Forseti Íslands heimsótti Móberg

  Fengum einstaklega ánægjulega heimsókn í gær þann 12. janúar 2023, þegar forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mætti til að horfa á HM handboltaleikinn með íbúum á hjúkrunarheimilinu Móbergi.  Spennandi og skemmtilegur fyrsti leikur íslenska liðsins sem fór með sigur að hólmi og fær liðið baráttukveðjur frá öllum á HSU.  Fengum forsetann til að árita bolta af tilefni heimsóknarinnar og …

Áramótapistill forstjóra HSU

Viðburðarríkt ár en senn á enda og við tekur nýtt ár með nýjum tækifærum. Við árslok er mér efst í huga þakklæti til alls starfsfólks fyrir samstöðu og seiglu. Þótt heimurinn hafi opnast á ný í framhaldi af heimsfaraldri blasa áfram við margvísleg verkefni og er það einlæg von mín að komandi ár færi okkur þá gæfu að mannkyninu takist …

Grímuskylda á starfsstöðvum HSU

Vegna smitsjúkdóma sem nú geisa í samfélaginu er nauðsynlegt fyrir fólk með öndunarfæraeinkenni að BERA GRÍMU á starfsstöðvum HSU.  

Heimsóknarreglur á legudeildum HSU

Vegna veirufaraldra sem nú geisa í samfélaginu hefur verið ákveðið að takmarka tímabundið heimsóknir til sjúklinga við einn gest á heimsóknartíma. Heimsóknargestir eiga að vera með grímu meðan þeir dvelja á deildunum og mega ekki vera með einkenni frá öndunarvegi, þar á meðal flensueinkenni eða kvef. Tilgangurinn með þessum takmörkunum er að draga úr líkum á því að smit berist …

Tónleikar á Móbergi

Það var gleðistund á Móbergi þann 13. desember 2022, en þá komu þau Grétar Örvarsson og Ásta Soffía Þorgeirsdóttir í heimsókn á Móberg Selfossi og léku jólalög í bland við annað, íbúum hjúkrunarheimilisins til mikillar ánægju.  Tónleikarnir voru í boði Vinafélags hjúkrunarheimilana á Selfoss og fyrirtækisins Sets ehf/Röraframleiðsu ehf á Selfossi og fá þau innilegar þakkir fyrir.  

Kvenfélögin á suðurlandi gefa til HSU

Þann 29. nóvember 2022 komu formenn kvenfélaga á suðurlandi ásamt formanni Sambands sunnlenskra kvenna (SSK) í heimsókn á HSU.  Tilefnið var að þakka þeim sérstaklega fyrir gjafir sem þau gáfu á Covid tímabilinu. Í upphafi Covid var mikil óvissa um hvernig allt myndi þróast, hvort rými myndu fyllast og hversu vel við gætum annast veika fólkið okkar.  Erfiðar fregnir bárust …

Nýr aðstoðardeildarstjóri á Lyflækningadeild Selfossi

Guðríður Ester Geirsdóttur hefur verið ráðin sem aðstoðardeildarstjóri á Lyflækningadeildnni á Selfossi. Guðríður er vel að þessu starfi komin, hún er búin að vinna á deildinni síðan júní 2018 en hafði verið þar áður á Fossheimum og Ljósheimum en einnig starfað á Kumbaravogi til margra ára. Guðríður kláraði B.S. í hjúkrunarfræði vorið 2018 og meistaranám í hjúkrunarstjórnun með áherslu á …

HSU heilsueflandi vinnustaður

HSU hefur hefur fengið viðurkenninguna að mega bera titilinn heilsueflandi vinnustaður, samkvæmt Embætti landlæknis. Heilsuefling á vinnustöðum er sameiginlegt verkefni vinnuveitenda, starfsmanna og samfélagsins alls og miðar að því að bæta heilsu og líðan vinnandi fólks. Með heilsueflingu á vinnustöðum er stefnt að því að bæta vinnuskipulag og vinnuumhverfi, hvetja til virkrar þátttöku og stuðla að áframhaldandi þroska einstaklingsins. Heilsueflingu …

Erindi frá HSU á Nýsköpunarmóti

Nýverið var haldið Nýsköpunarmót á vegum Ríkisstjórnar Íslands þar sem Guðný Stella Guðnadóttir, öldrunarlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, var með erindi um Heimaspítala HSU, frumkvöðlaverkefni sem verið er að innleiða um þessar mundir. Heimaspítali er með öðru sniði en heimahjúkrun og snýr að tímabundinni þjónustu sem veitt verður í heimahúsi í þeim tilgangi að fækka innlögnum á sjúkrahús og stytta sjúkrahúsdvöl. …

Samið um fjarheilbrigðisþjónustukerfi og samtengdan búnað

  Þann 22. nóvember 2022 var undirritaður samningur við Öryggsmiðstöð Íslands um kaup á mælitækjum og leigu á hugbúnaði fyrir fjarheilbrigðisþjónustu. Hugbúnaðurinn sem um ræðir kemur frá norsku heilbrigðistæknifyrirtæki og í honum er svokölluð stafræn heilsugátt sem sendir öll gögn í ský og gerir heilbrigðisstarfsfólki HSU kleift að sinna fjareftirliti með sjúklingum t.d. í heimahúsum. Eftirlitinu er sinnt með skjáheimsóknum, …

Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

Í dag þann 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gegn konum og mun átakinu ljúka þann 10. desember, sem er hinn alþjóðlegi mannréttindadagur. Dagsetningar átaksins voru valdar til að tengja á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi.  Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis. HSU er samstarfsaðili Sigurhæða (sértækt úrræði á suðurlandi fyrir konur sem …

Hópur frá Hrafnistu í heimsókn

Þann 14. nóvember 2022 kom hópur frá Hrafnistu í heimsókn til okkar á HSU til að kynna sér málefni HSU í öldrunarmálum og átti fund með hluta framkvæmdastjórnar HSU.  Að fundi loknum var nýja hjúkrunarheimilið Móberg skoðað.  Afar ánægjuleg og skemmtileg heimsókn til okkar á HSU.    

Lionskúbbur Selfoss og Emblurnar gefa til HSU

þann 27. október 2022 afhenti Lionsklúbburinn Embla og Lionsklúbbur Selfoss formlega til Lyflækningadeildar HSU á Selfossi líknarrúm af nýjustu gerð ásamt náttborði, loftdýnu og fleiri fylgihlutum. Heildarandvirði gjafarinnar er 1.725.190.  Rúmið var tekið í notkun núna á haustmánuðum og hefur það nú þegar sannað gildi sitt. Rúmið er svokallað veltirúm sem léttir alla umönnun sjúklings og auðveldar starfsfólki að sinna …

Íbúar að flytja inn á nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi

Heimilismenn eru smátt og smátt að flytja inn í nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi og eru í skýjunum með nýja heimilið sitt enda eru herbergin hálfgerðar svítur. Hjúkrunarheimilið er byggt í hring og þar er pláss fyrir sextíu heimilismenn.. Elsti Sunnlendingurinn, 103 ára kona var meðal fyrstu íbúa inn á heimilið. Nýja hjúkrunarheimilið, sem hefur fengið nafnið Móberg stendur við hliðina …

Heilbrigðisráðherra boðar til lýðheilsuþings

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra boðar til heilbrigðisþings 2022 sem að þessu sinni verður helgað lýðheilsu. Þingið verður haldið 10. nóvember á hótel Hilton Reykjavík Nordica. Þingið er öllum opið en fulltrúar heilbrigðisstofnana, fræðasamfélagsins, sveitarfélaga, skólanna, íþróttahreyfingarinnar og annarra félagasamtaka sem láta sig málið varða eru sérstaklega hvattir til þátttöku. Sjá nánar á stjornarradid.is   Skráning þátttöku á þinginu fer fram …

HSU fær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar var haldin í dag 12. október við hátíðlega athöfn með yfirskriftinni Jafnrétti er ákvörðun.   59 fyrirtæki, 6 sveitarfélög og 11 opinberir aðilar hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA. Á árinu 2022 bættust við 57 nýir þátttakendur í hóp þeirra aðila sem taka þátt í Jafnvægisvoginni.   Frábær árangur á meðal þátttakenda í Jafnvægisvog FKA Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna …

HSU – Framúrskarandi vinnustaður

Nýja hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi opnar á næstu dögum. Vilt þú vinna á framúrskarandi vinnustað? Sjáðu nánar hjá hér https://www.hsu.is/lausar-stodur/   

Sjónlag fjarþjónustuverkefni á sviði augnlækninga á HSU Vestamannaeyjum

Að beiðni HSU var settur upp fullkominn tækjabúnaður á sviði augnlækninga á HSU í Vestmannaeyjum. Sjónlag sér um reksturinn og læknar Sjónlags í Reykjavík þjónusta skjólstæðinga með fjarþjónustu.   Síðla árs 2021 var byrjað að taka á móti fólki í myndatökur á HSU í Vestmannaeyjum.   Skilgreining verkefnis: Augnlækningar fjalla bæði um greiningu, meðferð og eftirlit vegna bráðra augnvandamála og langvarandi …

Aðstandendadagur Vinafélags Ljós- og Fossheima

Þann 09. okt. 2022 kl. 14:00 verður aðstandendadagur  Vinafélagsins fyrir Ljósheima og Fossheima haldinn. Njótum þess að hittast á ný og hafa gaman saman. Dagskrá í léttum dúr og veitingar í boði stjórnar Vinafélagsins.   Komið og eigið notalega stund með aðstandendum, vinum, starfsmönnum og félögum í Vinafélaginu.        

Heilsumolar – myndbönd

SÍBS hefur framleitt örmyndbönd með góðum ráðum um hvað hægt er að gera til að bæta heilsu og líðan. Að taka ábyrgð á eigin heilsu hefst á því að vita hvað er heilsusamlegt.  Myndböndin eru unnin í samstarfi við Embætti landlæknis, Reykjavíkurborg, Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar, Heilsuveru, ÍSÍ, Rauða krossinn og Betri svefn, með styrk frá Lýðheilsusjóði. Myndböndin verða fyrst aðgengileg á íslensku, …

Breytingar á grímuskyldu hjá HSU

Nú þurfa einungis þeir sem eru með einkenni frá öndunarfærum að bera grímur á öllum stöðvum HSU. Það á við um starfsmenn jafnt sem þá sem heimsækja stofnunina.    

Móberg Selfossi – Opið hús

Opið hús verður í Móbergi nýja hjúkrunarheimilinu á Selfossi þann 21. september frá kl. 16:00 – 18:00. Allir velkomnir!    

Hætta hjá HSU eftir samtals 262 ár í starfi

Þann 7. september 2022 var haldið kveðjuhóf hjá HSU á Selfossi fyrir þá starfsmenn sem létu af störfum sl. ár, margir eftir áralangann starfsferil  hjá stofnuninni, allt upp í 47 ár hjá einstakling, en heildarstarfsaldur hópsins telur 262 ár.  Fjórar konur mættu aðrir áttu ekki heimangengt af ýmsum ástæðum.  Öll fengu þau kveðjugjöf frá stofnuninni og þau sem ekki komust fengu …

Heilbrigðisþing 10. nóvember 2022

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að halda heilbrigðisþing 10. nóvember næstkomandi. Þingið verður helgað lýðheilsu með sérstakri áherslu á leiðir til að efla heilsulæsi almennings. Dagskrá þingsins er í mótun og verður kynnt þegar nær dregur en þingið mun standa frá kl. 9 til 16 á hótel Hilton Nordica. Þingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir og þátttakendum að …

Afleiðingar bólgusjúkdóma í meltingarvegi á barnsaldri

Nýverið birtist grein í virtu tímariti meltingalækna „Inflammatory Bowel Diseases“ og einnig sem greinasafn á síðunni Pubmed  https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/35993421/#affiliation-    Vignir Sigurðsson barnalæknir á HSU er einn af höfundum greinarinnar og  vann þessa rannsókn með rannsóknarhópi sem hann starfar með í Gautaborg og birti hópurinn þessar niðurstöður nýlega. Greinin fjallar um hvernig beinabygging og mikróarkitektúr skaddast hjá ungum mönnum sem hafa …

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun gilda frá árinu 2016 – 2030. Markmiðin eru 17 talsins með 169 undirmarkmið sem mynda jafnvægi á milli þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; efnahagslegrar, félagslegrar og umhverfislegrar auk þess að fela í sér meginþemun; mannkynið, jörð, hagsæld, friður og samstarf. Aðalsmerki markmiðanna er jafnframt að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir.     Heimsmarkmiðin eru …

Nýr deildarstjóri hjúkrunardeilda á Selfossi

Unnur Eyjólfsdóttir hefur verið sett sem deildarstjóri á Ljós og Fossheima og Móberg hjúkrunardeildir á HSU Selfossi.   Unnur útskrifaðist frá Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands árið 2008.   Hún hefur jafnframt lokið diplomanámi í Bráðahjúkrun frá H.Í. 2010.   Unnur hefur starfað á Ljósheimum frá því í janúar 2022. Þar á undan starfaði hún í 10 ár við heimahjúkrun í Noregi. …

Láta af störfum hjá HSU

Ólöf Árnadóttir deildarstjóri á Ljós- og Fossheimum og Móbergi hefur nú látið af störfum hjá HSU en hún tók við stöðu Framkvæmdastjóra hjúkrunar á Reykjalundi í júlí s.l. Arna Huld Sigurðurdóttir mun láta af störfum sem deildarstjóri á Sjúkradeildinni í Vestmannaeyjum þann 1. september n.k. en hún mun áfram starfa sem hjúkrunarfræðingur á HSU samhliða því sem hún hefur nám …

Vosbúð nytjamarkaður í Eyjum gefur til HSU

Vosbúð nytjamarkaður færði Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum nýverið peningagjöf að upphæð 200.000 kr. Peningunum mun verða varið í búnað fyrir stofnunina í Vestmanneyjum.  Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Vosbúð gefur til stofnunarinnar og eru forsvarsmönnum nytjamarkaðarins færðar innilegustu þakkir fyrir gjöfina og þann góða hug sem að baki býr.        

Heilbrigðisráðherra í heimsókn á HSU

Þann 16. ágúst 2022 heimsótti heilbrigðisráðherra og starfsfólk frá heilbrigðisráðuneytinu HSU og átti framkvæmdastjórn HSU góðan fund með hópnum. Afar ánægjuleg og gagnleg heimsókn til okkar á HSU. Sjá nánar frétt um heimsóknina á vef stjórnarráðsins        

Nýr deildarstjóri í Vestmannaeyjum

Gyða Arnórsdóttir hefur verið ráðin sem deildarstjóri á Sjúkra- og göngudeild HSU í Vestmannaeyjum. Gyða útskrifaðist frá Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands árið 2001. Hún hefur jafnfram lokið diplomanámi í Bráðahjúkrun frá H.Í. 2021 auk þess er hún langt komin vel á veg diplomanám í krabbameins- og líknandi meðferð. Gyða hefur starfað á Sjúkradeild í Vestmannaeyjum frá 2001 þar og þar af …

Mannauðsráðgjafi hjá HSU

Ingibjörg Rafnsdóttir hefur verið ráðin sem mannauðsráðgjafi við HSU frá 1. ágúst sl. Ingibjörg er fædd árið 1990 og lauk B.A gráðu í Félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2013 og MLM gráðu í Forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2020. Ingibjörg hefur unnið í heilbrigiðsgeiranum frá árinu 2010 og hefur hún fjölþætta reynslu þaðan. …

Staðan á Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Eins og víðar á heilbrigðisstofnunum landsins hefur Heilbrigðisstofnun Suðurlands verið undir miklu álagi í sumar. Útbreiðsla Covid-19 hefur farið vaxandi hér á landi í sumar og hefur það haft áhrif á starfsemi bráðamóttöku, heilsugæslu og legudeilda. Fjöldi ferðamanna hefur jafnframt aukið álagið á starfsemina. Komum á bráðmóttökuna á Selfossi fjölgar stöðugt og má það sama segja um sjúkraflutningana, en við …

Starfsemisupplýsingar HSU, janúar til júní 2022

Starfsemistölur HSU verða nú gerðar aðgengilegar með reglulegum tilkynningum á heimasíðu stofnunarinnar. Tölulegar upplýsingar frá starfseminni verða settar fram á myndrænan hátt.   Starfsemistölur HSU fyrir janúar til júní 2022   Helstu starfsemistölur eru þær að fjöldi dvalardaga á sjúkradeildum stofnunarinnar á tímabilinu janúar til júní fyrir árið 2022 eru 7.499 og er meðalfjöldi legudaga 15.2. Flestir sjúklingar eru lagðir …

Axel Björgvin ráðinn framkvæmdastjóri fjármála

  Axel Björgvin Höskuldsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra fjármála við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Hann tekur við starfinu af Ara Sigurðssyni sem hefur ráðið sig til starfa sem skrifstofustjóri á skrifstofu framkvæmda og eftirfylgni í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Axel var valinn úr hópi fjórtán umsækjenda. Hann er fæddur árið 1985 og lauk B.Sc gráðu í Global Business Engineering árið …

Heilbrigðisstofnun Suðurlands bráðvantar móttökuritara til afleysinga við heilsugæsluna í Vestmannaeyjum

Laust er til umsóknar 50% -75% afleysingastarf móttökuritara við Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum til áramóta 2022. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Möguleiki er á orlofi á ráðningartímabili. Helstu verkefni og ábyrgð Móttaka, afgreiðsla og samskipti við skjólstæðinga. Símsvörun, ýmiss konar umsýsla og skráning gagna auk samskipta við aðrar deildir HSU. Hæfniskröfur Stúdentspróf …

Grímuskylda er tekin upp aftur á HSU frá og með 18.6.2022

Covid-19 faraldurinn hefur verið á undanhaldi síðustu vikur en virðist vera að taka aftur við sér því um 200 ný smit eru nú að greinast daglega innanlands. Inniliggjandi sjúklingum með COVID-19 fjölgar einnig. Vegna þessa teljum við hjá HSU nauðsynlegt að bregðast við með eftirfarandi hætti: Allir stafsmenn og gestir skulu bera grímu á starfsstöðvum HSU frá og með 18.6.22. …

Nýr krabbameinslæknir innan HSU

Hlynur Níels Grímsson krabbameinslæknir hefur hafið störf á HSU Selfossi. Hlynur lauk sérfræðinámi í krabbameinslækningum frá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi árið 2002. Hann lauk diplomanámi Norrænu líknarlækningasamtakanna í líknandi meðferð árið 2005. Að auki hefur hann lokið lokið sérfræðinámi í heimilislækningum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins árið 2021. Hlynur er ekki alveg ókunnugur á Selfossi því hann ólst upp hér fyrsu 6 …

Kvenfélagið Líkn færir HSU og Hraunbúðum gjafir

Þann 8. júní 2022, færði Kvenfélagið Líkn sjúkradeild HSU og Hraunbúðum baðstól, loftdýnur og lífsmarkamæli. Til viðbótar er væntanlegt á næstu dögum heyrnarmælingartæki frá kvenfélaginu Líkn. Heildarverðmæti þessara gjafa er um ein og hálf milljón króna. Undanfarið hefur farið fram fyrirtækjasöfnun og einnig merkjasala hjá kvenfélaginu og vilja Líknarkonur koma áfram þakklæti til allra þeirra sem hafa styrkt þær.   …

Lionsklúbbur Selfoss ásamt ljósmæðrum og hjúkrunarstjóra.

Lionsklúbbur Selfoss gefur HSU nýtt fæðingarúm

  Þann 18. maí 2022 afhenti Lionsklúbbur Selfoss Ljósmæðravakt HSU Selfossi formlega fæðingarúm af nýjustu gerð, ásamt saumaborði. Heildarandvirði gjafarinnar er 2.685.431 kr. Nýja rúmið léttir ljósmæðrum störfin við að aðstoða konur í fæðingu, því rúmið er hægt að hækka og lækka eftir þörfum og er með margskonar nýjungar sem eykur á öryggi og þægindi kvennanna sjálfra í fæðingunni og …

Grímuskyldu aflétt á HSU

Grímuskyldu er aflétt á öllum starfsstöðvum HSU frá og með 19. maí 2022   Tilmæli verða þó um áframhaldandi grímunotkun hjá fólki með öndunarfæraeinkenni sem og hjá starfsfólki sem þeim sinna. Sé einhver grunur er um einkenni sem gætu stafað af covid eða öðrum smitsjúkdómum skal nota grímur.    

Samningur vegna fyrstu viðbragða í alvarlegum slysum/veikindum í Öræfum

Það er mikil ánægja að geta greint frá nýundirrituðum samning milli Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum sem var undirritaður þann 15. maí 2022 og gildir í 2 ár.  Samningur þessi markar tímamót og felur í sér að stofnað hefur verið Vettvangshjálparlið í Öræfum. Nú þegar eru nokkrir meðlimir Björgunarfélagsins Kára með þjálfun í vettvangshjálp og fyrstu hjálp í …

Móberg – nýja hjúkrunarheimilið á Selfossi

Móberg verður nafnið á nýja hjúkrunarheimilinu á Selfossi sem reist hefur verið við hlið Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi og mun stofnunin annast reksturinn á heimilinu. Húsið er allt hið glæsilegasta og verður búið öllu því nýjasta sem hjúkrunarheimili þarf og mun það hýsa 60 einstaklinga.  Kristín Jóna Símonardóttir fangavörður á Selfossi á heiðurinn að nafninu en að hennar sögn fékk hún …

Kveðja og þakklæti frá HSU

Á þessum tímamótum sendum við innilegar þakkir til forsvarsmanna Krónunnar-Rúmfatalagersins (Festis hf.) og Lögmanna Suðurlandi fyrir langlundargeð og þolinmæði fyrir afnot HSU af „Krónukjallaranum“ allan þennan tíma sem sýnatökur hafa staðið yfir.  Allir hagsmunaaðilar í húsinu og Heimir Hjaltason húsvörður fá innilegar þakkir fyrir hjálpina og umburðalyndið. Jóni V. Albertssyni í Laska þökkum við einnig sérstaklega fyrir lán á gámi. …

Breytingar við sýnatökur

Frá og með miðvikudeginum 2. mars verða eftirtaldar breytingar varðandi sýnatökur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands: Sýnatökur í Krónukjallara hætta alveg 2. mars 2022 (síðasti dagur þar er 1. mars). Sýnatökur verða eingöngu í Golfskálanum á Selfossi frá og með 2. mars. Bæði börn og fullorðnir mæta í Golfskálann framvegis. Opnunartími í Golfskálanum er frá kl: 9:00-12:00 alla virka daga. Lokað um …

Staðan á HSU

HSU vill vekja athygli á því að mikið álag er á stofnuninni þessa dagana. Erfiðlega gengur að fullmanna vaktir vegna veikinda starfsmanna. Búið er að hólfaskipta legudeildinni á Selfossi v. COVID  til að aðgreina COVID smitaða sjúklinga frá öðrum sjúklingum og biðjum við fólk um að taka tillit til þess á heimsóknartímum. Þeir sem leita til okkar eftir þjónustu mega …

Nýr kennslustjóri á HSU

Nanna Rún Sigurðardóttir er nýr kennslustjóri á HSU og mun framvegis halda utan um allt læknanám við HSU. Hún tekur við því starfi af Arnari Þór Guðmundssyni yfirlækni heilsugæslunnar á Selfoss sem hefur sinnt því um árabil.  Nanna Rún hefur nýlokið sérnámi í heimilislækningum við heilsugæsluna á Selfossi og hefur verið ráðin áfram sem heimilislæknir við sömu stöð. Alls eru …

Nýr hjúkrunarstjóri heilsugæslu Rangárþings

Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunarstjóri heilsugæslunnar í Rangárþingi frá og með 1. apríl n.k.  Margrét Ýrr útrskifaðist sem hjúkrunarfræðingur 2002 og starfaði nú síðast sem aðstoðardeildarstjóri á blóð- og krabbameinsdeild LSH.  Hún var hjúkrunarforstjóri á hjúkrunarheimilinu Lundi í 15 ár, en samhliða því vann hún í tímavinnu á bráðamóttöku HSU og á bráðamóttöku LSH.  Margrét Ýrr hefur verið …

Breytingar við sýnatökur

Frá 25. febrúar verða eftirtaldar breytingar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands: Hraðpróf í Krónukjallara verða ekki framkvæmd n.k. laugardag 26. febrúar. Mánudaginn 28. febrúar hætta allar sýnatökur í Þorlákshöfn og Rangárþingi. Hraðpróf fyrir 12 ára og yngri og foreldra verða óbreytt í Golfskála, nema hvað sýnatökur hætta þar á laugardögum frá og með 26. febrúar. Þeim sem eiga erindi á bráðamóttöku á …

Breytingar á rannsóknum til greiningar á COVID-19

Ákveðið hefur verið að breyta fyrirkomulagi sýnatökum á Covid-19.  Hámarki á greiningargetu hefur verið náð og bið eftir niðurstöðum orðin of löng til að teljast ásættanleg.   Framvegis verður fyrirkomulagið þannig: Einungis hraðgreiningarpróf verða í boði fyrir almenning. Tíma í hraðgreingarpróf skal panta í gegnum heilsuvera.is Jákvætt hraðgreiningarpróf nægir sem greining á Covid-19. Jákvæð greining í heimaprófi skal staðfest í …

Sýnatökur – breyting vegna veðurs

Sýnatökur færast til kl. 12:00 – 14:00 í dag í Krónukjallara vegna slæms veðurs!   LOKAÐ VERÐUR Í GOLFSKÁLANUM Í DAG. Allar sýnatökur verða í Krónukjallara frá hádegi.        

Nýr yfirlæknir geðlækninga innan HSU

Guðrún Geirsdóttir geðlæknir hefur verið ráðin yfirlæknir geðlækninga innan HSU. Guðrún lauk læknanámi frá Friedrich Schiller Universitat i Jena, í Þýskalandi, og sérnámi í geðlækningum frá LSH 2007. Hún hefur starfað á ýmsum deildum geðsviðs LSH auk þess verið yfirlæknir Geðdeildar á Sjúkrahúsinu á Akureyri í tvö ár. Þá hefur hún einnig rekið eigin læknastofu. Þess ber einnig að geta …

Engar sýnatökur í Þorlákshöfn í dag

Vegna óviðráðanlegra orsaka verða engar sýnatökur í þorlákshöfn í dag 14. febrúar.  Allar sýnatökur verða óbreyttar í Krónukjallaranum og í Golfskálanum á Selfossi.    

Skiptiborð HSU opnar kl. 9:00 þann 7. febrúar

Vegna óveðurs opnar skiptiborð HSU ekki fyrr en kl. 9:00 og öll almenn þjónusta mun liggja niðri til kl. 9:00 þann 7. febrúar. Spáð er aftaka veðri með tilheyrandi ófærð. Biðjumst velvirðingar á þessum breytingum og þeim óþægindum sem það getur haft.        

Breytingar á COVID sýnatökum hjá HSU vegna óveðurs

Vegna óveðursins sem mun ganga yfir allt landið næsta sólarhringinn sjáum við okkur ekki fært að halda úti COVID sýnatökum með óbreyttu sniði mánudaginn 7. febrúar 2022. Sýnatökur falla niður í Þorlákshöfn og í Rangárþingi, en frestast fram til kl. 13 á Selfossi. Þá munu allar sýnatökur fara fram í Krónukjallaranum á milli kl. 13 – 15.  Við biðjumst velvirðingar …

Nýtt bráðaómtæki á bráðamóttöku HSU Selfossi

Nýtt bráðaómtæki hefur verið tekið í notkun á bráðamóttökunni á Selfossi. Ómtækið er kærkomin viðbót fyrir starfsemina og bætir greiningarmöguleika lækna og eykur öryggi starfsmanna og sjúklinga til muna. Tækið er af gerðinni Venue Go og sérstaklega þægilegt í notkun. Eins og sést á myndinni er tækið á hjólastandi en auðvelt er að taka það af standinum og fara með …

Nýja hjúkrunarheimilið á Selfossi

Á komandi vikum opnar glæsilegt hjúkrunarheimili á Selfossi. Hjúkrunarheimilið er skemmtileg viðbót við þau hjúkrunarheimili sem fyrir eru á Suðurlandi. Nýja heimilið er byggt í hring með skjólgóðum garði í miðjunni sem býður upp á skemmtilegt útisvæði. Húsnæðið sjálft er útbúið öllum helstu nútímaþægindum og uppfyllir alla nútímastaðla. Það er því tilhlökkunarefni að bjóða nýjum íbúum velkomna á heimilið. Heilbrigðisstofnun …

Opið hús í barnabólusetningu við Covid-19

Opið hús miðvikudaginn 26. janúar fyrir þau börn sem hafa ekki getað mætt á boðuðum tíma. Kl 19:00-20:00 Bólusett er í Vallaskóla á Selfossi (gengið inn frá Engjavegi til móts við Iðu íþróttahús um austari inngang skólans). Bólusett verður með barnaskammti af bóluefni Pfizer.     Munið að skrá barnið í bólusetningu samkvæmt leiðbeiningum hér að neðan. Hér er netfang …

Heilsueflandi vinnustaður

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur verið skráð til leiks í verkefninu „Heilsueflandi vinnustaður“ á vegum Embætti Landlæknis.   Markmið með verkefninu er að efla enn frekar mannauð allra starfstöðva HSU með bættri heilsu og líðan. Á tímum álags og óvissu er enn mikilvægara en áður að huga að andlegri og líkamlegri heilsu og  viljum við gefa starfsfólki HSU tækifæri og hvatningu til …

Staðan á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum

Starfsemi Hraunbúða er að komast í rétt horf aftur eftir að COVID-19 hópsmit kom upp á heimilinu á öðrum degi jóla. Um leið og COVID smitin voru staðfest var viðbragðsteymi HSU virkjað og fór starfsfólk úr viðbragðsteyminu til Vestmannaeyja til aðstoðar. Með góðu samstarfi viðbragðsteymisins og annarra starfsmanna í Vestmannaeyjum var á skömmum tíma unnt að tryggja öryggi bæði heimilisfólks …

Sýnatökur í Þorlákshöfn – PCR og hraðpróf

Sýnatökur hefjast 14. janúar 2022 í Þorlákshöfn, Ráðhúsið við Hafnarberg sjá kort. (gengið inn að vestan en bílastæði að austanverðu). Framkvæmdar verða PCR sýnartökur og hraðpróf.  Opið verður í skimanir frá kl. 09:00 – 11:00 alla virka daga. Sjá nánar um sýnatökur og aðrar upplýsingar varðandi Covid á heimasíðu HSU    

Lokað á heilsugæslustöðinni á Hellu 12.-14. janúar

Heilsugæslustöðin á Hellu er lokuð út þessa viku, 12. – 14. janúar, vegna Covid 19. Opið er á Heilsugæslustöðinni á Hvolsvelli frá kl. 8:00-15:00.  Sími 432-2700 NEYÐARNÚMER ER 112     Healthcare service in Hella is closed the rest of the week 12. – 14. january. Healthcare in Hvolsvöllur isopen between 8-15.  Telephone 432-2700 EMERGENCY NUMBER IS 112    

Staða sérfræðiþjónustu innan Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU)

Heilbrigðiskerfið er einn af hornsteinum samfélagsins og lögum samkvæmt á grunnheilbrigðisþjónusta að vera tryggð öllum landsmönnum. Það er því áskorun að byggja upp heildrænt heilbrigðiskerfi sem tryggir sjúklingum samfellda þjónustu á réttu þjónustustigi hverju sinni. Í stuttu máli er heilbrigðisþjónustan skilgreind sem þrjú þjónustustig, þar sem heilsugæslan er skilgreind þjónusta á fyrsta stigi, en meira sérhæfðari þjónusta tilheyrir öðru og …

Tímabundið samstarfsverkefni HSU og ÁS í Hveragerði

Í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið hefur verið ákveðið að fara af stað með tímabundið samstarfsverkefni Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU)  og Áss, dvalar- og hjúkrunarheimilisins í Hveragerði. Markmið verkefnisins er að styrkja starfsemi geðhjúkrunarrýma á Ási. Geðheilsuteymi HSU mun veita starfsmönnum á Ási fræðslu og handleiðslu, ásamt því að styðja við heimilisfólkið. Jóna Margrét Ólafsdóttir félagsráðgjafi hefur verið ráðin til starfa hjá HSU …

COVID smit á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum

Staðfest hafa verið Covid smit bæði meðal starfsfólks og heimilisfólks á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum.   Viðbragðsteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) var virkjað um leið og þessar upplýsingar lágu fyrir í gær, þ. 26.12.21. Í morgun fór starfsfólk frá viðbragðsteymi HSU til Vestmannaeyja. Allt hefur gengið eins vel og hægt er að óska sér, en viðbragðsteymið hefur unnið hörðum höndum með …

Sýnatökur – mkilvæg skilaboð

Mikið álag er á HSU vegna fjölda sem kemur í sýnatökur og því er mikilvægt að farið sé eftir þessum tilmælum hér neðar.   Fara í PCR (ekki hraðpróf) sýnatöku í krónukjallarann ef fólk er með einkenni covid. Fara í sýnatöku ef fólk er með minnstu einkenni áður en komið er á HSU. HSU sér ekki um að fara heim …

Símvarsla á HSU Selfossi yfir jól og áramót

  Á HSU Selfossi verður símvarsla sem hér segir yfir hátíðarnar: Aðfangadag 24/12  frá kl. 8:00-14.00 Jóladag 25/12 frá kl. 10:00-14.00 Gamlársdag 31/12 frá kl. 8:00-14.00 Nýársdag 1/1 2022 frá kl. 10:00-14.00   Utan þessa tíma, þessa daga skal hringja í 1700, sé um alvarleg veikindi eða slys að ræða, hringið í 112   Upplýsingar um sýnatökur eða annað varðandi …

Jólapistill forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Brátt verða liðin tvö ár frá því að við hófum baráttuna við COVID-19 með tilheyrandi ráðstöfunum, en það er mikilvægt að við töpum ekki gleðinni og höldum áfram að þroskast og dafna. Á tíma jóla og friðar er gott að vera minntur á mikilvægi samverunnar og að njóta hennar með þeim sem okkur eru kær. Við finnum svo sannarlega fyrir …

Sýnatökur á Hvolsvelli – PCR og hraðpróf

Sýnatökur hefjast í Rangárþingi 21. desember, að Hvolsvegi 31, Hvolsvelli Sjá kort.  Það verður öryggisfyrirtækið Securitas  sem mun sjá um sýnatökurnar undir handleiðslu heilbrigðisstarfsmanna á HSU, eins og verið hefur undanfarið á Selfossi.  Framkvæmdar verða PCR sýnartökur og hraðpróf.  Opið verður í skimanir frá kl. 15:00 – 17:00 alla virka daga. Sjá nánar um sýnatökur og aðrar upplýsingar varðandi Covid …

Fjaraugnlæknaþjónusta í Vestmannaeyjum

Í Vestmannaeyjum er boðið upp á fjaraugnlæknaþjónustu fyrir þá sem vilja koma í augnbotnaskoðun.  Nýr og fullkominn tækjabúnaður er í Vestmannaeyjum, en eins og nafnið segir er þetta fjarlækningaþjónusta og augnlæknir er því ekki staddur í Vestmannaeyjum. Sérþjálfaður starfsmaður í Eyjum tekur myndir sem eru skoðaðar af augnlækni sem staðsettur er í Reykjavík. Einstaklingar með langvarandi augnvandamál geta nýtt sér …

Sýnataka á Selfossi í Krónukjallara

Þar sem fjölgun hefur orðið í sýnatöku hjá gangandi einstaklingum og ástand hefur skapast sem leitt hefur til þess að biðtími þeirra sem koma akandi hefur lengst til muna er því ákveðið að Framvegis verður sýnataka hjá gangandi vegfarendum í krónukjallaranum frá kl 11:00   Milli 9-11 verða því einungis tekin sýni úr bílum. Milli 11-12 verða því tekin sýni …

Skimanir á laugardögum í kjallara Krónunar á Selfossi

  Frá og með 27. nóvember 2021 verður farið að skima bæði hraðpróf og PCR á laugardögum.  Byrjað verður næsta laugardag 27. nóvemer og opnun verður frá kl. 10-13. Laugardagsskimun verður í gangi meðan þörfin kallar á þessa viðbótaropnun og fyrirkomulag hefðbundið eins er á virkum dögum. Allir verða að hafa strikamerki!            

Hvenær og hvaða bóluefni býðst mér

  Þessa dagana standa yfir örvunarbólusetningar vegna COVID 19 sem landsmenn eru hvattir til að nýta sér. Einstaklingar sem fengu Pfizer í fyrstu bólusetningu, fá boð í aðra bólusetningu 3-6 vikum síðar og boð í örvunarbólusetningu, 6 mánuðum frá bólusetningu 2. Einstaklingum 70 ára og eldri býðst þó að koma í örvunarbólusetningu 3 mánuðum eftir bólusetningu 2. Hér fyrir neðan …

Uppfærðar upplýsingar um COVID-19

Upplýsingarnar um COVID-19 undir COVID hnappnum á aðalsíðu hafa verið uppfærðar. Nú eru t.d. komnar þar inn upplýsingar um bólusetningar gegn COVID-19 hjá HSU.