Fjórir starfsmenn kvaddir eftir langan starfsferil hjá HSu

Á haustdögum hafa fjórir starfsmenn verið kvaddir sökum aldurs hjá HSu.  Það er eftirtektarvert að þessir starfsmenn eiga allir áralangan starfsferil að baki hjá stofnunni.  Greinilega gott að starfa hjá HSu.

Starfsmönnunum voru haldin kveðjuhóf og þeim afhent þakkargjöf ásamt þökkum um hollustu og vel unnin störf við stofnunina og kærar óskir um velfarnað í komandi framtíð. 

Þessir fjórir starfsmenn eru: 

Jón B. Stefánsson fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, sem varð sjötugur þann 15. september.  Hann átti 38 ára starfsaldur samanlagt hjá ríki og stofnuninni hér.

 

 Kolbrún Sveinbjörnsdóttir er með rúmlega 30 ára starfsaldur við stofnunina. Hún byrjaði fyrst á Sjúkrahúsi Selfoss við umönnun, en starfaði við ræstingar þegar hún lét af störfum í sumar. Kolbrún varð sjötug 26. júní sl.

 

Ásdís Ágústsdóttir sem hóf störf við umönnun við stofnunina þegar Ljósheimarnir opnuðu í mars 1984 og var með 28 ára starfsaldur þegar hún lét af störfum í sumar. Ásdís varð sjötug þann 6. ágúst sl.

 

Bára Sólmundsdóttir, læknaritari, sem starfaði við heilsugæslustöðina á Hvolsvelli í  28 ár.  Bára varð sextíu og sjö ára 4. júní sl.