Félag sjúkraflutningamanna afhenti á aðfangadag ágóða af dagatalssölu til tveggja langveikra barna. Í ár voru það Jakob Franz 7. ára, en hann er einhverfur og svo Emma Líf 2 ára en hún er með heilalömun.
Hvort um sig fékk peningagjöf upp á 250 þús kr. og síðan færðu ýmis fyrirtæki og stofnanir gjafir að auki.
Bylgjur og Bartar. Klipping á alla fjölskyldumeðlimi.
Nettó. Troðfullir pokar af matvöru , konfekti og öli.
Bónus. Konfekt , Mackintosh og jólanammi.
Sólning. Umfelgun á bíl fjölskyldnanna.
Búllan. Hamborgaraveisla fyrir alla.
Tryggvaskáli. Gjafabréf fyrir 2.
Björgunarsveitin. Flugeldapakkar.
Íslandsbanki. Leikhúsmiðar fyrir foreldra, Íþróttatöskur , sundpoka sem eru fullir af allskonar dóti.
Sjúkraflutningamenn þakka öllum þeim sem keyptu dagatal og þeim fyrirtæjum sem gáfu gjafir, kærlega fyrir og óska öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.