Dagatal, útgefið af hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum Hgs

Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar á heilsugæslunni á Selfossi hafa gefið út dagatal með myndum af sér við daglegt störf.  Allur ágóði rennur beint til reksturs hjúkrunarþáttar stöðvarinnar og er þetta svar okkar við niðurskurðinum. Við beitum öllum ráðum til að koma í veg fyrir að grunnþjónusta við íbúa skerðist. Yrðum við afar þakklátar fyrir stuðninginn. Dagatölin má nálgast hjá móttökuriturum á HSu á Selfossi og kostar hvert dagatal 2000 krónur.