Fjárlaganefnd heimsækir HSu

Fjárlaganefnd hefur verið að kynna sér aðstæður á Suðurlandi undanfarna daga.  Á miðvikudag kom nefndin í heimsókn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi og kynnti sér málefni stofnunarinnar.  Nefndin skoðaði húsnæði stofnunarinnar, m.a. þær lítilsháttar skemmdir, sem urðu á eldri hluta byggingarinnar, auk þess að skoða hina nýju og glæsilegu viðbyggingu.  Stefnt er að því að bjóða út innréttingu 1. hæðar og kjallara nýbyggingarinnar í þessum mánuði.  Þá var fjárlaganefnd kynnt starfsemi stofnunarinnar, en mikil aukning hefur verið í þjónustu stofnuarinnar undanfarin misseri, hvort sem er í heilsugæslu eða á sjúkrahúsi.  Fyrstu fjóra mánuði þessa árs hefur fæðingum t.d. fjölgað um 55 % frá sama tíma árið 2007.  Ennfremur var farið yfir starfsemi Réttargeðdeildarinnar á Sogni og hina brýnu þörf á að bæta húsnæðisaðstoðu þar.  Loks var farið yfir þær tillögur, sem stofnunin hefur lagt fram vegna fjárlagagerðar fyrri árið 2009.