Fjöldi inflúensutilfella á Íslandi vaxandi

Síðastliðnar vikur hafa fregnir borist um alvarleg tilfelli inflúensu í Bretlandi en 50 manns hafa látist vegna inflúensu frá því í október 2010, þar af greindust 45 manns með inflúensu A(H1N1)2009 (svínainflúensu) og fimm voru með inflúensu B. Langflestir þeirra sem létust voru yngri en 65 ára og óbólusettir, sjá slóð http://www.hpa.org.uk/. Í öðrum nágrannalöndum færist inflúensan nú í aukana.
Fjöldi inflúensutilfella á Íslandi fer nú vaxandi og inflúensa hefur verið staðfest hjá samtals tíu einstaklingum
Sóttvarnalæknir hvetur fólk til þess að láta bólusetja sig. Veirulyf eru til á hverri heilsugæslustöð til að nota við erfiðustu tilvikin.