Drekktu kaffi og lifðu lengur

Gleðifréttir fyrir kaffidýrkendur komu fram í New England Journal of Medicine.

 

Um er að ræða ameríska rannsókn með yfir 400 þúsund þátttakendum.

 

Þátttakendur voru á aldrinum 50 til 71 árs og var þeim fylgt eftir í 14 ár.  Í ljós kom reyndar að reykingar eru algengari hjá þeim sem drukku kaffi, en ef sá þáttur var ekki talinn með, létust þeir síður sem drukku kaffi  á tímabilinu.

 

10% minni líkur voru á að deyja á þessum árum ef drukknir eru frá 2 og uppí 6 bolla af kaffi á dag.  Svo virtist sem minni tíðni dauðsfalla yrði vegna hjarta og æðasjúkdóma, heilaáfalls og sýkinga.   Hins vegar hafði kaffidrykkjan ekki áhrif á dauðsföll vegna krabbameina.

 

Frank Hu prófessor við Harvard háskólann hikar ekki við að draga þá ályktun að kaffi sé hollur drykkur.