Faraldur af rauðum hundum í Stokkhólmi

rauðir_hundarAð jafnaði greinast 1 -5 tilvik af rauðum hundum á hverju ári í Svíþjóð. Á síðasta ári greindust hins vegar 50 einstaklingar með rauða hunda.

 

Öll tilfellin komu í hverfinu Järna í Stokkhólmi en þar er andstaða við bólusetningar meiri en gengur og gerist.

 

Rauðir hundar eru veirusjúkdómur sem smitast með úðasmiti frá hnerra eða hósta. Veikindi koma fram 2-3 vikum eftir að einstaklingur verður fyrir smiti. Helstu einkenni eru kvef, hósti, eitlastækkanir, sérlega í hnakka en fáir verða mjög veikir. Eftir nokkra daga koma brúnleit eða blárauðleit útbrot sem byrja við andlit og dreifast svo niður eftir útlimum. Hiti og liðverkir fylgja oft þessu smiti. Engin meðferð er til og súkdómurinn gengur yfir á nokkrum dögum.

Sjúkdómurinn er einn af barnasjúkdómunum svokölluðu sem flest börn fengu á árum áður Í dag eru flest börn bólusett og því sést ekki sjúkdómurinn nema í mjög miklum undantekningartilfellum.

 

Þessi veiusjukdómur er hættulegur fyrir ófrískar konur og að því leiti að fóstur getur fengið alvarlega varanlega galla ef móðir smitast á meðgöngu og er það ástæða bólusetningarinnar.

 

Sjá sænsku fréttina

http://www.aftonbladet.se/halsa/barnhalsa/article16703603.ab