Deildarstjóri óskast á hjúkrunardeildina Fossheima

fossheimarHeilbrigðisstofnun Suðurlands óskar að ráða deildarstjóra á hjúkrunardeildina Fossheima frá 1. júlí 2013 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 80 % starfshlutfall.

Hjúkrunardeildarstjóri stjórnar á deildinni og skal vera leiðandi í hjúkrunarfræðilegum málefnum innan síns starfssviðs. 

Hjúkrunardeildarstjóri gerir áætlanir um starfsemi á sinni deild  með öðrum stjórnendum og skipuleggur starf hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og annarra starfsmanna sem undir hann heyra.  Hann tekur þátt í kennslu og þjálfun nemenda og starfsmanna stofnunarinnar og vinnur að framþróun rannsókna, fræðistarfa og gæðamála.

 

Sjá nánar hér

 

Einnig allar lausar stöður hér