Fæðing á HSu

Fæðing á HSu

Á fæðingardeild HSu fæðast árlega 140 til 180 börn. Flestar þeirra kvenna sem fæða hér eru af Suðurlandi en einnig leita til okkar konur frá öðrum landshlutum sem ekki eiga þess kost að fæða í heimabyggð.

Við fæðingardeild HSu starfa átta ljósmæður en yfirljósmóðir er Sigrún Kristjánsdóttir. Ljósmæður eru á vakt allan sólarhringinn árið um kring og því er alltaf hægt að fá ráðgjöf og þjónustu ljósmæðra þegar á þarf að halda. Vaktsími ljósmæðra er 480 5164.

Fæðingardeild HSu er lágáhættudeild ( D1 – D2 ) – sem þýðir að einungis konur í eðlilegri meðgöngu sem vænta má eðlilegrar fæðingar hjá, fá að fæða hér. Sem betur fer gildir það um meirihluta kvenna í barneignarferlinu. Konum sem hafa einhverja áhættuþætti eða vænta má vandkvæða í fæðingu hjá er beint til fæðingar á fæðingardeild Landspítalans. Síminn á fæðingardeild LSH er 543 3049.

Ljósmæður í mæðravernd meta áhættu hverrar konu á  meðgöngu og leiðbeina um val á fæðingarstað en til nánari glöggvunar bendum við á vef landlæknisembættisins.

Leiðbeiningar um val á fæðingarstað skv. Landlæknisembættinu 2007

Þjónustustig og starfsaðstæður

A)    Sérhæfð kvennadeild fyrir áhættumeðgöngu og fæðingu á sjúkahúsi þar sem

ljósmæður, fæðingar- og kvensjúkdómalæknar starfa. Aðgangur að skurðstofu þar sem

svæfingalæknir er á sólarhringsvakt. Sérhæfð þjónusta nýburalækna og

hjúkrunarfræðinga fyrir nýbura frá og með 22 vikna meðgöngu allan sólarhringinn

(Landspítalinn).

B)    Sérhæfð kvennadeild fyrir áhættumeðgöngu og fæðingu á sjúkahúsi þar sem

ljósmæður og fæðinga- og kvensjúkdómalæknar starfa. Aðgangur að skurðstofu þar

sem svæfingarlæknir er á sólarhringsvakt. Þjónusta barnalækna og hjúkrunarfræðinga

fyrir nýbura eftir 34 vikna meðgöngu allan sólarhringinn (Sjúkrahúsið á Akureyri).

C 1)Millistærð á fæðingardeild þar sem auk ljósmæðra starfa fæðinga- og kvensjúkdóma-

læknir og/eða skurðlæknir sem hefur þjálfun í bráða- fæðingarhjálp, áhaldafæðingum

og keisaraskurði. Hægt er að bjóða upp á framköllun fæðinga og mænurótardeyfingu.

Bráðaaðgangur að skurðstofu með svæfingarlækni allan sólarhringinn.

Aðgangur að fæðingarstað með þjónustustig A – B.

C 2)Millistærð á fæðingadeild þar sem auk ljósmæðra starfa fæðinga- og kvensjúkdóma-

læknir og/eða skurðlæknir sem hefur þjálfun í bráðafæðingarhjálp, áhaldafæðingum og

keisaraskurði. Ekki aðgangur að skurðstofu og svæfingalækni allan sólarhringinn.

Aðgangur að fæðingarstað með þjónustustig A – B.

D 1)Lítil fæðingardeild á heilbrigðisstofnun þar sem auk ljósmæðra starfa heilsugæslu-

læknar.

Aðgangur að fæðingarstað með þjónustustig A – C.

D 2)Heimafæðing þar sem ljósmóðir starfar og hefur aðgang að fæðingarstað með

þjónustustig A – C.