Fjölgun sérfræðinga í heimilislækningum á Selfossi

Til að bæta þjónustu Heilsugæslustöðvarinnar á Selfossi hafa verið ráðnir 3 sérfræðingar í heimilislækningum. Þau eru Arnar Guðmundsson, Jórunn Viðar Valgarðsdóttir og Björg Þ. Magnúsdóttir. Þar að auki mun kandidat hefja störf hér þann 1. júní og vera í starfsþjálfun á heilsugæslustöðinni.

Það er því um að ræða töluvert mikla aukningu á stöðugildum heimilislækna. Þetta ætti að verða til þess að auðveldara verði að fá tíma hjá heimilislækni þegar haustar.


Læknarnir mun koma til starfa í ágúst og september en fram að því verður starfsemin með óbreyttu sniði nema í sumar verða nokkrir afleysingalæknar við vinnu.


Við þessar breytingar, sem verða í haust, þá mun starfsstöð Óskars Reykdalssonar lækningaforstjóra breytast þannig að hann verður með læknamóttöku í Hveragerði.
Illugi Fanndal Birkisson, læknir í Hveragerði lætur af störfum 1. ágúst nk. en hann er á leið í sérfræðinám.