Mæðravernd í Covid

Meðan núverandi ástand varir mælum við með eftirfarandi fyrirkomulagi á heilsugæslustöðvum okkar, en það getur verið mismunandi eftir aðstæðum hverju sinni.

Mæðravernd:

  • Fyrstu skoðanaviðtöl fari fram símleiðis. Það gekk vel í vor. 
  • 16 vikna skoðun ætti að geta farið fram í síma í flestum tilvikum. 
  • Stytta tímann sem bein samskipti fara fram í hverri skoðun. Þær skoðanir sem þurfa að fara fram á stöðvunum myndu byggja á mati ljósmóður og konunnar hver yrði áherslan í skoðuninni á stöðinni og síðan væri hægt að afgreiða fræðslu og upplýsingahluta í gegnum síma. 
  • Konur koma einar í skoðanir á stöðina og alls ekki koma ef minnsti grunur um veikindi, þá hringja. 

 

            Þetta á einnig við um konur sem koma í ómskoðun á meðgöngu.