Í dag 26. nóvember halda EPN – The European Council of Practical Nurses – Evrópusamtök sjúkraliða og aðildarfélögin í hverju landi fyrir sig, þar á meðal Sjúkraliðafélag Íslands, upp á daginn með ýmsum hætti.
Á Íslandi eru ekki allir sem átta sig á að sjúkraliðar er næststærsta heilbrigðisstéttin og að þeir starfa á öllum heilbrigðisstofnunum landsins, á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, á forvarnar- og endurhæfingarstofnunum, í heimahjúkrun, á lækna- og rannsóknarstofum.
Meginmarkmið EPN-dagsins er að vekja athygli á störfum og viðfangsefnum sjúkraliða þar sem þeir gegna lykilhlutverki í heilbrigðisþjónustunni.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar öllum sjúkraliðum landsins og þá sértaklega þeim sem starfa við stofnunina, innilega til hamingju með daginn.