Dagur barnsins – 25 maí

Steinunn og Anna, starfsmenn heilsugæslunnar, með blöðru frá Barnaheill

Í tilefni af degi barnsins heldur Barnaheill upp á daginn með því að gefa börnum blöðru. Heilsugæslustöð Selfoss tekur þátt í þessu skemmtilega starfi og fá öll börn blöðru sem koma til hjúkrunarfræðinga eða lækna stöðvarinnar í dag. Einnig munu börn sem leita á slysastofuna, myndgreiningu eða á rannsókn fá blöðru.