Er þunglyndi smitandi?

ÞunglyndiÞunglyndi verður æ algengara, bæði á Íslandi og annars staðar í heiminum. Samkvæmt Alþjóða Heilbrigðismálastofnuninni (WHO) er þunglyndi í dag í fjórða sæti sem helsta ástæða þjáninga og örorku almennings. Sú staðreynd ein og sér segir okkur hversu alvarlegur og víðtækur vandinn vegna  þunglyndis er orðinn. Það er þó sýnu verra að spá WHO gerir ráð fyrir að árið 2020 hafi þunglyndi náð öðru sæti sem orsakavaldur mannlegrar þjáningar og örorku. Hvað vitum við um þá orsakaþætti sem breiða út þunglyndi í öllum löndum og öllum samfélagsgerðum? Niðurstöður rannsókna segja okkur að líffræðilegir þættir vegi minna í útbreiðslunni en margir hafa gefið sér og að félagslegir þættir s.s. fjölskylda og menning vegi þyngra. Gæði mannlegra tengsla eiga stóran þátt í því hvernig okkur líður. Þunglyndislyf er ein meðferð við þunglyndi, en hún ein og sér tekur ekki á því sem mestu skiptir. 

 

Michael D Yapko, Ph.D. er klínískur sálfræðingur og hjónabands- og fjölskyldu þerapisti sem býr í Fallbrook í Kaliforníu. Hann nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir vinnu sína við þunglyndi og árangursmiðaða meðferð og kennir reglulega fagfólki um víða veröld.

Þriðjudaginn 1. október heldur Dr. Yapko fyrirlesturinn: „Þunglyndi er smitandi: Félagslegir þættir þunglyndis og mikilvægi þeirra fyrir meðferð og sjálfshjálp“.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Hann verður haldinn á Háskólatorgi, Háskóla Íslands, í sal 102 og hefst kl 17:30.

 

Sjá hér nánar um fyrirlesturinn og Dr. Yapko  og fréttatilkynningu