Díoxínmengun frá sorpbrennslum

Á Íslandi eru 4 sorpbrennsluofnar sem mælst hafa með há gildi díoxíns í útblæstri og er einn þeirra staðsettur á Kirkjubæjarklaustri.


Díoxínefni geta myndast í iðnaði en einnig af náttúrulegum ástæðum, svo sem eldgosum og skógarbruna. Brennsluofanr fyrir sorp sem brenna við of lágt hitastig geta stuðlað að umtalsverðri díoxínmengun. Díoxín er helst að finna í jarðvegi, mjólkurafurðum, kjöti, fiski og skelfiski. Lítið er af efninu í plöntum, vatni og andrúmslofti því að efnið binst einkum í fituvef.


 

Mælist díoxíni í skepnunum getur það haft skaðleg áhrif á heilsufar manna því við fáum díoxínið aðallega í okkur með því að borða dýraafurðir (>90%). Það er mjög lítið sem berst í fólk við innöndun ef að líkum lætur. Landlæknisembættið, Umhverfisstofnun o.fl. munu rannsaka díoxínmagn í fólki sem er útsett fyrir efninu ( býr í nágrenni sorpbrennslustöðva) en niðurstöður fást ekki fyrr en eftir nokkra mánuði. Ef skepnurnar eru ekki með díoxín í sér þá er það ekki heldur í fólki. Ekkert skepnuhald er í námunda við ofninn á Kirkjubæjarklaustri