Axel Björgvin ráðinn framkvæmdastjóri fjármála

  Axel Björgvin Höskuldsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra fjármála við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Hann tekur við starfinu af Ara Sigurðssyni sem hefur ráðið sig til starfa sem skrifstofustjóri á skrifstofu framkvæmda og eftirfylgni í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Axel var valinn úr hópi fjórtán umsækjenda. Hann er fæddur árið 1985 og lauk B.Sc gráðu í Global Business Engineering árið …

Heilbrigðisstofnun Suðurlands bráðvantar móttökuritara til afleysinga við heilsugæsluna í Vestmannaeyjum

Laust er til umsóknar 50% -75% afleysingastarf móttökuritara við Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum til áramóta 2022. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Möguleiki er á orlofi á ráðningartímabili. Helstu verkefni og ábyrgð Móttaka, afgreiðsla og samskipti við skjólstæðinga. Símsvörun, ýmiss konar umsýsla og skráning gagna auk samskipta við aðrar deildir HSU. Hæfniskröfur Stúdentspróf …

Grímuskylda er tekin upp aftur á HSU frá og með 18.6.2022

Covid-19 faraldurinn hefur verið á undanhaldi síðustu vikur en virðist vera að taka aftur við sér því um 200 ný smit eru nú að greinast daglega innanlands. Inniliggjandi sjúklingum með COVID-19 fjölgar einnig. Vegna þessa teljum við hjá HSU nauðsynlegt að bregðast við með eftirfarandi hætti: Allir stafsmenn og gestir skulu bera grímu á starfsstöðvum HSU frá og með 18.6.22. …

Nýr krabbameinslæknir innan HSU

Hlynur Níels Grímsson krabbameinslæknir hefur hafið störf á HSU Selfossi. Hlynur lauk sérfræðinámi í krabbameinslækningum frá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi árið 2002. Hann lauk diplomanámi Norrænu líknarlækningasamtakanna í líknandi meðferð árið 2005. Að auki hefur hann lokið lokið sérfræðinámi í heimilislækningum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins árið 2021. Hlynur er ekki alveg ókunnugur á Selfossi því hann ólst upp hér fyrsu 6 …

Kvenfélagið Líkn færir HSU og Hraunbúðum gjafir

Þann 8. júní 2022, færði Kvenfélagið Líkn sjúkradeild HSU og Hraunbúðum baðstól, loftdýnur og lífsmarkamæli. Til viðbótar er væntanlegt á næstu dögum heyrnarmælingartæki frá kvenfélaginu Líkn. Heildarverðmæti þessara gjafa er um ein og hálf milljón króna. Undanfarið hefur farið fram fyrirtækjasöfnun og einnig merkjasala hjá kvenfélaginu og vilja Líknarkonur koma áfram þakklæti til allra þeirra sem hafa styrkt þær.   …

Lionsklúbbur Selfoss ásamt ljósmæðrum og hjúkrunarstjóra.

Lionsklúbbur Selfoss gefur HSU nýtt fæðingarúm

  Þann 18. maí 2022 afhenti Lionsklúbbur Selfoss Ljósmæðravakt HSU Selfossi formlega fæðingarúm af nýjustu gerð, ásamt saumaborði. Heildarandvirði gjafarinnar er 2.685.431 kr. Nýja rúmið léttir ljósmæðrum störfin við að aðstoða konur í fæðingu, því rúmið er hægt að hækka og lækka eftir þörfum og er með margskonar nýjungar sem eykur á öryggi og þægindi kvennanna sjálfra í fæðingunni og …

Grímuskyldu aflétt á HSU

Grímuskyldu er aflétt á öllum starfsstöðvum HSU frá og með 19. maí 2022   Tilmæli verða þó um áframhaldandi grímunotkun hjá fólki með öndunarfæraeinkenni sem og hjá starfsfólki sem þeim sinna. Sé einhver grunur er um einkenni sem gætu stafað af covid eða öðrum smitsjúkdómum skal nota grímur.    

Samningur vegna fyrstu viðbragða í alvarlegum slysum/veikindum í Öræfum

Það er mikil ánægja að geta greint frá nýundirrituðum samning milli Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum sem var undirritaður þann 15. maí 2022 og gildir í 2 ár.  Samningur þessi markar tímamót og felur í sér að stofnað hefur verið Vettvangshjálparlið í Öræfum. Nú þegar eru nokkrir meðlimir Björgunarfélagsins Kára með þjálfun í vettvangshjálp og fyrstu hjálp í …

Móberg – nýja hjúkrunarheimilið á Selfossi

Móberg verður nafnið á nýja hjúkrunarheimilinu á Selfossi sem reist hefur verið við hlið Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi og mun stofnunin annast reksturinn á heimilinu. Húsið er allt hið glæsilegasta og verður búið öllu því nýjasta sem hjúkrunarheimili þarf og mun það hýsa 60 einstaklinga.  Kristín Jóna Símonardóttir fangavörður á Selfossi á heiðurinn að nafninu en að hennar sögn fékk hún …

Kveðja og þakklæti frá HSU

Á þessum tímamótum sendum við innilegar þakkir til forsvarsmanna Krónunnar-Rúmfatalagersins (Festis hf.) og Lögmanna Suðurlandi fyrir langlundargeð og þolinmæði fyrir afnot HSU af „Krónukjallaranum“ allan þennan tíma sem sýnatökur hafa staðið yfir.  Allir hagsmunaaðilar í húsinu og Heimir Hjaltason húsvörður fá innilegar þakkir fyrir hjálpina og umburðalyndið. Jóni V. Albertssyni í Laska þökkum við einnig sérstaklega fyrir lán á gámi. …

Breytingar við sýnatökur

Frá og með miðvikudeginum 2. mars verða eftirtaldar breytingar varðandi sýnatökur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands: Sýnatökur í Krónukjallara hætta alveg 2. mars 2022 (síðasti dagur þar er 1. mars). Sýnatökur verða eingöngu í Golfskálanum á Selfossi frá og með 2. mars. Bæði börn og fullorðnir mæta í Golfskálann framvegis. Opnunartími í Golfskálanum er frá kl: 9:00-12:00 alla virka daga. Lokað um …

Staðan á HSU

HSU vill vekja athygli á því að mikið álag er á stofnuninni þessa dagana. Erfiðlega gengur að fullmanna vaktir vegna veikinda starfsmanna. Búið er að hólfaskipta legudeildinni á Selfossi v. COVID  til að aðgreina COVID smitaða sjúklinga frá öðrum sjúklingum og biðjum við fólk um að taka tillit til þess á heimsóknartímum. Þeir sem leita til okkar eftir þjónustu mega …

Nýr kennslustjóri á HSU

Nanna Rún Sigurðardóttir er nýr kennslustjóri á HSU og mun framvegis halda utan um allt læknanám við HSU. Hún tekur við því starfi af Arnari Þór Guðmundssyni yfirlækni heilsugæslunnar á Selfoss sem hefur sinnt því um árabil.  Nanna Rún hefur nýlokið sérnámi í heimilislækningum við heilsugæsluna á Selfossi og hefur verið ráðin áfram sem heimilislæknir við sömu stöð. Alls eru …

Nýr hjúkrunarstjóri heilsugæslu Rangárþings

Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunarstjóri heilsugæslunnar í Rangárþingi frá og með 1. apríl n.k.  Margrét Ýrr útrskifaðist sem hjúkrunarfræðingur 2002 og starfaði nú síðast sem aðstoðardeildarstjóri á blóð- og krabbameinsdeild LSH.  Hún var hjúkrunarforstjóri á hjúkrunarheimilinu Lundi í 15 ár, en samhliða því vann hún í tímavinnu á bráðamóttöku HSU og á bráðamóttöku LSH.  Margrét Ýrr hefur verið …

Breytingar við sýnatökur

Frá 25. febrúar verða eftirtaldar breytingar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands: Hraðpróf í Krónukjallara verða ekki framkvæmd n.k. laugardag 26. febrúar. Mánudaginn 28. febrúar hætta allar sýnatökur í Þorlákshöfn og Rangárþingi. Hraðpróf fyrir 12 ára og yngri og foreldra verða óbreytt í Golfskála, nema hvað sýnatökur hætta þar á laugardögum frá og með 26. febrúar. Þeim sem eiga erindi á bráðamóttöku á …

Breytingar á rannsóknum til greiningar á COVID-19

Ákveðið hefur verið að breyta fyrirkomulagi sýnatökum á Covid-19.  Hámarki á greiningargetu hefur verið náð og bið eftir niðurstöðum orðin of löng til að teljast ásættanleg.   Framvegis verður fyrirkomulagið þannig: Einungis hraðgreiningarpróf verða í boði fyrir almenning. Tíma í hraðgreingarpróf skal panta í gegnum heilsuvera.is Jákvætt hraðgreiningarpróf nægir sem greining á Covid-19. Jákvæð greining í heimaprófi skal staðfest í …

Sýnatökur – breyting vegna veðurs

Sýnatökur færast til kl. 12:00 – 14:00 í dag í Krónukjallara vegna slæms veðurs!   LOKAÐ VERÐUR Í GOLFSKÁLANUM Í DAG. Allar sýnatökur verða í Krónukjallara frá hádegi.        

Nýr yfirlæknir geðlækninga innan HSU

Guðrún Geirsdóttir geðlæknir hefur verið ráðin yfirlæknir geðlækninga innan HSU. Guðrún lauk læknanámi frá Friedrich Schiller Universitat i Jena, í Þýskalandi, og sérnámi í geðlækningum frá LSH 2007. Hún hefur starfað á ýmsum deildum geðsviðs LSH auk þess verið yfirlæknir Geðdeildar á Sjúkrahúsinu á Akureyri í tvö ár. Þá hefur hún einnig rekið eigin læknastofu. Þess ber einnig að geta …

Engar sýnatökur í Þorlákshöfn í dag

Vegna óviðráðanlegra orsaka verða engar sýnatökur í þorlákshöfn í dag 14. febrúar.  Allar sýnatökur verða óbreyttar í Krónukjallaranum og í Golfskálanum á Selfossi.    

Skiptiborð HSU opnar kl. 9:00 þann 7. febrúar

Vegna óveðurs opnar skiptiborð HSU ekki fyrr en kl. 9:00 og öll almenn þjónusta mun liggja niðri til kl. 9:00 þann 7. febrúar. Spáð er aftaka veðri með tilheyrandi ófærð. Biðjumst velvirðingar á þessum breytingum og þeim óþægindum sem það getur haft.        

Breytingar á COVID sýnatökum hjá HSU vegna óveðurs

Vegna óveðursins sem mun ganga yfir allt landið næsta sólarhringinn sjáum við okkur ekki fært að halda úti COVID sýnatökum með óbreyttu sniði mánudaginn 7. febrúar 2022. Sýnatökur falla niður í Þorlákshöfn og í Rangárþingi, en frestast fram til kl. 13 á Selfossi. Þá munu allar sýnatökur fara fram í Krónukjallaranum á milli kl. 13 – 15.  Við biðjumst velvirðingar …

Nýtt bráðaómtæki á bráðamóttöku HSU Selfossi

Nýtt bráðaómtæki hefur verið tekið í notkun á bráðamóttökunni á Selfossi. Ómtækið er kærkomin viðbót fyrir starfsemina og bætir greiningarmöguleika lækna og eykur öryggi starfsmanna og sjúklinga til muna. Tækið er af gerðinni Venue Go og sérstaklega þægilegt í notkun. Eins og sést á myndinni er tækið á hjólastandi en auðvelt er að taka það af standinum og fara með …

Nýja hjúkrunarheimilið á Selfossi

Á komandi vikum opnar glæsilegt hjúkrunarheimili á Selfossi. Hjúkrunarheimilið er skemmtileg viðbót við þau hjúkrunarheimili sem fyrir eru á Suðurlandi. Nýja heimilið er byggt í hring með skjólgóðum garði í miðjunni sem býður upp á skemmtilegt útisvæði. Húsnæðið sjálft er útbúið öllum helstu nútímaþægindum og uppfyllir alla nútímastaðla. Það er því tilhlökkunarefni að bjóða nýjum íbúum velkomna á heimilið. Heilbrigðisstofnun …

Opið hús í barnabólusetningu við Covid-19

Opið hús miðvikudaginn 26. janúar fyrir þau börn sem hafa ekki getað mætt á boðuðum tíma. Kl 19:00-20:00 Bólusett er í Vallaskóla á Selfossi (gengið inn frá Engjavegi til móts við Iðu íþróttahús um austari inngang skólans). Bólusett verður með barnaskammti af bóluefni Pfizer.     Munið að skrá barnið í bólusetningu samkvæmt leiðbeiningum hér að neðan. Hér er netfang …

Heilsueflandi vinnustaður

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur verið skráð til leiks í verkefninu „Heilsueflandi vinnustaður“ á vegum Embætti Landlæknis.   Markmið með verkefninu er að efla enn frekar mannauð allra starfstöðva HSU með bættri heilsu og líðan. Á tímum álags og óvissu er enn mikilvægara en áður að huga að andlegri og líkamlegri heilsu og  viljum við gefa starfsfólki HSU tækifæri og hvatningu til …

Staðan á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum

Starfsemi Hraunbúða er að komast í rétt horf aftur eftir að COVID-19 hópsmit kom upp á heimilinu á öðrum degi jóla. Um leið og COVID smitin voru staðfest var viðbragðsteymi HSU virkjað og fór starfsfólk úr viðbragðsteyminu til Vestmannaeyja til aðstoðar. Með góðu samstarfi viðbragðsteymisins og annarra starfsmanna í Vestmannaeyjum var á skömmum tíma unnt að tryggja öryggi bæði heimilisfólks …

Sýnatökur í Þorlákshöfn – PCR og hraðpróf

Sýnatökur hefjast 14. janúar 2022 í Þorlákshöfn, Ráðhúsið við Hafnarberg sjá kort. (gengið inn að vestan en bílastæði að austanverðu). Framkvæmdar verða PCR sýnartökur og hraðpróf.  Opið verður í skimanir frá kl. 09:00 – 11:00 alla virka daga. Sjá nánar um sýnatökur og aðrar upplýsingar varðandi Covid á heimasíðu HSU    

Lokað á heilsugæslustöðinni á Hellu 12.-14. janúar

Heilsugæslustöðin á Hellu er lokuð út þessa viku, 12. – 14. janúar, vegna Covid 19. Opið er á Heilsugæslustöðinni á Hvolsvelli frá kl. 8:00-15:00.  Sími 432-2700 NEYÐARNÚMER ER 112     Healthcare service in Hella is closed the rest of the week 12. – 14. january. Healthcare in Hvolsvöllur isopen between 8-15.  Telephone 432-2700 EMERGENCY NUMBER IS 112    

Staða sérfræðiþjónustu innan Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU)

Heilbrigðiskerfið er einn af hornsteinum samfélagsins og lögum samkvæmt á grunnheilbrigðisþjónusta að vera tryggð öllum landsmönnum. Það er því áskorun að byggja upp heildrænt heilbrigðiskerfi sem tryggir sjúklingum samfellda þjónustu á réttu þjónustustigi hverju sinni. Í stuttu máli er heilbrigðisþjónustan skilgreind sem þrjú þjónustustig, þar sem heilsugæslan er skilgreind þjónusta á fyrsta stigi, en meira sérhæfðari þjónusta tilheyrir öðru og …

Tímabundið samstarfsverkefni HSU og ÁS í Hveragerði

Í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið hefur verið ákveðið að fara af stað með tímabundið samstarfsverkefni Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU)  og Áss, dvalar- og hjúkrunarheimilisins í Hveragerði. Markmið verkefnisins er að styrkja starfsemi geðhjúkrunarrýma á Ási. Geðheilsuteymi HSU mun veita starfsmönnum á Ási fræðslu og handleiðslu, ásamt því að styðja við heimilisfólkið. Jóna Margrét Ólafsdóttir félagsráðgjafi hefur verið ráðin til starfa hjá HSU …

COVID smit á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum

Staðfest hafa verið Covid smit bæði meðal starfsfólks og heimilisfólks á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum.   Viðbragðsteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) var virkjað um leið og þessar upplýsingar lágu fyrir í gær, þ. 26.12.21. Í morgun fór starfsfólk frá viðbragðsteymi HSU til Vestmannaeyja. Allt hefur gengið eins vel og hægt er að óska sér, en viðbragðsteymið hefur unnið hörðum höndum með …

Sýnatökur – mkilvæg skilaboð

Mikið álag er á HSU vegna fjölda sem kemur í sýnatökur og því er mikilvægt að farið sé eftir þessum tilmælum hér neðar.   Fara í PCR (ekki hraðpróf) sýnatöku í krónukjallarann ef fólk er með einkenni covid. Fara í sýnatöku ef fólk er með minnstu einkenni áður en komið er á HSU. HSU sér ekki um að fara heim …

Símvarsla á HSU Selfossi yfir jól og áramót

  Á HSU Selfossi verður símvarsla sem hér segir yfir hátíðarnar: Aðfangadag 24/12  frá kl. 8:00-14.00 Jóladag 25/12 frá kl. 10:00-14.00 Gamlársdag 31/12 frá kl. 8:00-14.00 Nýársdag 1/1 2022 frá kl. 10:00-14.00   Utan þessa tíma, þessa daga skal hringja í 1700, sé um alvarleg veikindi eða slys að ræða, hringið í 112   Upplýsingar um sýnatökur eða annað varðandi …

Jólapistill forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Brátt verða liðin tvö ár frá því að við hófum baráttuna við COVID-19 með tilheyrandi ráðstöfunum, en það er mikilvægt að við töpum ekki gleðinni og höldum áfram að þroskast og dafna. Á tíma jóla og friðar er gott að vera minntur á mikilvægi samverunnar og að njóta hennar með þeim sem okkur eru kær. Við finnum svo sannarlega fyrir …

Sýnatökur á Hvolsvelli – PCR og hraðpróf

Sýnatökur hefjast í Rangárþingi 21. desember, að Hvolsvegi 31, Hvolsvelli Sjá kort.  Það verður öryggisfyrirtækið Securitas  sem mun sjá um sýnatökurnar undir handleiðslu heilbrigðisstarfsmanna á HSU, eins og verið hefur undanfarið á Selfossi.  Framkvæmdar verða PCR sýnartökur og hraðpróf.  Opið verður í skimanir frá kl. 15:00 – 17:00 alla virka daga. Sjá nánar um sýnatökur og aðrar upplýsingar varðandi Covid …

Fjaraugnlæknaþjónusta í Vestmannaeyjum

Í Vestmannaeyjum er boðið upp á fjaraugnlæknaþjónustu fyrir þá sem vilja koma í augnbotnaskoðun.  Nýr og fullkominn tækjabúnaður er í Vestmannaeyjum, en eins og nafnið segir er þetta fjarlækningaþjónusta og augnlæknir er því ekki staddur í Vestmannaeyjum. Sérþjálfaður starfsmaður í Eyjum tekur myndir sem eru skoðaðar af augnlækni sem staðsettur er í Reykjavík. Einstaklingar með langvarandi augnvandamál geta nýtt sér …

Sýnataka á Selfossi í Krónukjallara

Þar sem fjölgun hefur orðið í sýnatöku hjá gangandi einstaklingum og ástand hefur skapast sem leitt hefur til þess að biðtími þeirra sem koma akandi hefur lengst til muna er því ákveðið að Framvegis verður sýnataka hjá gangandi vegfarendum í krónukjallaranum frá kl 11:00   Milli 9-11 verða því einungis tekin sýni úr bílum. Milli 11-12 verða því tekin sýni …

Skimanir á laugardögum í kjallara Krónunar á Selfossi

  Frá og með 27. nóvember 2021 verður farið að skima bæði hraðpróf og PCR á laugardögum.  Byrjað verður næsta laugardag 27. nóvemer og opnun verður frá kl. 10-13. Laugardagsskimun verður í gangi meðan þörfin kallar á þessa viðbótaropnun og fyrirkomulag hefðbundið eins er á virkum dögum. Allir verða að hafa strikamerki!            

Hvenær og hvaða bóluefni býðst mér

  Þessa dagana standa yfir örvunarbólusetningar vegna COVID 19 sem landsmenn eru hvattir til að nýta sér. Einstaklingar sem fengu Pfizer í fyrstu bólusetningu, fá boð í aðra bólusetningu 3-6 vikum síðar og boð í örvunarbólusetningu, 6 mánuðum frá bólusetningu 2. Einstaklingum 70 ára og eldri býðst þó að koma í örvunarbólusetningu 3 mánuðum eftir bólusetningu 2. Hér fyrir neðan …

Uppfærðar upplýsingar um COVID-19

Upplýsingarnar um COVID-19 undir COVID hnappnum á aðalsíðu hafa verið uppfærðar. Nú eru t.d. komnar þar inn upplýsingar um bólusetningar gegn COVID-19 hjá HSU.    

Tölur um smit á Suðurlandi

 Dags:       15. nóv.   15. nóv,   Póstnúmer       Sóttkví   Einangrun   780       3   0 Höfn 781       0   1 Höfn – dreifbýli 785       0   0 Hornafjörður Öræfi 800       70   34 Selfoss 801       5   0 …

Takmarkanir á heimsóknum á HSU

Í ljósi fjölgunar COVID-19 smita í samfélaginu breytast heimsóknarreglur á HSU frá og með 12. nóvember 2021.   Breytingarnar fela í sér takmörkun á komum gesta og eru heimsóknir til sjúklinga á HSU ekki heimilar nema með sérstöku leyfi forsvarsmanna viðkomandi deildar.  Heimsóknir á hjúkrunardeildir eru heimilaðar í samráði við starfsfólk deildar. Grímuskylda er í gildi hjá heimsóknargestum á meðan …

Covid í uppsiglingu á Suðurlandi

Covid tölur dagsins á Suðurlandi    Dags:       12/11 21   12/11 21   Póstnúmer       Sóttkví   Einangrun   780       2   0 Höfn 781       0   0 Höfn – dreifbýli 785       0   0 Hornafjörður Öræfi 800       59   29 Selfoss 801 …

HSU – Grímuskylda á alla 6 ára og eldri

Vegna aukinna smita hjá börnum í samfélaginu, höfum við ákveðið að færa grímuskyldu niður í 6 ára hjá HSU. Börn fædd 2015, 6 ára, og allir eldri en það, skulu bera grímu á starfsstöðvum á HSU. Þetta tekur gildi strax í dag 11/11 2021    

Nýtt blóðgastæki á bráðamóttöku HSU á Selfossi

Ánægjulegt er að greina frá því að nýtt blóðgastæki hefur verið sett upp á bráðamóttökunni á Selfossi. Tækið er frá Radiometer sem hefur verið brautryðjandi í framleiðslu blóðgastækja frá 1954 og hafa flestar kynslóðir tækja verið í notkun á heilbrigðisstofnunum á Íslandi. Tækið sem verið er að taka í notkun hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi er er flaggskip Radiometer, ABL …

Búist við talsverðum fjölda í sýnatökur í dag

Í dag 2. nóv 2021 má búast við talsverðum fjölda einstaklinga sem munu koma í sýnatöku vegna Covid-19, í bílakjallara Krónunnar. Til þess að koma í veg fyrir umferðarteppu á nærliggjandi umferðaræðum biður lögregla þá sem eiga að mæta í sýnatöku að fylgja eftirfarandi fyrirmælum: Akið inn Þóristún, ekki Kirkjuveg. Tvöföld bílaröð verður eftir vistgötunni meðfram Ölfusá að Krónunni en …

Kórónuveirusmit kom upp á sjúkrahúsinu á Selfossi

Enn og aftur eru við minnt á raunveruleikann sem blasir við okkur, kórónuveirufaraldurinn er svo sannarlega ekki búinn. Á miðvikudaginn kom upp smit innan HSU á Selfossi en skjót og fagleg viðbrögð starfsmanna virðist hafa komið í veg fyrir frekari útbreiðslu. Núna hefur fjöldinn allur af starfsmönnum farið í sýnatöku og hafa niðurstöður til þessa verið neikvæðar. Það er mikil …

Grímuskylda er enn í gildi, á öllum stöðvum HSU

Þrátt fyrir tilslakanir með grímuskyldu í þjóðfélaginu, er grímuskylda enn við völd hjá HSU  Allir þeir sem heimsækja heilsugæslur HSU, bráðamóttöku á Selfossi eða aðrar deildir á HSU skulu bera grímu.  

HSU hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Jafnrétti er ákvörðun Þann 14. október hlaut Heilbrigðisstofnun Suðurlands viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA sem verður að teljast frábær árangur. Alls voru það 38 fyrirtæki, 7 sveitarfélög og 8 opinberir aðilar sem hlutu viðurkenninguna.  Á árinu 2021 bættust við 37 nýir þátttakendur í hóp þeirra aðila sem taka þátt í Jafnvægisvoginni.   Frábær árangur á meðal þátttakenda í Jafnvægisvog FKA Jafnvægisvogin, …

Nýr sérfræðingur á HSU

Davíð Björn Þórisson sérfræðingur í bráðalækningum hefur verið ráðinn til starfa á Bráða- og slysamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Selfossi og hefur hann nýlega hafið störf.   Davíð útskrifaðist úr Læknadeild HÍ 2004 og kláraði sérnám við háskólasjúkrahúsið í Lundi (Svíþjóð) árið 2012.  Hann hefur s.l. 15 ár starfað á bráðamóttöku, annars vegar á Landspítala og hins vegar á bráðamóttökunni í Lundi …

Fjaraugnlækningar í Vestmannaeyjum, fyrstar sinnar tegundar á Íslandi

Það var mikill gleðidagur í Vestmannaeyjum í dag, 1. október 2021, þegar opnuð var fjaraugnlæknisþjónusta á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Í húsakynnum HSU í Vestmannaeyjum er búið að koma fyrir tækjabúnaði af nýjustu gerð sem samanstendur af sjónsviðsmæli, sneiðmyndatæki, raufarlampa, augnbotnamyndavél og augnþrýstimæli. Þessi nýjung í þjónustu HSU er tilraunaverkefni sem unnið er í samvinnu við Sjónlag í Reykjavík. Starfsmaður HSU hefur …

Nýr framkvæmdastjóri lækninga- og sjúkrasviðs HSU

Sigurður Böðvarsson sérfræðingur í krabbameinslækningum hefur verið ráðinn framkvæmdstjóri sjúkrahússviðs Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), en hann gegnir jafnframt stöðu framkvæmdastjóra lækninga. Sigurður hefur starfað sem yfirlæknir göngudeildar á sjúkrahússviði HSU frá því í desember 2018 og á síðasta ári leysti hann jafnframt af sem framkvæmdastjóri lækninga í fjarveru Hjartar Kristjánssonar.   Það var mikill fengur að fá Sigurður til starfa á …

Nýr hjúkrunarstjóri heilsugæslu Hveragerðis og Þorlákshafnar

Guðrún Kormáksdóttir hefur verið ráðin hjúkrunarstjóri í Hveragerði og Þorlákshöfn, en hún hefur undanfarið ár sinnt því starfi í afleysingum. Guðrún hefur starfað hjá HSU síðan 1989 og síðast sem deildarstjóri á Lyflækningadeildinni á Selfossi, þar áður deildarstjóri á Heilsugæslu Selfoss og sem ljósmóðir á fæðingadeildinni. Hún útskrifaðist frá HÍ sem hjúkrunarfræðingur 1989, lauk embættisprófi í ljósmóðurfræðum 2002, diplómanámi í …

Sýnatökur á HSU – breyttur tími

Nýverið gerði HSU samkomulag við öryggisfyrirtækið Securitas um að fyrirtækið sjái um Covid 19 sýnatökur undir handleiðslu heilbrigðisstarfsmanna á HSU.  Þetta fyrirkomulag mun létta á því gríðarlega álagi sem heilbrigðisstarfsmenn á HSU hafa fram til þessa þurft að standa undir.  Allar sýnatökur verða áfram í kjallara Krónunar á Selfossi en tími skimana er breyttur frá því að vera eftir hádegið …

Nýir sérfræðingar á HSU

Tveir nýjir sérfræðingar hafa verið ráðnir til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og mun starfsaðsetur þeirra vera á Selfossi.  Báðir hófu störf 1. september s.l.   Hjörtur Haraldsson er sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum.  Hann mun sinna starfi kvensjúkdómalæknis á Selfossi. Hjörtur útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 2010 og starfaði sem kandídat og deildarlæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri til vorsins 2012. Hann …

Nýr iðjuþjálfi á HSU

Eva Björk Birgisdóttir hefur verið ráðin iðjuþjálfi á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Starfið er samvinnuverkefni HSU og nágrannasveitafélaga í þjónustu við börn og ungmenni og í málefnum fatlaðra. Eva Björk er iðjuþjálfi að mennt og hefur starfað talsvert með börnum og ungmennum í gegnum íþróttastarf. Eva Björk tekur við af Ragnheiði Lúðvíksdóttur og bjóðum við hana hjartanlega velkomna til starfa á saman …

Fæðingarþjónusta á Heilbrigðisstofnun Suðurlands er óbreytt frá því sem áður var

Konur á meðgöngu og í fæðingu hafa óskertan aðgang að ljósmæðrum og þjónustu þeirra á HSU Selfossi.  Það er alltaf ljósmóðir á vakt og konur hafa fullan aðgang að ljósmæðrum á meðgöngu og í fæðingu. Vegna húsnæðisbreytinga á sjúkrahúsinu á Selfossi hefur ákveðin tilfærsla átt sér stað tímabundið. Þrengt hefur verið að starfseminni á fæðingarganginum en þjónustan er áfram óskert. …

Opið hús í bólusetningu (Pfizer) í FSU miðvikudaginn 11. ágúst n.k

Opið hús í bólusetningu í Árnes- og Rangárvallasýslu (Pfizer). Miðvikudaginn 11. ágúst er opið hús í bólusetningu (Pfizer) í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi frá kl. 17:30-18:00 Open house – Pfizer for those who live in Árnes. and Rangárvallasýslu. Whendnesday August 11. At 17:30-18:00

Starfsmenn við umönnun

Starfsmenn við umönnun Starfsmenn óskast í aðhlynningarstörf á sjúkrahúsið á Selfossi sem fyrst. Starfshlutfall er samkomulagsatriði Helstu verkefni og ábyrgð Umönnun aldraðra Á Sjúkrahúsinu er mikið lagt upp úr góðu þverfaglegu samstarfi þar sem fagmennska, umhyggja og virðing fyrir skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra er höfð að leiðarljósi. Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er á þrískiptum vöktum. Hæfniskröfur …

Sálfræðingur óskast til starfa á Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Sálfræðingur óskast til starfa á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.  Um er að ræða fullt starf en lægra starfshlutfall kemur til greina. Megin starfsstöð er á Selfossi. Starfið veitist frá 1.september 2021 eða samkvæmt nánara samkomulagi.  Helstu verkefni og ábyrgð Meðferð barna og unglinga að átján ára aldri auk ráðgjafar til foreldra. Þátttaka í þverfaglegu geðheilsuteymi HSU þar sem veitt er einstaklings- og …