Smitvarnir fyrir almenning

Handhreinsun er lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum.  Hreinlæti kringum augu, nef og munn ásamt öruggri meðhöndlun fæðu eru einnig lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum í þeim tilgangi að draga úr líkum á alvarlegum veikindum. Kórónaveiran Novel (2019-nCoV) hagar sér í sumu eins og inflúensa, einkenni eru svipuð og smitleiðir áþekkar. Einkenni líkjast helst inflúensusýkingu, …

Óvissustig almannavarna vegna kórónaveiru (2019-nCoV).

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru (2019-nCoV). Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi. Í lok desember 2019 bárust fregnir af alvarlegum lungnasýkingum í Wuhan-borg í Kína. Í kjölfarið var staðfest að um áður óþekkt kórónaveiruafbrigði er að ræða, sem nú kallast 2019-nCoV. Staðfest er að veiran smitast á milli manna …

Kórónaveiran 2019-nCoV – Novel coronavirus 2019-nCoV

Staðan á Íslandi og opinber viðbrögð   Opinber viðbrögð á Íslandi miðast við alvarleika hinnar nýju veiru í ljósi nýrra áreiðanlegra upplýsinga. Undirbúningur á Íslandi er samkvæmt viðbragðsáætlunum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Í því felst að leiðbeiningar og áætlanir frá SARS-faraldrinum 2002 verða uppfærðar og viðbragðsaðilar upplýstir. Leiðbeiningar til heilbrigðisstarfsmanna verða uppfærðar og gefnar út. Gefnar verða út leiðbeiningar til almennings …

Inflúensubólusetning barnshafandi kvenna

Mælt er með að barnshafandi konum sé boðin bólusetning gegn árlegri inflúensu og að þær séu hvattar til þess að þiggja hana.   – Barnshafandi konum er öðrum fremur hættara við alvarlegum veikindum ef þær sýkjast. – Óvíst er hvort sýking eykur hættu á fósturláti. – Nýburinn nýtur góðs af bólusetningunni fyrstu mánuði ævinnar.   Bólusetja má hvenær sem er …

Ofbeldi í nánum samböndum

Gefinn hefur verið út bæklingur fyrir fórnarlömb ofbeldis. Það er Landspítalinn og Heilsugæslan sem gefa bæklinginn út. Í bæklingnum eru upplýsingar um úrræði fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum, hvert hægt er að leita til að fá hjálp.   Samkv. rannsóknum bendir til að 15%-20% kvenna á Íslandi séu beittar ofbeldi af einhverjum sér nákomnum og 5%-10% karla.  Langvarandi ofbeldi …

Áreynslupróf

Tilgangur áreynsluprófs er að láta reyna á hjarta, lungu og æðakerfi. Einnig fæst við prófið mat á úthaldi og þoli. Læknir gæti hafa mælt með áreynsluprófi af ýmsum ástæðum en oftast er spurningin um hvort finna megi merki um þrengingar á kransæðum vegna æðakölkunar. Áreynslupróf er einnig gott til að meta hvort óhætt sé að hefja líkamsrækt og hversu kröftug …

Afsláttur og endurgreiðsla vegna heilbrigðisþjónustu

Ef sjúklingur er sjúkratryggður og hefur greitt fyrir heilbrigðisþjónustu upp að ákveðnu hámarki á árinu, á hann rétt á afsláttarkorti frá Sjúkratryggingum Íslands.  Mismunandi er hvað hámarkið er, fer eftir aldri og stöðu.  Meðfylgjandi eru nákvæmar upplýsingar rétt sjúklinga, varðandi afsláttarkort og leiðbeiningar um hvar hægt er að skrá sig inn.  Afsláttarkort

Fósturlát og aðgerð

Konur sem missa fóstur upplifa flestar að þeim hafi mistekist og geta þær fundið fyrir vanlíðan, þunglyndi og sorg. Þá skiptir ekki máli hversu löng meðgangan hefur verið. Fósturlát hjá ungum konum er u.þ.b. 10% en verður nokkuð al-gengara með hækkandi aldri. Flest fósturlát verða fyrir 12.viku en sjaldnast er vitað nákvæmlega hvað veldur fósturláti. Hafi meðgangan náð 5-6 vikum er talið nauðsynlegt að gera aðgerð til að hreinsa úr leginu fylgjuleifar og þess háttar vegan hættu á langvarandi eða miklum blæðingum eða jafnvel sýkingu.
Fyrir aðgerð
Aðgerð þessi er ýmist kölluð útskröpun eða útskaf en hér verður notað orðið útskaf þegar um fósturlát er að ræða. Útskaf þarf að gera I svæfingu og tekur hún

Störf hjúkrunarfræðinga


Hjúkrunarfræðingar koma með einum eða öðrum hætti að flestum fjölskyldum og heimilum þeirra á einhverjum tímapunkti í lífinu.  Hvort sem um er að ræða á gleðistundum  þegar barn fæðist eða í sorg þegar einstaklingar og fjölskyldur þeirra ganga í gegnum erfið veikindi.
Störf hjúkurnarfræðinga eru margþætt og unnin með það fyrir augum að bera virðingu fyrir lífi og ákvarðanatöku einstaklingsins.  Einstaklingsmiðuð hjúkrun þar sem  hver skjólstæðingur er sérstakur og mikilvægur er höfð að leiðarljósi. Hjúkrun snýst ekki einungis um að sinna skjólstæðingum í bráðum veikindum á sjúkrahúsi heldur er stór partur starfsins falinn í fræðslu, forvörnum og heilsueflingu ýmiskonar. 

Barnavernd

Að fylgjast reglulega með heilsu og framförum á þroska barna, andlega, félagslega og líkamlega. Einnig að styrkja foreldra í umönnun ungbarnsins/ barnsins með ýmiskonar fræðslu og ráðgjöf .


Vitjanir:
Í vitjunum í heimahúsum er markviss fræðsla í hverri heimsókn um ákveðið efni s.s. brjóstagjöf, þroska barns, umhverfisáhrif, slysavarnir o. fl. eftir því sem nauðsyn krefur. Fylgst er með heilsufari og líðan móður og henni veittar leiðbeiningar.
Fjöldi vitjana í heimahús fer eftir þörfum fjölskyldunnar en er að jafnaði tvær fyrstu 6 vikurnar og ein við 9 vikna aldur.


 

Bólusetningar

Bólusetningar gegn Inflúensu
 
Besta vörnin gegn inflúensu er að láta bólusetja sig, en hún gefur 60 – 90 % vörn hjá einstaklingum yngri en 65 ára.  Hjá öldruðum er vörnin aðeins minni.  Bólusetningin dregur einnig úr alvarlegum fylgikvillum sýkingarinnar.


 

Ferðamannabólusetningar


Ferðamönnum er ráðlagt að kanna hvað getur ógnað heilsu þeirra og hvaða bólusetningar eru nauðsynlegar áður en lagt er í ferð út í heim. Á heilsgæslunni eru veittar upplýsingar og fræðsla um bólusetningar.

Heilsuvernd aldraðra

 


Heilsueflandi heimsóknir til eldri borgara svæðisins eru byrjaðar.  Nú þegar hefur öllum 80 ára og eldri verið boðið upp á heimsókn hjúkrunarfræðings frá heilsugæslustöðinni á Selfossi. 
Í heilsueflandi heimsókn fer fram fræðsla ásamt því að ýmsum upplýsingum er safnað.
Lagt er mat á heilbrigði einstaklingsins bæði andlegt og líkamlegt, ef kemur í ljós að frekari rannsókna er þörf er skjólstæðingi vísað til heimilislæknis.  Með þessu er hægt að kortleggja upptökusvæði heilsugæslustöðva og gera sér grein fyrir þjónustuþörfinni ásamt því  að kynna þjónustumöguleika  stövarinnar og veita hinum aldraða tengingu þar inn

Sáramiðstöð

Tilgangur og markmið
Markmið hjúkrunarfræðinga miðstöðvarinnar er að búa yfir þekkingu og reynslu til að miðla til annarra fagaðila, skjólstæðingum þeirra til heilla.  Með markvissu meðferðarplani verður meiri samfella í þjónustu við skjólstæðinga.  Beitt er úrræðum sem byggja á kenningum um raka sárgræðslu. 

Ýmsar mælingar


Beinþéttnimælingar
Blóðþrýstingsmælingar
Blóðsykursmælingar
Blóðflæðimælingar
Öndunarmælingar

Ofþyngd

Á heilsugæslunni á Selfossi er boðið upp á stuðning og meðferð fyrir ofþunga einstaklinga sem eru með líkamsþyngdarstuðul yfir 40.  Tveir hjúkrunarfræðingar sjá um meðferðina,  Ólöf Dagmar Úlfarsdóttir og Ragnheiður Kristín Björnsdóttir, sem er í formi einstaklingsviðtala með það að markmiði að aðstoða fólk til hollra neysluvenja.
Með þeim starfar Víðir Óskarsson heimilislæknir. 


 

Bólusetningar barna

Eru bólusetningar barnanna okkar á ábyrgð “hinna”?


Bólusetningar ungbarna eru ein mesta forvörn sem við höfum í heiminum í dag.  Samkvæmt alþjóðaheilbrigðismálastofnuninnni WHO frá 2006 fæðast tæpar 135 milljónir barna árlega í heiminum og hafa um 37 milljónir ekki aðgang að bólusetningum.  Bólusetningar koma í veg fyrir dauða um þriggja milljóna barna og að 750.000 börn verði örkumla árlega, þrátt fyrir þetta deyja um tvær milljónir  barna úr sjúkdómum sem hægt er að bólusetja fyrir. 

Heimahjúkrun

 Markmið heimahjúkrunar er að veita einstaklingshæfða, markvissa, árangursríka og faglega heimahjúkrun, með það að markmiði að gera þeim, sem þjónustunnar njóta, kleift að búa heima við sem eðlilegastar aðstæður þrátt fyrir veikindi, heilsubrest eða öldrun.
Við heimahjúkrun starfa hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar eftir því hver þörfin er í samvinnu við heimilslækna.  Mikið samstarf er einnig við félagsþjónustu og veitendur annarar stoðþjónustu.
Beiðni um heimahjúkrun getur komið frá sjúklingi sjálfum, aðstandendum, sjúkrahúsum eða öðrum stofnunum.

Brjóstagjöf

Að brjóstfæða barn sitt er sterk upplifun sem auðgar líf móður og barns.  Brjóstagjöf er heilsusamleg og það er auðvelt að læra að gefa brjóst, því líkaminn vinnur aðal vinnuna sjálfur. 
Langflestar konur geta haft barn sitt á brjósti, en viðhorf þeirra til brjóstagjafar skiptir máli, þ.e. að hafa vilja til að láta brjóstagjöfina ganga vel. Konan þarf líka næði, góða næringu, nægilega hvíld og stuðning frá fjölskyldu og fagfólki til þess að vel gangi.


 

Hjartsláttarrafritun (Holter)

Upplýsingar til sjúklinga um hjartsláttarrafritun (Holter)
Mikilvægt er að halda áfram daglegu athöfnum meðan á mælingunni stendur.
Sjúklingar bera á sér sérstakan stafrænan mæli sem á að trufla sem minnst meðan á mælingunni stendur.

Sólarhr.blóðþr.mæling

Til athugunar fyrir notanda sólarhringsblóðþrýstingsmælis !
Markmið slíkrar mælingar er að bæta greiningu og meðferð blóðþrýstingskvilla. Mælirinn sem notaður er, er hannaður þannig að hann trufli þig sem  minnst við þín daglegu störf.
Gerðu svo vel að skrá mikilvægar athafnir í bækling þennan, svo sem máltíðir, líkamsrækt, reykingar, útivist o.s.frv. Mikilvægt er að þú sinnir þínum venjubundnu störfum á meðan þú gengur með mælinn.

Æðahnútar

Hvað eru æðahnútar?
Æðahnútar í fótum eru mjög algengir, sérstaklega meðal kvenna. Bláæðakerfi fóta samanstendur af grunnum og djúpum bláæðakerfum sem tengjast saman með minni æðum. Í þessum æðakerfum eru æðalokur sem stjórna því að blóðið flæði aðeins í eina átt.

Svæfing barna

Undirbúningur heima
Kæra foreldri
Okkur er annt um að dvöl barnsins á Heilbrigðisstofnun Suðurlands verði sem þægilegust. Hlutverk þitt er mikilvægt og með því að kynna þér hvers má vænta í tengslum við aðgerðina og svæfinguna getur þú upplýst barnið og dregið úr eðlilegum kvíða ykkar.

Nárakviðslit

Hvað er kviðslit ?
Kviðslit er það kallað þegar líffæri eða hluti af líffæri, oftast lífhimna eða fituhengi þrýstist út um gat eða veikbyggðan hluta vöðvavefs, sem annars styður við líffærið og veitir því aðhald. Algengast er að kviðslit myndist á neðri hluta kviðar og sést þá sem útbungun eða þroti í nára.

Hálskirtlataka

Eftirfarandi eru upplýsingar sem við vonumst til að komi þér að gagni og geri þér dvölina auðveldari. Skrifaðu hjá þér þær spurningar sem upp koma við lestur bæklingsins, svo þær gleymist ekki.

Ristilspeglun

Upplýsingar
Hér er um að ræða rannsókn á ristli til skoðunar á útliti og ástandi hans að innan. Rannsóknin er framkvæmd með löngu    sveigjanlegu speglunartæki sem sett er upp í endaþarm og síðan þrætt upp í ristilinn.
Unnt er að taka sýni úr slímhúð og fjarlægja sepa ef þeir finnast.
Mjög mikilvægt er að undirbúningur sé góður og er þar átt við að ristill sé hreinsaður út með lyfjum og/eða skolaður með stólpípum og skal fara eftir fyrirmælum læknis í því efni.

Gallblöðrutaka

Framkvæmd aðgerðar
Aðgerðin er framkvæmd með kviðarholsspeglunartækjum.  Gerð eru fjögur göt þar sem speglunartækin eru sett inn. Lofti er dælt inn í kviðarholið til að fá öruggt rúm til skoðunar innri líffæra og framkvæmd aðgerðar. Í lok aðgerðar er lofti hleypt út aftur og götin saumuð saman. Í sumum til-vikum er ekki hægt að taka gallblöðruna á þennan hátt og þá þarf að gera holskurð.
Mikilvægt er að hætta á blóðþynningarlyfjum 7 dögum fyrir aðgerð—þó alltaf í samráði við lækni.

Magaspeglun

Undirbúningur
Hér er um að ræða rannsókn á vélinda, maga og skeifugörn.