Arna Huld Sigurðardóttir settur deildarstjóri á sjúkradeildinni í Vestmannaeyjum hefur verið ráðin sem deildarstjóri frá 1. september. Arna Huld hefur starfað á deildinni sem aðstoðardeildarstjóri og deildarstjóri síðastliðið ár í afleysingum. Arna Huld útskrifaðist árið 2008 sem hjúkrunarfræðingur og stundar meistaranám í stjórnun í Háskólanum á Akureyri. Arna Huld starfaði áður á gjörgæsludeild Landspítala frá útskrift.
Iðunn Dísa Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri frá 1. september. Iðunn útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2006 og hefur starfað á sjúkradeildinni frá árinu 2006. Iðunn hefur einnig langan starfsaldur á deildinni sem sjúkraliði.
HSU óskar þeim báðum velfarnaðar í starfi.