Emblukonur gefa sjúkraflutningamönnum bangsa

bangsagjof

Hrönn Arnardóttir og Ármann Höskuldsson, sjúkraflutningamenn, Guðmunda Auðunsdóttir formaður líknarnefndar Lionsklúbbsins Emblu og Randý Jóhannsdóttir saumakona frá VISS.

Félagar í Lionsklúbbnum Emblu afhentu sjúkraflutningamönnum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands bangsa að gjöf sl. mánudag, 4. nóvember. Fór afhendingin fram í björgunarmiðstöðinni við Árveg. Bangsarnir sem saumaðir voru hjá VISS Selfossi eru ætlaðir í gjafir til barna sem þurfa á þjónustu sjúkraflutningamanna að halda. Fulltrúar frá VISS voru viðstaddir afhendinguna.

 

Sjúkraflutningamenn flytja fjölda barna á ári og kemur  þessi gjöf sér einstaklega vel. Að afhendingunni lokinni var Lionskonum og fulltrúum frá VISS kynnt aðstaðan í björgunarmiðstöðinni.