Ekki heimóttarlegur sveitaspítali

sjukrahusid akureyri

 

 

Sjúkrahúsið á Akureyri hefur hlotið, nýja alþjóðlega gæðavottun, fyrst íslenskra heilbrigðisstofnanna. „Með þessu öðlumst við vissu um að spítalinn okkar sé ekki lítill, heimóttarlegur sveitaspítali á hjara veraldar. Við viljum tryggja að hann sé eins góður og hann getur verið og að Akureyringar vilji sækja þangað þjónustu“, segir Oddur Ólafsson, formaður gæðaráðs Sjúkrahússins á Akureyri.  En hann og Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á spítalanum, ræddu áfangann í Speglinum, og má hlusta á viðtalið hér.