FAAS heldur fræðslu- og upplýsingafund í fundarsal HSu

FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma heldur fræðslu- og upplýsingafund á Selfossi miðvikudaginn 24.október nk. Fundurinn sem hefst kl. 17.00 verður haldinn í fundarsal HSu á Selfossi (kjallara).

 

Dagskrá:

  • Framkvæmdastjóri FAAS, Svava Aradóttir setur fundinn og kynnir félagið
  • Ingunn Ingimarsdóttir, framkvæmdastjóri kynnir Memaxi, skipulags- og samskiptakerfi fjölskyldna sem auðveldar fólki með minnisskerðingu að búa sjálfstætt.
  • Fyrirspurnir og umræður

 

 

Félagsmenn og aðrir velunnarar félagsins eru hvattir til að mæta.

Allir áhugasamir eru velkomnir.

Kaffiveitingar verða í boði vinafélags Ljósheima og Fossheima

 

Bestu kveðjur

Stjórn FAAS