Fæðingin – Farangur á fæðingarstað

 

 

 

 

 

Það er ágætt að hafa tösku tilbúna með því sem þarf að hafa með á fæðingarstaðinn nokkru áður en komið er að áætluðum fæðingardegi. Hér er listi yfir það helsta sem getur verið gott að hafa með sér:

 

 

 

Fyrir mömmuna: 

· Snyrtivörur s.s. tannbursti og tannkrem, varasalvi, andlitskrem, sjampó, sápa, svitaeyðir og stór dömubindi.

· Léttur fatnaður eins og bolur og leggings eða náttföt, sloppur, hneppt eða rennd peysa, þykkir sokkar, inniskór, nærföt og föt til að fara heim í.

· Matvara eins og koffínlaus orkudrykkur, ávextir, brjóstsykur eða hvað eina sem konu langar í og veitir henni orku meðan hún fæðir. Á meðan að á sjúkrahúsdvölinni stendur fær mamman síðan mat á sjúkrahúsinu en gott er að taka með nesti fyrir pabbann/fæðingarfélagann.

· Afþreying eins og tímarit eða fartalva með sjónvarpsefni.

· Eftirlætistónlist

· GSM sími og hleðslutæki fyrir hann

· Myndavél og aukarafhlaða í hana

 

Fyrir barnið:

· Fatnaður – samfellur, gallar eða sokkabuxur og peysur, útifatnaður, húfa

· Bleiur

· Létt teppi til að sveipa um barnið

· Bílstóll með viðurkenndum öryggisbúnaði

 

Fyrir pabbann/fæðingarfélagann:

· Inniskór

· Léttur fatnaður og rennd eða hneppt peysa

· Aukafatnaður til vara

· Nesti

· GSM sími