Fjölgun sérfræðinga á HSu

Þann 1.okt sl. hófu störf á HSu tveir nýir sérfræðilæknar. Aðalsteinn Guðmundsson sérfræðingur í lyflækningum með öldrun sem undirsérgrein og Sigurjón Vilbergsson sérfræðingur í lyflækningum með meltingarsjúkdóma sem undirsérgrein.Læknarnir munu starfa á lyflæknissviði sjúkrahússins og verða kærkomin viðbót við lyflæknisdeildina en þar starfar fyrir Ágúst Örn Sverrisson sérfræðingur í lyflækningum og hjartasjúkdómum. Báðir munu verða með sjúklingamóttöku á göngudeild HSu á Selfossi.


Sigurjón Vilbergsson