

Nýr lífsstíll – meðferð fyrir ofþunga

Á heilsugæslustöðinni á Selfossi er boðið upp á stuðning og meðferð fyrir ofþunga einstaklinga sem eru með líkamsþyngdarstuðul yfir 40. Hjúkrunarfræðingarnir Unnur Þormóðsdóttir og Jónína Kristjánsdóttir sem sjá um meðferðina, og með þeim starfar Víiðr Óskarsson, heilsugæslulæknir.

Sýn sjúklings á lækninn sinn

Starf heilsugæslulæknisins er erilsamt og oft erfitt en það eru persónulegu tengslin sem eru svo hrífandi og gera starfið skemmtilegt segir Marianne Brandsson Nielsen heilsugæslulæknir á Selfossi.

Nýr lífsstíll – Stuðnings- og viðtalsmeðferð fyrir ofþunga

Á heilsugæslustöðinni á Selfossi er boðið upp á stuðning og meðferð fyrir ofþunga einstaklinga sem eru með líkamsþyngdarstuðul yfir 40. Hjúkrunarfræðingarnir Unnur Þormóðsdóttir og Jónína Kristjánsdóttir sem sjá um meðferðina, og með þeim starfar Víiðr Óskarsson, heilsugæslulæknir.

Meltingarfærasérfræðingur á HSu

Sigurjón Vilbergsson, sérfræðingur í lyf- og meltingarfærasjúkdómum hefur hafið störf á HSu á Selfossi. Sigurjón er með móttöku á föstudögum og hægt er að bóka tíma í síma 480 5100.

Hildur Thors, heilsugæslulæknir hættir á HSu

Hildur Thors er hætt störfum á Heilsugæslustöð Selfoss frá og með 1. janúar 2006. Hildur hverfur nú til annarra starfa og eru henni hér með færðar þakkir fyrir gott samstarf á undanförnum árum.

Starfslok á HSu

Þessar 4 heiðurskonur eru allar að hætta störfum á HSu eftir margra ára starf.

Litlir jólasveinar á HSu

Sú hefð hefur skapast hér að börn sem fæðast um og eftir jól fá teknar af sér myndir með jólasveinahúfur -og svona líta þau út litlu krílin.

Stafræn myndgreining tekin í notkun á HSu

Samkomulag hefur tekist milli Landspítala – háskólasjúkrahúss og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um myndgreiningarþjónustu og um aukið samstarf á sviði heilbrigðisþjónustu, kennslu og rannsóknum og styrkja þannig heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi.

HSu tekur við sjúkraflutningum 1. jan. nk.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) tekur við sjúkraflutningum í Árnessýslu 1. janúar nk.  Síðustu mánuðina hefur verið unnið að undirbúningi þessara breytinga.  Sjúkraflutingamenn hafa verið ráðnir til starfa og hafa þeir verið í starfskynningu og þjálfun að undanförnu.

Sjúkraflutningar til HSu um áramótin

Um áramótin mun Lögreglan í Árnessýslu láta af sjúkraflutningum í Árnessýslu og Heilbrigðisstofnun Suðurlands taka við. Á sama tíma mun Neyðarlínan, 112 taka við símsvörun og beiðnum um sjúkraflutninga ásamt því að sjá um allar skráningar á sjúkraflutningum inn í sérstakt landskerfi sjúkraflutninga.

Bólusetning gegn hettusótt

Eins og fram hefur komið í farsóttafréttum hafa 73 einstaklingar fengið hettusótt á tímabilinu frá og með maí til og með nóvember 2005.  Einkum eru þetta einstaklingar á aldrinum 20 – 24 ára sem eru að sýkjast en það eru þeir einstaklingar sem misstu af bólusetningu við hettusótt á árunum 1989-1994.

Ár frá því framkvæmdir hófust við nýbygginguna

Nú er rúmlega 1 ár liðið síðan framkvæmdir hófust við nýbyggingu HSu á Selfossi. Að sögn Erlings Ingvarssonar, verkfræðings hjá Verkfræðistofu Suðurlands, þá er uppsteypa hússins í fullum gangi en er talsvert á eftir verkáætlun (ca 2-3 mánuðir).

Vinateppi á sjúkrahúsinu v/Árveg

Starfsmenn sjúkrasviðs HSu v/Árveg gáfu stofnuninni nýlega 3 vinateppi sem komið hefur verið fyrir á gangi sjúkrahússins á 2. hæð. Teppin saumuðu starfsmenn þegar svokölluð vinavika stóð yfir fyrr á árinu.

Breytt lyfjastefna í fangelsinu á Litla Hrauni

Samráðsnefnd um málefni fanga hélt nýlega morgunverðarfund þar sem rædd var áfengis- og vímuefnameðferð í fangelsum. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar frá HSu, HTR, Fangelsismálastofnun ríkisins, Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Þjónustumiðstöð Breiðholts, Landlæknisembættinu, Rauða Krossi Íslands, Lögreglunni í Reykjavík, Fangavarðarfélaginu, Geðvernd, Fangaprestur o.fl.

Kvenfélag Selfoss gefur loftdýnur

Í gær fór fram formleg afhending á tveimur loftdýnum, af gerðinni Paralogis, sem Kvenfélag Selfoss (KS) hefur gefið stofnuninni. Önnur dýnan fór á hjúkrunardeildina á Ljósheimum og hin á legudeild sjúkrahússins v/Árveg.

SSK gefur gjörgæslutæki á fæðingadeildina

Nýlega færði Samband sunnlenskra kvenna fæðingadeild HSu nýtt gjörgæslutæki fyrir nýbura. Tækið er af gerðinni Propaq og er keypt hjá A. Karlssyni. Verðmæti gjafarinnar er kr. 722.903,oo m.vsk.

Fræðslustarf á HSu

Á HSu fer fram mikið fræðslustarf. Í nokkur ár hefur verið samstarf við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri um fræðslu í gegnum fjarfundabúnað. Frá Landspítala háskólasjúkrahúsi hefur einnig verið miðlað fræðsluerindum frá bæði barna- og öldrunarlækningadeild.

Uppbygging á Réttargeðdeildinni á Sogni

Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra heimsótti Sogn nýlega og var viðstaddur er fram fór afhending gjafar úr Kærleikssjóði Sogns. Þá tilkynnti hann að skipaður verði starfshópur til að huga að frekari uppbyggingu á réttargeðdeildinni.

Rósuskjól á Sogni

Þann 26. okt. sl. afhenti Rósa Aðalheiður Georgsdóttir Réttargeðdeildinni að Sogni gróðurhús að gjöf frá Kærleikssjóði Sogns. Rósa beitti sér á sínum tíma fyrir stofnun sjóðsins og er hann í vörslu Landsbanka Íslands sem stutt hefur sjóðinn myndarlega.

Kynning á rafrænni sjúkraskrá

Þann 19. okt. sl. komu fulltrúar frá Heilbrigðisráðuneytinu (HTR) og kynntu rafræna sjúkraskrá fyrir stjórnendum á HSu.

Ársskýrsla HSS 2004

Síðasta Ársskýrsla Heilbrigðisstofnunarinnar Selfossi er komin út. Framvegis verður skýrslan undir merkjum HSu. Hér eru nokkrir fróðleiksmolar úr starfseminni en skýrsluna er hægt að nálgast hér á vefnum (Sjá:Um HSu – Ársskýrslur).

Heimsókn frá Svíþjóð

Starfsmenn heilsugæslustöðvarinnar í Södertelje í Stokkhólmi heimsóttu HSu á Selfossi þann 15. okt. sl.

Fjölgun sérfræðinga á HSu

Þann 1.okt sl. hófu störf á HSu tveir nýir sérfræðilæknar. Aðalsteinn Guðmundsson sérfræðingur í lyflækningum með öldrun sem undirsérgrein og Sigurjón Vilbergsson sérfræðingur í lyflækningum með meltingarsjúkdóma sem undirsérgrein.

Umsjónarmaður sjúkraflutninga

Ármann Höskuldsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður sjúkraflutninga við HSu.frá 1. janúar 2006. Ármann er reyndur sjúkraflutningamaður og með mikla reynslu við björgunarstörf almennt.

Sjúkraflutningar til HSu

Heilbrigðisstofnunin hefur auglýst lausar stöður sjúkraflutningamanna og umsjónarmanns sjúkraflutninga vegna sjúkraflutninga í Árnessýslu frá og með 1. janúar 2006. HSu mun annast sjúkraflutninga í Árnessýslu frá og með næstu áramótum skv. ákvörðun Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis.

Heimsókn landlæknis

Þann 1. september sl. kom Sigurður Guðmundsson, landlæknir ásamt Sigríði Haraldsdóttir, framkvæmdastjóra heilbrigðistölfræðisviðs og Önnu Björgu Aradóttir, yfirhjúkrunarfræðingi embættisins í heimsókn á HSu.

Skipulagsbreytingar á heilsugæslustöð Selfoss

Nú standa yfir skipulagsbreytingar á Heilsugæslustöð Selfoss í tengslum við fjölgun heimilislækna.
Óskar Reykdalsson sem ráðinn hefur verið lækningaforstjóri við HSu mun jafnframt starfa sem heimilislæknir í Hveragerði og hefur öllum hans skjólstæðingum verið úthlutað nýjum heimilislækni.

Heimsókn frá Bretlandi

Sharon Rowe, ljósmæðranemi frá Háskólasjúkrahúsi í London heimsótti fæðingadeild HSu nýlega.

Nýbygging HSu

Framkvæmdir við nýbyggingu HSu ganga almennt séð vel að sögn Guðmundar Hjaltasonar á Verkfræðistofu Suðurlands. Í byrjun verks þegar unnið var við jarðvegsframkvæmdir reyndust aðstæður aðrar en gert hafði verið ráð fyrir.