Konur á meðgöngu og í fæðingu hafa óskertan aðgang að ljósmæðrum og þjónustu þeirra á HSU Selfossi. Það er alltaf ljósmóðir á vakt og konur hafa fullan aðgang að ljósmæðrum á meðgöngu og í fæðingu.
Vegna húsnæðisbreytinga á sjúkrahúsinu á Selfossi hefur ákveðin tilfærsla átt sér stað tímabundið. Þrengt hefur verið að starfseminni á fæðingarganginum en þjónustan er áfram óskert. Fæðingarstofan og sængurlegusvítan eru á sínum stað og býðst foreldrum áfram afnot af sængulegusvítunni. Konur sem fæða á HSU eða þurfa aðstoð á meðgöngutímabilinu fá alla þá þjónustu sem þær þurfa.
HSU þakkar tillitsemina á erfiðum tímum en öll þurfum við að standa saman í þeim áskorunum sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir um þessar mundir.
Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU