Covid sýnatökur færast í bílastæðiskjallara Krónunar

Frá og með mánudeginum 19. október 2020 færast allar sýnatökur HSU Selfossi vegna Covid í bílastæðiskjallara Krónunar á Selfossi.

Aðkoma verður vestanfrá, frá Selfosskirkju (Kirkjuvegi) að Krónuhúsinu eftir vistgötu (Selfossvegi) meðfram Ölfusá og inn í bílastæðishús norðanmegin (ármegin) og út á sömu hlið hússins, þá er beygt í austur og farið austur Árveg frá húsinu.  (sjá skýringarmynd).

 

Sýni tekið í gegnum opna bílrúðu bílsins. Ef komið er gangandi er farið í röð við innganginn.

Allir eiga að vera með maska og hanska þegar þeir mæta!