Einangrun vegna niðurgangspestar

Á sjúkradeildinni á Selfossi hefur gengið niðurgangspest sem kom þar upp á meðal sjúklinga og starfsmanna. Meirihluti sjúklinga veiktust. Talið er að um sýkingu af völdum nóróveiru sé að ræða en það er óstaðfest.

Deildin var sett í einangrun í gær og allar heimsóknir á hana takmarkaðar verulega. Stór hluti sjúklinga veiktist og nokkrir starfsmenn. Vel hefur gengið að vinna á sýkingunni og er ekki tekið við nýjum sjúklingum á deildina á meðan verið er að vinna á málinu. Vonast er til að fljótlega eftir helgina komist allt í samt lag.


 Niðurstöður rannsókna sýna liggja ekki fyrir en líklegast er að hér sé um að ræða veiru sem smitist mjög hratt og veiki mjög marga. Mótefnin séu ekki langvinn og því veikist fólk jafnvel ár eftir ár. Enginn er alvarlega veikur.