Deildarstjóri á sjúkrasviði

Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin sem deildarstjóri á hand – og lyflæknissvið HSu frá 1. nóvember 2007.Baldvina mun starfa í 50% starfshlutfalli í nóvember og desember en frá og með 1. janúar 2008 verður hún í 80% starfshlutfalli.

Baldvina er hér með boðin hjartanlega velkomin til starfa í nýju hlutverki á deildina.