Fjölmennt á Kynningarfundi HSu

Fjölmennt var á kynningarfundi HSu sem haldinn var í gær. Á fundinn mætti m.a. Björgvin Sigurðsson, viðskiptaráðherra, Kjartan Ólafsson, alþingismaður, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, Þorvaldur Guðmundsson, forseti Bæjarstjórnar Árborgar, Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri SASS, Pálína Reynisdóttir, deildarstjóri HTR og Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri HTR auk fjölda starfsmanna stofnunarinnar.

Á fundinum lýsti Esther Óskarsdóttir, skrifstofustjóri starfsemi ársins 2006, og kynnti Ársskýrslu HSu og Réttargeðdeildarinnar á Sogni.


Aðalheiður Guðmundsdóttir, hjúkrunarstjóri sjúkrasviðs, kynnti nýsamþykkta starfsmannastefnu fyrir stofnunina.


Arndís Ósk Jónsdóttir, mannauðsstjórnandi hjá ParX fór yfir niðurstöður úr könnun, sem fjármálaráðuneytið, ParX ofl. stóðu að um starfsumhverfi ríkisstarfsmanna og hvernig HSu kom út í þeirri könnun. Könnunin fór fram síðari hluta ársins 2006. Mun nánar verða greint frá þeim niðurstöðum hér á síðunni.


Í lokin fór Magnús Skúlason, forstjóri HSu, yfir stöðu framkvæmda við nýbyggingu HSu, en fyrirhugað er að taka í notkun nýtt anddyr og nýja afgreiðslu í lok október og 20 rúma hjúkrunardeild í byrjun desember. Síðan er gert ráð fyrir, að önnur 20 rúma hjúkrunardeild verði tilbúin í mars á næsta ári.