Samstarf um innleiðingu fjarheilbrigðisþjónustu

Í síðustu viku áttu forstjórar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) og Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA), þau Herdís Gunnarsdóttir og Guðjón Hauksson, fund á Kirkjubæjarklaustri. Þar hefur byggst upp mikilvæg þekking og reynsla í tengslum við teymisvinnu milli hjúkrunarfræðings og læknis við faglega úrlausn þeirra erinda sem sjúklingar leita til heilsugæslunnar með. Tilgangur fundarins var að ræða möguleika á samstarfi á sviði heilbrigðisþjónustu með …

Gjöf frá Lionsklúbbnum Suðra

10 október 2017. Enn á ný hafa félagar í Lionsklúbbnum Suðra fært heilsugæslustöðinni í Vík höfðinglegar gjafir.  Um er að ræða tvær lífsmarkastöðvar sem nýtast einstaklega vel í daglegu starfi á heilsugæslustöðinni. Með stöðvunum er á einfaldan og öruggan hátt hægt að mæla; púlshraða, blóðþrýsting, líkamshita og súrefnismettun í blóði. Að auki gaf klúbburinn heilsugæslustöðinni handvirka blóðþrýstingsmæla í ýmsum stærðum …

Gjöf frá Kvenfélaginu Líkn

                  10. október 2017     Í gær veitti framkvæmdastjórn HSU viðtöku höfðinglegri gjöf frá Kvenfélaginu Líkn í Vestamannaeyjum, alls að verðmæti um 10.000.000 kr.    Um er að ræða vöktunartæki fyrir lífsmörk sjúklinga, ásamt varðstöð, sem er gjöf til sjúkradeildar Sjúkrahússins í Vestmannaeyjum. Tækin samanstanda af vöktunarstöðvum sem auðvelda fagfólki sjúkrahússins …

Sérmerktir forgangsakstursbílar hjá HSU

Heilbrigðisstofnun Suðurlands gerði nýverið langtíma samning við Bílaleigu Akureyrar um leigu á 16 bílum til afnota fyrir stofnunina og endurnýjaði þar með allan bílaflota sinn. Flestir bílarnir eru af gerðinni Kia Ceed og Toyota Rav 4, auk tveggja annarra bíla.  Bílarnir hafa allir verið merktir stofnunni með áberandi hætti og sá SB skiltagerð í Þorlákshöfn um það. Þrír af þessum …

Heimsókn frá heilbrigðisyfirvöldum í Póllandi

Í lok október kom sendinefnd frá heilbrigðisyfirvöldum Póllandi í heimsókn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.  Heimsóknin var á vegum Velferðaráðuneytisins.  Að ósk þeirra var farið með gestina á stofnun utan höfuðborgarsvæðisins því áhugi var fyrir því að fræðast um og skoða starfsemi slíkrar stofnunar og varð HSU fyrir valinu.  Hópurinn hitti framkvæmdastjórn HSU og fékk kynningu á stofnunni, skipulagi og umfangi starfseminnar …

Föstudagspistill forstjóra

29. september 2017   Ágætu samstarfsmenn.   Frávik og uppákomur í samgöngumálum á Suðurlandi hafa sett mark sitt á vikuna sem nú er að líða.  Ég hef áður líst því áliti mínu að samgöngumál er stór áhrifaþáttur þegar kemur að því að mæla og skoða áhrif á heilbrigðisþjónustu. Nú í þessari viku hafa megin samgönguæðar lokast á Suðurlandi, bæði um …

Myndgreiningardeild HSU lokar að hluta 9.-23. okt.

  Röskun verður á starfsemi myndgreiningardeildar HSU á Selfossi. Yfirstandandi breytingar á húsnæði HSU á Selfossi munu hafa áhrif á starfsemi myndgreiningadeildar (röntgen- og tölvusneiðmyndarannsóknir) á næstu vikum. Skipulagning og hraði framkvæmda hefur miðað við að lágmarka rask en búast má við að almennar röntgenmyndatökur liggi niðri í um 2 vikur á tímabilinu 9.-23.10. n.k. en á sama tíma verður …

Ársfundur HSU

Fimmtudaginn 21. september 2017 var fyrsti ársfundur sameinaðar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands haldinn hjá HSU á Selfossi.  Cecilie B. H. Björgvinsdóttir mannauðsstjóri HSU var fundarstjóri og setti fundinn. Fyrst til máls tók forstjóri HSU Herdís Gunnarsdóttir og fór yfir þann gríðargóða árangur sem náðist í rekstri stofnunarinnar frá sameiningu í samhengi við þær áskoranir sem eru í rekstrinum.  Fram kom í máli …

Bólusetningar á HSU

Mistök urðu við gerð auglýsingarinnar að Hvolsvöllur var ekki tilgreindur sérstaklega með í upptalningu.  Það hefur nú verið leiðrétt og biðjumst við innilegrar velvirðingar á þessum mistökum.  Að sjálfsögðu fá íbúar á Hvolsvelli einnig sinn tíma í bólusetningar.  

Tímabundnar lokanir á myndgreiningadeild HSU á Selfossi

Vegna yfirstandandi breytinga á húsnæði HSU á Selfossi mun starfsemi rannsóknarstofu í lífefnafræði flytjast niður á jarðhæð tímabundið.   Innan skamms þarf að loka tímabundið starfsemi myndgreiningadeildar á Selfossi vegna framkvæmda og verður það tilkynnt nánar þegar nákvæmari dagsetningar liggja fyrir.  Meðan á lokun stendur  er ráðgert að röntgenrannsóknir liggja niðri í um 2 vikur en þá verður tölvusneiðmyndatækið í …

Gjöf frá Oddfellow stúkunum Þóru og Hásteini

Í dag veitti framkvæmdastjórn HSU viðtöku höfðinglegri gjöf frá Oddfellowstúkun um Þóru og Hásteini að verðmæti 10.000.000 kr.  Um er að ræða vöktunartæki fyrir lífsmörk sjúklinga, ásamt varðstöð, sem er gjöf til lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Selfossi. Tækin samanstanda af sex vöktunarstöðvum sem auðvelda fagfólki sjúkrahússins að fylgjast af betri nákvæmni og öryggi með ástandi sjúklinga.  Tvö tækjanna eru svo kölluð …

Föstudagspistill forstjóra

25. ágúst 2017     Kæra samstarfsfólk.   Mikið og vaxandi álag hefur verið hjá okkur á HSU á þessu ári. Starfsemin hjá okkur á hefur samt sem áður í heildina gengið mjög vel.  Afar vel gekk að ráða í afleysingarstöður á starfstöðvum okkar um Suðurlandið.  Ég hef gert mér ferð til að hitta starfsfólk og stjórnendur nú í lok …

Vel heppnuð síðsumarsferð Foss- og Ljósheima

Þann 24. ágúst s.l. var árleg síðsumarferð Foss- og Ljósheima og tóku tæplega 60 manns þátt, heimilismenn, aðstandendur og starfsmenn. Að þessu sinni var farið að Friðheimum í Reykholti. Við komuna að Friðarstöðum var kynning á starfseminni þar. Eftir fróðlegan fyrirlestur var sest til borðs þar sem í boði voru veitingar úr  framleiðslu staðarins, tómatsúpa og tilheyrandi. Að loknum kaffisopa …

Starfsemi í fjöldahjálparstöð að ljúka

Allir þeir sem veiktust af nóroveiru á útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni hafa nú verið útskrifaðir úr fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði og henni lokað. Þar er nú unnið að sótthreinsun og standa vonir til að þeirri vinnu ljúki eigi síðar en á morgun mánudag. Fulltrúar viðbragðsaðila funduðu í Hveragerði kl. 10:00 og munu nú taka saman greinargerð um aðkomu síns fólks og …

Fréttir af fjöldahjálparstöð í Hveragerði

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var opnuð fjöldahjálparstöð í Grunnskólanum í Hveragerði í fyrrakvöld vegna Nóroveirusýkingar sem kom upp á Úlfljótsvatni. 181 einstaklingur var fluttur í fjöldahjálparstöðina. Var um að ræða skátahópa frá Bretlandseyjum og Bandaríkjunum auk starfsfólks á Úlfljótsvatni. Stöðufundur fulltrúa viðbragðsaðila var haldinn í Hveragerði kl. 10 í dag. Fram kom að dregið hefur verulega úr …

Nóroveira sökudólgur bráðra veikinda skáta á Úlfljótsvatni

Staðfest hefur verið að sýkinging sem kom upp meðal skáta á Úlfljótsvatni í gær er magapest af ætt Nóroveira.  Vinna í fjöldahjálparstöð sem komið var á í Grunnskólanum í Hveragerði hefur gengið vel og virðist sýkingin nú í rénun.  Sex eru enn veikir og munu hjúkrunarfræðingar af Bráðamóttöku HSU á Selfossi áfram sinna þeim og læknar vera til taks verði …

Viðbragðsstjórn HSU virkjuð og fjöldahjálpastöð opnuð í Hveragerði

Alvarleg veikindi komu upp í sumarbúðum Skáta á Úlfljótsvatni og var kallað eftir aðstoð hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á níunda tímanum í gærkveldi.  Læknir og sjúkraflutningalið frá HSU var sent á vettvang á Úlfljótsvatni til að kanna aðstæður strax í gærkveldi.  Þar dvöldu um 175 manns, að mestu leyti börn og ungmenni á aldrinum 10-25 ára, sem eru erlendir gestir hérlendis. …

Viðbragðsstjórn HSU virkjuð og fjöldahjálpastöð opnuð í Hveragerði

Alvarleg veikindi komu upp í sumarbúðum Skáta á Úlfljótsvatni og var kallað eftir aðstoð hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á níunda tímanum í gærkveldi.  Læknir og sjúkraflutningalið frá HSU var sent á vettvang á Úlfljótsvatni til að kanna aðstæður strax í gærkveldi.  Þar dvöldu um 175 manns, að mestu leyti börn og ungmenni á aldrinum 10-25 ára, sem eru erlendir gestir hérlendis. …

HSU endurnýjar alla bíla stofnunarinnar

Nýverið gerði Heilbrigðisstofnun Suðurlands langtíma samning við Bílaleigu Akureyrar um leigu á 16 bílum til afnota fyrir stofnunina og endurnýjaði þar með allan bílaflota sinn. Flestir bílarnir eru af gerðinni Kia Ceed og Toyota Rav 4, auk tveggja annarra bíla.  Bílarnir hafa allir verið merktir stofnunni með áberandi hætti og sá SB skiltagerð í Þorlákshöfn um það.  Núverandi bílar leysa …

Forseti Íslands og heilbrigðisráðherra í Laugarási

                    Í dag föstudaginn 9. júní var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands ásamt forsetafrú á ferð um Bláskógarbyggð og kom við á nokkrum stöðum og þar á meðal heimsótti hann heilsugæslustöðina í Laugarási.  Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, Helgi Kjartansson oddviti, Valtýr Valtýsson sveitastjóri, Herdísi Gunnarsdóttur forstjóra HSU og framkvæmdastjórn HSU og starfsfólk …

Föstudagspistill forstjóra

2. júní 2017     Kæra samstarfsfólk. Rekstur HSU á fyrstu þremur mánuðum ársins 2017 var í samræmi við fjárhagsáætlun þegar stofnun í heild er skoðuð. Rekstur er þó nú í apríl og maí að sigla fram úr rekstraáætlunum og skýrist það af stærstum hluta af ófjármögnuðum en óhjákvæmilegum eignakaupum og launakostnaði vegna ört vaxandi verkefna og mikilla veikinda starfsfólks …

Kvenfélag Hvammshrepps gefur til HSU í Vík

Á dögunum færðu konur frá Kvenfélagi Hvammshrepps, heilsugæslustöðinni í Vík, góðar gjafir. Um er að ræða ungbarnavog, augn- og eyrnaskoðunartæki með auka eyrnaskoðunarhaus og leikföng á biðstofu stöðvarinnar. Helga Þorbergsdóttir hjúkrunarstjóri veitti gjöfunum viðtöku og nefndi þá meðal annars að kraftur og áhugi íbúanna á starfsemi stöðvarinnar væri ómetanlegur og t.d. væru flest lækningatæki stöðvarinnar til komin vegna gjafa frá …

Gustur prufukeyrður útivið

Rafknúna farþegahjólið sem hjúkrunardeildirnar Foss- og Ljósheimar fengu nýlega hefur fengið nafnið Gustur.  Hjólið er hluti af alþjóðlegu verkefni „Hjólað óháð aldri.  Á HSU var haldin nafnasamkeppni og þangað komu inn nokkrar tillögur að þessu nafni sem varð fyrir valinu. Vel heppnað hjólaranámskeið var síðan haldið í dag á HSU, þar sem sjálfboðaliðum var kennt að hjóla með farþega á …

Nýr hjúkrunardeildarstjóri Ljós- og Fossheima

Guðlaug Einarsdóttir, settur hjúkrunardeildarstjóri, hefur verið ráðin í stöðu hjúkrunardeildarstjóra á hjúkrunardeildum HSU á Selfossi, Ljósheimum og Fossheimum frá 1. júní 2016 úr hópi tveggja umsækjenda.  Guðlaug er fædd árið 1969. Guðlaug lauk námi í hjúkrunarfræði frá Hí árið 1994, embættisprófi í ljósmóðurfræði frá H.Í. 1998, MPM námi frá Verkfræðideild H.Í. 2011 og Diplómanámi í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í …

Hjólað óháð aldri! HJÓLARANÁMSKEIÐ.

                    Nýverið barst hjúkrunardeildunum Foss-og Ljósheimum hjól að gjöf frá Styrktar- og gjafasjóði HSU. Hjólið er rafknúið og sérsmíðað fyrir tvo farþega ásamt hjólreiðarmanni og er hluti af alþjóðlega verkefninu Hjólað óháð aldri.   Verkefnið, Hjólað óháð aldri, er samfélagsverkefni þar sem sjálfboðaliðum gefst kostur á að bjóða heimilismönnum Foss- og …

Alþjóðlegur dagur hjúkrunar

12. maí 2017 Kæru hjúkrunarfræðingar og kollegar og samstarfsfólk. Ég óska ykkur öllum innilega til hamingju  með daginn.  Við hjúkrunarfræðingar höldum árlega upp á dag formóður hjúkrunar, Florence Nightengale sem fæddist þennan dag árið 1820.  Hún var mikill frumkvöðull á sínu sviði og vann að framgangi hjúkrunar við oft mjög erfiðar aðstæður.  Um leið sá hún tækifæri til framfara en …

Heimsókn ráðherra

Heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, heimsótti nú í vikunni HSU á Selfossi , ásamt föruneyti úr ráðuneytinu. Saman áttum við góðan hálfs dags fund. Á fundinum var farið yfir starfsemi og rekstur HSU, fjárfestingaþörf fyrir búnað og lækningatæki og mönnun á stofnuninni.  Rætt var um gífurlega aukningu á svæðinu í tengslum við bráðamóttöku og  sjúkraflutninga. Farið var yfir málefni allra sviða, farið …

Alþjóðardagur hjúkrunarfræðinga 12. maí

Í tilefni dagsins verður málstofa í matsal HSu frá kl 13:15. Léttar veitingar í boði Hsu eftir fyrirlestrana Fyrirlesarar verða: Sólveig Gunnarsdóttir Íbúar á íslenskum hjúkrunarheimilum með hegðunarvandamál: Tíðni og tengsl við vitræna skerðingu, þunglyndi, verki, virkni og notkun fjötra Sólrún Auðbertsdóttir „Að vera í takt við samfélagið en samt að sýna festu“ : áherslur viðbragðsaðila í samskiptum og samvinnu vegna …

Pistill á föstudaginn langa

              Kæra samstarfsfólk. Þegar ég ólst upp var föstudagurinn langi frábrugðinn öðrum dögum að því leyti að ýmsir hversdagslegir hlutir voru lagðir til hliðar til að virða helgi dagsins. Oftast var þó tækifærið nýtt til að njóta útveru eða fara á skíði. Í minningunni var oftast allt á kafi í snjó þar sem ég …

Ný stjórn Vinafélags Foss- og Ljósheima

Þann 2. apríl s.l. var aðalfundur Vinafélags Foss- og Ljósheima haldinn. Félagið hefur verið starfrækt í 13 ár og starfar í nánu samstarfi við stjórnendur hjúkrunardeilda HSU og fjölgar félagsmönnum stöðugt.  Á aðalfundinum var ársskýrla félagsins birt og hana má finna HÉR í heild sinni, einnig var ný stjórn skipuð og í henni sitja: Birgir Jónsson, formaður og Esther Óskarsdóttir, gjaldker, …

Þreföld aukning á komufjölda ferðamanna á HSU!

Rúmlega tvöfalt fleiri ferðamenn leituðu til heilbrigðisþjónustu hér á landi í fyrra samanborið við árið 2009. Alls komu 14.543 ferðamenn á heilbrigðisstofnanir hérlendis í fyrra en þeir voru 5.914 árið 2009. Þetta er meðal þess sem lesa má úr svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Hönnu Katrínar Friðriksson, þingmanns Viðreisnar. Á tímabilinu má sjá að aukningin er mest á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þangað …

Lionsklúbburinn Geysir gefur til heilsugæslunnar í Laugarási

Nýverið komu menn í Lionsklúbbnum Geysi í heimsókn á heilsugæslustöðina í Laugarási.  Meðferðis höfðu þeir nýtt og fullkomið hjartaritstæki og færðu heilsugæslunni að gjöf. Tækið kemur í sérlega góðar þarfir og fá þeir hjartans þakkir fyrir.  Lionsklúbburinn Geysir hefur áður fært stofnunni gjafir verður þessi góði hugur seint fullþakkaður.  

Kvenfélagið Líkn gefur til sjúkradeildar HSU-Vestmannaeyjum

Nýlega færði Kvenfélagið Líkn Sjúkradeild HSU-Vestmannaeyjum veglega gjöf til endurnýjunar á eftirlitstækjum á sjúkradeild. Líkn stendur árlega fyrir sérstakri Aprílsöfnun og söfnunin 2016 var tileinkuð kaupum á eftirlitstækjum á sjúkradeild HSU- Vestmannaeyjum og er áætlað að sá búnaður verði tilbúinn til notkunar á næstu vikum. Með þessum eftirlitsbúnaði er hægt að fylgjast með hjartslætti, blóðþrýstingi og súrefnismettun hjá sjúklingum, bæði rúmliggjandi en …

Kvenfélag Selfoss gefur til fæðingadeildarinnar á Selfossi

Nýverið fékk fæðingadeildin á Selfossi heimsókn frá hóp kvenna í Kvenfélagi Selfoss.  Erindið var að afhenta formlega peningagjöf kr. 500.000,- sem gefin var í byrjun árs.  Gjöfinni hefur þegar verið ráðstafað og keypt var á deildina hægindastóll og sængurföt í fjölskylduherbergi, færanlegt glaðloftstæki, Blue tooth hátalari, pelahitari og hitaketill.  Sigrún Kristjánsdóttir yfirljósmóðir þakkaði kvenfélagskonum innilega fyrir og hafði á orði …

FÖSTUDAGSPISTILL FORSTJÓRA

17. mars 2017   Það er kærkomið að geta greint frá því að nú eftir fyrstu tvo mánuði ársins er rekstur stofnunarinnar í jafnvægi og vanskil og greiðslu-erfiðleikar heyra vonandi sögunni til.  Það breytir hins vegar ekki því að stöðugt þarf að vaka yfir rekstrinum og við þurfum öll að leggjast á eitt þar.  Að auki er enn óvíst hvernig …

Niðurstöður úttektar á öldrunarþjónustu – tillögur til heilbrigðisráðherra

Velferðarráðuneytið birtir hér með niðurstöður úttektar á öldrunarþjónustu sem unnin var af hálfu verkefnisstjórnar sem þáverandi heilbrigðisráðherra skipaði í september 2015. Verkefnisstjórninni var m.a. falið að greina þann hluta öldrunarþjónustu sem fellur undir heilbrigðismál. Eins og fram kemur í skipunarbréfi verkefnisstjórnarinnar var henni falið: „að gera úttekt á öldrunarþjónustu með það að markmiði að greina stöðu heilbrigðishluta þjónustunnar við aldraða, …

Aðalfundur Vinafélags Ljósheima og Fossheima

Aðalfundurinn verður haldinn sunnudaginn 2. apríl 2017 á Ljósheimum kl. 14:00. Á dagskránni verða venjuleg aðalfundarstörf. Tónlistaratriði og kaffiveitingar í boði félagsins.   Ársskýrsla  fyrir árið 2016  mun liggja frammi á aðalfundinum.   Einnig er hægt að nálgast skýrsluna á heimasíðu HSU.   Allir velkomnir.   Stjórn Vinafélags Ljósheima og Fossheima    

Árleg endurmenntunarnámskeið hjá sjúkraflutningum HSU

Þessa dagana fer fram árleg endurmenntun sjúkraflutningamanna á HSU.  Að þessu sinni verður farið yfir ýmsan sértækan búnað sem sjúkraflutningamenn eru með í sjúkrabílunum svo sem Thorax-nálar sem notaðar eru við brjóstholsstungur og margt fleira. Nýjustu áherslur í endurlífgun nýbura, ungbarna og stálpaðri barna verða einnig kenndar. Einnig verður farið yfir hvernig best sé að standa að björgun úr bílflökum, fyrstu …

Laugarás – breytingar á opnun

Frá 1. april n.k. verða breytingar á opnunartíma Heilsugæslustöðvarinnar í Laugarási.  Opnunartími verður frá kl. 8:00-16:00.   Móttaka sjúklinga mun hefjast kl. 8:20. Símatímar haldast óbreyttir og eru kl. 9:00-9:30 og kl. 13:00-13:30. Blóðprufur verða teknar á morgnana frá kl. 8:15-11:00.  Minnum á að nauðsynlegt er að vera fastandi fyrir blóðprufur. Lyfjaendurnýjun símleiðis verður hjá ritara kl. 8:00-9:00 í síma …

Heimsókn þingmanna Suðurkjördæmis til HSU

Níu þingmenn Suðurkjördæmis heimsóttu í dag HSU, fyrst Björgunarmiðstöðina á Selfossi og áttu síðan góðan fund með framkvæmdastjórn stofnunarinnar á Selfossi.   Í Björgunarmiðstöðinni var farið yfir fortíð, nútíð og framtíð utanspítalaþjónustu á Suðurlandi. Þingmönnum var gerð grein fyrir fjölgun útkalla í umdæminu, sem eru komin til vegna aukinna umsvifa og aukins fjölda ferðamanna. Um 10-15% aukning er í útköllum …

Starfsmenn kvaddir – 12 létu af störfum sökum aldurs 2016

Alls létu af störfum sökum aldurs, 12 starfsmenn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á árinu 2016.  Samanlagður starfsaldur þessara einstaklinga eru 302 ár þannig að segja má að þessir starfsmenn hafi þjónað stofnuninni af miklu trygglyndi til fjölda ára. Starfsmennirnir voru kvaddir í þremur kveðjuhófum, það fyrsta í Aratungu 11. janúar því næst í Vestmannaeyjum þann 24. janúar og að lokum á Selfossi …

Af heilsugæslumálum í Rangárþingi

Nokkuð hefur verið fjallað um málefni heilsugæslunnar í Rangárþingi að undanförnu eins og m.a. má sjá af ályktunum sveitarstjórna sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Eitthvað hefur verið um mannabreytingar og misskilnings hefur gætt í umræðunni. Það getur valdið óöryggi meðal þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda og viljum við því af því tilefni setja hér á blað …

Tilkynning frá Heilsugæslustöðinni á Kirkjubæjarklaustri

Um næstu mánaðarmót hefjast endurbætur innanhúss á heilsugæslunni sem munu standa yfir í nokkra mánuði.   Nú er verið að vinna að undirbúningi þeirra ráðstafanna sem grípa þarf til á meðan framkvæmdum stendur og má búast við einhverjum truflunum og raski fyrir starfsmenn og skjólstæðinga heilsugæslunnar.   Framkvæmdirnar munu án efa valda tímabundnum óþægindum, en við hvetjum fólk til að …

Mánudagspistill forstjóra

23. janúar 2017   Nú í lok síðustu viku skilaði framkvæmdastjórn HSU rekstraráætlun stofnunarinnar til Velferðarráðuneytisins. Áður hafði áætlun verið skilað í desemberlok. Frá því þá hefur komið viðbót inn í rekstrargrunn ársins 2017 til HSU um 145 millj. kr. aukning frá fyrri áætlanagerð.  Viðbótin er einkum hugsuð til að styrkja rekstrargrunninn og sérstök verkefni eins og heimahjúkrun, göngudeild og …

Ás í Hveragerði semur við HSU um aðgang að Sögukerfinu

Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Dvalarheimilið Ás í Hveragerði hafa gert með sér samning um samtengingu við sjúkraskrárkerfið Sögu hjá HSU.  Heilbrigðistarfsmenn á Ási fá þar með aðgang að rafrænni sjúkraskrá fyrir skjólstæðinga sína í tölvukerfi HSU. Með samningnum fær Ás aðgang að sjúkraskrárkerfi heilbrigðisumdæmis Suðurlands.  Það mun spara tíma, eykur yfirsýn yfir líðan heimilismanna, gerir hjúkrunarmeðferðina markvissari og skráningu heilbrigðisgagna öruggari …

Sjónarmið HSU í tilefni ályktunar sveitarstjórnar Rangárþings eystra um heilsugæslu Rangárþings

Í fréttamiðlinum Sunnlenska birtist þann 16. janúar frétt af ályktun sveitarstjórnar Rangárþings eystra varðandi heilsu­gæslu í Rangárþingi. Í henni sagði m.a.: „Sveitarstjórn Rangárþings eystra lýsir yfir áhyggjum sínum varðandi Heilsugæslu í Rangárþingi. Nú er ljóst að læknir með áratugareynslu og sérmenntun í heimilislækningum hefur sagt starfi sínu lausu við Heilsugæslu Rangárþings, en hann var í 75% starfshlutfalli sem ekki fékkst aukið. …

Orðsending vegna framkvæmda á Selfossi

9. janúar 2016   Senn munu hefjast miklar breytingar á húsnæði HSU á Selfossi á 1. hæðinni. Stærstu breytingarnar munu fela í sér endurnýjun húsnæðis norðurálmu með stækkun rannsóknarstofu og myndgreiningar og gagngerar breytingar á eldhúsi og matsal starfsmanna.  Áætlað er að verktakar hefji störf í kringum 23. janúar n.k. Byrjað verður á breytingum á eldhúsi því næst hjá rannsókn …

Gamlárspistill forstjóra

30. desember 2016                 Kæra samstarfsfólk.   Það er von mín að þið hafið öll notið jólahátíðarinnar og til ykkar sem stóðuð vaktina um jólin eða munuð gera slíkt um áramótin vil ég færa sérstakar þakkir. Það er alltaf sérstakt að vera fjarri heimili sínu þessa hátíðisdaga vegna skyldustarfa.  Að sama skapi er …

Þorláksmessupistill forstjóra

23. desember 2016   Kæra samstarfsfólk.   Í dag er Þorláksmessa sem haldin er í minningu Þorláks helga í Skálholti sem af páfa var útnefndur verndardýrlingur Íslands hjá kaþólsku kirkjunni. Í hugum okkar er Þorláksmessa orðin hluti af jólaundirbúningnum. Margir ljúka við að skreyta hús og híbýli og aðrir hafa þann sið að skreyta jólatréð á þessum degi. Öðrum finnst …

Fyrirmyndar flokkun á rusli á rannsókn á Selfossi

Starfsfólk HSU hefur nú um nokkura ára skeið lagt sig fram um að flokka rusl sem til fellur, en eins og er þá er flokkun á plasti og pappír stærsti flokkunarhópurinn, þó eru einhevrjir sem flokka líka lífrænanúrgang sérstaklega. Gaman hefur verið að fylgjast með hvað starfsfólk leggur sig fram og eiga margir svo sannarlega hrós skilið. Það er þó …

Kvenfélögin gefa til HSU

Fulltrúar frá Sambandi sunnlenskra kvenna og Kvenfélagi Stokkseyrar komu í heimsókn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn 19. des.  Tilgangur heimsóknarinnar var formleg afhending gjafa til stofnunarinnar.  Kvenfélag Stokkseyrar færði fyrr á þessu ári peningagjöf til Lyflæknisdeildarinnar á Selfossi og var gjöfin nýtt til kaupa á lyfjadælu að verðmæti 176.673 krónur.  Lyfjadælan hefur verið í stöðugri notkun síðan hún var afhent sem …

Sjúkraliðafélag Íslands 50 ára

                    Um þessar mundir á Sjúkraliðafélag Íslands 50 ára afmæli.  Af því tilefni buðu sjúkraliðar á HSU Selfossi uppá nýbakaðar vöfflur með rjóma í dag í aðalanddyri HSU Selfossi.  Til hamingju með þessi merku tímamót sjúkraliðar!  

Kvenfélag Grímsneshrepps gefur til HSU Laugarási

Nýverið var tekið í notkun viðtalsherbergi á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Laugarási og mættu fulltrúar frá Kvenfélagi Grímsneshrepps  og færðu HSU í Laugarási húsgögn í herbergið, stóla og borð.  Það voru þær Elín Lára Sigurðardóttir, Ingibjörg K. Ingadóttir og Sigríður Björnsdóttir sem komu fyrir hönd Kvenfélagsins og afhentu Önnu Ipsen Hjúkrunarstjóra í Laugarási gjöfina.  Heilbrigðisstofnun Suðurlands færir Kvenfélagi Grímsneshrepps innilegar þakkir …

Aðstandendadagur Foss- og Ljósheima

Þann 20. nóvember sl. var haldinn aðstandendadagur Foss- og Ljósheima, en aðstandendadagur er fastur liður í starfsemi vinafélags deildanna. Deildirnar eru á tveim hæðum og var eitthvað í gangi á báðum deildum og dagskráratriðin færðust á milli hæða.  Deildarstjóri Foss- og Ljósheima, Guðlaug Einarsdóttir fór yfir breytirnar sem hafa orðið á starfssemi deildanna síðustu misseri, Þóra Grétarsdóttir las jólasögu og …

Heimsókn íbúa Rangárþings til forstjóra Heilbrigðisstofnunar HSU

Í dag komu íbúar úr Rangárþingi á fund til forstjóra HSU. Tilefni fundarins var beiðni þeirra um að fá að afhenda forstjóra undirskriftarlista frá íbúum. Því var afar vel tekið og áttu fundarmenn afar gott og gagnlegt samtal. Á fundinn mættu Lovísa B. Sigurðardóttir, Þorsteinn Ragnarsson og Þórhallur Svansson frá Hellu og Árný L. Karvelsdóttir, Bjarki Oddsson og Guðlaug Einarsdóttir …

Bangsaspítali á HSU Selfossi

Sunnudaginn 20. nóvember verður Bangsaspítali á HSU Selfossi kl. 14-16.     Allir krakkar velkomnir með veika eða slasaða bangsa og dúkkur.                    

Aðstandendadagur á Foss- og Ljósheimum

Sunnudaginn 20. nóv. 2016 verður aðstandendadagur á Foss- og Ljósheimum.   Dagskráin verður í léttum dúr. Þóra Grétarsdóttir les jólasögu og Helgi Hermannsson sér um hljóðfæraleik og söng. Að venju verða veitingar í boði félagsins.   Komið og eigið notalega stund með aðstandendum, vinum, starfsmönnum og félögum í Vinafélaginu.   Stjórnin.      

Röntgen- og TS tæki biluð á HSU Selfossi

Vegna bilunar í röntgentæki og TS-tæki á Selfossi verður ekki hægt að taka röntgenmyndir né TS-myndir á Selfossi og mun það ástand að öllum líkindum vara fram að hádegi n.k. þriðjudag 15. nóvember. Röntgentækið er nýtt og var nýverið tekið í notkun, svo talið er að um framleiðslugalla sé að ræða. Hitt tækið bíður eftir varahlut.  Tilviljun er að bæði …

Fræðslu- og stefnumótunardagar klínískra stjórnenda á HSU

Frábær þátttaka var meðal klínískra stjórnenda á fræðslu- og stefnumótunardögum HSU sem haldnir voru 27. og 28. október s.l. á Selfossi. Tilgangur var að hittast og eiga saman góðan fræðslufund  og fengum við til okkar frábæra fyrirlesara á sviði upplýsingatækni á heilbrigðissviði og á sviði heilbrigðisupplýsinga. Það var almenn ánægja með gagnsemi fyrirlestranna og við erum sannfærð um það muni …

Nýr yfirlæknir hjá HSU í Laugarási

Sigurjón Kristinsson hefur verið settur í starf yfirlæknis til eins árs hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Laugarási, frá og með 1. janúar 2017.  Sigurjón er fæddur árið 1964 í Vestmannaeyjum.  Hann sem útskrifaðist úr læknadeild Háskóla Íslands árið 1990 og öðlaðist sérfræðiviðurkenningu í heimilislækningum árið 1997 eftir sérnám í Noregi. Þá lauk hann MBA gráðu frá viðskiptafræðideild Háskóla  Íslands árið 2009. …

Föstudagspistill forstjóra

28.október 2016   Kæra samtarfsfólk.   Þessi vika á HSU hefur verið viðburðarík en á sama tíma ríkir nú í vikulokin óvissa og eftirvænting vegna komandi alþingiskosninga.  Oddvitar og fulltrúar framboða stjórnmálaflokka komu í heimsókn nú um miðja vikuna og áttu góðan samtalsfund með framkvæmdastjórn.  Nú í dag og í gær komu saman klínískir stjórnendur til fræðslu um hagnýtingu upplýsingatækni …

Oddvitar framboða á Suðurlandi í heimsókn á HSU

              Heilbrigðisstofnun Suðurlands bauð öllum oddvitum framboða á Suðurlandi til hádegisfundar á Selfossi í dag.  Ánægjulegt var að sjá hvað mætingin var góð, en fulltrúar mættu frá all flestum framboðsflokkum á Suðurlandi. Tólf fulltrúar frá átta framboðum sátu fundinn með framkvæmdastjórn og skoðuðu í lok fundar aðstæður á bráðamóttöku og göngudeild á Selfossi.   …

Er allt í legi með þig?

            Krabbameinsleit fer fram 31. október  – 8. nóvember 2016 á Heilsugæslustöðinni á Selfossi Tekið er við tímapöntunum frá 17. -27. október Frá kl. 9:00-15:00 í síma 432-2000    

Krabbameinsleit á HSU Selfossi

Krabbameinsleit verður á Selfossi 31.10 til 08.11 Bókun í tíma hefst 17.10 og verður til 28.10, alla virka daga frá kl 09:00-15:00. Tímapantanir í síma 432-2000.

Framkvæmdir við skrifstofu HSU Selfossi

Í dag kemur viðbót við gáma á HSU til að ljúka endurbótum á skrifstofuhúsnæðinu hér á Selfossi. Þeir sem eiga erindi út á skrifstofu verða að hafa biðlund meðan gengið er frá aðstöðu og lóð í kringum húsin næstu tvær til þrjár vikur. Vegna framkvæmdanna gæti þurft að loka skrifstofunni tímabundið, en við reynum að sjálfsögðu að hafa slíkt í lágmarki …

Útskrift sérfræðinga í heimilislækningum

Þann 10. október sl. voru 18 sérfræðingar í heimilislækningum útskrifaðir. Það er met því aldrei áður hafa útskrifast svo margir í einu.  Útskrifað er annað hvert ár og fór athöfnin að þessu sinni fram á Heimilislæknaþingi Félags íslenskra heimilislækna sem haldið var á Grand hótel.   Þrír í þessum útskriftarhópi starfa hjá HSU er það mikið ánægjuefni, það eru þau Julia …

Skipað í embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Kristínu Björgu Albertsdóttur forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða frá 1. nóvember næstkomandi. Hæfnisnefnd mat Kristínu hæfasta úr hópi fjögurra umsækjenda. Kristín er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands og var skipuð í það embætti 1. júlí 2013. Nefnd sem metur hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana er skipuð af heilbrigðisráðherra samkvæmt 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007. Í …

Talmeinafræðingar – Kynningarfundur á HSU

        Talþjálfun fyrir fullorðna – Kynningarfundur talmeinafræðinga –   Haldinn verður kynningarfundur í fundarsal HSu miðvikudaginn 5. október nk. kl 15:00. Þar munu talmeinafræðingar hjá Talþjálfun Suðurlands kynna nánar nýja talmeinaþjónustu fyrir fullorðna. Sigurður Jónsson mun einnig halda erindi ásamt Guðlaugu Jónu Hilmarsdóttur félagsmálastjóra hjá Félagsþjónustu Árborgar.   Allir sem hafa áhuga á málefninu eru boðnir hjartanlega …

Lýðheilsuvísar á Suðurlandi

Samkvæmt lýðheilsuvísum Embættis landlæknis sem gefnir voru út nú í sumar þá er nýgengi krabbameina lægra á Suðurlandi en annars staðar á landinu, færri aldraðir bíða eftir hjúkrunarrými og hlutfallslega færri framhaldsskólanemar hafa prófað kannabis. Sjá nánar hér

Bólusetningar gegn árlegri inflúensu á starfsstöðvum HSU

Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands verður bólusett verður gegn árlegri inflúensu sem hér segir:   Heilsugæslustöð Selfoss: 26. sept. – 5. okt. á milli kl. 8 og 9 ekki þarf að bóka í þessa tíma. Eftir það þarf að bóka  tíma fyrir inflúensubólusetningu í síma 432-2000 Heilsugæslustöð Hveragerðis: 19. sept til 30. sept.  Vinsamlega bókið tíma í síma 432-2400. Heilsugæslustöð Þorlákshafnar: Vinsamlega …

Hugmynd að stofnun hollvinasamtaka HSU

20. september Í gær átti fund með hluta framkvæmdastjórnar HSU Kjartan Ólafsson og ræddi áhuga Sunnlendinga á að stofna hagsmunasamtök fyrir sameignleg málefni íbúa og stofnunarinnar. Markmið slíkra samtaka væri að vera tengiliður íbúa á svæðinu sem eru áhugasamir um að standa vörð um þjónustu og rekstur stofnunarinnar.

Heimsókn norræns E-Health hóps til HSU

13. september 2016 Í gær heimsótti HSU E-Health hópur á vegum norrænu Ráðherranefndarinnar ásamt fulltrúum frá Embætti Landlæknis. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna fyrir hópnum hagnýtingu heilbrigðisstarfsmanna á HSU á nýjungum í rafrænni sjúkraskrá og aðgengi íbúa að eigin heilsufarsupplýsingum. Herdís Gunnarsdóttir  forstjóri HSU kynnti hlutverk HSU í heilbrigðisumdæmi Suðurlands og helstu verkefni og tækifærin sem fólgin eru með  hagnýtingu …

Heimsókn formanns Samfylkingarinnar

12. september 2016 Oddný G. Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar kom í heimsókn á HSU í dag ásamt Björgvini G. Sigurðssyni, ritstjóra Suðra og Evu Bjarnadóttur, aðstoðarmanns formanns, á ferð þeirra um Suðurland.  Þau áttu fund með forstjóra HSU, mannauðsstjóra og framkvæmdastjóra hjúkrunar.  Farið var yfir starfsemi HSU og áskoranir í rekstri frá sameiningu og hagræðingaraðgerðir síðustu misseri. Farið var yfir fjármögnun …

Föstudagspistill forstjóra

9. september                             Ljóst er að áfram mun verða mjög þröngt um rekstrahorfur  í heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi. Samhliða vaxandi álagi á starfsfólk, með sívaxandi fjölda verkefna í bráða- og utanspítalaþjónustu á HSU eru fjárframlög til stofnunarinnar enn um 8% undir því sem þau voru að raunvirði fyrir …

Undirritun samnings um nýtt hjúkrunarheimili í Árborg

                  Í dag var undirritaður samningur milli Velferðarráðuneytisins og Sveitarfélagsins Árborgar um að standa að byggingu hjúkrunarheimilis með 50 hjúkrunarrýmum fyrir íbúa Suðurlands.  Áætlaður heildarkostnaður við bygginguna eru tæplega 1,4 milljarðar kr., en ríkissjóður og Framkvæmdasjóður aldraðra mun greiða 84% af kostnaðinum en Sveitarfélagið  Árborg mun greiða 16% af áætluðum kostnaði.   …

Deildarstjóri og aðstoðardeildarstjóri á sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum

Arna Huld Sigurðardóttir settur deildarstjóri á sjúkradeildinni í Vestmannaeyjum hefur verið ráðin sem deildarstjóri frá 1. september.  Arna Huld hefur starfað á deildinni sem aðstoðardeildarstjóri og deildarstjóri síðastliðið ár í afleysingum. Arna Huld útskrifaðist árið 2008 sem hjúkrunarfræðingur og stundar meistaranám í stjórnun í Háskólanum á Akureyri. Arna Huld starfaði áður á gjörgæsludeild Landspítala frá útskrift.   Iðunn Dísa Jóhannesdóttir …

Rúmfatalagerinn gefur til Ljósheima

Rúmfatalagerinn á Selfossi gaf nýverið þrjá rafknúna Lasyboy hægindastóla til hjúkrunardeildarinnar Ljósheima. Tilefnið var opnun nýrrar verslunar Rúmfatalagersins á Selfossi og vildu þeir þakka Sunnlendingum góðar viðtökur með gjöfinni og láta gott af sér leiða til samfélagsins í leiðinni.  Við afhendingu stólana færðu þér deildinni einnig glæsilega tertu sem gladdi heimilisfólk deildarinnar. HSU þakkar Rúmfatalagernum innilega fyrir þessa rausnalegu gjöf …

Föstudagspistill forstjóra

19. ágúst 2016   Sumarið á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur fram til þessa verið annasamur  tími hjá okkur.  Samhliða endurskoðun á mönnun, hagræðingu í rekstri þurfum við áfram að takast á við vaxandi fjölda verkefna.   Á bráðadeild HSU á Selfossi er um 20% aukning í fjölda á komum í júní og júlí mánuði miðað við fjölda bráðakoma á sama tíma …

HSU semur við Íslenska myndgreiningu hjá Orkuhúsinu

Samningur þessi tekur gildi við undirskrift frá 1. júlí 2016 til 30. júní 2018.   Heimilt er að framlengja samninginn tvisvar sinnum um eitt ár í senn, þannig að samningstími verði samtals fjögur ár.   Í dag, 1. júlí 2016 gerðu HSU og Orkuhúsið með sér samkomulag um að Orkuhúsið sjái um umsjón, geymslu og úrlestur stafrænna myndgreiningargagna. Um er …

Breytingar á samdægursmóttöku (opinni móttöku) hjá HSU Selfossi

  Hluti móttöku færist á dagvinnutíma. Aðskilin skyndimóttaka fyrir börn. Styttri biðtími á biðstofu með tilkomu tímabókunarfyrirkomulags   Þrátt fyrir að stöður heilsugæslulækna á Selfossi hafi verið fullmannaðar þá hefur verið skortur á tímum hjá heilsugæslulæknum og almennt talsverð bið eftir hefðbundnum tímum. Aðalástæðan fyrir þessu er sú að þjónusta á bráðamóttöku, sem er sívaxandi, hefur dregið úr mögulegu vinnuframlagi …

Gjöf til heilsugæslunnar á Klaustri

Ragnhildi Andrésdóttur læknaritara heilsugæslunnar á Kirkjubæjarklaustri er margt til lista lagt.  Nýverið færði hún vinnustaðnum sínum listilega fallegt bútasaumsteppi sem hún hefur nostrað við að útbúa.  Teppið hylur kassann sem ungabörn er lengdarmæld í þegar hann er ekki í notkun. Sannarlega mikil prýði af, enda teppið með glaðlegum myndum og í fallegum litum. Ragnhildi eru færðar kærar þakkir fyrir gjöfina …

Nýr yfirlæknir heilsugæslunnar í Vestmannaeyjum

Gunnar Þór Geirsson tók við stöðu yfirlæknis á heilsugæslunni í Vestmannaeyjum 9. maí s.l. Hann hefur stundað sérnám í heimilislækningum við heilsugæsluna í Efstaleiti í Reykjavík og er að útskrifast sem sérfræðingur um þessar mundir. Einnig hóf Christina Andersson læknir störf í Eyjum 1. febrúar s.l. Hún kemur frá Landspítala þar sem hún hefur starfað á taugalækninga- og skurðdeildum síðustu …

Nýr gagnagrunnur Sögu á Suðurlandi

Fyrsta áfanga í sameiningu sjúkraskrár Sögu á Suðurlandi er lokið.  Nú um helgina 7. – 8. maí voru Sögugrunnar fyrrum HSu og gömlu Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum, Hsve sameinaðir.  Þá er lokið við að sameina tvo af þremur grunnum hjá HSU í einn sameiginlegan grunn.  Áætlað er að þriðji gagnagrunnurinn hjá fyrrum HSSa á Hornafirði verður sameinaður í nýja kerfið á …

Sumaropnun Rangárþingi – Lokað á Hellu í sumar

        Heilsugæslan Hvolsvelli verður opin alla  virka daga milli 8 – 16 frá 1. júní til 31. ágúst.   Heilsugæslan á Hellu verður lokuð  í sumar frá 1. júní til 31. ágúst     Healthcare service in Healthcare center Hvolsvöllur is open  this summer Hella closed teleph: 432-2700 Emergency 112   Usług opieki zdrowotnej w centrum tego …

Sunnlendingar duglegastir að nota heilsuveru.is

Sunnlendingar eru duglegastir allra landsmanna við að nýta sér vefinn heilsuvera.is ef marka má nýjustu tölur um notkun á vefnum og eru þetta mjög ánægjulegar fréttir. Um 43% allra notenda vefsins á landsvísu koma í gegnum vefsíðu HSU www.hsu.is eða um 43% allra notenda á meðan einungis 15% notenda koma í gegnum heilsugæslan.is og 10% í gegnum hsn.is.  Á vefnum …

Vel heppnuð stórslysaæfing

22. apríl  2016 Heilbrigðisstofnun Suðurlands tók í gær þátt í hópslysaæfingu við gömlu brúnna yfir Þjórsá. Þar verða æfð viðbrögð við slysi þar sem strætó lenti í árekstri við 4 fólksbíla og alls slösuðust 64 manns. Tilgangur æfingarinnar var að virkja samstarf allra viðbragðsaðila á Suðurlandi með æfingu í samvinnu hjá aðgerðarstjórn almannavarna á Suðurlandi. Æfingin fór fram á sumardaginn …

Hópslysaæfing á sumardaginn fyrsta

Heilbrigðisstofnun Suðurlands er aðili að hópslysaæfingu sem verður haldin þann 21. apríl 2016 við gömlu brúnna yfir Þjórsá. Þar verða æfð viðbrögð við rútuslysi með töluverðan fjölda slasaðra og reynt að hafa æfinguna sem líkasta raunveruleikanum. Viðbragðsaðilar á svæðinu verða allir með á æfingunni og undirbúningur hefur staðið yfir undanfarna mánuði. Í æfingastjórn eru Pétur Pétursson slökkvistjóri hjá Brunarvörnu Árnessýslu, …

Mánudagspistill forstjóra

18. apríl 2016     Kæra samtarfsfólk.   Í Vestmannaeyjum og á Selfossi er tekið við hópi sjúklinga frá Landspítala í hverri viku, sem hafa tök á að dvelja á spítala í heimabyggð að lokinni meðferð eða aðgerð á Landspítala.  Við erum í góðri aðstöðu á báðum þessum stöðum með hæft starfsfólk til að taka á móti slíkum hópi sjúklinga. …

Blóðsöfnun á HSU Vestmannaeyjum

Blóðsöfnun verður á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Vestmannaeyjum 3. hæð miðvikudaginn 13. apríl, frá kl. 12:00 – 19:00 og fimmtudaginn 14. apríl frá kl. 08:30-14:00.    

Kvenfélag Selfoss gefur HSU Selfossi sérhæfða dýnu

Þann 5. apríl sl. komu fulltrúar frá Kvenfélagi Selfoss og afhentu HSU formlega að gjöf, sérhæfða loftdýnu í sjúkrarúm. Dýnan er af Cirrus gerð og hentar vegna uppbyggingar dýnunnar, einstaklega vel þeim sem eru með mikla verki og eru viðkvæmir fyrir þrýstingi á húð.  Dýnan virkar einnig sérstaklega vel sem þrýstingssáravörn fyrir þá sem er í mikilli hættu á að …

Aðalfundur Vinafélags Ljós- og Fossheima – Skýrsla stjórnar 2015

Vinafélagið hefur verið starfrækt í 12  ár, í nánu samstarfi við stjórnendur hjúkrunardeilda Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Markmiðið er að auka tómstunda- og afþreyingarstarf fyrir heimilisfólks hjúkrunardeildanna og standa vörð um aðbúnað fólks á deildunum. Einnig er lögð áhersla á að standa fyrir fræðslu um sjúkdóma og áhersluþætti sem snúa að eldra fólki.  Allar ákvarðanir félagsins um tómstunda- og afþreyingarmál eru teknar í …

Heimsókn heilbrigðisráðherra Færeyja á HSU

Heilbrigðisráðherra Færeyinga, Sirið Stenberg, kom í dag í heimsókn ásamt föruneyti á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Ráðherrann er í samvinnu við Svein Magnússon hjá Velferðarráðuneytinu varðandi verkefni er lúta að skipulagi heilbrigðismála í Færeyjum. Tilgangurinn með heimsókninni nú til HSU var að funda með framkvæmdastjórn og ræða um ávinning að sameiningu heilbrigðisstofnanna og skipulag heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi.  Einnig var rætt um fyrirkomulag …

Ungur drengur gefur til HSU í Laugarási

Þessi ungi og myndarlegi drengur, Úlfur F.S. Ingvarsson, kom nýlega í heimsókn á heilsugæslu HSU í Laugarási og  gaf lækningartæki til stöðvarinnar.  Þetta tæki er notað til lyfjagjafar fyrir börn með öndunarsýkingar og astma.  Starfsfólk heilsugæslunnar í Laugarási er að vonum afar þakklátt og gjöfin mun nýtast mjög vel í starfi stöðvarinnar.   Úlfur fær kærar þakkir fyrir framtakið og óskum …