Upplýsingar um vottorðin

 

 

Hvar fæ ég vottorð um bólusetningu?

Á mínum síðum á heilsuvera.is. Þú þarft að vita númerið á vegabréfinu þínu og 7 dagar þurfa að hafa liðið frá seinni bólusetningu. Vottorðið er á íslensku, ensku og frönsku og er ókeypis.

 

Get ég fengið vottorð um að hafa fengið fyrri skammt?

Á mínum síðum á heilsuvera.is. Þú þarft að vita númerið  á vegabréfinu þínu . Á vottorðinu kemur fram dagsetning fyrri skammts og að bólusetningu sé ólokið. Vottorðið er á íslensku, ensku og frönsku og er ókeypis.