Embætti landlæknis kynnir starfsemi sína

Frá vinstri; Sigríður Haraldsdóttir frá embætti landæknis, Magnús Skúlason forstjóri HSu, Geir Gunnlaugsson landlæknir,og Laura Sch. Thorsteinsson frá embætti landæknis.

Frá vinstri; Sigríður Haraldsdóttir frá embætti landæknis, Magnús Skúlason forstjóri HSu, Geir Gunnlaugsson landlæknir,og Laura Sch. Thorsteinsson frá embætti landæknis.

Undanfarið hefur landlæknir ásamt aðstoðarmönnum heimsótt heilbrigðisstofnanir og kynnt starfsemi landlæknisembættisins og var HSu heimsótt núna í vikunni og starfsmönnum kynnt embættið.

 

Embætti landlæknis og lýðheilsustöð voru sameinuð í maí 2011.  Síðan þá hefur verið unnið mikið starf í að sameina störf þessara tveggja stofnana. Skipulag embættisins byggir helst á fjórum kjarnasviðum: áhrifaþáttum heilbrigðis, sóttvörnum, eftiliti og gæðum og heilbrigðissupplýsingum.  Fram kom í kynningunni að áhersla verður lögð á að koma öryggi heilbrigðisupplýsinga í gott horf, að aðgengi að heilbrigðisskrám verði aðgengilegt starfsmönnum stofnana, sama hvar sjúklingurinn komi og að skráning verði samræmd milli stofnana.  Einnig verður áfram lögð þung áhersla á að auka forvarnir meðal ungs fólks og unnið markvisst að því að kynna þeim upplýsingar um helstu áhrifaþætti heilbrigðis.

 

Hægt er að kynna sér nánar starfsemi embættisins á heimasíðu þess hér.

 

Ásamt landlækni, Geir Gunnlaugssyni voru þær Sigríður Haraldsdóttir og Laura Sch. Thorsteinsson sem kynntu embættið.