Deildarlæknir ráðinn á sjúkrasvið

Mikil og vaxandi starfsemi á sjúkrasviði hefur kallað á aukningu í læknisþjónnustu. Á undanförnum árum hefur starfsemi sjúkrasviðs aukist með hverju árinu. Komum til sérfræðilækna hefur fjölgað, skurðaðgerðum hefur fjölgað sem og speglunum og rannsóknum eins og hjartaómskoðunum og áreynsluprófum.
Mikilvægt er því að styrkja starfsemi sjúkrasviðs og að ráði Hjúkrunar og ljósmæðraraðs og Læknaráðs hefur framkvæmdastjórn ráðið deildarlækni til starfa. Um er að ræða tímabundna stöðu læknis. Fyrst til að hefja þessi störf er Dögg Hauksdóttir en hún er í sérnámi í fæðingar og kvennsjúkdómum og verður hjá okkur fyrst í 4 mánuði. Reiknað er með að ráðið verði í stöðu deildarlæknis í 4-12 mánuði í einu. Deildarlæknir starfar við hlið sérfræðilækna sjúkrahúss