Dregið úr starfsemi sjúkrahússins yfir sumarmánuðina

Eins og undanfarin ár verður að draga úr starfsemi á sjúkrahúsinu yfir sumarmánuðina. Er þetta m.a. gert vegna skorts á hjúkrunarfræðingum til afleysinga. Fjárveitingar til stofnunarinnar hafa einnig áhrif á þess ákvörðun.

Á tímabilinu 1. júní – 29. ágúst verða einungis 15 rúm opin á hand- og lyflæknissviði.
Á sama tímabili dregst einnig saman starfsemin á skurðstofu þannig að frá 30. maí – 20. júní eru aðeins 2 aðgerðardagar í viku, og frá 20. júní – 2. ágúst verður skurðstofa lokuð – þó verður hægt að framkvæma speglanir.
Frá 2. ágúst – 29. ágúst verða 2 aðgerðardagar í viku og frá 29. ágúst er gert ráð fyrir fullri starfsemi á sjúkrahúsinu.