Fæðingum fjölgar á HSu

Sigrún meistari 1Mikið hefur verið að gera á fæðingadeildinni á Selfossi síðastliðinn október mánuð. Metfjöldi fæðinga var á deildinni þann mánuð þegar 13 börn fæddust.

Í byrjun október var fæðingafjöldi orðin jafnhár og í fyrra og einnig hærri heldur en árið 2012. Það er því ljóst að fjölgun verður á fæðingum í ár ef miðað er við tvö síðustu ár. Það eru mjög ánægjulegar fréttir fyrir sunnlendinga og okkur ljósmæður að konur sem eiga þess kost að fæða í heimabyggð velji að gera það. Því miður eiga ekki allar konur kost á því að velja að fæða í heimabyggð þar sem fæðingadeildin okkar er ljósmæðrarekin og eingöngu konur sem eru í eðlilegri meðgöngu og fæðingu eiga val um það að fæða á deild með þess konar þjónustustig.

Umsvif hafa aukist tölvert í mæðravernd og á göngudeild þar sem flest öllum konum er sinnt á meðgöngu og þá í nánu samstarfi við sérfræðinga á Landspítala ef um áhættumeðgöngu er að ræða. Sem dæmi má taka, þá sinnum við öllum konum sem greinast með mataræðisstýrða meðgöngusykursýki en áður þurftu þær að sækja sitt eftirlit til Reykjavíkur.

Nýung á deildinni hjá okkur er brjóstagjafafræðsla fyrir konur með barn á brjósti og konur á meðgöngu. Þeirri fræðslu stýrir sérmenntaður brjóstagjafaráðgjafi, Hulda Sigurlína Þórðardóttir, ljósmóðir. Stofnuð hefur verið facebook síða sem heitir: Fæðingadeild heilbrigðisstofnunar Suðurlands og verður hún meðal annars notuð til þess að auglýsa þessa brjóstagjafafræðslu og foreldrafræðslunámskeið sem og fyrir annan fróðleik sem tengist meðgöngu, fæðingu og brjóstagjöf.

 

Sigrún Kristjánsdóttir, yfirljósmóðir HSu.