Ályktun Kvenfélags Selfoss

Ályktun félagsfundar Kvenfélags Selfoss um niðurskurð á þjónustu sjúkrahússins á Selfossi.Félagsfundur Kvenfélags Selfoss haldinn 12. október 2010 mótmælir harðlega boðuðum niðurskurði til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem fram kemur í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2011.

Nú segjum við NEI !!

Samstöðufundur 11. Október klukkan 17.00 – 19.00 við Hótel Selfoss, ármegin.
Mætum öll!

Reiðarslag fyrir stofnunina

Þann 4. okt. var haldinn starfsmannafundur vegna fyrirhugaðs niðurskurðar stjórnvalda samkvæmt fjárlögum 2011. Fundurinn var vel sóttur og kynnti Magnús Skúlason forstjóri málið fyrir starfsmönnum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður 16% niðurskurður á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, eða um 412 milljónir króna, þar af 56,5% á sjúkrahússviði stofnunarinnar. Þetta er gríðarlegt högg á stofnunina og er starfsfólki verulega brugðið, því samkv. þessu myndu nokkuð margir af þeim 240 sem við stofnuna starfa, missa vinnuna. Niðurskurðinn jafngildir þeim fjármunum sem þarf til að starfrækja sjúkra-og fæðingadeildir, skurðstofu og læknisþjónustu sjúkrahússins á ársgrundvelli.

Ályktun Læknaráðs Heilbrigðisstofnunar Suðurlands vegna niðurskurðar á fjárframlögum til HSu á fjárlögum fyrir árið 2011.

Læknaráð HSu mótmælir fyrirhuguðum stórfelldum niðurskurði til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á fjárlagatillögum 2011, en boðað hefur verið að fjárframlög til sjúkrasviðs HSu muni lækka um 412 milljónir króna á næsta ári.


Rekstrarkostnaður sjúkraviðs HSu árið 2010 er ætlaður um 900 milljónir króna og er hlutfall kostnaðar af rekstri sjúkrasviðsins sjálfs vegna legudeilda, skurðstofu og fæðinga rösklega 400 milljónir króna á ársgrundvelli. Afgangur upphæðarinnar fer í rekstur ýmissa stoðdeilda t.d. myndgreiningar og rannsóknarstofu sem af sögulegum ástæðum eru flokkaðar með sjúkrasviði þó megnið af starfsemi þeirra snúi að þjónustu við heilsugæslu.

Áskorun frá stjórn Starfsmannafélags HSu

Stjórn Starfsmannafélags HSu mótmælir harðlega þeim niðurskurði til stofnunarinnar sem fram kemur í drögum að fjarlögum 2011.


Jafnframt skorar stjórnin á sveitarstjórnar- og alþingismenn að beita sér fyrir leiðréttingu þessara mála.


 

Framtíð Björgunarmiðstöðvarinnar tryggð

Þann 16. september sl. undirrituðu Sveitarfélagið Árborg og Íslandsbanki kaupsamning vegna Björgunarmiðstöðvarinnar að Árvegi 1 Selfossi. Þar munu Sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Björgunarfélag Árborgar og Brunavarnir Árnessýslu fá sitt framtíðarhúsnæði. Húsnæðið er ekki fullbúið, en nú verður lagt kapp á að ljúka þar öllum framkvæmdum, svo hægt verði að nýta það að fullu.


Málefni hússins hafa verið mikið í umræðunni undanfarið en bæði Íslandsbanki og Sveitarfélagið Árborg voru sammála um mikilvægi þess að fá niðurstöðu í málið. Sveitarfélagið mun innheimta leigutekjur vegna húsnæðisins og munu þær standa undir afborgunum vegna kaupanna og rekstri hússins .

Tölvusneiðmyndatæki tekið í notkun á Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) er verið að taka í notkun tölvusneiðmyndatæki, sem var keypt fyrir gjafafé frá Líknarsjóði Harðar Þorgeirssonar og Unnar Guðmundsdóttur. Vinna við uppsetningu tækisins og fylgibúnaðar hófst sl. vor og í sumar hefur tækið verið reynslukeyrt og starfsfólk þjálfað. Tækið er af gerðinni General Electric Healthcare LightSpeed – 16 sneiða tölvusneiðmyndatæki fyrir allar almennar tölvusneiðmyndarannsóknir. Það hefur verið í notkun á LSH sl. sex ár.

Opinn fundur um málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og kragasjúkrahúsanna

verður haldinn í Tryggvaskála mánudaginn 16. ágúst kl. 15.00


Tilefni fundarins er skýrsla um endurskipulagningu sjúkrahúsþjónustu á Suðvesturhorninu sem unnin var að tilhlutan Heilbrigðisráðneytisins sl. vetur og úttekt Guðrúnar Bryndísar Karlsdóttu verkfræðings á skýrslunni. Á fundinum mun Guðrún Bryndís gera grein fyrir úttekt sinni og Magnús Skúlason framkvæmdastjóri HSu mun greina frá horfum í rekstri og þjónustu stofnunarinnar í ljósi hugmynda um endurskipulagningu sjúkrahúsþjónustunnar. Heilbrigðisráðherra og þingmönnum Suðurkjördæmisins hefur sérstaklega verið boðið til fundarins.


Fundurinn er öllum opinn.


Samtök sunnlenskra sveitarfélaga

Framkvæmdir á HSu í sumar

Talsverðar framkvæmdir standa nú yfir við húsnæði og lóðir HSu. Á Hellu hafa á sl. ári staðið yfir framkvæmdir við tengibyggingu milli húsnæðis heilsguæslunnar við Suðurlandsveg 3 og verslunar- og skrifstofuhúsnæðis í næsta húsi. Nýr inngangur verður að heilsugæslunni og aðkoma að henni mun betri og þægilegri en áður. Gert er ráð fyrir, að þeim framkvæmdum ljúki í haust.


Á Selfossi er verið að ljúka við malbikun á bílastæðum austan við sjúkrahúsið og næstu daga byrja framkvæmdir við endurnýjun á þaki sjúkrahússins. Búið er að standsetja húsnæði fyrir mun stærri og betri bráðamóttöku og verður starfsemin flutt þangað á næstu dögum. Þá er búið að taka í notkun tölvusneiðmyndatæki, sem keypt var fyrir gjafafé.


Á Hvolsvelli er verið að byrja á malbikun bílastæða við heilsugæsluna, en bílastæði og gangstéttir voru illa farin og hættuleg.


Í Vík og í Laugarási eru að hefjast utanhússviðgerðir á læknisbústöðum vegna leka ofl. skemmda.

Sjúkraflutningar á Suðurlandi með óbreyttum hætti

Sjúkraflutningar á Suðurlandi verða með óbreyttum hætti þrátt fyrir boðaðar verkfallsaðgerðir Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) annast sjúkraflutninga í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu. Boðað verkfall nær ekki til sjúkraflutninga sem HSu annast.

Steinunn Birna Svavarsdóttir, ráðin nýr hjúkrunardeildarstjóri

Steinunn Birna Svavarsdóttir hjúkrunarfræðingur tekur við hjúkrunardeildarstjórastöðunni á Heilsugæslustöð Selfoss frá og með 1. október n.k. í ársleyfi Guðrúnar Kormáksdóttur. Steinunn Birna lauk BSnámi í Hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 2005,Diplomanámi á meistarastigi í heilsugælsuhjúkrunfrá Háskóla íslands 2007 og Mannauðsstjórnun frá Endurmenntun Háskóla íslands2010.Bjóðum við Steinunni Birnu velkomna í starf deildarstjóra og óskum Guðrúnu Kormáksdóttur velfarnaðar í nýju starfi.

Guðrún Kormáksdóttir, ráðin í stöðu deildarstjóra

Guðrún Kormáksdóttir, deildarstjóri á heilsugæslu Selfoss hefur verið ráðin sem deildarstjóri hand- og lyflækningadeildar HSu. Hún var valin úr hópi þriggja umsækjanda um stöðuna. Guðrún hefur starfað við stofnunina frá árinu 1989, á hand- og lyflækningadeild, fæðingadeild og heilsugæslu. Guðrún útskrifaðist úr hjúkrunarfræði árið 1989, lauk embættisprófi í ljósmóðurfræðum árið 2002 og stundar nú meistaranám í hjúkrun við H.Í. Guðrún er boðin velkomin til nýrra starfa innan stofnunarinnar og óskað velfarnaðar í störfum sínum.

Gjafir í Gjafasjóð HSu á árinu 2009

Árlega berast stofnuninni gjafir í formi tækja- og peningaframlaga, bæði frá félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum.


Innan stofnunarinnar eru til gjafasjóðir á eftirtöldum stöðum: Selfossi, Laugarási, Rangárþingi, Vík, Klaustri, Hveragerði og Þorlákshöfn.
Meðferð þessara sjóða og bókfærsla er samkvæmt reglugerð ríkisendurskoðunar.
Beiðni um ráðstöfun úr gjafasjóðum fer fyrir framkvæmdastjórn, sem er ákvörðunaraðili ásamt yfirstjórnendum. Einnig leitar framkvæmdastjórn eftir faglegu áliti lækna- og hjúkrunarráðs ef um ráðstöfun er að ræða fyrir lækninga- og hjúkrunartækjum.
Esther Óskarsdóttir, skrifstofustjóri hefur umsjón með gjafasjóðum stofnunarinnar bæði varðandi samskipti við gefendur, endurgreiðslu á virðisaukaskatti gjafatækja, bókfærslu sjóða og samantekt.


 

Hugsanleg líkamleg áhrif ösku frá eldgosum

Vegna umræðna undanfarið um hugsanleg líkamleg áhrif ösku frá eldgosum vill sóttvarnalæknir upplýsa um eftirfarandi.


Erlendar rannsóknir á einstaklingum sem útsettir hafa verið fyrir miklu öskufalli hafa leitt í ljós að einkum má búast við að sjá bráð einkenni frá öndunarvegum og augum í miklu öskufalli. Þessi einkenni eru einkum erting í slímhúð og augum, þyngsli fyrir brjósti og öndunarerfiðleikar. Einstaklingar með undirliggjandi langvarandi öndunarfærasjúkdóma eins og COPD eru einkum í hættu að fá bráð einkenni og því mikilvægt að þeir taki sín fyrirbyggjandi lyf samviskusamlega.

Bráð áhrif gosösku á heilsufar


 • Um þessar mundir berst aska frá eldgosi í Eyjafjallajökli. Askan er samsett úr fínum ögnum og stærri ögnum. Vindátt og aðrar aðstæður ráða því hvar askan fellur.
  Gosaska getur haft áhrif á fólk en helstu einkenni eru frá:

 

Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga 12. maí

Í tilefni 12.maí alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga ætlum við hjá Suðurlandsdeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ásamt hjúkrunar-og ljósmæðraráði HSu. að bjóða uppá nokkra fyrirlestra flutta af hjúkrunarfræðingum og ljósmóður. 
Fyrirlestrarnir verða haldnir í fundarsal HSu. í nýbyggingu kl: 14-16. 12.maí.

Hjúkrunardeildinni Ljósheimum berst arfur

Þann 29. apríl sl. barst stofnuninni tilkynning um arf frá Þórhalli Guðnasyni til hjúkrunardeildar Ljósheima og reyndist þessi upphæð vera samtals kr. 11.249.442.-
Þórhallur var heimilismaður á Ljósheimum – fæddur 12.sept. 1933 og dáinn 30.maí 2009. Heilbrigðisstofnun Suðurlands þakkar þessa höfðinglegu gjöf.
Blessuð sé minning Þórhalls Guðnasonar.

Gæðadagur HSu 29. apríl sl.

Nýlega var haldinn gæðadagur HSu og er þetta í annað sinn sem slíkt er gert. Aðal viðfangsefni dagsins voru:  •Rannsóknatíðni á HSu, •Viðmið við val á réttum sýklalyfjum, •Ávísanavenjur Sunnlenskra lækna og •Nýjungar í myndgreiningu.


 

Áhrif gosösku á heilsufar

Nú hefur dregið úr öskumyndun í gosinu í Eyjafjallajökli.
Askan er nú grófari en inniheldur meiri flúor. Óljóst er hvort flúor hefur nokkur eituráhrif á menn.
Þórarinn Gíslason, lungnalæknir fór ásamt Þóri B. Kolbeinssyni, yfirlækni heilsugæslu Rangárþings, á öskusvæðið undir Eyjafjöllum og skoðuðu þeir nokkra einstaklinga. Nokkrir einstaklinganna sem voru með undirliggjandi lungnaþembu voru með meiri einkenni en venjulega af sínum lungnasjúkdómi en enginn þeirra var með alvarleg einkenni. Það er því ljóst að bráð eituráhrif af ösku eru óveruleg ef einhver.

Upplýsingar frá Heilsugæslu Rangárþings vegna eldsumbrota í Eyjafjallajökli

Þjónusta læknis og hjúkrunarfræðings er veitt við heilsugæslustöðvarnar á Hellu (sími 4805320) og Hvolsvelli (4805330) á dagvinnutíma og utan þess tíma sinnir vakthafandi læknir bráðatilvikum, sími 4805111


Búið er að opna sérstakan þjónustusíma heilsugæslunnar í Rangárþingi, 8965080, vegna líkamlegrar og andlegrar vanliðan tengd eldgosi. Síminn er opinn milli 8-16 en framvísað á síma RKÍ 1717 utan þess tíma. Í þessu númeri er tekið við beiðnum um þjónustu.


Í íbúamiðstöð að samkomuhúsinu Hvoli Hvolsvelli er hægt að setjast niður í spjall og kaffi. Þar liggja frammi upplýsingar og bæklingar vegna eldgoss og afleiðinga þess og þar er einnig skráðar niður beiðnir um frekari aðstoð.


Að Heimalandi V-Eyjafjöllum er opin íbúamiðstöð kringum hádegið og fram eftir degi. Þar er einnig veitt tímabundið ákveðin þjónusta heilsugæslu og sálfræðiþjónusta en upplýsingar um nánari viðverutíma eru veittar á staðnum og Heilsugæslu Rangárþings.

Starfsmenn kvaddir

Sigríður Bergsteinsdóttir, geislafræðingur og Unnur Zophoníasdóttir, sjúkraliði létu nýlega af störfum við stofnunina. Unnur eftir 26 ára starf við stofnunina en hún varð 70 ára 20. mars sl. Sigríður, geislafræðingur, eftir 23 ára starf við stofnunina en hún varð 69 ára 12. apríl sl. 
Í kveðjuhófi sem haldið var þeim til heiðurs fengu þær afhent falleg armbandsúr sem þakklætisvott fyrir frábær störf og samskipti við stofnunina öll þessi ár.

Heilsugæslan á Selfossi flytur í nýtt húsnæði

Flutningur heilsugæslunnar á Selfossi í nýtt og glæsilegt húsnæði markar tímamót í starfsemi stöðvarinnar. Áralöng bið eftir stærra húsnæði á jarðhæð nýbyggingarinnar við Heilbrigðisstofnun Suðurlands er nú loks á enda og er starfsfólk þakklátt og ánægt með áfangann. Með auknu rými og bættri aðstöðu skapast ný tækifæri í þjónustu við íbúa á Suðurlandi og stefnum við að því að efla hana með ýmsu móti.

Glæsileg aðstaða heilsugæslu og endurhæfingar

Síðari hluti nýrrar viðbyggingar við Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) á Selfossi verður formlega tekinn í notkun í dag. Að lokinni vígsluathöfn fimmtudaginn 8. apríl verður opið hús fyrir almenning til að skoða nýbygginguna frá kl. 16:30 – 18:00.


Með tilkomu nýju byggingarinnar fær heilsugæslan nýtt og mun rúmbetra húsnæði á 1. hæð, endurhæfingaraðstaða verður stórbætt, auk þess sem nýr og stórglæsilegur aðalinngangur og anddyri voru tekin í notkun í ársbyrjun 2008. Þá fjölgaði hjúkrunarrýmum fyrir aldraða úr 26 í 40 á Selfossi, eða um tæp 60%. Unnið er að undirbúningi endurbóta á eldri byggingunni þar sem bætt verður aðstaða fyrir sjúkrahús, sérfræðimóttökur og skrifstofur. Stefnt er að því að hefja nauðsynlegar breytingar á eldri byggingunni næsta haust. 

Uppsagnir sjúkraflutningamanna dregnar til baka

HSu hefur á undanförnum mánuðum unnið að endurskipulagningu og hagræðingu í starfssemi stofnunarinnar. Ein af þeim aðgerðum sem fyrirhugað var að ráðast í var að fækka mönnuðum sjúkrabílum á nóttunni úr 2 í 1. Í þeirri breytingu fólst að segja varð upp 4 sjúkraflutningamönnum og áttu þessar breytingar að taka gildi 1. apríl næstkomandi.

Umsögn Læknaráðs HSu um skýrslu Heilbrigðisráðuneytisins (HR)

Stjórn Læknaráðs HSu hefur kynnt sér ofangreinda skýrslu Heilbrigðisráðuneytisins (frá í nóv/des.2009). Vissulega er um þarfa skýrslu að ræða en við nánari athugun á innihaldi skýrslunnar koma í ljós fjölmörg atriði sem sýna að því miður hefur efni skýrslunnar ekki verið nægilega vel unnið og ekki eru borin saman sambærileg atriði þegar dregnar eru ályktanir. Þetta er mjög miður því lengi hefur verið beðið eftir vandaðri úttekt sem tekur tillit til hvaða heilbrigðisþjónustu er verið að veita á Íslandi og hvernig hægt er að breyta núverandi þjónustu í samræmi við kröfur um nærþjónustu, bættar samgöngur, breytta uppbyggingu og samruna svæða, nútíma faglegar kröfur, væntingar samfélagsins og ekki síst kostnaðarlega hagkvæmni.


 

Nýbygging HSu á Selfossi tilbúin

Framkvæmdum er að ljúka við viðbyggingu HSu á Selfossi. Verktakar eru að ljúka sínum störfum í kjallara í lok vikunnar. Verið er að koma fyrir búnaði á nýju heilsugsæslustöðina á 1. hæð. Í næstu viku fer fram hreingerning í kjallaranum og að því loknu verður búnaði komið fyrir í hinni nýju og glæsilegum aðstöðu fyrir endurhæfingu og ýmsa stoðþjónustu. Stefnt er að því að bjóða starfsfólki að skoða hið nýja húsnæði í lok þessarar viku. Fimmtudaginn 8. apríl verður hið nýja húsnæði síðan formlega tekið í notkun að viðstöddum heilbrigðisráðherra. Gert er ráð fyrir því að þann dag kl. 16:30 – 18 verði hið nýja húsnæði opið fyrir almenning til skoðunar.


 

Kvenfélag Selfoss gefur HSu tæki og búnað

Kvenfélag Selfoss afhenti nýlega stjórnendum HSu veglega gjöf. Um er að ræða peninga sem ætluð er  í kaup á sónartæki að upphæð kr. 250.000, 2 loftdýnur fyrir hand- og lyflæknisdeild sjúkrahússins að verðmæti kr. 423.000 og 2 kort LP12 fyrir hjartasírita sjúkrabifreiðar að verðmæti kr. 200.000.-.

Fossheimar fá gjöf frá Kvenfélagi Eyrarbakka

Nýlega gaf Kvenfélag Eyrarbakka (KE) hjúkrunardeildinni Fossheimum lyfjadælu að andvirði kr. 180.000


Stjórn KE afhenti gjöfina við hátíðlega athöfn áFossheimum og fulltrúar HSu þær Esther Óskarsdóttir, skrifstofustjóri, Ásta Sigríður Sigurðardóttir, deildarstjóri og Sigurbjörg Björgvinsdóttir, aðstoðardeildarstjóri veittu henni viðtöku og afhentu formanni KE, Kristínu Eiríksdóttur þakkar-og viðurkenningarskjal frá stofnuninni. Fulltrúar KE auk formanns voru þær Sigríður Óskarsdóttir, gjaldkeri og meðstjórnendurnir Eygerður Þórisdóttir og Erla Sigurjónsdóttir.


Þess má geta að Kvenfélag Eyrarbakka er 122 ára gamalt, stofnað árið 1888 og 70 konur eru í félaginu.


Gjöf sem þessi kemur sér afskaplega vel fyrir starfsemi deildarinnar og samtímis eflir hún gæði þjónustunnar við sjúklinga og var kvenfélagskonum þökkuð gjöfin og fyrir þann hlýhug sem fylgir.

Samstarfssamningur heilbrigðisstofnana á Suður-og Suðausturlandi

Í dag var undirritaður á Höfn í Hornafirði þjónustusamningur milli Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) og Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands (HSSA) sem felur í sér samstarf um læknisþjónustu, símsvörun og fleiri þætti. Samkvæmt samningnum mun barnalæknir frá HSu starfa á HSSA tvo daga í mánuði. Ennfremur verður HSSA aðili að samningi um símaþjónustu á nóttunni. Frá kl.24:00 til 08:00 verður sameiginleg símsvörun, þar sem hjúkrunarfræðingar vísa símanum áfram til vakthafandi læknis ef þörf er á læknisaðstoð. Allar blóðrannsóknir, sem ekki eru gerðar á Höfn, en hægt er að gera á Rannsóknadeild HSu á Selfossi verða sendar þangað.

Ályktun Starfsmannafélags HSu

Aðalfundur Starfsmannafélags Heilbrigðisstofnunar Suðurlands haldinn á Selfossi þriðjudaginn 23. febrúar s.l. harmar þann niðurskurð sem verið hefur og væntanlegur er á fjárveitingum til stofnunarinnar.


Fundurinn lýsir yfir áhyggjum sínum á að stofnunin geti ekki staðið undir starfsemi sinni og komi þá til uppsagna starfsfólks.

Hafa áhyggjur af niðurskurði og skertri þjónustu HSu

Hjúkrunar- og ljósmæðraráð HSu hefur sent þingmönnum Suðurkjördæmis svohljóðandi bréf:

Efni: Áhyggjur hjúkrunar- og ljósmæðraráðs HSu á niðurskurði og skertri þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.


Að undanförnu hefur mikil umræða farið fram í fjölmiðlum varðandi niðurskurð í heilbrigðisgeiranum og þá skýrslu sem kom út í árslok 2009 “Frá orði til athafna” um greiningu á kostnaði og ábata af tilfærsu verkefna milli sjúkrahúsanna á suðvesturhorni landsins.


Háværar raddir hafa verið um niðurskurð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en hljótt hefur verið um þann niðurskurð sem nú þegar hefur orðið á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, en þar hafa yfirmenn unnið ásamt starfsfólki að því að finna leiðir svo hægt væri að komast hjá því að segja upp fleirra starfsfólki og loka deildum. Ljóst var strax í haust að til að ná fram þessum mikla sparnaði varð að hrinda strax í framkvæmd ákvörðun fyrrum heilbrigðisráðherra og hluta þeirra tillagna sem komu fram í skýrslunni “Frá orði til athafna”.


 

HEIMSFARALDUR INFLÚENSU

 

Faraldur H1N1 Inflúensunnar er núna í rénum. Sóttvarnalæknir hefur sagt frá því ítrekað að um hlé er að ræða og þessi flensa muni stinga sér niður aftur. Til að koma í veg fyrir að flensan nái sér aftur á strik er aðeins eitt gott ráð og það er að bólusetja sig. Þá hefur sóttvarnarlænkir sagt að flensan muni ná öllum, þ.e. þeim sem ekki hafa bólusett sig.

Endurskipulagning sjúkrahúsþjónustu ?Nýútkomin „greining á kostnaði og ábata af tilfærslu verkefna“ milli sjúkrahúsanna á suðvesturhorni landsins hefur verið nokkuð til umfjöllunar að undanförnu. Við kynningu heilbrigðisráðuneytisnins á greiningunni skömmu fyrir jól lagði heilbrigðisráðherra áherslu á, að greiningin væri fyrst og fremst vinnugagn, sem fara þyrfti betur yfir, taka tillit til athugasemda ofl. áður en ráðist yrði í umfangsmiklar breytingar, sem byggðust á niðurstöðum greiningarinnar.


Helstu niðurstöðum þessa vinnugagns hefur verið slegið upp í fjölmiðlum og hagsmunaaðilar nýtt sér þær til að hvetja til fljótfærnislegra breytinga á sjúkrahúsþjónustunni.


 

Jón Ingi sýnir á HSu

Jón Ingi Sigurmundsson er með myndlistarsýningu í anddyri HSu á Selfossi. Jón Ingi er fæddur og uppalinn á Eyrarbakka og hefur starfað sem kennari og kórstjóri á Selfossi í rúm 50 ár. Hann hefur haldið 35 einkasýningar, oftast á Suðurlandi en einnig annars staðar á landinu og í Danmörku. Myndirnar sem nú eru til sýnir eru frá síðustu árum og eru þær til sölu. Nánari upplýsingar má sjá á www.joningi.com

Sunnlendingar ársins á HSu

Hlustendur Suðurlands FM á Selfossi völdu Sunnlending ársins 2009. Fyrir valinu urðu tveir sjúkraflutningamenn hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, þau Hrönn Arnardóttir og Stefán Pétursson fyrir frækilegt afrek sitt í sumarbústað við Flúðir í nóvember þegar þau komu að björgun manns sem fallið hafði niður nokkra metra úr bústaðnum og lent á steypustyrktarjárnum, sem fóru í gegnum hann á nokkrum stöðum.Þau fengu í viðurkenningarskyni gjafakort í Krónunni á Selfossi og blómvendi frá Sjafnarblómum. Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri, Sigrún Jónsdóttir, verslunarstjóri Krónunnar, Hrönn, Stefán og Einar Björnsson, útvarpstjóri Suðurlands FM 963.

 

Frétt fengin úr Dagskránni

Mynd: Magnús Hlynur

Nýársbarnið á HSu

Fyrsta barn ársins sem fæddist á fæðingadeild HSu fæddist þann 2. janúar.
Það var stúlka sem vóg 4795 gr og var 54 cm að lengd.
Foreldrar eru Mekkin Einarsdóttir og Gísli Magnússon, Breiðumörk 26 í Hveragerði.
Stúlkan fékk rauða húfu að gjöf frá kvenfélagskonum í SSK en Kvenfélagasamband Íslands hefur ákveðið í tilefni af 80 ára afmæli sambandsins að gefa öllum börnum sem fæðast á árinu 2010 húfu sem kvenfélagskonur prjóna úr íslensku kambgarni.

Aukið samstarf fæðingadeilda HSu og Fæðingadeildar Landspítalans

Í byrjun árs 2009 sendi Heilbrigðisráðuneytið frá sér tilkynningu um að vöktum fæðingar og svæfingarlækna skyldi hætt á HSu, HSS og SHA. Síðan þá hefur verið unnið að því að reyna að tryggja starfsemina og öryggi íbúa Suðurlands og verðandi mæðra með því að efla samstarfið við LSH . Nú hefur verið undirritað samkomulag þess eðlis. Um er að ræða náið samstarf og verkferla sem eiga að auka á öryggið. Þungaðar konur í áhættuhóp fá ekki að fæða á Selfossi og verður vísað á LSH.

Heilbrigðisráðherra fundaði með starfsmönnum HSu

Heilbrigðisráðherra, Álfheiður Ingadóttir, kynnti hugmyndir um endurskipulagningu sjúkrahúsþjónustu á Suðvesturhorninu á starfsmannafundi HSu á Selfossi 16. desember sl. Verkið var unnið af hópi manna á vegum heilbrigðisráðuneytisins. Margt í niðurstöðum vinnuhópsins bendir til talsverðrar fjárhagslegrar hagkvæmni með tilflutningi verkefna milli sjúkrahúsanna á Suðvesturhorninu. Starfshópurinn gerir engar tillögur í sjálfu sér enda er skýrslan aðeins greining á kostnaði og ábata sem ná mætti með tilfærslu verkefna miðað við tilteknar gefnar forsendur. Ráðherra leggur áherslu á að horfa þurfi til fleiri þátta en þess fjárhagslega, það þurfi að horfa til sjúklinganna, þæginda og velferðar þeirra.  Skýrslu vinnuhópsins má nálgast á vef heilbrigðisráðuneytisins.

ÁFRAM ÖFLUGIR SJÚKRAFLUTNINGAR Á SUÐURLANDI

Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) hefur séð um sjúkraflutninga í Árnessýslu á undanförnum árum, tók við þeim af Lögreglunni í Árnessýslu sem hafði umsjón með þeim áður. Strax þegar HSu tók við sjúkraflutningunum voru ráðnir til starfa 12 sjúkraflutningamenn og einn í fasta afleysingu. Þá var um að ræða verulega aukningu, því lögreglan hafði aðeins haft örfá stöðugildi til þessara verka.


Vaskur hópur sjúkraflutningamanna tók þá til starfa og er augljóst, að með þessari aukningu varð úr mjög öflugt lið sjúkraflutningamanna sem starfa inni á HSu sem heilbrigðisstarfsmenn. Þeirra þáttur í heilbrigðisþjónustu við íbúa á Suðurlandi er því mjög mikilvægur og falla þeir vel inn í starfandi teymi heilbrigðisstarfsmanna á Suðurlandi


 

Ekkert bóluefni til á HSu

Allt bóluefnið sem kom á HSu er nú búið og er ekki væntanleg ný sending fyrr en í janúar. Fólki er bent á að hægt er að hringja og panta tíma 6. janúar 2010.

Sjúkraflutningar í Árnessýslu

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu daga varðandi breytingar á sjúkraflutningum í Árnessýslu telur Heilbrigðisstofnun Suðurlands nauðsynlegt að eftirfarandi upplýsingar komi fram.


Sú næturvakt, sem til stendur að breyta í bakvakt frá og með 1. mars nk., var sett á 1. júní 2008 og hefur því eingöngu verið til staðar í 1 ½ ár. Fram til þess tíma hafði verið mikil fjölgun sjúkraflutninga í nokkur ár og var því talið nauðsynlegt að setja þessa vakt á. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur hins vegar orðið mikil fækkun sjúkraflutninga miðað við sömu mánuði á árinu 2008. Um nætur hefur sjúkraflutningum fækkað um rúmlega 20 % og hafa því verið færri en sömu mánuði á árunum 2007 og 2008. Þessi breyting gaf því fullt tilefni til að færa skipulag sjúkraflutninga í sama horf og var fyrir 1. júní 2008, en þá var þessi þjónusta talin vera til fyrirmyndar og með því besta sem gerðist á landinu.


 

Bólusetning gegn svínainflúensu hefst að nýju !

Bólusetning gegn influensu A (N1H1) hefst aftur 16. desember. Tekið er á móti pöntunum frá þriðjudeginum 15. desember. Næst er svo von á bóluefni 6. janúar og verður það auglýst síðar.

Tekið er á móti pöntunum á öllum okkar heilsugæslustöðvum.

Fæðing, eðlilegasti hlutur í heimi !

Nú um áramótin mun þjónusta fæðingadeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) breytast . Vaktþjónusta fæðingalæknis og svæfingalæknis mun ekki lengur vera fyrir hendi og því munu áhættufæðingar færast yfir á Landspítala Háskólasjúkrahús (LSH). Því munu eingöngu eðlilegar fæðingar fara fram á fæðingadeild HSu. Um 80 % allra fæðinga eru eðlilegar fæðingar þannig að mikil meirihluti fæðandi kvenna mun áfram eiga þessa kost að fæða barnið sitt í notalegu og faglegu umhverfi hjá ljósmæðrum á Suðurlandi.

Nýr hitaskápur gefinn á rannsóknastofu HSu

Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps hefur fært HSu rannsóknastofu nýjan hitaskáp að gjöf, verðmæti um 120 þúsund krónur. Hitaskápur þessi er notaður við bakteríugreiningar. Fulltrúar gefenda, þær Margrét Jónsdóttir, formaður Kvenfélags Gaulverjabæjarhrepps og Guðbjörg Guðmundsdóttir afhentu gjöfina við hátíðlega athöfn. Fulltrúar HSu þau Magnús Skúlason, forstjóri og Esther Óskarsdóttir, skrifstofustjóri veittu gjöfinni viðtöku og afhentu Kolbrúnu Káradóttur, yfirlífeindafræðingi og Stefaníu Geirsdóttir, lífeindafræðingi skápinn til afnota og sagði Kolbrún, um leið og hún veitti gjöfinni viðtöku, að skápurinn kæmi að góðum notum og væri kærkomin gjöf.

Gjafir til kaupa á nýju sónartæki

Samband Sunnlenskra kvenna, Kiwanisklúbburinn Gullfoss, Lionsklúbburinn Emblurnar og Zonta klúbbur Selfoss afhentu nýverið heilbrigðisstofnunni 2,4 milljónir króna til kaupa á nýju sónartæki. Um er að ræða samstarfsverkefni kvenfélaga innan SSK og áðurnefndra 3ja klúbba. Stjónendur HSu, þau Magnús Skúlason, forstjóri og Esther Óskarsdóttir, skrifstofustjóri veittu gjöfinni viðtöku við athöfn á HSu. Við sama tækifæri voru einnig afhentar fleiri gjafir eins og sjá má í fréttum hér á vefnum. Fulltrúar gefenda við þessa athöfn voru Sigríður Jóna Sigurfinnsdóttir, Magðalena Jónsdóttir og Rosemarie Þorleifsdóttir.

Krabbameinsfélag Árnessýslu gefur HSu

Nýlega afhenti Krabbameinsfélag Árnessýslu heilbrigðisstofnuninni peningagjöf að upphæð kr. 700.000 sem framlag félagsmanna vegna kaupa á nýju sónartæki fyrir stofnunina. Forstjóri HSu Magnús Skúlason og Esther Óskarsdóttir, skrifstofustjóri veittu gjöfinni viðtöku en fulltrúar félagsins voru þær Rannveig Árnadóttir og Ingibjörg Jóhannesdóttir

Tafir á bólusetningu vegna svínainflúensunnar

Vegna tafa á afhendingu bóluefnis mun ekki verða hægt að taka á móti tímapöntunum í bólusetningu fyrr en 15.desember n.k.
Ekkert bóluefnin er til sem stendur og ekki von á næsta skammti fyrr en þá og magn óvíst.

Mikið álag á starfsfólk og símkerfi HSu

Gífurlegt álag er á símkerfi og starfsfólk heilsugæslustöðvanna um þessar mundir vegna bókunar í svínaflensubólusetningu (H1N1). Á tímbilinu kl. 8 – 10 í gærmorgun fengu t.d. um 500 manns tíma í bólusetningu á Selfossi og 100 í Þorlákshöfn svo álag er mikið á öllum heilsugæslustöðvum HSu. Þá var álíka fjölda bent á að hafa samband í næstu viku (30/11.) en ekki er til meira bóluefni.


Aukafólk var kallað út til þess að aðstoða móttökuritara en allt kom fyrir ekki og þegar mest var voru upp undir 30 manns á bið í símkerfinu. Margir hafa því þurft að bíða dágóða stund áður en þeir náðu sambandi. Einhverjir hafa sjálfsagt gefist upp á biðinni. Símstöðin stóðst þó þetta mikla álag. Margir komu á heilsugæslustöðvarnar og eðlilega þurfti að sinna þeim líka.


Það eru því vinsamleg tilmæli til íbúa á svæðinu að þeir sýni þolinmæði og skilning meðan þetta ástand varir. Allir starfsmenn HSu reyna að gera sitt besta .

Umboð vegna bólusetningar barna og unglinga < 18 ára

Óskir hafa komið frá heilsugæslustöðvum um að foreldrar/forráðamenn útfylli eyðublað fyrir unglinga <18 ára sem vilja senda börn sín ein í bólusetningu gegn svínainflúensu.


Það er alls ekki svo að unglingar þurfi að mæta með slík undirrituð blöð en meðfylgjandi eru staðlað eyðublað sem nota má í slíkum tilvikum. Vakin er athygli á því að þetta eyðublað má nálgast hér og á http://www.influensa.is/.

Soroptimistar á Suðurlandi gefa börnum gjafir

Fulltrúar Soroptimista á Suðurlandi komu færandi hendi á heilsugæslustöðina á Selfossi.
Um var að ræða verðlaun fyrir börn sem koma í m.a. aðgerð, blóðprufur eða á slysastofu.  Þær komu með sérstaka kassa fyrir verðlaunin og ætla að sjá um að alltaf sé nóg af verðlaunum til fyrir börnin.

Fundur í hjúkrunar- og ljósmæðraráði HSu

Fundur var haldinn í hjúkrunar- og ljósmæðraráði stofnunarinnar þann 12. nóv. sl..
Anna Guðríður Gunnarsdóttir, formaður flutti stutt ávarp og fór yfir starf ráðsins á árinu en hlutverk þess er m.a. að halda slíka fundi. Anna María Snorradóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar sagði frá stöðu mála á HSu en eins og kunnugt er þarf stofnunin að spara umtalsverðar fjárhæðir á þessu og næsta ári. Í lokin kynnti Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, deildarstjóri á hand- og lyflæknissviði, meistaraverkefni sitt sem hún vinnur nú að í framhaldsnámi  við HÍ.

Rannsóknadagur á HSu

Þann 12. nóv. sl. var haldinn á HSu svokallaður rannsóknadagur og er þetta í annað skipti á árinu. Læknar og lífeindafræðingar stofnunarinnar áttu veg og vanda að öllum undirbúningi.


Fengnir voru fyrirlesarar frá Landspítala (LSH) og Landlæknisembættinu, þeir Karl Kristinsson, yfirlæknir á sýkladeild LSH og Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins. Þá var Kolbrún Káradóttir, yfirlífeindafræðingur HSu með erindi þar sem hún kynnti niðurstöður rannsókna síðustu mánaða á HSu.

Annríki á heilsugæslustöðvum

Mikið annríki hefur verið á heilsugæslustöðvum HSu undanfarnar vikur. Bólusettir hafa verið 3200 Sunnlendingar. Fyrstir til að fá bólusetniningu gegn svínainflúensu voru starfsmenn heilbrigðisstofnana. Einnig voru í forgangi ófrískar konur og sjúklingar með undirliggjandi sjúkdóma. Þeir sem tilheyra þeim hópum og ekki hafa fengið bólusetningu eru hvattir til að panta sér tíma sem fyrst.


Sóttvarnalæknir Suðurlands, Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga á HSu hvetur fólk til þess að láta bólusetja sig, þannig er hægt að hefta útbreiðslu sýkingarinnar.


Heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt að ekki þurfi að greiða fyrir bólusetninguna.


Frá og með 16. nóvember getur almenningur byrjað að pantað tíma. Bóluefnið kemur eftir fyrirfram ákveðnu skipulagi og efir því er bókað í tíma. Athugið að það er nauðsynlegt er að panta tíma.

Geðlæknir ráðinn til starfa á HSu

Kjartan J. Kjartansson, geðlæknir hefur verið ráðinn í stöðu geðlæknis á HSu og mun hann sinna geðþjónustu við fangelsið á Litla Hrauni. Kjartan hlaut sérfræðiviðurkenningu í geðlækningum árið 1991 og hefur starfað sem slíkur á Landspítalanum frá þeim tíma og hefur hann m.a. reynslu af störfum með áfallahjálparteymi. Kjartan hefur þegar hafið störf á HSu og er hann boðinn velkominn til starfa. Enginn geðlæknir hefur verið við stofnunina frá því sl. vor.

Ekkert gjald fyrir bólusetningu gegn svínainflúensu

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að bólusetning gegn inflúensu A(H1N1) (svínainflúensa) verði öllum að kostnaðarlausu. Einstaklingar þurfa hvorki að greiða fyrir komu á heilsugæslu eða bóluefnið.

Hvatning til íbúa með undirliggjandi sjúkdóma um bólusetningu v. inflúensu.

Allir þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma eru hvattir til að skrá sig í inflúensubólusetningu á sinni heilsugæslustöð. Vísað er til fyrri auglýsinga um það hverjir það eru þ.e. einstaklingar á öllum aldri með eftirtalda sjúkdóma: 

alvarlega hjartasjúkdóma
alvarlega lungnasjúkdóma þ.á.m astma
sykursýki
alvarlega nýrnabilun
alvarlega lifrarsjúkdóma
tauga- og vöðvasjúkdóma
ónæmisbilun

Einnig eru þungaðar konur og þeir sem þjást af offitu (meira en 40 BMI) hvattir til að mæta í bólulsetningu.

Inflúensubólusetning á HSu

Inflúensubólusetning stendur nú yfir á heilsugæslustöðvum. Opin móttaka er kl.8-9 á morgnana og kl.13-14 e.h., í dag þriðjudag 20.okt, á morgun miðvikudag 21. okt. og fimmtudag 22. október. Eftir það er hægt að fá bólusetningu hjá heimilislækni og/eða hjúkrunarfræðingi.


Ath. að þetta er bólusetning við hinni venjulegu árstíðabundnu inflúensu en ekki við svínainflúensu.

Miklar annir á heilsugæslustöðvum

Miklar annir eru nú á heilsugæslustöðvum vegna inflúensunnar.
Það eru því vinsamleg tilmæli til íbúa á svæðinu að fresta komum á heilsugæsluna ef unnt er.


Rétt er þó að benda á að heilsugæslustöðvarnar eru opnar og að tekið verður á móti öllum sem þangað leita eins og ávallt er gert.

Aðstandendadagur á hjúkrunardeildum HSu

Sunnudaginn 11. okt. 2009 verður aðstandendadagur á Fossheimum og á Ljósheimum.
Á dagskránni verður skemmtiefni með hinni einu og sönnu Hjördísi Geirsdóttur frá Byggðarhorni. Að sjálfsögðu verður einnig boðið upp á kaffi og gott meðlæti. Aðstandendadagarnir eru samstarfsverkefni starfsfólks og Vinafélags Ljósheima og Fossheima. Þessir dagar hafa verið fastur liður í starfsemi vinafélagsins.

Komið og eigið notalega stund með aðstandendum, vinum, starfsmönnum og stjórnarmönnum í Vinafélaginu.

Meltingarlæknir á HSu

Á HSu á Selfossi starfar Sigurjón Vilbergsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum. Hann framkvæmir bæði maga- og ristilspeglanir á sjúkrahúsinu og er hann einnig með móttöku sjúklinga einu sinni í viku. Jafnframt þessu starfar hann á lyflækningadeild sjúkrahússins.


 

Hjartalæknir á HSu

Á HSu starfar Ágúst Örn Sverrisson, sérfræðingur í hjartasjúkdómum en hann er jafnframt yfirlæknir sjúkrasviðs stofnunarinnar. Hann sinnir göngudeild lyflækninga og þar eru gerðar ýmsar rannsóknir á sjúklingum sem grunaðir eru um hjartasjúkdóma eða hafa verið greindir með slíkt.  Má þar nefna áreynslupróf, sólarhrings blóðþrýstingsmælingu, hjartarafritun (Holter) og hjartaómskoðun.


 

Bæklunarlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) og Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa gert samkomulag um, að HSu veiti alhliða göngudeildarþjónustu í bæklunarskurðlækningum. Um er að ræða viðtöl við bæklunarskurðlækna og allar almennar aðgerðir svo sem liðspeglanir, sem ekki krefst innlagnar á sjúkrahús.

Bólusetning við inflúensu H1N1

Sóttvarnarlæknar og lögreglustjórar vinna nú að skipulagningu á bólusetningu vegna H1N1 inflúensunnar sem núna gengur um landið.


Búast má við fyrstu skömmtunum í lok september og þá hefst bólusetningin. Vanda þarf til verks enda jafn viðamikil bólusetning ekki farið fram áður á jafn skömmum tíma.


Á næstu dögum verður gefin út áætlun um það hverjir verða bólusettir. Nýja bóluefnið er keimlíkt bóluefninu við fuglaflensunni og því töluvert notað án þess að nokkur merki um alvarlegar aukaverkanir hafi komið fram. Tugir þúsunda hafa nú þegar verið sprautaðir og gengið vel. Góð vörn myndast af bóluefninu. BÓLUEFNIÐ ER ÞVÍ ÖRUGGT OG ÁRANGURSR’IKT.
Stjórnendur á HSu eru nú að hefja undirbúning á hverjum stað fyrir sig og þá kemur skýrar í ljós hvernig framkvæmdin verður. Aðeins verður bólusett á heilsugæslustöðvum til að hámarka nýtingu efnisins.

Símaþjónusta vegna bráðra veikinda

Við bráð, alvarleg veikindi skal hringja í 112.


Við önnur veikindi vegna inflúensu skal hringja í heilsugæslustöðina á sínu heimasvæði á dagvinnutíma. Eftir dagvinnutíma frá 16:00 til 08:00 virka daga og allan sólarhringinn um helgar er hægt að hringja ýmist í vaktþjónustu viðkomandi landshluta eða Læknavaktina í síma 1770. Læknavaktin er með vaktþjónustu á höfuðborgarsvæðinu en sinnir einnig fyrirspurnum sem berast frá landsbyggðinni.


Hjálparsími Rauða Krossins, 1717, veitir almennar upplýsingar um inflúensu A (H1N1)v, en sóttvarnalæknir hefur annast fræðslu fyrir starfsmenn og sjálfboðaliða Hjálparsímans. Hjálparsíminn er gjaldfrjáls og opinn allan sólarhringinn. Markmið með símsvörun Hjálparsímans er að draga úr almennum ótta og minnka álag á heilbrigðisþjónustuna. Hjálparsíminn svarar ekki fyrirspurnum er varða veikindi þeirra sem hringja eða aðstandenda þeirra, öllum slíkum spurningum verður beint á heilsugæslu viðkomandi svæðis eða Læknavaktina.

Staðfest tilfelli inflúensu A(H1N1)v 19. ágúst 2009

Alls hafa greinst 142 tilfelli með staðfesta inflúensu A(H1N1)v sýkingu á Íslandi samkvæmt upplýsingum frá veirufræðideild Landspítala frá því í maí 2009. Þar af eru 79 karlar og 63 konur. Ekki er vitað um alvarleg veikindi af völdum inflúensu A(H1N1)v veirunnar hérlendis.


Fáir þurfa meðferð. Hlutfallslega færri eru staðfestir með sýkinguna en fyrr en skýrist það að mestu af því að sýni eru ekki lengur tekin úr öllum sem hafa inflúensulík einkenni. Einhver dæmi eru um lungnabólgu í kjölfar sýkingarinnar.

Nýr yfirlæknir á heilsugæslustöðina á Selfossi

Egill Rafn Sigurgeirsson mun að eigin ósk hætta sem yfirlæknir við heilsugæsluna á Selfossi þann 1. september nk.  Egill hefur verið yfirlæknir við heilsugæslustöðina á Selfossi frá 2001. Hann mun áfram starfa sem heimilislæknir og sinna sínum sjúklingum áfram. Framkvæmdastjórn þakkar Agli þáttöku í stjórnun stofnunarinnar þessi ár.


Við starfi hans tekur Arnar Þór Guðmundsson sérfræðingur í heimilislækningum. Arnar hefur starfað við HSu sem sérfræðingur í heimilislækningum frá 2005. Hann útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla Íslands 1996 og var í framhaldsnámi í Svíþjóð  2001-2004. Arnar situr í gæðaráði HSu, greiningarteymi HSu og hefur verið varaformaður Læknaráðs HSu frá 2007.


Framkvæmdastjórn óskar Arnari velfarnaðar í störfum sínum. Hann mun áfram sinna sínum sjúklingum sem fyrr.


 

Inflúensutilfellin orðin 72

Núna í dag hafa greinst 72 einstaklingar með H1N1 inflúensuna.  Enginn er alvarlega veikur og sumir hafa fengið lyfjameðferð en aðrir ekki.


Töluverðar aukaverkanir hafa komið fram við notkun lyfjanna og því mælt með að eingöngu þeir sem veikastir eru taki lyfið.


Einnig hefur komið í ljós að ófrískar konur eru eitthvað viðkvæmari en þær eru ekki taldar vera í meiri áhættu en aðrir  en þó mælt með meðferð með lyfjum ef þær veikjast. Sjá a.ö.l. vef landlæknis: landlaeknir.is

Inflúensutilfellum fjölgar

Nú hafa rúmlega 30 einstaklingar verið staðfestir með inflúensu A H1N1v hér landi. Enginn hefur verið alvarlega veikur og fáir fengið meðferð með veirulyfjum. Búast má við fleiri tilfellum á næstunni. 
Viðbúnaðarstig er óbreytt hér á landi þ.e. ekki er talin þörf á lokunum eða samkomubanni þar sem inflúensan er ekki talin vera það alvarlega að slíkt sé réttlætanlegt.

Nýja inflúensan A(H1N1)v hefur verið staðfest hjá 23 einstaklingum á Íslandi

Síðustu tvo sólarhringana hafa fimm tilfelli verið staðfest á Íslandi af nýju inflúensunni A(H1N1)v og hefur hún því greinst hjá samtals 23 einstaklingum því í maí sl. Um er að ræða 19 ára gamlan bandarískan ferðamann sem kom til landsins 21. júlí sl., 32 ára gamla konu sem hafði umgengist smitaðan einstakling hér á landi, 25 ára gamla konu sem einnig var í nánum tengslum við smitaðan einstakling, 25 ára gamla konu sem hafði umgengist smitaðan einstakling hér á landi og 32 ára gamla konu sem kom frá Bandaríkjunum 16. júlí sl.


Engin þessara fimm sjúklinga var með alvarleg einkenni og eru þeir allir á batavegi.

Inflúensusjúklingar hringi en komi ekki á HSu

Þeim tilmælum er beint til fólks sem er með inflúensulík einkenni að hafa samband símleiðis við stofnunina og koma ekki á heilsugæsluna fyrr en haft hefur verið samband í síma 480 5100 og eftir kl. 18:00 í síma 480 5112.  Þetta er gert af tillitssemi við aðra skjólstæðinga sem ekki eru með inflúensueinkenni og bíða í anddyri eftir afgreiðslu.

Átján manns hafa greinst á Íslandi með nýju inflúensuna A(H1N1)v.

Síðasta sólarhringinn hafa greinst þrjú tilfelli á Íslandi af nýju inflúensunni A(H1N1)v og hefur hún því greinst hjá samtals 18 manns frá því í maí sl. Um er að ræða 24 ára karlmann sem ekki hefur ferðast erlendis og ekki haft tengsl við ferðalanga. Þá greindist inflúensan hjá 54 ára gömlum bandarískum ferðamanni sem kom til landsins 15. júlí sl. og 7 ára gömlum dreng sem kom frá Bretlandi 17. júlí sl. Engin þessara fjögurra sjúklinga var með alvarleg einkenni og eru þeir allir á batavegi. 

Inflúensa – yfirlit – fræðsla


Heimsfaraldur inflúensu
einkennist af nýjum veirustofni sem sýkir stóran hluta mannkyns sem hefur ekki mótefni gegn stofninum. Stærsti vandinn við nýja inflúensuveiru er að enginn hefur komist í kynni við hana áður og því veit enginn hvernig hún hagar sér. Margir gætu smitast og veikst á skömmum tíma með miklu álagi alla þætti samfélagsins og heilbrigðisþjónustuna. Áhrifin geta því orðið umtalsvert meiri en í árlegri inflúensu.

Hér er samantekt Þóris Kolbeinssonar, sóttvarnalæknis austan Þjórsár

Kynning á starfsemi sjúkraflutningamanna 17. júní

Þann 17. júní n.k munu sjúkraflutningamenn HSu vera með kynningu á starfsemi sinni, búnaði sjúkraflutninga og sjúkrabílum. Einnig verður sýnd björgun úr bílflökum í samstarfi við Brunavarnir Árnessýslu. Kynningin verður á planinu við Hótel Selfoss og mun hún standa yfir frá kl: 10:00-12:30.

Frá sóttvarnarlækni Suðurumdæmis

Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni hefur nú lýst yfir heimsfaraldri inflúensu sbr. hjálagt skjal.


Yfirlýsing stofnunarinnar er mikilvæg fyrir bóluefnaframleiðendur sem geta nú einbeitt sér að framleiðslu þeirra.


Stofnunin leggur áherslu á að eins og sakir standa sé ekki tilefni til að loka landamærum eða að hefta alþjóðlega umferð og viðskipti.


Þess í stað skulu þjóðir heims einbeita sér að því að draga úr áhrifum faraldursins með viðeigandi sóttvarnaráðstöfunum.


Sóttvarnalæknir mun funda með almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í fyrramálið, föstudag, þar sem lagt verður mat á yfirlýsingu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Ekki er búist við því að hún hafi áhrif á þá vinnu við viðbragðsáætlun okkar sem fylgt er á íslandi eins og málum er háttað jafnvel þótt farið verði á neyðarstig hér á landi.

Síðustu fréttir af inflúensu A

Rúmlega 18.000 einstaklingar hafa fengið staðfesta sýkingu á heimsvísu en gera má ráð fyrir að þeir séu mun fleiri.
117 einstaklingar hafa látist úr veikinni og flestir þeirra voru með undirliggjandi sjúkdóma. 
Einn einstaklingur hefur verið staðfestur hér á landi með sýkingu. Honum farnaðist vel. 
Fjöldi öndunarfærasýna sem borist hafa veirufræðideild Landspítalans hefur minnkað umtalsvert síðustu daga. Læknar eru hvattir til að senda sýni samkvæmt fyrri leiðbeiningum sóttvarnalæknis. 


 

Myndlist barna í Árborg á HSu

Vor í Árborg teygði sig inn fyrir veggi HSu því nú prýða veggi1. hæðar stofnunarinnar myndir sem börn í leikskólunum Álfheimum og Hulduhólum hafa gert.

Heimsfaraldur inflúensu yfirvofandi.

Fyrir fjórum vikum greindist í Mexíkó nýr stofn inflúensu. Síðan þá hefur þessi veira dreyfst manna í milli og hefur nú greinst í 44 löndum og yfir 12 þúsund tilfelli staðfest. Þar sem um er að ræða nýja stofn er ljóst að enginn hefur mótefni og því geta allir veikst. Einn einstaklingur hefur greinst á Íslandi með þessa tegund inflúensu.


 

Leiðbeiningar til almennings

Fyrsta tilfelli inflúensu A (H1N1) hefur greinst hér á landi.
Eftirfarandi eru leiðbeiningar Landlæknisembættisins til almennings:

Ráðleggingar til einstaklinga með inflúensulík einkenni. Þessar leiðbeiningar gilda eingöngu um sjúklinga með eftirfarandi einkenni:
Inflúensulík einkenni: Hiti yfir 38°C ásamt hósta, hálssærindum og nefrennsli + Náin umgengni við einstakling með staðfesta inflúensu A(H1N1)  eða ferðalag til svæðis þar sem inflúensa hefur greinst. 

Heilbrigðisstarfsmenn HSu frá beinan aðgang að rannsóknarniðurstöðum á LSH

Landspítali og Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafa gert með sér gagnkvæma samninga um rannsóknir, myndgreiningu og samnýtingu upplýsinga. Nýlega samþykkt lög um sjúkraskrár gera þetta samstarf mögulegt og með samningunum verða til dæmis upplýsingar um þær rannsóknir sem sjúklingur hefur farið í aðgengilegri en verið hefur. Við það batnar þjónusta við sjúklinga og minna verður um að endurtaka þurfi rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar.


 

Ný stjórn hjúkrunar- og ljósmæðraráðs HSu

Hjúkrunar- og ljósmæðraráð var stofnað við stofununina þann 19. október 2005.


Á aðalfundi sem haldinn var í maí 2009 voru eftirtaldar kosnar í stjórn og varastjórn: Anna Guðríður Gunnarsdóttir, formaður, Kristín Gunnarsdóttir, varaformaður, Fanney Grétarsdóttir, ritari. Í varastjórn eru: Dröfn Kristmundsdóttir, Ólöf Árnadóttir og Sara Guðmundsdóttir.

Nýr hjúkrunarstjóri í Rangárþingi

<img src='http://hsu.gagnavist.is/wp-content/uploads/2011/05/Ólöf Árnadóttir skólahj fr.JPG' align='left'><P>Arndís Finnsson hjúkrunarstjóri hefur látið af stöfum við heilsugæslustöðina í Rangárþingi. Henni eru þökkuð vel unnin störf og óskað velfarnaðar á þessum tímamótum. Við starfi hjúkrunarstjóra tók <STRONG>Ólöf Árnadóttir</STRONG>, hjúkrunarfræðingur. Hún hefur starfað við heilsugæslustöðina frá því í ársbyrjun 2008. Ólöf lauk námi í hjúkrunarfræði við HÍ &nbsp;2003. <BR>Hún hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeildum í Svíþjóð og Finnlandi og stundar nú&nbsp;nám í stjórnun í heilbrigðisþjónustu við Háskólann á Bifröst. Ólöf er boðin velkomin til starfa við stofnunina.</P>

Inflúensupistill 20. maí 2009

 • Heildarfjöldi greindra tilfella í heiminum er nú 10.215
 • Fréttir um aukinn fjölda innlendra tilfella eru að berast ekki eru merki um stærri innlenda faraldra.
 • Inflúensan virðist væg enn sem komið er.
 • Engin tilfelli hafa greinst hér á landi.
 • Haldinn verður fundur þ. 25.5 í Reykjavík með sóttvarnalæknum umdæma og svæða, og lögreglustjórum þar sem farið verður yfir viðbragsáætlanir og horft til framtíðar (sjá meðfylgjandi dagskrá).
 • Læknar eru áfram hvattir til að senda sýni til veirugreiningar frá einstaklingum með inflúensulík einkenni
 • Nýr yfirlæknir á heilsugæslustöðina í Hveragerði

  Ragnar Victor Gunnarsson, sérfræðingur í heimilislækningum, hefur verið ráðinn yfirlæknir við Hsu, heilsugæslustöðina í Hveragerði frá júnímánuði n.k.. Hann tekur við af Sigurði Baldurssyni, sem hætti nýlega störfum. Ragnar Victor fékk almennt lækningaleyfi 1993 og varð sérfræðingur í heimilislækningum 1998. Hann hefur sérþekkingu á sykursýki og viðurkenningu sem sykursýkifræðingur. Hann hefur starfað við Hsu frá janúar 2003. Áður starfaði hann m.a. í tæp fjögur ár við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þar af um tíma sem yfirlæknir í Grindavík. Núverandi skjólstæðingar hans munu fá nýjan heimilislækni á Selfossi.

  Fréttir af inflúensu


  • Engin tilfelli hafa greinst hér á landi.

  • Tilfellum fjölgar erlendis en engin alvarleg veikindi hafa verið tilkynnt í Evrópu.
  • Veirudeild Landspítalans hefur nú bestu tækni til að greina hina nýju inflúensu A (H1N1)
  • Í dag verður aflétt viðvörun til ferðamanna um að ferðast ekki til Mexíkó að nauðsynjalausu. Engin viðvörun er nú gildi um ferðalög erlendis.
  • Ferðamenn eru hvattir til gæta fyllsta hreinlætis á ferðum sínum erlendis og forðast náið samneyti við veika einstaklinga.
  • Dregið hefur verið úr vaktþjónustu heilbrigðisstarfsmanna í Leifsstöð. Í stað þjónustu í stöðinni þá verður baktvakt til taks ef á þarf að halda. Möguleiki er á að endurvekja vaktþjónustuna með litlum fyrirvara ef þörf krefur.
  • Stefnt er að útgáfu formlegra leiðbeininga til ferðamanna um smitgát fljótlega.

  Fimmtán starfsstúlkur HSu útskrifast frá FnS

  Þann 7. maí sl. útskrifuðust 15 starfsstúlkur á HSu af Fagnámskeiði I sem haldið var á vegum Fræðslunets Suðurlands. Námskeiðið er sérsniðið fyrir starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónusutu og var það 60 tíma langt. Námskeiðið má meta til allt að 5 eininga á framhaldsskólastigi.

  Tilkynning frá sóttvarnalækni


  • Enginn hefur verið greindur hér á landi með inflúensu A (H1N1) og enginn lagður inn á Landspítala með alvarleg inflúensulík einkenni.

  • Faraldurinn er vægur enn sem komið er í löndum utan Mexíkó.

  • Hópútbreiðsla hefur ekki verið staðfest í Evrópulöndum.

  • Viðbúnaðarstig er óbreytt hér á landi.

  • Mælst er til þess að einstaklingar og fyrirtæki birgi sig ekki upp af veirulyfjum því þá aukast líkur á ómarvissri notkun sem aftur leiðir til þess að birgðir klárast fljótt og líkur á ónæmi aukast.

  • Minni enn og aftur á að mælst er til þess að veirulyfjum sé einungis ávísað á veika sjúklinga sem taldir eru af læknum geta verið með inflúensu. Ekki er mælst til fyrirbyggjandi notkunar enn sem komið er.

  • Sóttvarnalæknir sendir út ný tilmæli ef talin verður ástæða til að breyta leiðbeiningum um notkun veirulyfja.

  Tilkynning frá sóttvarnalækni Suðurlands v.svínainflúensu

  Í dag er staðan óbreytt hvað varðar svínainflúensuna nema að hún er að greinast í fleiri löndum. Engin tilfelli verið greind á veirufræðideild LSH og engin grunsamleg og alvarleg tilfelli verið lögð inn á LSH.


  Við erum enn á hættustigi; engin ástæða að sinni til að breyta okkar fyrri áætlunum.


  Fréttir utan úr heimi bendir til að inflúensan hafi dreifst víða um heim en hún viðist í grundvallaratriðum vera væg nema í Mexíkó en þar eru yfirvöld að draga í land með alvarleika sýkingarinnar.


  Það er því engin ástæða til að auka viðbúnaðarstig hér á landi að sinni.


   

  Spurningar og svör um svínainflúensu

  Hvað er svínainflúensa?
  Svínainflúensa er bráð sýking í öndunarvegum svína af völdum inflúensu A veiru. Dánartíðnin er lág í svínum og þau ná sér venjulega á 7–10 dögum frá upphafi veikinda. Þessar veirur er einnig að finna í villtum fuglum, fiðurfé, hestum og mönnum. Svínainflúensa berst afar sjaldan milli dýrategunda. Fram til þessa hafa þrír undirflokkar inflúensu A fundist í svínum, en það eru H1N1, H1N2 og H3N2.


   

  JÁ verk innréttar 1. hæð og kjallara nýbyggingarinnar

  Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) hefur tekið tilboði JÁ – verks í framkvæmdir við að innrétta 1. hæð og kjallara nýbyggingar HSu. Því er kominn á bindandi samningur á grundvelli útboðsgagna FSR og tilboðs JÁ – verks. Allt er tilbúið til að hefja framkvæmdir og er gert ráð fyrir að þær hefjist í byrjun maí. Áætluð verklok eru 15. febrúar 2010.

  Tilkynning um arf til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

  Á árinu 2008 barst bréf frá sýslumanninum á Selfossi dags. 04.04.08. þar sem tilkynnt er að Guðfinna Hannesdóttir, sem lést þann 15. jan. 2008, hafi arfleitt sjúkrahúsið á Selfossi ásamt Gaulverjabæjarkirkju, Blindravinafélaginu í Reykjavík og Landgræðslusjóði ríkisins að öllum sínum eigum, nema það sem tilgreint var í erfðaskránni til Byggðasafnsins á Selfossi.


  Esther Óskarsdóttir, skrifstofustjóri HSu var umboðsaðili erfingja og vann í þessu máli fyrir hönd þeirra. Arfurinn var samtals í peningum kr. 8.305.172.- og hlutur sjúkrahússins var 33.334% eða samtals kr. 2.647.449,oo að frádregnum erfðafjárskatti kr. 120.997,oo.  Arfurinn var greiddur erfingjum 26.mars 2009.


  Guðfinna Hannesdóttir var fædd 28.12.1906. og búsett í Hveragerði. Erfðaskráin var gerð 8.maí 1970. Blessuð sé minning Guðfinnu Hannesdóttur.

  Gjafir til HSu á árinu 2008


  Á árinu 2008 bárust stofnuninni gjafir sem samtals eru að verðmæti 18, 2 milljónir króna.
  Eins og áður þá eru það líknarfélögin á Suðurlandi sem eru tryggir stuðningsaðilar stofnuninnar en einstaklingar gáfu einnig höfðinglegar gjafir á árinu.

  Heilbrigðisstofnun Suðurlands færir gefendum bestu þakkir fyrir höfðinglegar gjafir og ómetanlegt er að eiga slíka stuðningsaðila. Gjafir þessar bera merki um hlýhug og metnað fyrir uppbyggingu stofnunarinnar til þess að veita íbúum Suðurlands sem öruggasta þjónustu. 
  Megi Guðs blessun fylgja þessum félögum og einstaklingum.
   

  Fræðslufundur Vinafélags Ljósheima og Fossheima 29. apríl nk.

  Tilkynning frá Vinafélagi Ljósheima og Fossheima!


  Fræðslufundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 29. apríl 2009 kl. 20:00 í fundarsal HSu í kjallara nýbyggingar.


  Á fundinum ætla þær Jóhanna Valgeirsdóttir og Sigurbjörg Björgvinsdóttir, deildastjórar, að sjá um kynningu á fyrirkomulagi og starfsemi hjúkrunardeildanna.


  Kynning verður einnig á nýrri dagdvöl fyrir heilabilaða, sem verið er að opna á Vallholti 38, en Dögg Káradóttir hefur verið ráðin forstöðumaður. Dögg ásamt Guðlaugu Jónu Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða hjá Sv.fél.Árborg, munu sjá um kynningu á fyrirkomulagi starfseminnar í Vallholtinu.


   

  Breyting á skipulagi sjúkraflutninga í Rangárvallasýslu

  Að undanförnu hefur verið leitað leiða til ná samkomulagi um skipulag sjúkraflutninga í Rangárvallasýslu. Náðst hefur lausn, sem hefur verið kynnt sveitarstjóra Rangárþings eystra, sýslumanni og sjúkraflutningamönnum. Með breytingu á skipulagi sjúkraflutninga er stefnt að þvi, að tryggja gæði þjónustunnar og hún verði helst öflugri en áður.


   

  Landspítali yfirtekur rekstur Sogns


  Frá og með 1. apríl, hefur Landspítali (LSH) umsjón með rekstri Réttargeðdeildarinnar á Sogni. Heilbrigðisstofnun Suðurlands og þar áður Heilbrigðisstofnunin á Selfossi hafa haft umsjón með rekstri deildarinnar síðan hún var stofnuð 1992.


  Heilbrigðsráðuneytið fól LSH að taka formlega við rekstri deildarinnar frá og með 1.apríl. Starfsemi deildarinnar verður áfram á Sogni og starfsmenn verða áfram starfsmenn Réttargeðdeildarinnar. Geðsvið LSH mun hafa yfirumsjón með rekstrinum. Með því skapast meiri möguleikar á samstarfi við geðdeildir LSH og samnýtingu á faglegri þekkingu.


   

  Kvenfélag Hrunamannahrepps gefur Ljósheimum

  Á 25 ára afmæli deildarinnar færði Kvenfélag Hrunamannahrepps deildinni að gjöf leðurklæddan og rafstýrðan hægindastól. Það var formaður kvenfélagsins Anna Ásmundsdóttir sem afhenti gjöfina en einnig var viðstödd Arnfríður Jóhannsdóttir sem situr í stjórn kvenfélagsins. Verðmæti gjafarinnar er um 143 þúsund krónur.


  Það var svo Svava Pálsdóttir, frá Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi sem vígði stólinn en hún er vistmaður á deildinni. Anna María Snorradóttir,  framkvæmdastjóri hjúkrunar og Ásta Oddleifsdóttir, aðstoðardeildarstjóri veittu gjöfinni viðtöku og þökkuðu gefendum.