Endurbætur á húsnæði Réttargeðdeildarinnar á Sogni

Nýlega var lokið við að setja utanhússklæðningu á húsnæði réttargeðdeildarinnar en mikil vandamál höfðu verið undanfarin ár vegna leka, auk þess sem húsið leit mjög illa út.Jafnframt voru gerðar breytingar á neyðarútgöngum. Fyrr á árinu var einnig lokið við lagfæringar á snyrtingum á 2. og 3. hæð, salernisaðstöðu við einangrunarklefa, lagfæringar í stigagangi, útitröppum o.fl. Á síðasta ári voru ennfremur gerðar nokkrar aðrar lagfæringar á húsnæði deildarinnar. Framangreindar framkvæmdir voru m.a. gerðar í framhaldi af athugasemdum sem Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerði við húsnæðið.