Ferðamenn á heilsugæslustöðvum Hsu

Mikið hefur verið um ferðamenn á heilsugæslustöðvum Heilbrigðisstofnunarinnar í sumar.

Við könnun á móttökum heilsugæslustöðvanna kemur í ljós að um 30% allra sem á stöðvarnar leita að sumri til eru með heimilisfang utan upptökusvæðis stofnunarinnar

 

Bráðatilvik á Selfossi eru meira en  50 á dag og eru 13-17 þeirra vegna aðkomufólks. Þetta er eðlilegt í ljósi þess að á þessum tíma er fólk í ferðalögum, en ekki síður í ljósi þeirrar staðreyndar að á sjöunda þúsund sumarhúsalóðir eru á Suðurlandi, sem er nærri þrefalt fleiri en í næstfjölmennasta sumarbústaðahéraði (Vesturland) ef marka má frétt Fréttablaðsins frá byrjun ágúst mánaðar.