COVID smit á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum

Staðfest hafa verið Covid smit bæði meðal starfsfólks og heimilisfólks á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum.

 

Viðbragðsteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) var virkjað um leið og þessar upplýsingar lágu fyrir í gær, þ. 26.12.21. Í morgun fór starfsfólk frá viðbragðsteymi HSU til Vestmannaeyja.

Allt hefur gengið eins vel og hægt er að óska sér, en viðbragðsteymið hefur unnið hörðum höndum með starfsfólkinu á Hraunbúðum við að tryggja að heimilið verði öruggt bæði fyrir starfsfólk og heimilisfólk, t.a.m. með tilheyrandi hólfaskiptingum.

Við bíðum nú eftir niðurstöðum úr sýnatökum gærdagsins, en allt heimilisfólk og starfsfólk var skimað í gær og verður skimað öðru sinni á morgun. Það mun svo koma í ljós á næstu dögum hvernig málin þróast á Hraunbúðum.

 

Lokað er á heimsóknir að sinni.

 

Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU