Fjármálaráðherra í heimsókn á HSu

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra heimsótti HSu þ. 25. okt.sl.  Með í för var Böðvar Jónsson, aðstoðarmaður hans.  Ráðherrann átti fund með framkvæmdastjórn HSu þar sem farið var yfir starfsemi og rekstur stofnunarinnar.Framkvæmdastjórnin lagði sérstaka áherslu á, að sú  leiðrétting á fjárveitingu til stofnunarinnar, sem viðurkennd er í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2007, verði einnig viðurkennd við uppgjör á rekstrarhalla síðustu ára.  Ennfremur var lögð mikil áhersla á, að sem fyrst liggi fyrir áætlun um næstu áfanga við að ljúka viðbyggingu við húsnæði stofnunarinnar á Selfossi,  en 1. áfanga byggingarinnar á að ljúka í september 2007.
Fjármálaráðherra skoðaði að því loknu húsnæði stofnunarinnar við Árveg og á Ljósheimum.